Morgunblaðið - 31.01.1980, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1980
+
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
JÓN JONSSON,
vélstjóri,
Ránargötu 1A,
andaöist aö heimili sínu þriöjudaginn 29. janúar.
Fanney Guömundsdóttir og synir.
Móðir okkar + LÍNEIK ÁRNADÓTTIR,
húsfreyja í Ögri, frá Ögurkirkju
sem andaðist 25. janúar veröur jarösungin
þriöjudaginn 5. febrúar. Börnin.
+
Hjartkær sonur minn, bróöir okkar og frændi,
OLAFUR K. SIGURÐSSON,
leigubílstjóri, Njálsgötu 48A,
andaöist á Landspítalanum 26. janúar. Jarðarförin fer fram
föstudaginn 1. febrúar kl. 10.30 frá Fossvogskirkju.
Jónína Guðmundsdóttir,
Vilhjálmur Sigurösson,
Guðmundur Sigurösson, Kristjana Gunnarsdóttir,
Jóna Conway,
Steinar Guðmundsson, Siguröur Guömundsson
og frændsystkin.
Eiginmaöur minn
SIGURGEIR BORGFJORD ÁSBJÖRNSSON,
fyrrv. yfirtollvöröur,
er andaöist þann 23. janúar s.l. veröur jarðsunginn frá
Háteigskirkju, föstudaginn 1. febrúar kl. 10.30 f.h. Blóm eru
afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á
Minningargjafasjóö Landspítalans.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Þóra Þóröardóttir.
+
Útför móður okkar
MATTHILDAR ÁRNADÓTTUR,
frá Pátursey í Mýrdal,
fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 1. febrúar kl. 3.
Júlíus, Gunnar og Ingþór Jónssynir.
+
Konan mín
GUÐRÚN GUDMUNDSDÓTTIR,
Glæsistöðum,
veröur jarösungin laugardaginn 2. febrúar frá Akureyrarkirkju.
Athöfnin hefst meö bæn aö heimili hennar kl. 13.30.
Ferö veröur frá Umferðarmiöstööinni, sama dag kl. 10.30.
Anton Þorvaröarson.
+
Eiglnmaður minn, faðir, tengdafaöir og afi,
BJÖRN GUÐMUNDSSON,
frá Bæ,
Jaóarsbraut 39,
veröur jarösunginn frá Akraneskirkju, laugardaginn 2. febrúar kl.
11.15 f.h. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Sjúkrahús
Akraness.
Sigrún Björnsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+ Útför
SIGURÐAR JÚLÍUSSONAR,
Dalbraut 29,
Akranesi,
verður gerð frá Akraneskirkju, laugardaginn 2. febrúar kl. 2 e.h.
Blóm og kransar afbeöin. Þeim sem vildu bent á Sjúkrahús Akraness. minnast hins látna er
Hallgrímur Sigurösson, Fjóla Siguröardóttir, Samúel Olafsson,
Guöný Siguröardóttir, Hallgrímur Ólafsson,
Birna Siguröardóttir Amman, Delos Amman,
Páll Gunnar Sigurösson, og barnabörn. Fríöa Frímannsdóttir
Svavar Armanns-
son - Minningarorð
Fæddur 28. mars 1921
Dáinn 27. janúar 1980
Enn hefur maðurinn með ljáinn
brugðið brandi sínum og lagt að
velli góðan dreng langt um aldur
fram. Enn hefur verið höggvið
skarð í fjölskylduna frá Geitagili í
Örlygshöfn og gerast þau nú tíð
höggin í þann knérunn.
Sunnudaginn 27. janúar s.l. and-
aðist Svavar Armannsson, fyrrv.
hótelstjóri að Bjarkarlundi, tæp-
lega sextugur að aldri. Andlát
hans kom kunnugum kannski ekki
mjög á óvart, þar sem hann hafði
um nokkurt skeið átt við þungbær
veikindi að stríða. En alltaf finnst
okkur þó dauðinn koma á óvart,
því með okkur blundar ávallt
vonin um að lífið sigri.
Svavar var fæddur 28. mars
1921 að Geitagili í Rauðasands-
hreppi. Foreldrar hans voru hjón-
in Bryndís Guðjónsdóttir, Bjarna-
sonar, bónda og trésmiðs að
Geitagili, og Ármann Guðfreðs-
son, trésmiður, er um áratugi var
starfsmaður Vífilsstaðahælis. Þau
eru bæði látin fyrir allmörgum
árum. Foreldrar Svavars slitu
samvistum, þegar hann var barn
að aldri og ólst hann upp hjá
móður sinni og síðari manni
hennar, Guðbjarti Egilssyni,
verslunarmanni.
Að loknu barnaskólanámi byrj-
aði Svavar að vinna fyrir sér, því
færri voru tækifærin til menntun-
ar þá en nú. Framan af starfaði
hann aðallega að verslunarstörf-
um en þegar hann var kominn
nokkuð á þrítugsaldur lærði hann
málaraiðn og stundaði þau störf í
nokkur ár. Síðar lá leið hans á
sjóinn og gerðist hann matsveinn
á fiskiskipum, aðallega frá Vest-
fjörðum. Úpp úr því starfi gerðist
Svavar hótelstjóri í Bjarkarlundi
og gegndi því starfi frá 1966 til
1978.
Óhætt er að fullyrða, að það var
ekki blind tilviljun, sem réð því að
Svavar tókst á hendur það verk-
efni að stýra hótelinu í Bjarkar-
lundi. Guðbjartur Egilsson, fóstri
hans, hafði þá um allmörg ár verið
helsti forvígismaður Barðstrend-
ingafélagsins, sem átti og rak
hótelið. Það fór því ekki hjá því að
Svavar kæmist í kynni við þann
sterka félagsanda, sem ríkjandi
var í þeim félagsskap. Hann vissi
því vel að hverju hann gekk. Hér
var ekki um að ræða velbúið hótel
eða ríkmannleg salarkynni, heldur
flest til vanbúnaðar þeirri starf-
semi, sem þar var rekin. Það
þurfti því nokkurt áræði til að
takst á við vandann, en Svavar
hafði hvort tveggja, áræðið og
viljann til að leysa verkefnið eftir
bestu föngum, og kom sér þá vel sá
eiginleiki hans að spyrja ekki,
hváð hótelstjóri ætti að gera,
heldur hvað þyrfti að gera til að
starfsemin gæti gengið.
Svavar Ármannsson var einarð-
ur maður og sagði meiningu sína
umbúðalaust. Hann gat verið
nokkuð hvatur í orði en undir
niðri bjó viðkvæm lund, sem
reiðubúin var að rétta öðrum
hjálparhönd.
Eins og áður sagði starfaði
Svavar í Bjarkarlundi í 14 sumur.
Nú að leiðarlokum vil ég fyrir
hönd Barðstrendingafélagsins í
Reykjavík og Gests h.f. þakka
honum störf hans í þágu þessara
félaga og um leið sendum við
systkinum hans og fósturföður
dýpstu samúðarkveðjur.
Vikar Davíðsson.
Svavar Ármannsson, fyrrver-
andi hótelstjóri í Bjarkarlundi,
andaðist á Landspítalanum 27.
janúar sl. eftir erfiða legu. Hann
kenndi þess meins, sem nú hefir
orðið honum að aldurtila, síðast-
liðið sumar og gekk skömmu síðar
undir erfiðan uppskurð, en brátt
varð séð að hverju dró, svo að
andlát hans nú kom ekki ættingj-
um hans og vinum á óvart.
Eftir hartnær fjörutíu ára vin-
áttu er mér ljúft og skylt að
minnast hans nokkrum orðum.
Svavar var fæddur á Geitagili í
Örlygshöfn við Patreksfjörð 28.
mars 1921 og voru foreldrar hans
hjónin Bryndís Guðjónsdóttir og
Ármann Guðfreðsson smiður. Þau
hjón slitu snemma samvistum og
var Svavar eftir það með móður
sinni, uns hún giftist öðru sinni
Guðbjarti Egilssyni, sem gekk
Svavari í föðurstað, og bjuggu þau
lengi á Hverfisgötu 96 ásamt
börnum þeirra Bryndísar og Guð-
bjarts, Jónínu Ósk og Rúnari
flugstjóra meðan þau voru enn í
föðurgarði. Síðan áttu þau heimili
að Bugðulæk 18 og bjó Svavar þar
með móður sinni og Guðbjarti, og
síðan þeir tveir eftir að Bryndís
andaðist.
Svavar fór snemma að vinna
eins og þá var títt um unglinga og
skömmu eftir að þau Bryndís og
Guðbjartur fluttust frá Keflavík
hingað til Reykjavíkur réðst Svav-
ar sem vikapiltur á Hótel Borg og
vann þar nokkur ár og líkaði vel
við húsbóndann þar, og minntist
oft á þessi ár sem eins besta skóla,
sem hann hefði verið í. Eftir það
vann hann í Leðurgerðinni og
lengst af sem verkstjóri. Enn-
fremur vann hann í verstöðvum
bæði í Vestmannaeyjum og á
Suðureyri við Súgandafjörð sem
matreiðsíumaður og stjórnandi
mötuneyta og líkaði hvarvetna vel
við hann í þeim störfum. Þegar
þessum störfum hans lauk fór
hann í nám hjá Ósvaldi Knudsen
málarameistara og lauk þar námi
í málaraiðn. En ekki ílengdist
hann í því fagi, þar fannst honum
hann ekki njóta sín og hætti þegar
honum bauðst hótelstjórastarf í
Bjarkarlundi, þar kunni hann við
sig og kom nú í góðar þarfir sá
tími sem hann hafði starfað á
Hótel Borg. Honum þótti vænt um
Hótel Bjarkarlund og starfið þar
og var í essinu sínu þegar fór að
vora og undirbúningur hófst og
opnun hótelsins, en þar starfaði
hann í um 10 ár samfellt. En
örlögin höguðu því nú svo að hann
gat ekki tekið upp þráðinn síðast-
liðið vor og saknaði hann þess sárt
að komast ekki í Bjarkarlund.
Þetta er í stuttu máli ævihlaup
Svavars Ármannssonar.
Nú á stjúpi Svavars, Guðbjartur
Egilsson sjúkur og aldurhniginn,
og systkini Svavars bæði um sárt
að binda og þá ekki síður systkina-
börnin hans, sem áttu hauk í horni
þar sem Svavar var. Var hann alla
tíð vakinn og sofinn í því að
aðstoða þau og hjálpa á allan hátt,
og mega þau nú minnast hins góða
frænda með söknuði og þakklæti
fyrir allt sem hann lagði á sig
þeirra vegna. Og margir eru þeir
vinir hans og frændalið sem áttu
honum skuld að gjalda, þó aldrei
ætlaðist Svavar til þakklætis,
enda var hjálpsemin honum með-
fædd og gat hann ekki öðruvísi
hagað sér.
Konan mín, en þau Svavar voru
systrabörn og ólust upp í æsku
saman og voru nánast eins og
systkini, kveður nú kæran frænda
sinn og undirritaður saknar vinar
í stað. Við biðjum Svavari guðs
blessunar og þökkum samfylgd-
ina. Fari hann í friði.
Geir Herbertsson
Mig langar í fáum orðum að
þakka Svavari frænda allar þær
góðu og ánægjulegu samveru-
stundir sem við höfum átt saman.
Allt frá fyrstu tíð hefur Svavar
verið mér einstaklega góður, og
samband okkar verið mjög náið og
gott. Naut ég þess þá ef til vill að
Svavar átti engin börn sjálfur.
Þegar ég var lítil voru þau fá
sumrin sem ég ekki heimsótti
Svavar í Bjarkarlund, þá oftast í
samfylgd afa og ömmu. Alltaf
þóttu mér þessar heimsóknir jafn
skemmtilegar, enda var okkur
alltaf tekið opnum örmum.
Svavar var í eðli sínu mjög
rausnarlegur í öllu því, sem hann
tók sér fyrir hendur, og naut ég
þess mjög ríkulega.
Svavar dvaldi oft mikið erlendis
hjá vinum sínum í Bandaríkjun-
um. Var það ætíð mikið tilhlökk-
unarefni, þegar von var á Svavari
frænda heim frá Ameríku, því
alltaf kom hann hlaðinn gjöfum
til okkar krakkanna.
Svavar talaði um það alla mína
æsku að þegar ég yrði eldri, ætlaði
hann að bjóða mér með sér til New
York og sýna mér allt það mark-
verðasta, sem þar er að sjá. Og
þetta gerði hann svo sannarlega,
og á sinn rausnarlega hátt þegar
ég var 17 ára. Var þessi ferð mér
alveg ógleymanlega skemmtileg.
Því Svavar var þannig að hann
ekki aðeins naut þess að gefa
gjafir, heldur var hann mjög
veitandi persónuleiki, við alla þá
sem honum stóðu næst.
Síðustu sex mánuði átti Svavar
við mikla vanheilsu að stríða.
Kom þá vel í ljós hvað hann var
ósérhlífinn og duglegur og þakk-
látur fyrir allt sem fyrir hann var
gert.
Blessuð sé minning hans.
Hafdís Rúnarsdóttir.
Svavar Ármannsson fæddist að
Geitagili við Örlygshöfn 28. marz
1921. Hann lést í Landspítalanum
27. janúar s.l. Foreldrar hans voru
Bryndís Guðjónsdóttir og Ármann
Guðvarðarson. Þau hjónin slitu
samvistum eftir stutta sambúð.
Bryndís giftist seinna Guðbjarti
+
Eiginkona mín, móöir og tengdamóöir,
ELÍNBROG ÞÓRÐARDÓTTIR,
Rauöalaak 2,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. febrúar kl.
1.30.
Vígberg Einarsson,
Ásta Anna Vígbergsdóttir,
Axel Björnsson.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug við andlát og
útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa,
ÁRNA JÓHANNSSONAR,
Seljaveg 25.
Guö blessi ykkur öll. Hu|<J Kri8tmann8dóttir>
Edda Árnadóttir, Magnús Ölafsson,
Höröur Árnason, Brynja Hlíöar,
barnabörn og bræöur hins látna.