Morgunblaðið - 31.01.1980, Page 29

Morgunblaðið - 31.01.1980, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1980 29 Valdimar Lárus- son — Minning Egilssyni, eignuðust þau tvö börn, Jónínu Ósk og þann er þetta ritar. Gekk Guðbjartur Svavari í föður stað, þó hélt Svavar alla tíð góðu og innilegu sambandi við föður sinn og stjúpu Önnu Einarsdóttur. Þegar ég nú læt hugann reika aftur til æsku minnar, þá kemur Svavar nokkuð oft í huga minn. Því miður var fjórtán ára ald- ursmunur á okkur, og átti ég því litla samleið með bróður mínum. Þó minnist ég þess að þegar eitthvað bjátaði á hjá mér þá var gott að leita liðsinnis stóra bróð- ur. A þeim árum var barnaskólinn látinn nægja og fór Svavar ungur að vinna fyrir sér, byrjaði sem snúningadrengur á Hótel Borg. Einnig starfaði hann mikið í skátahreyfingunni í uppvextinum og naut góðs af alla ævi. Um tvítugt hóf hann störf hjá Leður- gerðinni h/f og varð fljótlega verkstjóri þar á saumastofu. Svavar fékk snemma áhuga á stjórnmálum og starfaði mikið í Sjálfstæðisflokknum framan af og var ætíð eldheitur sjálfstæðis- maður. Þar kom að hann vildi prófa eitthvað nýtt og hóf hann störf hjá Silla & Valda sem afgreiðslu- maður og ekki löngu seinna varð hann verzlunarstjóri í verzlun er þeir áttu vestur á Hringbraut, átti verzlunarrekstur að mörgu leyti vel við hann. Þó ákvað hann, kominn hátt á fertugs aldur, að fara og læra meira, innritaði sig í Iðnskólann og nam málaraiðn, starfaði síðan að iðn sinni í nokkur ár, en það starf átti aldrei almennilega við hann, hætti því loks alveg og venti sínu kvæði í kross og fór á sjóinn, sem mat- sveinn á fiskibát, og varð það byrjunin á því sem kalla má að hann hafi gert að sínu ævistarfi þ.e. hótelstjórn, því að eftir stutta veru á sjónum tók hann að sér umsjón með mötuneyti frystihúss á Súgandafirði og skömmu seinna hótelstjórn í Bjarkarlundi í Reykhólasveit og þar hafði hann loks fundið starf við hæfi. Svavar tók miklu ástfóstri við Bjarkarlund og sveitina í kring. Hann rak Bjarkarlund af mikilli röggsemi, kannski um of, þar eð hann var stórhuga í öllu sem hann tók að sér, og sparaði þá hvorki- fé né fyrirhöfn og var það stundum erfitt fátæku átthagafélagi, sem átti Bjarkarlund. Eins og komið hefur fram hér að framan þá gekk honum vel í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og átti gott með að umgangast fólk, en þó má segja um hann að hann var ekki allra. Svavar giftist aldrei og átti engin börn, en hann var mjög barngóður og nutu systkinabörn hans þess ríkulega, en hann eignaðist marga góða vini, ég halla ekki á neinn þó ég nefni Jóhann Gestsson og Gunnar Jónsson, sem báðir búa nú í Bandaríkjunum, og síðast en ekki síst Guðnýju Árnadóttur, sem hans tryggustu vini. Heilaæxli það, er varð Svavari að aldurtila kom fyrst í ljós fyrir sex mánuðum. Ég er þeirrar skoð- unar að hann hafi verið búinn að ganga lengi með þennan sjúkdóm og verið búinn að valda Svavari miklu tjóni og ýmsum misskiln- ingi, því hvorki hann né aðrir vissu að hann var sjúkur. Eftir að hann veiktist fyrir alvöru þá kaus hann að eiga athvarf hjá systur sinni og mági, Ósk og Axel Kvaran, enda höfðu þau alltaf verið samrýnd. Að lokum þakka ég Svavari samfylgdina og veit að mamma hefur tekið honum opnum örmum. Rúnar Guðbjartsson. 1912 - 1980 Hreinn og hvítur snjór huldi Manitobasléttuna þegar ég flaug yfir hana fyrir skemmstu — þessa sléttu sem skáldið taldi minna á hvíldina eilífu. Þarna er Winnipeg, höfuðborg íslendinga í Vesturheimi. Hún heilsaði mér þessu sinni með sínum síbláa, djúpa himni og stinnings-skafrenningi. Sólin skein gegnum mjallarkófið. Ég tel það meðal gæfusamra þátta í lífi mínu að kynnast ungur við þessa borg og Islendingana sem þar bjuggu og búa margir enn, þótt ýmsir væru nú horfnir er ég batt við tryggðir forðum. Fyrir tuttugu árum lifðu enn margir af fyrstu kynslóð íslensku landnemanna vestra. Hvergi hef ég fundið íslandi unnað heitar. Að kynnast þessu fólki var eins og að stíga beint inn í lifandi ættjarð- arkvæði og náttúruljóð aldamót- anna: — Þú bláfjalla geimur! með heiðjökla hring. Önnur kynslóðin er raunsæi- legri í viðhorfi sínu: Meðvituð börn síns nýja ættlands með rætur í mikilleik gresjunnar, skógum og vötnum Nýja-íslands og menningu Vesturheims, en jafnframt stolt að vera „af íslensku bergi brotin." Úr þessum hópi kynntist ég mörgum góðum dreng en engum betri en þeim, sem nú er genginn, Valdimar Lárussyni, Valda Lár. eins og hann kallaðist meðal vina og kunningja. Foreldrar hans voru Pálmi Lár- usson og Guðrún Steinsdóttir sem bjuggu á Hryggjum í Gönguskörð- um áður en þau fluttust vestur með tvö elstu börn sín, en Valdi var yngstur níu systkina, fæddur 1912 á Gimli við Winnipegvatn. Ættir Valda stóðu um Húnaþing og Skagafjörð. Amma hans í föðurætt var Sigríður dóttir Bólu-Hjálmars. Þannig var Valdi meðal þeirra manna á okkar dögum sem áttu fæsta ættliði að rekja til skáldsins í Bólu. Valdimar Lárusson braust ung- ur til mennta og gekk á kennara- skóla. Gerðist hann fyrst eftir próf kennari norður í Indjána- byggðum. Kunni hann margt frá þeirri dvöl að Segja. Yfir sögum hans þaðan hvíldi i senn glettni húmoristans og hlýja mikils húm- anista sem bar fulla virðing fyrir ólíkum siðum og háttum þjóða og kynþátta. Lengst starfsævi sinnar kenndi Valdi ensku við Kennaraháskóla Manitobafylkis, en gerðist svo síðast aðstoðarprófessor Haralds Bessasonar við Islenskudeild Manitobaháskóla. Valdi var maður mikillar frá- sagnargáfu og orðsnilldar. Um vald hans á enskri tungu ber kennaraembætti hans í því máli gleggst vitni. Um hitt get ég dæmt að engum vestur-íslenskum manni af hans kynslóð lék íslenskt mál léttar ,á tungu. Hann gat talað íslensku eins og byggi hann enn í grennd við Gönguskörðin og í hans munni var vestur-íslenskan blæbrigðaríkt mál, fallið til að auka gamanblæ góðrar sögu. Valdi var þó ekki aðeins mikill unnandi orðlistar, enskrar og íslenskrar. Myndlist átti hug hans einnig eins og heimili hans í Winnipeg bar skýrt vitni. Hann var vel menntaður og víðsýnn Kanadamaður en jafnframt stolt- ur af íslenskum uppruna sínum. Allt íslenskt var gildur þáttur í sjálfsvirðingu hans en án oflætis eða þjóðrembu og því var hann laus við minnimáttarkennd. Valdi var einhleypur maður. Um margra ára skeið undanfarið átti hann við erfiðan hjartasjúk- dóm að stríða, kransæðastíflu sem dró hann til dauða 18. jan. s.l. Ég kynntist Valda fyrst fyrir tuttugu árum. Glöggt man ég hann þá í garðveislu hjá Jóni Laxdal í glampandi sól og hita Manitoba- vorsins þar sem gamansögur hans og glaðvær hlátur sindruðu milli grænna laufa. Háttvísi hans og ljúfmennska gerðu hann hvers manns hugljúfi. Hann var séntilmaður til orðs og æðis og viðmótið allt yljað óvenju- legri hjartahlýju. Um haustið sama ár sat hann eitt sólbjart septembersíðdegi heima hjá okkur hjónum hér í Reykjavík ásamt Jökli Jakobssyni skáldi. Sá fundur ber í mínum hug birtu engri annarri líka. Ég heimsótti hann aftur hér um daginn hátt upp í skýjakljúf þar sem hann bjó í miðbæ Winnipeg- borgar rétt hjá þinghúsi Mani- tobamanna sem þaðan að sjá kúrði flóðlýst undir fótum okkar. Aldrei fyrr hafði ég séð víðar yfir þessa einkennilegu borg sem böðuð er suðrænum hita á sumr- um en á vetrum sveipuð norrænu frosti og heiðríkju. Fyrir fótum okkar iðuðu og tindruðu marglit ljós auglýsinga og umferðar en ofar augum blasti við stjörnu- bjartur himinn. í hlýrri stofu Valda dreyptum við á gömlu rúg-viskíi. Ljúf- mennska hans og hjartahlýja voru samar og áður, gamansögurnar glettnar, hlátur hans bjartur. Samt var hann merktur lang- varandi sjúkdómi, hafði oftar en flestir aðrir menn horfst í augu við dauðann, beinlínis verið kall- aður á hans fund, en borið hærra skjöld í þeim vopnaviðskiptum hingað til. Valdi var þó geiglaus og glaður. Hann kunni sín Hávamál og lifði þannig. Hann talaði um að koma einu sinni enn heim. I munni Vestur-íslendinga hef- ur heim tvær merkingar: Heim til íslands — heim aftur til Vestur- heims. Sú för verður ekki farin. Þegar ég var á leiðinni heim hvarf hann skyndilega til annars heima sem okkar allra bíður — heim til dauðans sem „er hreinn og hvítur snjór." Sveinn Skorri Höskuldsson. Kantlimdar - smíðaplötur (Hobby-plötur) fyrir fagmenn og leikmenn. Hvífar plast- hillur ' 30 cm, 50 cm °9 60 cm « oreidd. 244 cm 6 lengd. Hurdir á fata- skápa meó eikar- *P»ni, fil- bunar undír l»kk og ba»a. Plast- lagdar h illur KROSSVIÐUR SPÓNAPLÖTUR VIÐARÞILJUR „ á gömlu lágu verði IBJORNINN Skúlatúni 4. Simi 25150. Reykjavík BORÐSTOFUHUSGOGN STOLAR Efni: Bæsað, dökkbrúnt eöa rauðbrúnt. Borö stærð 75x95 + stækkunarpl. 47 cm Borð stærö 95x95 + stækkunarpl. 47 cm Borð stærö 140x95 + stækkunarpl. 47 cm Hringborð 95 cm engin stækkunarpl. Hringborö 110 cm + stækkunarpl. 55 cm Sendum um land allt. Opiö til kl. 8 föstudag og laugardag 9—12. Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1A. Sími 86117. ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA — ÚT- ÚTSALA — ÚTSALA -- ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA— ÚT-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.