Morgunblaðið - 31.01.1980, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1980
37
laust löngu reistur Landspítali til
að sinna þeim vanda þeirra, og er
tími til kominn að minnast á þetta
vandamál (kven-?)fólks, jafnvel
tímabært að stofna — „Samtök
fólks á breytingaskeiði".
Svar við nr:l. er nei, þar sem
mismunur kynjanna á breyt-
ingaskeiði er óstaðfestur, — og í
bréfi okkar til kvenfélaga er
auðvitað tekið fram að stjórn-
arskráin leyfi 35 ára lágmarksald-
ur.
2) Einhver tungumálakunnátta.
Ekkert sérstakt kom til greina.
Einungis að með einhverri tungu-
málakunnáttu hefði frambjóðandi
einhver kynni af umheiminum.
3) Sé ópólitísk.
Það kom fram á fundinum við
samþykkt þessa atriðis að það
væri ákjósanlegt að frambjóðandi
væri ekki flokksbundinn, en auð-
vitað ekki skoðanalaus á þjóðar-
hagsmunum, hér mun einungis
vera lýst vanþóknun á flokka-
drætti og þeim neikvæðu áhrifum
sem honum fyglja.
Þessir hringdu . .
• Tvær þýðingar til
Oddfríður Sæmundsdóttir
hafði samband við Velvakanda og
vildi fá að koma á framfæri
nokkrum orðum vegna gagnrýni
Jóns Ásgeirssonar á tónleika
Kristjáns Jóhannssonar, þar sem
hann segir að ekki sé til íslensk
þýðing við ljóð er sungið sé við
serenöðu Schuberts, sem Kristján
söng á ítölsku á tónleikum sínum
nýlega. Sagði hún, að til væru
tvær þýðingar á íslensku, önnur
væri í heftinu Ljóð og lög eftir
Axel Guðmundsson og hina hefði
gert Daníel Daníelsson og hefði
hún birst í jólablaði Þjóðviljans
árið 1972. Kvað Oddfríður þessar
þýðingar báðar gullfallegar, hún
vissi um þessar tvær og gætu þær
jafnvel verið fleiri.
SKAK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á alþjóðlega skákmótinu í Sochi
í Sovétríkjunum í haust, sem
árlega er haldið til minningar um
fyrsta öfluga sovézka skákmann-
inn, Chigorin, kom þessi staða upp
í skák ungverska stórmeistarans
Barczays, sem hafði hvítt og átti
leik, og Tékkans Augustins.
4) Það hlýtur að vera óþarfi að
rannsaka karlframbjóðendur að
þessu leyti, hafa þeir ekki allir
þetta til að bera?
5) Má vera einhleyp.
Það var mikið rætt um það á
fundunum hvort nauðsynlegt væri
að frambjóðandi ætti maka. Það
virtist vera einróma álit fund-
arkvenna að umræðum loknum að
slíkt væri ónauðsynlegt, og því var
samþykkt að undirstrika það álit
með því að taka fram að fram-
bjóðandi gæti eins verið einhleyp-
ur. Þetta atriði útilokar engan
veginn að frambjóðandi, hvers
kyns sem hann er, sé með maka
jafnt sem makalaus.
Það voru eintómir kvenpeningar
sem samþykktu þetta atriði, þær
eru allar á framabraut án minni-
máttarkenndar.
Nú hafa S.K.F. ekkert löggjaf-
arvald yfir konum í þessu málefni
eða öðrum og því er það í
sjálfsvald sett öllum hópum jafn-
réttiskvenna, hvort sem þær
funda við eldhúsborð eða ekki, að
setja sér sinn eigin ramma og láta
ekki sitt eftir liggja að leggja sitt
lóð á vogarskálarnar og taka af
alvöru þátt í því meginmáli sem
hér er á ferðinni, — að konur
sameinist, — eins og sýnt var á
sínum tíma, 24. okt. 1975, sællra
minninga, og koma sér saman um
einn frambjóðanda til þess að gera
sitt til að útrýma fordómum.
Kærar kveðjur.
Forseti Samtaka kvenna á fram-
abraut
Margrét Sölvadóttir.
Formaður forsetakjörsnefndar
Samtaka kvenna á framabraut.
Erla Guðmundsdóttir.2
• Við hvað
er miðað?
„Mig langar til að leggja orð í
belg viðvíkjandi umræðunum um
hvort níundi áratugurinn er byrj-
aður eða ekki. Þar sem miðað er
við fæðingu Krists er ljóst, að
þetta fer eftir því hvort ártalið 1
er talið árið, sem hann fæddist,
eðaárið, sem hann var eins árs, en
um það eru skiptar skoðanir.
Athugum þetta nánar: Við segjum
að nú séu 1980 ár liðin frá fæðingu
hans, þ.e. hans 1980. afmælisdagur
(ef svo mætti að orði komast). En,
eins og menn um leið og þeir ná
tug í aldri, byrja næsta áratuginn
(t.d. maður sem verður 80 ára er
kominn á nræðisaldur) hlýtur það
sama að gilda í þessu tilfelli,
þegar takmarkinu 1980 ár er náð.
Níundi áratugur aldarinnar byrj-
ar þar með að sjálfsögðu og í
samræmi við það byrjar næsta öld
árið 2000.
Þetta tímatal miðast sem sé við
það, að Kristur hafi verið ársgam-
all árið 1. Sé aftur á móti reiknað
með því að hann sé fæddur árið 1,
þá er hin kenningin rétt, að níundi
áratugurinn sé ekki byrjaður. En
þá er líka tóm rökleysa að tala um
að 1980 ár séu liðin frá fæðingu
hans, það væru „aðeins" 1979 ár.
Til einföldunar: Fæddur árið 1, 10
ára árið 11 o.sv.frv. Að sjálfsögðu
enda þá hver tíu ár á tölunni einn.
í stuttu máli: Sé reiknað með að
1980 ár séu liðin frá fæðingu
Krists, er níundi áratugurinn
byrjaður og gamlársdagur 1999
verður siðasti dagur aldarinnar og
ný öld rennur upp 1. jan. árið 2000.
Sigurður Magnússon,
Hafnarfirði.“
HÖGNI HREKKVÍSI
, r/F 'Eör E13C1 ElNl/5|MMl fá>S6?/"
MANNI OG KONNA
STJÓRNUNARFRÆÐSLAN
Mat fjarfestingavalkosta
á veröbólgutímum
Stjórnunarfélag islands efnir til námskeiðs um Mat
fjárfestingavalkosta á verðbólgutímum að Hótel
Esju dagana 4.-7. febrúar n.k. kl. 15—19 dag
hvern.
Þar sem fjármagnskostnaöur er í
flestum fyrirtækjum einn stærsti
gjaldaliöurinn, er mikilvægt aö
fjármagni sé ekki ráöstafað í |
vafasamar fjárfestingar.
Á námskeiðinu eru kynntar aö-
feröir sem nota má viö aö velja
hagkvæmustu fjárfestingu sem í |
boöi er hverju sinni.
Námskeiö þetta er einkum ætl-
að þeim sem koma nálægt
fjárfestingaákvörðunum. Nauö-
synlegt er að þeir þekki undir-
stöðuatriði bókhalds og rekstr-
arhagfræði.
Leiöbeinandi: Oddur Einarsson, rekstrar hagfræöingur.
Nánari upplýsingar og skráning þátttakenda hjá
Stjórnunarfélagi Islands, sími 82930.
Sfmi 82930
Gerið
góð kaup
Ríó kaffi Kaaber V* kg . kr. 820
Kjúklingur Sólskins-Holta 1 kg .kr. 1990
Kjúklingar Sólskins-Holta 1 kassi pr kg kr. 1820
Egg 1 kg ............. kr. 1165
Strásykur 1 kg ....... kr. 275
Hveiti — Pillsbury 5 Ibs . kr. 545
Þorramatur
í úrvali
Opiö föstudag til kl. 8
og iaugardag frá 9—12
© ....................
Vörumarkaðurinn hf.
HAGTRYGGING HF 4föf