Morgunblaðið - 31.01.1980, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 31.01.1980, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1980 C-keppnin í handknattleik Flestir reikna með sigri Frakklands C—KEPPNIN í handknattlcik hefst í vikunni og eins og áður hefur komið fram fer hún fram i Færeyjum. Hefur aldrei áður verið haldið annað eins íþrótta- mót í eyjunum. Þátttakendur verða frá 9 Evrópulöndum og má þar nefna Frakkland sem var í A — flokki í heimsmeistarakeppn- inni i Danmörku árið 1978. Einn- ig eru þarna Austurriki, Noreg- ur og ísrael sem verið hefur á mikilli uppleið síðustu árin, gerði m.a. jafntefli við ísland i B—keppninni 1979. Mikill áhugi er fyrir C—keppn- inni, ekki aðeins í Færeyjum, heldur einnig víðar, ekki síst í þeim löndum sem eiga lið. Fær- eyska útvarpið ætlar að lýsa hverjum einasta leik og franska sjónvarpið ætlar að taka upp alla leiki Frakklands, enda reikna Frakkar með því að sigra í keppn- inni. Þá hafa fréttamenn víða að boðað komu sína, þannig að segja má að Færeyjar verði venju frem- ur iðandi af lífi á næstunni. Dómarar verða frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Hollandi og Lúxemborg, að ógleymdu íslandi, en þeir Karl Jóhannsson og Björn Kristjánsson halda uppi heiðri ALLMARGIR islenskir írjáls- íþróttamenn .stunda nú æfingar og keppni erlendis. í Kaliforníu eru átta þeirra og æfa þeir af kappi. Um siðustu helgi tóku þeir þátt i sinni fyrstu keppni á smámóti i Los Gatos. Gunnar Páll Jóakimsson sigraði í 800 yarda hlaupi. fékk tímann 1,56,7 mín. Annar varð Stefán Hall- grímsson, hljóp á 2,00,0 mín. íslenskra dómara í C—keppninni. Þeir fóru miklar krókaleiðir til Færeyja, flugu fyrst til Kaup- mannahafnar og þaðan hálfa leið til baka, til Þórshafnar. Athyglisvert er, að grænlenska handknattleikssambandið (já, það er líka til) sendir fulltrúa sína til keppninnar. Ætla Grænlendingar að láta að sér kveða á næstunni, fulltrúi þeirra ætlar að leita eftir samningum um landsleiki. Eins og áður hefur komið fram leika íslendingar og Grænlendingar landsleik í knattspyrnu á komandi sumri, þannig að Grænlendingar færa út kvíarnar á fleiri sviðum heldur en handknattleik. Þórvaldur Þórsson hljóp 100 yarda á 10 sek. sléttum og 220 yarda 22,2 sek. Elsta íslandsmet- ið í frjálsum íþróttum er nú met Hauks Clausens í 100 yarda hlaupi. sett í Edinborg árið 1949, 9,8 sek. Elías Sveinsson FH hljóp 100 yardana á 10,1 sek. Vésteinn Hafsteinsson kastaði kringlu 46,04 mctra. — þr. Gunnar náði ágætum tíma í Kaliforníu • Ingi Stefánsson ÍS skorar gegn Val fyrr í vetur. Verður athyglisvert að sjá hvernig ÍS reiðir af gegn Val i kvöld er liðin eigast við. Tekst liði ÍS að standa í Val? Weisweiler fer til Cosmos EINN af þekktari knattspyrnu- þjálfurum í Evrópu, Hannes Weisweiler, þjálfari F.C. Köln í V-Þýskalandi, mun gerast þjálf- ari hjá bandaríska liðinu New York Cosmos næsta keppnistíma- bil. Weisweiler, sem er nú orðinn 60 ára gamall, mun skrifa undir samning í París i dag, var haft eftir forráðamönnum Cosmos. Wrexham áfram WR.EXHAM tryggði sér rétt til þátttöku í 5. umferð cnsku bik- arkeppninnar i knattspyrnu með því að sigra Carlisle Utd. örugg- lega 3—1. Gamla kempan Dixie McNeil skoraði tvívegis og hefur því skorað mark eða mörk í 10 bikarleikjum í röð, sem er um- talsverður árangur. Fyrrum Liv- erpool-leikmaðurinn Joe Jones skoraði þriðja mark Wrexham, en eina mark Carlisle skoraði Phil Bonnyman. Þá fór íram einn leikur í 3. deild, Colchester sigraði Bury með einu marki gegn engu. í KVÖLD fer fram einn leikur í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Valsmenn leika gegn liði ÍS í íþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst leikurinn kl. 20.00. Lið Vals er sigurstranglegra í leikn- ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Þór á Akur- eyri er 65 ára á þessu ári og i tilefni ársins stendur félagið fyrir mikilli iþróttahátíð i Skemmunni i kvöld. Fjölbreytt dagskrá kvöldsins hefst klukkan 19.45 með blæstri Lúðrasveitar Akureyrar og síðan rekur hvert atriðið annað. Má þar nefna að lið frá Karlakórnum Geysi mætir liði Karlakórs Akur- eyrar í handknattleik, handknatt- leikslið ÍBA frá árunum 1965—70 um en allt eins má búast við því að stúdentar geri hvað þeir geta til þess að klekkja á Tim Dwyer og félögum hans. Staðan í úrvals- deildinni er nú þessi: KR 12 9 3 1021- 920 18 Valur 12 9 3 1050- 999 18 UMFN 12 8 4 991- 961 16 ÍR 12 6 6 1146-1080 12 Fram 12 2 10 1059-1124 4 ÍS 12 2 10 1003-1100 4 leikur gegn landsliðsmönnum ÍBA bæði í handknattleik og knatt- spyrnu. Bæjarstjórn Akureyrar keppir gegn æskulýðs- og íþrótta- ráði bæjarins í boltaboðhlaupi og loks keppa meistaraflokkslið Þórs og Dalvíkur í handknattleik. Upp- haflega átti Þór að mæta KA, en KA getur ekki verið með vegna bikarleiks gegn UMFA 1. febrúar. Inn á milli verður skotið atriðum þar sem áhorfendur eiga þess kost að vinna til verðlauna með mark- skotum. Afmæli Þórs í skemmunni Erlendir leikmenn bannaðir —nema um Rússa sé að ræða! • Þessar tvær myndir eru frá bæjakeppni Reykjavíkur og Akureyrar i íshokkí sem fram fór á Melavellinum um síðustu helgi. Á efri myndinni má sjá til hægri einn besta leikmann Akureyrarliðsins, Skúla Agústsson, fyrrum landsliðsmann í knattspyrnu. Skúli lét aldurinn ekkert á sig fá og geystist hann eins og unglamb um allan völlinn. A neðri myndinni stjakar einn leikmanna Reykjavikur við Akureyringi í hita leiksins. Ljósm. Kristján. FLEST lönd í vesturhluta Evrópu leyfa knattspyrnufélögum sínum að flytja inn erlenda leikmenn, oftast þó ekki fleiri en tvo til þrjá í senn. Oft eru þessir útlendingar burðarásar liða sinna. í Austur-Evrópu er þessu öðru vísi farið. í öllum Austantjalds- löndunum að einu undanskildu er óleyfilegt að flytja inn erlenda leikmenn. Enda sennilega ólíklegt að knattspyrnumenn frá Vestur- löndum hefðu áhuga á að ganga til liðs við félög austantjalds. Eina undantekningin er Austur-Þýska- land. En það eru ekki Hollend- ingar, Vestur-Þjóðverjar eða Englendingar sem skipa útlend- ingaherdeildir austur-þýskra knattspyrnufélaga, heldur eru það Rússar. í austur-þýsku deildar- keppninni eru a.m.k. 17 sovéskir knattspyrnumenn, allt menn úr sovéska setuiiðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.