Morgunblaðið - 07.02.1980, Side 23

Morgunblaðið - 07.02.1980, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980 23 Eitt grafíkverka Eschers. Ljósmynd Mbl. Ol.K.M. Mikið um að vera á Kjarvalsstöðum ÞRJÁR listasýningar standa um þessar mundir yfir á Kjarvalsstöðum, þ.e. sýning á listrænum ljósmyndum eftir John Chang McCurdy, sem fæddur er i Kóreu, en er nú bandarískúr ríkisborgari, sýning á eftirprentunum eftir hollenska grafík listamanninn M.C.Escher, sem lézt fyrir átta árum síðan og síðan er sýning á bandarískum veggspjöldum „Poster Art USA“. Auk þessara sýninga eru í Kjarvalssal málverk og vatnslitamyndir eftir Jóhannes Kjarval í eigu Reykjavíkurborgar. Erlendu sýningunum lýkur á af átti list hans erfitt uppdrátt- sunnudaginn, en verk Kjarvals verða uppi þar til í endaðan marz, og eru sýningarnar opnar daglega frá klukkan 14.00— ar, en þegar viðurkenningin kom, kom hún þeim mun ræki- legar, segir í frétt Kjarvals- staða. 22.00. Hollenzki listamaðurinn Escher lézt árið 1972. Framan Hann hóf fyrst nám í arki- tektúr og sér þess merki í list hans. Síðan sneri hann sér « f ié í f t_Tl Ljósmynd Mbl. Ól.K.M. Verk eftir McCurdy alfarið að grafíkinni. Nokkuð algeng gagnrýni' á verk hans framan af var að þau höfðuðu of mikið til vitsmuna áhorf- andans, en væru ekki nógu almenntlistræn. Á sýningunni eru 18 eftir- prentanir af myndum lista- mannsins, en sýningin kemur hingað til lands frá hollenska sendiráðinu í London, fyrir milligöngu ræðismannsiskrif- stofu Hollands í Reykjavík. Ljósmyndarinn McCurdy rek- ur eigin ljósmyndastofu í New York. Hann kom fyrst til Islands í tengslum við heims- meistaraeinvígið í skák 1972, en hefur síðan oft ferðast hér um og tekið myndir. Árangurinn getur m.a. að líta í myndabók um Island sem Almenna bóka- félagið gaf út í fyrra. Á sýning- unni eru 47 ljósmyndír, þar á meðal af íslenzkri náttúru, svo og myndir frá ýmsum stöðum í veröldinni og eru þær allar til sölu. Bildudalur: Um 100 tonn af rækju á land í janúar Bíldudal. 6. febrúar. MJÖG þokkaleg raekjuveiði var hjá bátunum í janúar og komu alls um 100 tonn af rækju á land til vinnslu og hefur vinnslan gengið ágætlega. Aðeins einn bátur hefur stund- að veiðar hér að undanförnu, en það er Frygg frá Tálknafirði. Hún landaði liðlega hundrað tonnum af ágætum fiski hér í síðasta mánuði. Við höfum þó von um betri tíð í þesum efnum þar sem til stendur að netabátar frá Patreksfirði muni leggja upp einhvern afla hér á næstunni. _ p^jj Hólmavik: Aflabrögð ágæt að undanförnu Hólmavík. G. fcbrúar. TÍÐARFAR hefur verið mjög gott hér að undanförnu og mjög snjólétt og hefur verið mjög greiðfært um allar sveitir það sem af er vetri. Þá héldum við okkar árlega þorrablót hér um síðustu helgi og tókst hátíðahald allt mjög vel. Aflabrögð línubátanna hafa verið ágæt að undanförnu og næg vinna við vinnslu í landi. Andrés. Hrisey: Snæfell inn með 170—180 tonn Hrísey, 6. febrúar. TOGARI okkar Snæfell er vænt- anlegur hingað í fyrramálið með 170—180 tonn af góðum fiski til vinnslu, en hann hefur aflað með ágætum í allan vetur. Netaveiðibátarnir hafa hins vegar ekki aflað sem skyldi, en næg atvinna hefur verið í landi við fiskverkun eigi að síður. Okkar árlega þorrablót var haldið hér um síðustu helgi og var þátttaka mjög mikil og mál manna að vel hefði til tekist. —Fréttaritari. Heyrnarmælingar á Akureyri FRÁ og með 1. febrúar sl. hefur Heilsuverndarstöð Akureyrar tek- ið að sér eftirtalda þjónustu fyrir Heyrnar- og talmeinastöð íslands: INNLENT 1) Heyrnamælingar. 2) Heyrnartækjameðferð t.d. prófun tækja og leiðbeiningar um meðferð. 3) Mótatöku af eyrum vegna heyrnartækja. 4) Sölu rafhlaðna, snúra o.fl. Ofangreind þjónusta verður veitt hjá Heyrnardeild Heilsu- verndarstöðvar Akureyrar alla þriðjudaga milli kl. 14—16. (Fréttatilkynning) Sýnir vatnslitamyndir Fimmtudaginn 7. febrúar kl. 20.00 opnar Ásgeir Lárusson sýningu á um 30 vatnslitamyndum í Gallerí Suðurgötu 7. Þetta er þriðja einkasýning Ásgeirs og einnig hefur hann tekið þátt í einni FÍM sýningu. Sýningunni lýkur sunnudaginn 17. febrúar. Myndin er af listamanninum. Samanburöur Lauslegir útreikningar og saman- burður á verði og byggingartíma, hefur hvað eftir annað leitt i Ijós kosti husanna frá Siglufirði. 110mJ einbýlishús hefur ekki verið dýrara en 4. herb. íbúð í fjölbýlishúsi. Gæði Húseiningar h.f. á Sigiufirði hafa umfram allt fengið orð fyrir efnis- gæði og vandaða framleiðslu. Margvislegar teikningar, sem laga má að hugmyndum hvers og eins. ásamt ölium upplýsingum fást í bókinni ,,Nýtt hús á nokkrum dögum". SVARSEÐILL Vinsamlega sendið mér eintak af bókinni, mér að ----------- kostnaðarlausu! Nafn: Heimilisfang: Póstnr.: Ókeypis byggingabók Ef þú fyllir út svarseðii og sendir okkur, munum við senda þér ókeypis eintak af bókinni um hæl. ,,Nýtt hús á nokkrum dögum" er rúmlega 50 síður i stóru broti, með 48 tiltöguteikningum af einbylis- húsum, og ýmsum uppiýsingum. Þú getur einnig fengið eintak með þvi að hafa samband við söluskrif- stofu okkar í síma: 15945. í Rvík HÚSEHMINGAR HF Sími:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.