Morgunblaðið - 13.02.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.02.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1980 3 Víglundur Þorsteinsson stjórnarmaður í Félagi íslenzkra iðnrekenda: Stefnan í launa- og verð- lagsmálum ósamrýmanlegar „ÞAÐ er alveg ljóst, ef við lítum á þessa niðurtalningar- aðferð verðlags, sem málefna- samningur ríkisstjórnarinn- ar geymir, og ef svo fer að launaþróunin í landinu, sem hlýtur að skýrast á næstu vikum. verður önnur og meiri, þannig að misræmi skapast þarna í milli, þá er hætt við að fari illa fyrir iðnfyrirtækjum, ef ríkis- stjórnin stendur á þessari verðlagsstefnu," sagði Víglundur Þorsteinsson í stjórn Félags íslenzkra iðn- rekenda, er Mbl. ræddi við hann í gær um málefnasamn- ing ríkisstjórnarinnar, en formaður og framkvæmda- stjóri félagsins eru nú báðir erlendis. „Það liggur í augum uppi,“ sagði Víglundur, „ að þessi niðurtalningaraðferð getur ekki átt sér stað, nema launamálin verði í takt við þessar verðhækk- anir. Að öðrum kosti gengur dæmið ekki upp og þá sér íslenzkur iðnaður fram á stór- felldan taprekstur. Ég held að það megi hiklaust segja, að kauphækkanir af vísitöluvöldum einum saman fari langt yfir þau mörk, sem ríkisstjórnin gerir ráð fyrir varðandi þróun verð- lags. Og þá sé ég ekki, að iðnaðurinn hafi nokkurt svigrúm til samninga um grunnkaup- shækkun eða sérkröfur. í þess- um málefnasamningi eru mark- miðin ekki samrýmanleg. Ann- ars vegar gefa verðlagsmarkmið ekki færi á grunnkaupshækkun. Hins vegar er ljóst, að ríkis- stjórnin gerir ráð fyrir grunn- kaupshækkun, því í málefna- samningnum er einnig rætt um félagsmálapakka, sem ríkis- stjórnin segist reiðubúin til að beita sér fyrir í tengslum við kjarasamninga til þess að draga úr almennum peningalauna- hækkunum. Af þessum málefnasamningi verður ekkert ráðið um afstöðu ríkisstjórnarinnar til stærstu mála Félags íslenzkra iðnrek- enda Þannig fáum við ekki séð, hvort stefna stjórnarinnar er að tryggja að iðnaðurinn búi við sambærileg skattakjör og fisk- veiðar og landbúnaður, eða ekki. Við fáum ekki séð nein áform um lækkun aðstöðugjalda iðnað- arins til jafns við fiskveiðar og sjávarútveg. Og ekki sjáum við nein áform um að jafna stöðuna varðandi launaskatt milli iðnað- arins og sjávarútvegsins, en fiskveiðarnar greiða launaskatt eins og iðnaðurinn. Það hefur lengi verið skoðun Félags íslenzkra iðnrekenda, að hinn sérstaki sjómannafrádrátt- ur í skattalögunum, leiði til þess, að fiskverð er ákveðið lægra, en ella væri og það er okkar stefna, að þessi frádráttur verði afnum- inn, eða þá að iðnverkafólki verði veittar sambærilegar skattaívilnanir eða annað, sem meta má sambærilegt. Af mál- efnasamningnum verður ekkert ráðið, hvort og þá hvað ríkis- stjórnin hyggst fyrir í þessu efni. -• Um hinn almenna iðnaðar- málakafla málefnasamningsins er út af fyrir sig ekkert nema fallegt að segja. Þetta eru fögur markmið, sem þarna eru sett fram, en hins vegar er ekkert sagt um nánari aðgerðir til að ná markmiðunum. Það verður því ekki af málefnasamningnum ráðið, með hvaða hætti ríkis- stjórnin ætlar að láta þessa iðnþróun ná fram að ganga. Við verðum því bara að bíða og sjá, hvað kemur út úr erminni. Það er mín persónulega skoð- un, að við þurfum stóriðju og það er mín persónulega skoðun, að við þurfum hana fljótt. Ég hef af því áhyggjur, verði sú stefna ríkisstjórnarinnar ofan á að hafna þáttöku erlendra aðila í stóriðju hér á landi og að íslendingar eigi þá sjálfir að framkvæma stóriðjuna, þá þrengist mjög hagur iðnfyrir- tækja á fjármagnsmarkaði. Ég óttast það, að það fjármagn, sem tekið yrði til stóriðju, verði þá tekið frá öðrum iðnaði í land- inu,“ sagði Víglundur Þor- steinsson. Búnaðarþing hefst á morgun: Ræða um breytt jarðræktarlög BÚNAÐARÞING verður sett á morgun, íimmtudag kl. 10 í.h. I Búnaðarþingssalnum í Bænda- höllinni. Þingið setur formaður stjórnar Búnaðarfélagsins, As- geir Bjarnason og Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra flytur ávarp á þessum fyrsta fundi. Mörg mál hafa borist Búnaðar- félaginu, sem lögð verða fram á búnaðarþingi. Eitt þýðingarmesta þeirra er frumvarp til breytingar á jarðræktarlögum, sem samið hefur milliþinganefnd búnaðar- þings. Búnaðarþingsfulltrúar eru 25 og eru fundir þess öllum opnir. Gert er ráð fyrir að það standi í 2 vikur. Skattframtalsfrest- ur til 10. marz n.k. RÍKISSKATTSTJÓRI hefur ákveðið að framlengja áður ákveðna skilafresti skattfram- tala einstaklinga 1980. Hjá ein- staklingum, sem ekki hafa með höndum atvinnurekstur eða sjálf- stæða starfsemi, framlengist skilafrestur frá 25. febrúar til 10. marz n.k. Hjá einstaklingum, sem hafa með höndum atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, framlengist skilafrestur frá 31. marz til og með 15. apríl n.k. Þá er unnið að gerð leiðbeininga í þeim tilgangi að auðvelda ein- staklingum framtalsgerð sína. Erfiðlega gengur að f á ávísunum skipt erlendis ÍSLENDINGAR, sem ferðast erlendis, hafa oft lent í stökustu vandræðum með að fá skipt ávísunum, sem íslenzku bank- arnir hafa gefið út á þeirra nafn, hafi ekki verið um ferða- tékka að ræða. I mörgum tilfellum hefur hreinlega e'kki gengið að fá ávísunum skipt fyrr en gengið hefur verið úr skugga um gildi þeirra með því að „senda" þá aftur til íslands og í öðrum tilfellum hefur það tekið ferða- langa heilan dag að fara milli bankaútibúa þar til þeir hafa fengið þessum ávísunum skipt. Bankamenn erlendis bera því oftast við, að nauðsynlegt sé að fá tékkunum skipt í höfuðstöð- vum. Það getur hins vegar reynzt nokkuð langsótt ef menn eru ekki í þeirri borg sem höfuðstöðvarnar eru í. Morgunblaðið innti Guðmund Guðmundsson deildarstjóra gjaldeyrisdeildar Landsbanka Islands í Austurstræti eftir því hvort bankinn fengi margar kvartanir vegna þessa svo og hvers vegna fólki væru yfirleitt afhentir slíkir tékkar, en ekki ferðatékkar sem ekki eru nein vandkvæði á að fá skipt. „Við höfum það sem meginreglu hjá okkur að láta fólk fá ferðatékka, nema hvað það er ekki hægt sé farið til Norðurlandanna. Kvart- anir vegna vandræða höfum við mjög fáar fengið," sagði Guð- mundur. Colgate MFP f luor tannkrem herðir tennurnar og ver þær skemmdum. Colgate MFP fluor tannkrem er reyndasta tannkremið á markaðnum. Þúsundir barna um viða veröld hafa um árabil verið Þáttakendur i vísindalegri Colgate-prófun og hefur hun ótvirætt sannaö að Colgate MFP fluor tann- krem herðir glerung tannanna við hverja burstun, þannig að tennurnar verða sífellt sterkari og skemmast siður. Þess vegna velja milljónir foreldra um heim allan Colgate MFP fluor tannkrem handa börnum sinum. 1. Colgate MFP fluor gengur inn i glerunginn og heröir hann. 2. Þess vegna veröur glerungurinn sterkari herðirínn' Og börnunum líkar bragðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.