Morgunblaðið - 13.02.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.02.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1980 29 kom sér það vel að Bandaríkja- menn áttu flugvélar, sem flutt gátu kjarnaodda og þá iét Stalín sig. Svona byrjaði kalda stríðið. Sá veldur miklu, sem upphafinu veldur. Næst gerist það, að Suður— Kóreumenn vakna upp við það að sósíalistarnir í Norður—Kóreu eru farnir að skjóta á þá með vopnum, sem Ameríkanarnir höfðu gefið Rússum í stríðinu, en þeir þurftu ekki á þeim að halda, því að kuldinn eyðilagði þýzka herinn. Þetta þótti ekki gott og flestar hinar frjálsu þjóðir komu Suður—Kóreu til hjálpar. Næst komu svo Norður—Víetnamar og kmerarnir í Kambódíu og núna farast menn þar úr hungri, sem alltaf fylgir sósíalismanum. Þegar nýlenduveldin fóru frá Afríku komu Rússar og Kúbumenn sós- íalistunum til hjálpar, ekki með mat, sem er Afríku nauðsyn- legastur heldur með vopn og morðsveitir. Arið 1971 hafði rússneski sendi- herrann í Mexíkó City í 2 ár með hjálp sósíalistanna þar í landi unnið að byltingu. Það átti að kasta sprengjum á fimmtán stöðum í borginni á sama tíma. Þetta tókst þó ekki fyrir hreina tilviljun. Það var barnakennari, sem tók að sér kvislings—hlut- verkið, en sendiherrann fór heim með sárt ennið. Ég má ekki gleyma því að eftir stríð komust sósíalistarnir í lykil- aðstöðu með innanríkismál í Finnlandi. Stalín sem sagðist aldrei ráðast á nokkra þjóð, beið með herinn við landamærin, en á síðustu stundu gerðist undrið. Innanríkisráðherrann hætti að vera sósialisti, finnska hjartað fór að slá og Stalín fékk aldrei beiðnina um að frelsa Finna. Það er hvorutveggja að Banda- ríkjamenn vilja allar þjóðir frjáls- ar enda svíkjum við ekkert land í þeirra hendur. Mér finnst það ekki hægt að verða „þungaður" af friðarvilja Sovét—Rússlands því hann fyrirfinnst hvergi. Húsmmoðir.*' Hafnarfjörður — Bæjarmálafundur Félag Óháöra borgara heldur fund um fjárhags- áætlun bæjarsjóös 1980 og bæjarmálin, fimmtu- daginn 14. febr. kl. 20:30 aö Austurgötu 10. Allir velkomnir. Stjórnin. Kjólaútsala Barna- og dömupeysur, prjónabútar í kjóla og peysur, allt á óvenju hagstæöu verði. Nýtt og fjölbreytt úrval af kvöld- og dagkjólum. Þaö borgar sig aö líta inn. Verksmiðjusalan — Brautarholti 22, Inngangur frá Nóatúni gegnt Þórscafé. Þessir hringdu . . . • Meira bátasport Áhugamaður: —Víða um landið er að verða í tízku að stunda bátasport af miklu kappi og gildir það jafnt um siglingar á skútum og vélbátum. Menn stunda siglingaíþróttina sem slíka eða bregða sér á skak á trillunum sínum úr tré eða plasti. Með þessum orðum vildi ég beina þeim tilmælum til hafnaryf- irvalda í Reykjavík að þau gæfu gaum að þessum mikla bátaáhuga, því hann er nefnilega líka fyrir hendi í Reykjavík. En þar geta menn vart stundað þessa íþrótt vegna lítillar aðstöðu fyrir bátar.a. Helzt er til ráða að flytja til nágrannasveitarfélaganna, því þar eru betri aðstæður til að stunda þessa upprennandi íþrótta- grein. Vissulega er þetta íþrótt, hún er vaxandi og hún er þrosk- andi. Er ekki alltaf verið að tala um sjómannsblóðið í okkur íslend- ingunum? Við megum ekki láta það þynnast út heldur verðum að halda því við m.a. með því að þeir sem ekki hafa sjósókn að atvinnu geti haft hana að tómstunda- gamni. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á millisvæðamóti kvenna í Rio de Janeiro í haust kom þessi staða upp í skák þeirra Ruth Crotto, Bandaríkjunum, sem hafði hvítt og átti leik, og Milunku Lazarev- ic, Júgóslavíu. Svartur hótar óþyrmilega 34. ... Hb8 — b3 með meðfylgjandi máti á h3. Góð ráð virðast dýr, en bandaríska skák- konan fann ákaflega skemmtilega vörn. 34. h3 - Hbb3 (Eða 34. .. ,a5, 35. Hcc7 og hvítur heldur auðveldlega jafntefli) 35. Hc8+ — Kg7, 36. Hg8+!;!; — Kxg8, 37. Ha8+ — Kg7, 38. Hg8+! Kxg8 patt. 6 vikna námskeið ad hefjast. Einkum fyrir heimavinn- andi húsmæðuf. Holl og góö hreyfing. Leiðbeinandi Garöar Alfonsson. ÁNÆGJA SEM VARIR Ef þú stillir hitastýritækið frá Grohe á ákveðið hitastig, helst stöðugt það hitastig og vatnsrennsli sem stillt var á meðan ekki er skrúfað fyrir, þannig að þú getur staðið isturtunni óhræddur um að vatnið verði annaðhvort brennandi heitt eða ískalt. Það er ekki luxus heldur nauðsyn fyrir alla að hafa hitastýritæki og þá sérstaklega þá sem eru með börn, því það eru ófá dæmin um það, að börn hafi brennt sig á vatni sem hefur breytt snögglega um hitastig. GROHE er brautryðjandi og leiðandi fyrirtæki á sviði blönd- unartækja. B.B.BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SlMI 33331. (H. BEN. HÚSIÐ) B&3 SlGCA V/öGÁ £ ÁILVERAN wílvuwo av 'Qú WÍTItt ^KK/ 4 %TTA \iM y\/ó, VÍ£K 'bK/fóT tú VðKF/ VÍAF4 /m MfflYl/UlttWTlL Aö &$TA WMYÍIGM4H VL ^OfoETA 'ítjVÁVtttW (Ýí) t\K4 Af) KKÍTlJ S-Y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.