Morgunblaðið - 13.02.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.02.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1980 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakiö. Botnlaus stefnuyfirlýsing Málefnasamningur ríkisstjórnar Gunnars Thor- oddsens er loforöa- og óskalisti. Framkvæmd hans mun kosta allt aö 25 milljarða króna á þessu ári og allt aö 35 milljarða króna næsta ár. Þetta er kjarninn í þeim áfellisdómi, sem Geir Hallgrímsson flutti yfir stefnu nýju ríkisstjórnarinnar á Alþingi á mánudag. Flokksráð og þingflokkur sjálfstæðismanna hafa lýst andstöðu sinni við stjórnarstefnuna, þar sem hún brýtur í bága við grundvallarsjónarmið sjálfstæðisstefnunnar. Enn á ný hefur sest að völdum vinstri stjórn með botnlausa stefnu, þar sem Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið hafa undirtökin. Þessir tveir flokkar hafa ekkert lært af óráðsíunni 1956-58, 1971-74 og 1978-79. Þeir halda fast í sömu gömlu verðbólgusjónarmiðin og munu beita sömu úreltu vinnubrögðunum og svo segir forsætisráð- herrann aðeins: Við skulum sjá hvernig framkvæmdin verður. Eitt af helstu stefnumálum Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningabaráttu var að fella niður alla nýja skatta, sem vinstri stjórnin 1978—79 lagði á. Ekkert er getið um slíka niðurfellingu í stjórnarsáttmálanum nýja. Raunar er ekkert bitastætt sagt um skattastefnu stjórnarinnar. Menn verða því á þessu stigi að geta sér til um í hvaða átt verður stefnt og miða í því efni við önnur ákvæði samningsins. Þá er einsýnt, að skattar verða þyngdir bæði á einstaklingum og fyrirtækjum. Ríkisstjórnin hefur markað sér stefnu, sem einkennist af auknum ríkisumsvifum og ríkisafskiptum með tiiheyr- andi skattheimtu. Stefnu, sem hefur í för með sér, að slíkar skorður eru settar við því, að fyrirtæki geti látið enda ná saman, að væri hún framkvæmd, yrði það mesta aðför, sem nokkru sinni hefur verið gerð að atvinnu- rekstrinum. Stjórnarstefnan hefur það alls ekki að markmiði að vinna bug á verðbólgunni, þvert á móti sýnist hún byggja á seðlaprentun og auknum erlendum lántökum að viðbættri þyngri skattheimtu. Við stjórnarslitin í október og allar götur síðan, þar til vináttuböndin komust á við Gunnar Thoroddsen, hafa framsóknarmenn og kommúnistar kvartað undan því, að stjórnin 1978—79 hafi verið illa starfhæf vegna þess, að í stjórnarsamningi hennar hafi verið alltof mikið af lausum endum, eins og það hefur verið orðað. Einmitt þess vegna hefðu kratar hagað sér eins og þeir gerðu. Það væri því brýnt, að næsti stjórnarsamningur, sem flokkarnir stæðu að, yrði ekki með þessum ágalla — þar yrðu allir endar fastbundnir. En hvað blasir nú við? Stefnuyfirlýsing, þar sem hvergi er fast land undir fótum og forsætisráðherra lýsir auk þess yfir, að allt ráðist af framkvæmdinni. Og hvað hefur breyst? I stað krata eru komnir Gunnar Thoroddsen og fylgisveinar hans, menn, sem Ragnar Arnalds telur einangraða og þess vegna ástæðulaust að óttast. Annað atriði er ekki síður mikilvægt: Framsókn- armenn og kommúnistar hafa algjörlega undirtökin í ríkisstjórninni vegna þess hvernig ráðuneytum er skipt milli samstarfsaðilanna. Þungamiðja valdsins í þessari ríkisstjórn er ekki hjá forsætisráðherra hennar. Miðað við þessar forsendur allar er það óskiljanlegt, þegar til að mynda stjórnarmálgagnið Dagblaðið heldur því að mönnum til að réttlæta stuðning sinn, að þessi nýja stjórn sé hægri stjórn, eins og gert var í nýlegri forystugrein þess. Þvert á móti er hér um vinstri stjórn að ræða, sem byggir á botnlausri stefnuskrá og þar sem framsóknarmenn og kommúnistar hafa undirtökin. Loðnuveiðarnar Jakob Jakobsson fiskifræðingur: Miðað við að 400 þúsund tonn hrygni í vor á móti 600 þús. t. á síðasta ári ÁKVÖRÐUN sjávarútvegsráð- herra er byggð á tillögum fiski- fræðinga, en þeir höfðu reyndar lagt til að aflinn færi ekki yfir fi50 þúsund lestir haustið 1979 og á vetrarvertíð 1980. Til að fræð- ast um helztu rök fiskifra'ðinga fyrir tillögum þeirra var rætt við Jakob Jakobsson í gær. — Á loðnustofninum hafa verið gerðar stofnstærðarmælingar bæði síðastliðið haust og í síðasta mánuði, sagði Jakob. — Niður- stöður þessara mælinga voru þær, að á ferðinni hafi verið 6—700, þúsund tonn af kynþroska loðnu, síðast þegar mælt var. Það sam- svarar til 60% þess, sem var á ferðinni í fyrra á sama tíma. — Þarna er um hrygningar- göngu að ræða og ljóst er að hrygningin verður í öllu falli lakari í ár en hún var í fyrra. Þá teljum við, að 600 þúsund tonn af loðnu hafi hrygnt, en núna áætl- um við að % hluti þess magns hrygni eða um 400 þúsund tonn. Við þykjumst hafa fyrir því vissu, að hrygningin í fyrra hafi tekizt vel og að við fáum góðan árgang, sem kemur inn í veiðina 1981—82. — Við teljum, að það sé mjög varasamt og höfum fyrir því nokkuð örugga vissu, að ef farið er mjög neðarlega með hrygn- ingarstofninn, þá sé útkoma hrygningarinnar eða afkomenda- fjöldinn skertur. Okkur þykir það bjóða hættunni heim upp á lélegt klak, ef þetta fer miklu neðar en % af því, sem var 1979. Það má að sjálfsögðu alltaf deila um það, en um sum árin höfum við örugga vissu, t.d. náði alltof lítiö af loðnu til að hrygna 1978 og sá árgangur verður lélegur. — Þið höfðuð lagt til að há- marksafli á haustvertíð 1978 og vetrarvertíð 1979 færi ekki yfir 650 þúsund tonn. Fyrir áramót veiddu íslendingar og Norðmenn 570 þúsund tonn. frá áramótum hafa veiðst um 250 þúsund tonn, bátar verða á miðunum í nótt og mega að auki fá fullfermi einu sinni. Aflinn verður því hátt í 900 þúsund tonn á þessu timabili. Er það með ykkar afskiptaleysi að það gerist, eða hafið þið verið andsnúnir veiði svo mikið fram yíir ykkar tillögur? — Það er. þannig að þessi 650 þúsund tonn voru miðuð við stofn- stærðarmælingar, sem fóru fram í septemberlok í mjög umdeildum, sanieiginlegum leiðangri norskra og íslenzkra fiskifræðinga. Síðan var farið og mælt aftur í október seinni partinn og þá komu hærri gildi, sem gáfu tíl kynna að það mætti veiða eitthvað yfir 800 þúsund tonn. Þessum 650 þúsund tonna tillögum var hins vegar ekki breytt vegna þess að við vildum bíða fram í janúar eftir nýjum stofnstærðarmælingum, sem þá yrðu gerðar, til þess að athuga hvort þessi háa mæling fengi staðist. — Nú hefur það gerzt að niður- stöður mælingarinnar í janúar virðast vera í samræmi við það, sem fékkst seinni partinn í októ- ber. Við tökum þá októbermæling- una sem góða og gilda vöru og þess vegna sýnist okkur, að með því að skera hrygningarstofninn um Vz frá því sem var í fyrra, svari það til þess að veiða megi 300 þúsund tonn frá áramótum, en það er um 879 þúsund tonn í allt á öllu veiðitímabilinu. — Sjómenn hafa gagnrýnt ykkur fyrir að þið hafið verið víðs f jarri þegar mest hefur verið af ioðnu á miðunum. — Ef við höfum verið víðs fjarri þegar loðnan kom, þá er bezt að Hjálmar Vilhjálmsson svari fyrir það. Hann hefur staðið fyrir þessum mælingum, en hann hefur fullyrt það og ég get ekki betur séð en það standist, að mælingin sem gerð var í janúar hafi verið gerð við mjög góð skilyrði, bæði hvað veður og ís varðar. Ég fæ ekki annað séð, en að hann hafi komist yfir allt loðnusvæðið. — Aðferðin. sem þið hafið notað. svokölluð bergmálsmæl- ing, hefur sömuleiðis verið gagn- rýnd. — Þessi aðferð hefur verið not- uð í mörg ár við mælingar á síldarstofninum. Það vill svo til, að það er hægt að meta stærð síldarstofnsins eftir allt öðrum leiðum líka, með afla- og aldurs- greiningu eða svokallaðri VP-greiningu. Ég fær ekki séð annað með hliðsjón af þeirri mælingu en að bergmálsmælingin sé alveg marktæk. — Þar fyrir utan hefur hún verið notuð víða annars staðar og og á öðrum hafsvæðum og við erum ekki að finna upp neina nýja aðferð heldur erum við að nota þessa ásamt mörgum öðrum. — Hafa Norðmenn þó ekki sagt að ekki sé hægt að beita þessari aðferð eins og þið gerið? — Norðmenn hafa mælt loðn- una í Barentshafi með bergmáli í allmörg ár og þeir hafa notað mælingar, sem þeir gera í sept- ember. Veiðunum hefur verið stjórnað samkvæmt því. Hins veg- ar hafa Norðmenn gagnrýnt okkur fyrir að fá þessi háu gildi seint á haustin og í janúar vegna þess að þeir eru hræddir um, að ef loðnan er í mjög miklum torfum, þá geti það verið nokkurri tilviljun háð á nákvæmlega hvaða torfu tækin lenda. Þeir vilja hafa loðnuna dreifða. — Nú er það þannig, að þegar þessar mælingar eru gerðar á veturna er beðið færis þangað til loðnan dreifir sér, sem hún gerir einstöku sinnum. Þessi gagnrýni Norðmanna stafar því af vanþekk- ingu á vinnubrögðum okkar, sem þeir gera sér ekki grein fyrir. Við bíðum færis og mælum þegar skilyrðin eru sem allra bezt, ein- mitt á sama hátt og þeir gera sjálfir. — Það er alrangt að íslenzkir fiskifræðingar meti ekki stofninn sjálfstætt og að við séum háðir einhverjum tillögum frá Norð- mönnum, eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Það er ódrengskapur af verstu gráðu að halda slíku fram, sagði Jakob Jakobsson að lokum. Einar Ólafsson á Kap VE: Ákvörðunin kemur ekki á óvart, en ætti að endurskoða KAP II VE beið löndunar í Siglu- firði þegar Mbl. ræddi við Einar Ólafsson skipstjóra í gær. Hann tók í sama streng og aðrir skipstjórn- armenn, sem blaðið haíði tal af í gær. — Þetta er alveg glatað og það væri í fullkomnu lagi að halda áfram í a.m.k. 400 þúsund tonn. Eg held, að við gætum allir sætt okkur við það, en eftir þessa ákvörðun er ég hræddur um. að það syngi í einhverjum þcgar menn verða komnir á miðin og menn fara að tala saman, sagði Einar. — Ákvörðunin sem slík kemur ekki á óvart, það hefur verið talað um þetta í allan vetur. Hins vegar finnst okkur einkennilegt ef hún verður ekki endurskoðuð með tilliti til þess magns, sem er á ferðinni núna. — Með þessu er fjöldi manna sviptur atvinnu sinni og óvissan í þessum málum er það versta. Við vitum ekki hvort leyft verður að veiða meira í vetur og þá hvort það tekur því að bíða eftir þeim skammti. Við vitum ekki hvort það tekur því að skipta yfir á önnur veiðarfæri, en við gætum t.d. farið á net, ef það kemur þá ekki tilkynning um að okkur sé bannað það — kannski daginn áður en við ætluðum út, sagði Einar á Kap að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.