Morgunblaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1980 Ræða Pálma Jónssonar landbúnaðarráðherra við setningu Búnaðarþings: Að þessu sinni kemur Búnað- arþing saman við nokkuð sérstæð- ar aðstæður í íslensku þjóðlífi. Allt frá því að síðasta Búnaðar- þingi lauk hefur verið ókyrrt og jafnvel stormasamt á vettvangi stjórnmála. Tvær ríkisstjórnir hafa gengið á þessu tímabili og sú hin þriðja tekið við fyrir fáum dögum. Okyrrleiki á stjórnmála- vettvangi, tíð stjórnarskipti sam- fara kosningum og stjórnar- kreppu, hafa alvarleg áhrif á ýmsa þætti þjóðmála, ekki síst þegar erfiðleikar sækja að. Fátt hefur verið um heillega stefnu. Fjárlög ásamt lánsfjáráætlun eru óaf- greidd. Mikilvægum ákvörðunum hefur verið skotið á frest, vanda- málin hafa hrannast upp. Afleið- ingarnar af þessu ástandi koma nú víða fram. Þannig bíða nú ákvörðunar og úrlausnar fjölmörg vandamál, er snerta landbúnaðinn og bændastéttina. Þetta mun þó ekki bundið við landbúnaðinn ein- an, heldur einnig við ýmsa aðra málaflokka. Til lausnar á öllum 'þessum vandamálum er okkur á ýmsan hátt þröngur stakkur skor- inn. Hann markast meðal annars af krappri stöðu ríkisfjármála og hinu almenna efnahagsástandi, sem er fylgifiskur verðbólguþjóð- félagsins. I málefnum landbúnað- arins er ástandið þó þannig, að óhjákvæmilegt er að ráðast að þeim fjölmörgu hnútum, sem myndast hafa og leysa þá, suma ráð landbúnaðarins taki lán, er nemi 3000 milljónum króna. Ríkissjóður annist endurgreiðslu lánsins, enn fremur greiðslu vaxta, verðbóta og annars kostn- aðar. Við verðákvörðun hinn 1. des- ember s.l. var frestað af þáverandi ríkisstjórn að taka inn í verðið hækkun á vinnslu- og dreifingar- kostnaði mjólkur og mjólkurvara, sem sexmannanefnd hafði þó orð- ið sammála um. Ríkisstjórnin hef- ur haft þetta mál til endurskoðun- ar og mun ákvörðun hennar vænt- anlega liggja fyrir í þessari viku, þannig að um næstu helgi komi til framkvæmda leiðrétting á þessum lið búvöruverðsins. Vaxtakostnaður vegna geymslu á kindakjöti hækkaði skv. ákvörð- un sexmannanefndar hinn 1. des- ember s.l. um 5 kr. fyrir hvern geymslumánuð. Þessi hækkun vaxta stafaði af vaxtahækkun þáverandi ríkisstjórnar. Þessi kostnaður hefur á undanförnum vikum og hefur fyrsta greiðsla þegar farið fram. Það er ákaflega mikilvægt að greiðslur útflutningsbóta geti far- ið fram með nokkuð reglulegum hætti, eftir því sem reikningar berast, meðan útflutningsbótaféð endist. Sá dráttur, sem hefur orðið á greiðslu útflutningsbóta að þessu sinni hefur valdið bændum og fyrirtáekjum þeirra miklum erfiðleikum, en þeir erfiðleikar voru þó ærnir fyrir. Því miður eru horfur þær á þessu verðlagsári, að miklar fjár- hæðir skorti til þess að útflutn- ingsbótafé dugi svo fullri verð- tryggingu verði náð. í stjórnar- sáttmála núverandi ríkisstjórnar segir svo um þetta efni: „Leitað verði samkomulags um viðunandi lausn á fyrirsjáanlegum vanda vegna halla á útflutningi búvara á þessu verðlagsári í tengslum við heildarstefnumótun í landbúnaði." Ég vil taka það fram, að ég mun leita eftir slíku samkomulagi við hið kaldasta á þessari öld. Þetta var harðindaár, einkum um norð- anvert landið og fylgdu harðind- unum gífurlegir erfiðleikar og óhemjulegt tjón á mörgum svið- um, einkanlega fyrir bændastétt- ina. Harðindin s.l. ár ollu því meðal annars, að stofnað var til mikils auka fóðurkostnaðar s.l. vor. Vanhöld urðu þá meiri á búpeningi heldur en venja er til, uppskera jarðargróða varð miklu rýrari en í meðalári, bæði á úthaga og túnum og heyfengur varð víða knappur. Þetta gerðist þrátt fyrir það, að mun meira hafði verið kostað til áburðar- kaupa heldur en í meðalári, þar sem bændur vildu með því reyna að ná uppskeru af túnum sínum. Verulegur uppskerubrestur varð bæði á garðávöxtum og grænfóð- urökrum. Dilkar urðu rýrari en árið áður sem nam 1,3—1,4 kg að meðaltali yfir landið en víðast hvað 2—2,5 kg um norðanvert landið. Allt hefur þetta valdið gífurlegri tekjuskerðingu hjá bændum, sem nemur milljónum á hvert bú. Landbúnaðarframleiðslan þarf að nálgast það mark, sem er þjóðfélaginu hagstæðast með mjög skjótum hætti, aðra á nokkuð lengri tíma. Flestum mun vera ljóst, að endanlegu markmiði verður ekki náð í öllum greinum á svipstundu. Réttara er þó að segja, að endanlegu markmiði verði kannski aldrei náð vegna þess, að þegar einn áfangi hefur náðst er sífellt annar í augsýn og svo mun það verða í því þjóðfélagi, sem tekur sífelldum breytingum í sam- ræmi við þá kosti, sem land okkar býður. Þriggja milljarða lán vegna útflutnings- bóta frá síðasta verðlagsári Þau viðfangsefni, sem ég tel að nú sé brýnast að vinna að á vegum landbúnaðarráðuneytisins, eru eftirfarandi: 1. Málefni, sem frestast hafa vegna hins pólitíska ástands í landinu. 2. Mál, sem snerta afleiðingar harðindanna á síðasta ári. 3. Mótun nýrrar stefnu í landbún- aðarmálum. 4. Lagabreytingar og ýmsar að- gerðir til að tryggja fram- kvæmd hinnar nýju stefnu. Varðandi fyrsta liðinn er rétt að minna á, sem öllum er kunnugt, að á síðasta verðlagsári skorti nálega 3V2 milljarð til þess að útflutn- ingsuppbætur dygðu til að bæta upp útflutning landbúnaðarvara. Þetta var þó nokkuð lægri fjárhæð en lengst af var talið að verða myndi. Hinn 5. júní s.l. skipaði þáver- andi landbúnaðarráðherra Steingrímur Hermannsson, nefnd til þess m.a. að vinna að tillögum um lausn á þessu máli. Nefndin skilaði áliti hinn 28. júlí og lagði til, að útvegað yrði fé, er næmi 3000 milljónum króna í þessu skyni, og stóðu að þeirri tillögu meirihluti nefndarinnar, sem skipaður var fulltrúum þriggja stjórnmálaflokka og fulltrúum bændasamtakanna. Minni hluta nefndarinnar skipaði fulltrúi Al- þýðuflokksins. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við hafði ekkert gerst í þessu máli annað en að þingmannafrumvörp höfðu verið flutt um þetta efni á Alþingi. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að flytja sérstakt frum- varp um þetta mál. Verður þar gert ráð fyrir því að Framleiðslu- árum verið greiddur niður af ríkissjóði, en það fékkst ekki gert að þessu sinni af þáverandi ríkis- stjórn. Ríkisstjórnin hefur nú til athugunar leiðréttingar á þessum lið. Horfur á að miklar f járhæðir skorti til útflutningsbóta eigi fullri verðtryggingu að verða náð Sú venja hefur gilt á undanförn- um árum, að greiðslur útflutn- ingsbóta hvers árs hafa hafist þegar um áramót. Jafnvel hefur verið reynt að greiða fyrir því að nokkur hluti þeirra fengist fyrir áramót til að mæta útflutnings- bótarétti, sem skapast hafði í upphafi verðlagsárs frá 1. sept- ember. Að þessu sinni hafði engin króna verið greidd af útflutnings- bótafé, þegar núverandi ríkis- stjórn tók við hinn 8. febrúar. Reikningar höfðu þó hlaðist upp hjá Framleiðsluráði vegna út- flutnings, er námu samtals um 2,6 milljörðum króna. Þegar hefur verið samið um það við fjármála- ráðuneytið að þessir reikningar verði greiddir í áföngum á næstu fulltrúa bændasamtakanna og vænti góðrar samvinnu í þessu vandasama máli á milli fulltrúa bænda og fulltrúa ríkisstjórnar- innar. Mörg fleiri mál mætti nefna, sem beðið hafa afgreiðslu á und- anförnum vikum og mánuðum, sem nú eru í athugun hjá ríkis- stjórninni eða í ráðuneytinu. Sum þessara mála geta orðið til af- greiðslu næstu daga, svo sem greiðsla á jarðræktarframlögum, sem engin króna hefur fengist til, það sem af er þessu ári, svo og greiðslur samkvæmt búfjárrækt- arlögum vegna síðasta árs. Enn er ekki full vika liðin, síðan ríkisstjórnin tók við. Því fer að sjálfsögðu fjarri, að mér hafi enn sem komið er tekist að kynna mér öll þau fjölmörgu mál, sem fyrir liggja. Ný lög fela í sér grundvallarbreyt- ingar á búnaðar- náminu Meðal nýrra laga, sem kemur í hlut ráðuneytisins að sjá um framkvæmd á, eru lög um búnað- arfræðslu nr. 55/1978. Lög þessi fela m.a. í sér þær grundvallar- breytingar á búnaðarnáminu að það lengist úr einu ári í tvö. Sú tilhögun hefur í för með sér aukna þörf fyrir skólarými, miðað við óbreytta aðsókn. Þessi staðreynd gefur enn aukið tilefni til þess, að hið fyrsta verði teknar ákvarðanir, sem varða framtíð bændaskólans á Hólum í Hjaltadal, sem nú er í miklum öldudal. Ljóst er að til viðbótar við forna frægð og helgi staðarins sem menningarseturs allt frá 1106, og bændaskóla frá 1882 blasir nú við aukin þörf húsrýmis fyrir búnaðarfræðsluna í landinu. Nýlega hefur svokölluð Hóla- nefnd skilað endanlegu áliti og skólanefnd Hólaskóla sent frá sér tillögur varðandi uppbyggingu og framtíð staðarins, sem nauðsyn- legt er, að ríkisstjórnin taki af- stöðu til hið allra fyrsta. Bjargráðasjóði verði útvegað lán vegna harðindanna 1979 og tekjustofnar sjóðsins endurskoðaðir Undir öðrum lið nefni ég mál, sem snerta afleiðingar harðind- anna síðastliðið ár. Árið 1979 varð Mikið starf hefur verið unnið, m.a. á vegum stjórnskipaðra nefnda, til þess að athuga þessi mál. Nefnd sem skipuð var hinn 24. september s.l. af þáverandi landbúnaðarráðherra til að gera tillögur til úrbóta vegna þess alvarlega ástands, sem skapast hefur á norðanverðu landinu vegna harðinda og lélegs heyfengs, skilaði áliti 10. október s.l. Nefnd- in gerði ítarlegar tillögur í áliti sínu, m.a. um aðstoð Bjargráða- sjóðs við bændur eftir vissum reglum til þess að mæta þessum vanda. í stjórnarsáttmála núver- andi ríkisstjórnar er tekið fram, að Bjargráðasjóði verði útvegað lán vegna harðindanna 1979. Jafn- framt, að tekjustofnar sjóðsins verði teknir til endurskoðunar í þeim tilgangi, að hann geti gegnt hlutverki sínu. Enn hefur eigi unnist tóm til, eftir að ríkisstjórn- in tók við, að athuga þessi mál eins og skyldi, m.a. um stöðu Bjargráðasjóðs og möguleika hans til þess að veita aðstoð í þessu efni. Eins og kunnugt er, heyrir Bjargráðasjóður undir félags- málaráðuneytið. Ég tel því eðlilegt að haft verði samráð á milli landbúnaðarráðuneytisins og fé- lagsmálaráðuneytisins um þessi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.