Morgunblaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1980 Kjarnorkuslys í Sovétríkjunum: 30 þorp horfin af landabréfum WashinKton, 14. feb. — AP í SKÝRSLU, sem birt var í Washington á miðvikudag, skýra bandarískir visindamenn írá því að svo til fullsannað þyki að í kjarnorkuslysi fyrir rúmum tveimur áratugum hafi allstórt svæði innan Sovétríkj- anna orðið fyrir talsverðri geislavirkni. Segir i skýrslunni að sennilega hafi ekki verið um kjarnorkusprenginu eða bilun i kjarnakljúf að ræða, heldur hafi orðið efnasprenging í geymslu fyrir kjarnaúrgang. Að skýrslu þessari standa vísindamenn við rannsóknarst- öð orkumálaráðuneytisins í Oak Ridge, og segja þeir líklegt að óhappið hafi orðið í þesskonar geymslu fyrir kjarnavirk úr- gangsefni, sem nú er löngu úrelt orðin, og geti vart gerzt í fullkomnari geymslum, eins og þær eru í dag. Hins vegar mætti mikið læra af þessari reynslu í Sovétríkjunum, ef nánari upp- lýsingar fengjust. Fyrstu fréttir af þessu meinta óhappi birtust fyrir fjórum ár- um í frásögn sovézka vísinda- mannsins Zhores Medvedevs, sem þá settist að í Bretlandi, en engar opinberar upplýsingar hafa fengizt frá Sovétríkjunum. Bandarísku vísindamennirnir staðfesta þá frásögn, og segja að slysið hafi orðið við borgina Kasli, austan Úralfjalla, seint á árinu 1957. Virðist svo sem rúmlega 1000 ferkílómetra svæði hafi orðið fyrir geislun, og þar sé ekki lengur búandi, því á nýlegum landabréfum af svæð- Heimilistölvan Tölvuskóli Borgartúni 29, sími 23280. Tölvunámskeið Ný hraðnámskeiö eru aö hefjast ★ Viltu skapa þér betri aðstööu á vinnumark aönum? ★ Viltu læra að vinna meö tölvur? Sími tölvuskólans er OOOOA i stendur yfir áLOáLÖU í Opið hús laugardag 16. febr. kl. 14.00-19.00 Komið og kynnist starfsemi skólans af eigin raun. ---— VIÐTALSTIMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins 1 Reykjavík Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá klukkan 14.00 til 16.00. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viötalstíma þessa. Laugardaginn 16. febrúar verða til viðtals: Ólafur B. Thors og Hilmar Guðlaugsson. Ólafur er í samstarfsnefnd um löggæslumálefni, byggingarnefnd Borgarspítalans, stjórn lands- virkjunar og stjórn sjúkrastofnana. Hilmar er í Atvinnumálanefnd, Bygginganefnd, Stjórn Ráðningarstofunnar, stjórn Veitu- stofnana, stjórn Verkamannabústaöa. inu hafa nöfn um 30 þorpa verið þurrkuð út. Aðframkominn andófsmaður Vinarborg. 14. feb. — AP. TALSMENN alþjóðasamtakanna Amnesty International skýrðu frá þvi í Vinarborg i dag að tékkneski andófsmaðurinn Petr Cibulka væri nú aðframkominn i fangelsi i Plzen eftir hungurverkfall. Ci- bulka, sem er 187 sm á hæð. vegur nú aðeins 49 kiló. Cibulka er 29 ára. Hann var handtekinn fyrir að „hlusta á ögrandi vestræna tónlist" og fyrir að undirrita Mannréttindaskrá-77, og dæmdur til tveggja ára fangels- isvistar. Þegar fangaverðir í Plzen neituðu að afhenda honum bréf, sem honum bárust til fangelsisins, hóf hann hungurverkfall í mót- mælaskyni. Var hann þá settur í ainangrun þar sem glæpamenn úr hópi meðfanga hans voru látnir misþyrma honum. Hann var um skeið sendur í sjúkrahús í Prag, en þótt hann þyrfti að sögn Amnesty 1 frekari læknismeðferðar hefur hann aftur verið fluttur í fangelsið. Dómurinn yfir Cibulka átti að renna út í apríl, en Amnesty segir að hann hafi verið dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar til viðbótar vegna hungurverkfallsins. Þetta gerðist 1978 — Samkomulag um þátt- töku blökkumanna í ríkisstjórn í Rhódesíu. 1973 — Samkomulag Bandaríkj- anna og Kúbu um framsal flug- ræningja. 1971 — Bretar taka upp mynt byggða á tugakerfi og 1200 ára kerfi lagt niður. 1970 — ísraelska olíuleiðslan frá Eliat til Ashkelone opnuð — 102 fórust með dóminikanskri farþegaflugvél eftir flugtak frá Santo Domingo. 1963 — Handtökur í Frakklandi vegna samsæris um að myrða De Gaulle. 1945 — Brezkar hersveitir sækja að Rín. 1944 — Bandaríkjamenn taka Solomon-eyjar. 1942 — Japanir taka Singapore. 1898 — Bandaríska orrustuskip- ið „Maine" springur i loft upp í höfninni í Havana. 1897 — Bandamenn setja her á land á Krít. 1806 — Frakkar sækja inn í Napoli — Frakkar og Prússar gera samning gegn Bretum og Prússar loka höfnum brezkum skipum. 1798 — Frakkar stofna lýðveldi eftir tðku Rómar og páfi flýr. 1793 — Friður Prússa og Aust- urríkismanna í Hubertusberg. 1677 - Karl II af Englandi kunngerir bandalag með Hol- lendingum gegn Frökkum. 1639 — Skotar skipa Alexander Leslie yfirhershöfðingja í fyrra biskupastríðinu. Afmæli — Galileo Galiiei, ítalskur stjörnufræðingur (1564-1642) - Cyrus Hall McCormick, bandarískur upp- finningamaður (1809—1884) — Elihu Root, bandarískur stjórn- málaleiðtogi (1845—1937) — A.N. Whitehead, brezkur heim- spekingur (1861—1947) — Sir Ernest Shackleton, brezkur landkönnuður (1874—1922). Andlát - 1881 Gotthold Less- ing, rithöfundur — 1857 M.I. Glinka, tónskáld — 1928 H.H. Asquith, stjórnmálaleiðtogi. Innlent — 1972 Ályktun Aiþing- is um útfærslu í 50 mílur — 1923 Fyrsta konan tekur sæti á Al- þingi (Ingibjörg H. Bjarnason) — 1855 d. Jón Thorstensson landlæknir — 1822 d. Vigfús pr. Benediktsson („Galdra—Fúsi“) — 1662 Ragnheiður biskupsdótt- ir elur sveinbarn í Bræðratungu — 1895 Skúli Thoroddsen sýkn- aður í hæstarétti — 1940 Dómar í dreifibréfsmálinu — 1958 Sjúkrahúsið á Selfossi tekur til starfa — 1979 Fimm dæmdir í flugfraktarmáli — 1887 f. Guð- brandur Magnússon — 1961 d. Þorsteinn Þorsteinsson sýsl. Orð dagsins — Óperur væru ágætar ef þær væru ekki sungn- ar — G. Rossini, ítalskt tónskáld (1792-1868). ERLENT Sovézkur ræð- ismaður stað- inn að niósnum Marseille, Frakklandi, 14. leb. — AP. FRÖNSK yfirvöld skýrðu frá því í dag að Guenadi Travkov, starfs- maður sovézku ræðismannsskrif- stofunnar í Marseille. sem vísað var úr landi s.l. sunnudag, hefði verið staðinn að verki með algjör trúnaðarskjöl í fórum sínum varð- andi nýjustu orrustuþotu Frakka, Mirage-2000, sem mikil leynd hvílir yfir. Fylgir það sögunni að Travkov, sem hóf störf í Marseille fyrir aðeins þremur mánuðum, hafi þeg- ar verið búinn að tryggja sér sambönd hjá einu þeirra fyrir- tækja, sem vinna að smíði þotunn- ar. Reynsluflug Mirage-2000 þot- unnar hófust fyrir nokkrum vikum frá Istres-flugstöðinni skammt frá Marseille. Þetta er fjórða og nýj- asta gerðin af Mirage-þotum, og á að geta flogið með þreföldum hraða hljóðsins. Ekki er reiknað með að þotan verði fullreynd fyrr en á árinu 1984. Skólabörn með magasár Tókýó. 14. febr. - AP. SÚ streita, sem fylgir því að reyna að komast áfram í jap- önskum barna- og unglinga- skólum. hefur leitt til þess aö magabólgur og magasár eru ískyggilega algeng meðal nem- enda 14 ára og yngri. Kcmur þetta fram í skýrslu dr. Masa- yoshi Namiki, sem starfar við Asahikawa-læknaháskólann i Norður-Japan, en skýrslan er byggð á sex ára rannsóknum hans. í eldri skýrslu, sem náði til áranna 1962—1973, reyndust um 16% skoðaðra barna og unglinga hafa magabólgur eða sár, en samkvæmt rannsókn Namikis reyndust um 30% skoðaðra barna og unglinga með þennan kvilla. Mikil samkeppni ríkir meðal nemenda í Japan um að komast í viðurkennda framhaldsskóla, og kemur meðfylgjandi streita fram víða, meðal annars í sjálfsmorðum unglinga. Dagskrá menningardaga L.M.F. (Dagana 15., 16. og 17. febrúar). Föstudagur 15. febrúar, í Menntaskólan- um viö Hamrahlíö kl. 21.00. Söngleikur- inn KABARETT, fluttur af nemendum Fjölbrautaskólans í Breiöholti. Laugardagur 16. febrúar í Menntaskól- anum við Hamrahlíö kl. 14.00—18.00. Fram koma: Sönghópur frá Fjölbrauta- skóla Suöurnesja, leikhópur frá Mennta- skólanum á ísafiröi, Ijóðahópur frá Menntaskólanum í Reykjavík, hljómsveit frá Menntaskólanum á ísafiröi, leikhópur frá Flensborgarskólanum í Hafnarfiröi og fleiri. Hraöskákmót frá kl. 14.00. Kvik- myndasýningar frá kl. 15.00—18.00. Ljósmyndasýning opin allan tímann. KL. 20.00—22.00, fram koma: Hljóm- sveitir frá Menntaskólanum í Hamrahlíö og Flensborgarskólanum og fleiri meö blandaöa tónlistardagskrá. Komiö og kynnist þeirri menningarstarfsemi sem fram fer landsins. Miöar verða seldir viö innganginn og hefst miöasala klukkutíma fyrir opnun. Missiö ekki af einstæöu tækifæri. ________________________Landssamband Mennta- og Fjölbrautaskólanema. Sunnudagur 17. febrúar í Menntaskólan- um viö Sund. Kl. 15.00—18.00: Upplestur og Ijóöaflutningur, fram koma nemendur frá: Menntaskólanum á ísafiröi, Mennta- skólanum í Kópavogi, Fjölbrautaskóla Suöurnesja, Fjölbrautaskólanum Breiö- holti, Menntaskólanum viö Sund og Menntaskólanum Akureyri. Ljósmynda- sýning opin 15.00—18.00. Kynning á skólablööum framhaldsskólanna. Kl. 20.00: Tónleikar. Fram koma: Nem- endur frá Flensborgarskólanum, Mennta- skóianum í Kópavogi, Menntaskólanum viö Sund og Fjölbrautaskóla Suöurnesja, meö einleik og samleik á hin ýmsu hljóðfæri. Auk þess: Kór Menntaskólans í Kópavogi, kór Fjölbrautaskólans í Breið- holti, kór Menntaskólans viö Hamrahlíö. framhaldsskólum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.