Morgunblaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1980 19 V erðlaunaaf hend- ing fyrir mara- þondanskeppnina VERÐLAUN í maraþon- diskódansi Klúbbsins og Ferðaskrifstoíunnar Útsýn- ar voru afhent í Klúbbnum s.l. miðvikudagskvöld. Sigurvegari varð sem kunnugt er Steinar Jónsson og er hann lengst til hægri á meðfylgjandi mynd. Fékk Steinar Útsýnarferð að laun- um auk veglegs bikars. Næst- ur honum er Gunnar Vil- helmsson, sem var í öðru sæti, en þriðji varð Ragnar Geir Bragason. Bryndís Bolladóttir var að lokinni sjálfri keppninni dæmd í þriðja sæti en var síðan ekki talin eiga rétt á verðlaunum þar sem hún var of ung til að taka þátt í keppninni. Hins vegar fékk hún Útsýnarferð að launum fyrir góða frammistöðu. Liósm. Rúnar Verður nætur- sölunni í Haf n- arfirði lokað? BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum hinn 24. janúar siðastliðinn, að synja Bifreiðastöð Hafnarfjarðar um nætursöluleyfi á þessu ári. Kvöld- og helgarsöluleyfi verð- ur hins vegar veitt til ársloka 1980, en slík leyfi eru veitt til eins árs í senn. Bæjarstjórn á eftir að fjalla um málið, og er því ekki Ijóst hvort af lokun verður, en nætursalan er enn opin. Nætursala Bifreiðastöðv- arinnar við Reykjavíkurveg er eina nætursalan í Hafnarfirði. I frétt frá bæjarráði kemur fram að nætursöluleyfinu sé synjað með vísan til bréfs bæj- arfógeta frá 14. febrúar. Bæjar- fógeti sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að í bréfinu hefði verið gerð grein fyrir ástandi mála við nætursöluna. Þar væri róstusamt á köflum, og talsvert ónæði fyrir íbúa nágrennisins, og einnig talsverður sóðaskapur, svo sem af völdum flöskubrota. Þarna virtist safnast fyrir fólk sem hvergi ætti samastað á þessum tíma sólarhrings, eink- um um helgar. Sagði fógeti ástandið lengi hafa verið slæmt, en líklega hefði þó keyrt um þverbak á síðustu nýársnótt. Hólmgeir Júlíusson hjá Bif- reiðastöðinni sagði í samtali við Morgunblaðið, að ólæti væru ekki mikil við stöðina, og kvaðst hann ekki eiga von á að nætur- söluleyfið yrði tekið af henni. Þetta væri eina nætursalan í Hafnarfirði, og væri bagalegt ef henni yrði lokað, bæði fyrir Bifreiðastöðina og Hafnfirðinga almennt. Að öðru leyti kvaðst hann ekki vilja tjá sig um málið að svo komnu, enda væri það enn óafgreitt frá bæjarstjórn og fleiri umsagnaraðilum. Susannah York og Alan Bates í hlutverkum sínum í Öskrinu. „Öskrið“ í Laugarásbíói LAUGARÁSBÍO frumsýnir í dag bresku kvikmyndina „Öskrið“ (The Shout). Leikstjóri er Jerzy Skolimowski sem einnig gerði handritið ásamt Michael Austin eftir sögu Robert Graves. Með aðalhlutverkin fara Alan Bates, Susannah York og John Hurt. Myndin greinir frá geðsjúklingi nokkrum, Crossley. Hann kynnist manni sem hann sest síðan upp hjá og nær sífellt meira og meira valdi yfir honum og konu hans, Meðal annars segir hann þeim frá öskri sem hann hafi æft og geti drepið allt kvikt. Maðurinn trúir honum ekki í fyrstu en sannfærist síðan og þá verður vald Crossleys yfir þeim hjónum enn meira. En loks tekst manninum að finna lykilinn að valdi Crossleys, steinvölu sem hann brýtur. Crossley missir þá alla sína galdra og sál hans og öskur verða að engu, hann er hjálparvana. AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA Adalstræti 6 simi 25810 Ny,r kiúklingar Sumir versla dýrt — aðrir versla hjá okkur. ÆMk Okkar verð eru ekki tilboð heldur árangur af hagstæðum innkaupum 790 Egg 1150 E Nautakjöt pr.kg.kr. Hakk .................. 2.950- Snitzel .............. 5.850.- Gúllas ............... 4.950.- Innanlærisvöövi ...... 6.850.- Lærisvöðvar .......... 5.850.- Steik ................ 6.850,- Mörbráö .............. 7.580.- Fillet ................ 7.580- Úrval af nýslátruðu kálfakjöti. Úrval af folaldakjöti. Opiö til hádegis á laugardögum. pr.kg.kr. T-bone steik .......... 3.650,- Sirlon steik .......... 3.650.- Beinlausir fuglar .... 5.950,- Bógsteik ............... 2.150- Framhryggur .......... 2.150,- Marineruð buff ....... 5.850.- Raspaö snitzel ....... 5.850.- pr.stk. Nauta-grillteinn ...... 1.280,- Hamborgarar ___________ . 250,- Ferskt grænmeti avextir STARMYRI 2 AUSTURSTRÆTI 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.