Morgunblaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1980 Knattspyrna á gervifæti DANI nokkur að nafni Lars Rasmussen hefur leikið knatt- spyrnu með áhuKamannaliðinu IF Helnaes um nokkurra ára skeið. Það teldist þó ckki til tíðinda nema vegna atviks sem átti sér stað þegar hann var fjogurra ára gamall. Hann lenti þá í voveiflegu slysi með þeim afleiðingum að hann missti hægri fótinn. Leikur hann og gengur á gervifæti allar götur síðan. Nýr stjóri í Brasilíu BRASILÍUMENN voru óánægðir með frammistöðu knattspyrnu- landsliðsins síðustu mánuðina og því var þjálfarinn Claudio Cout- ihno rekinn fyrir skemmstu. í hans stað var ráðinn Tele San- tana. Endurhæfingaraðstaða fyrir íþróttafólk: , Jímabært að svona aðstaða skapist“ Tengiliðurinn hélt hreinu TVISVAR á þessu keppnistíma- bili í ensku knattspyrnunni hef- ur enski landsliðsmaðurinn Glcnn Hoddle orðið að hlaupa undir hagga og fara í markið eftir að markvörður liðsins hafði orðið að yfirgefa leikvanginn vegna meiðsla. I fyrra skiptið var Tottenham marki undir gegn Leeds, en vann síðan leikinn 2—1, Hoddle hélt því hreinu. í síðari leiknum var stað- an 0—0 á Old Trafford í Man- chester í 4. umferð bikarkeppninn- ar. Enn hélt Hoddle hreinu og Tottenham vann óvæntan sigur, 1—0. Spurning hvort Hoddle ætti ekki að snúa sér alfarið að mark- vörslu. • Til vinstri má sjá Willie Davenport hampa guili sínu í Mexíkó árið 1968. Til hægri er hann í sleðagallanum í Lake Placid. Jafnar Davenport glæsiárangur Eddie Eagan? — Það er komin timi til að íþróttamenn geti notið svona aðstöðu, þar sem hægt er að fá sjúkdómsgreiningu og sjúkra- þjálfun á sama stað, sagði Hall- dór Matthíasson sjúkraþjálfari en hann hefur ásamt Páli Helga- syni iækni opnað aðstöðu til endurhæfingar að Miklubraut 50 hér í borg. Á stofunni verða sértimar fyrir íþróttafólk á mánudögum. Páll B. Helgason læknir hefur sem sérgrein örorku- og endur- hæfingalækningar. Hefur Páll meðal annars starfað á hinu fræga Mayo-klinik í Bandaríkjun- um. Halldór Matthíasson hefur um langt skeið unnið með íþrótta- fólki hér á landi og er því að góðu kunnur. Hann lærði sjúkraþjálfun í Noregi og víðar. Halldór hefur farið margar ferðir með landslið- um íslands í handknattleik og knattspyrnu og verið íþróttafólki innan handar við sjúkrameðferð. Endurhæfingarstöðin er öllum opin, en viðtalstímar eru fyrir íþróttafólk á mánudögum milli 15-16. þr WILLIE Davenport er fyrsti blökkumaðurinn sem keppir á Vetrar-Ólympíuleikum, hann er Bandaríkjamaður. Davenport gerði garðinn fyrst frægan á sumarleikunum í Mexikó fyrir 12 árum síðan, en þá vann hann gullverðlaun í 110 metra grinda- hlaupi. Davenport hefur heldur betur Körfuknattleiksmenn fá góða heimsókn Á blaðamannafundi sem körfu- knattleiksdeild Vals og KKÍ héldu fyrir skömmu kom fram að nú hefur verið endanlega gengið frá þremur leikjum við landslið Armena sem hér kemur í lok mars og keppir fyrir hönd Sovét- ríkjanna. Fyrsti leikur liðsins verður við íslenska landsliðið föstudaginn 21. mars, en daginn eftir mun sovéska liðið mæta Valsmönnum sem styrkja lið sitt með Pétri Guðmundssyni. Þá er einnig stefnt að því að Flosi Sigurðsson verði með í þeim leik en það mun enn vera óvíst hvort það tekst. Bæði Pétur og Flosi hafa sýnt miklar framfarir í vetur í leikjum sínum i Banda- ríkjunum. Þriðji leikur Sovétmannanna hér á landi verður svo á móti úrvali bandarísku leikmannanna sem leika hér á landi. Ætti það að geta orðið hinn mesti hörkuleikur. Stefnt er að þvi að lið Armena leiki jafnvel tvo leiki til viðbótar en ekki er endanlega frá því gengið. Að heimsókninni standa körfu- knattleiksdeild Vals og KKÍ. Landsliðið í körfuknattleik sem tekur þátt í Polar Cup-keppninni dagana 10.—13. apríl fær þarna góðan undirbúning. — þr. skipt um iþróttagrein, enda sennilega ekki eins léttur á sér og fyrir 12 árum. í Lake Placid er hann i 4-manna bobsleðaliði Bandaríkjanna, en aðeins tveir mánuðir eru siðan að hann settist í bobsleða í fyrsta skiptið á ævinni. 1 sleðaliðinu er annar blökkumaður, Jeff Gadley. Takist Davenport að vinna gull- verðlaun að þessu sinni, sem ekki er talið ótrúlegt, verður það í annað skiptið í sögunni sem ein- staklingur vinnur gull bæði á sumar- og vetrarleikum. Hingað til hefur aðeins einn maður afrek- að það, en það var bandaríski hnefaleikarinn Eddie Eagan. Hann vann gull á Ólympíuleikun- um árið 1920 og 12 árum síðar keppti hann í bobsleðaliði Banda- ríkjanna, eins og Davenport, og hreppti þar einnig gull. • Halldór Matthíasson sjúkraþjálfari (t.v.) og Páll B. Helgason læknir á hinni nýju sjúkrastofu sinni að Miklubraut 50. Ljósm. Rax. Slakir eru Spánverjar HELDUR gengur undirbúningur Spánverja fyrir Evrópukeppni landsliða á Ítalíu í sumar brösuglega, en í fyrrakvöld mættu Spanverjar Austur-Þjóðverjum í landsleik í Malaga. Leikurinn var Spánverjum ekki til sannrar gleði, þar sem gestirnir að austan sigruðu með eina marki leiksins sem Joachim Streich skoraði. Spánverjum er spáð litlum frama á Ítalíu, en skammt er síðan lið þeirra tapaði á heimavelli fyrir Dönum 1—3, og voru Danir þó f jarri því að vera með sitt sterkasta lið. Vésteinn kastaði kringlu 50,36 metra Einkunnagjöf í handknattleik Lið Fram: Sigurður Þórarinsson 3, Birgir Jóhannesson 2, Björn Erlingsson 1, Jón Árni Rúnarsson 2, Sigurbergur Sigsteinsson 2, Jóhann Kristinsson 2, Egill Jóhannsson 2, Atli Hilmarsson 2, Erlendur Davíðsson 2. Andrés Bridde 2, Hannes Leifsson 3. Lið Hauka: Gunnar Einarsson 3, Andrés Kristjánsson 1, Stefán Jónsson 3, Árni Sverrisson 2, Hörður Harðarsson 2, Sigurgeir Marteinsson 2, Árni Hermannsson 2, Ingimar Haraldsson 1, Hörður Sigmarsson 1, Júlíus Pálsson 1. Lið Vals: Brynjar Kvaran 2, Jón Breiðfjörð 1, Þorbjörn Guðmundsson 2, Þorbjörn Jesson 1, Steindór Gunnarsson 1, Bjarni Guðmundsson 3, Brynjar Harðarson 3, Hörður Hilmarsson 1, Gunnar Lúðvíksson 2, Stefán Halldórsson 1, Jón Karlsson 3. Lið Fram: Sigurður Þórarinsson 1, Snæbjörn Arngrímsson 3, Birgir Jóhannsson 2, Jón Árni Rúnarsson 2, Andrés Bridde 3, Hannes Leifsson 2, Atli Hilmarsson 5, Egiil Jóhannesson 3, Sigurbergur Sigsteinsson 3, Erlendur Davíðsson 4. Dómarar voru Árni Tómasson og óli Ólsen 2. LIÐ HK: Einar Þorvarðarson 4, Hilmar Sigurgíslason 3, Kristján Gunnarsson 3, Kristinn ólafsson 2, Jón Einarsson 3, Ragnar Ólafsson 2, Magnús Guðfinnsson 2, Bergsveinn Þórarinsson 2, Gissur Kristinsson 1. LIÐ FII: Sverrir Kristinsson 2, Kristján Arason 2, Pétur Ingólfsson 2, Valgarður Valgarðsson 3, Guðmundur Magnússon 2, Geir Hallsteins- son 2, Magnús Teitsson 2, Eyjólfur Bragason 2, Árni Árnason 2. „VÉSTEINN stóð sig einna bezt, náði athyglisverðum árangri í kringlukastinu, bætti sig um rúma þrjá metra og kastaði í fyrsta skipti yfir 50 metra múr- inn. Allt bendir til þess að hann eigi eftir að gera enn betur,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson frjálsiþróttamaður úr ÍR í viðtali við Mbl. í gær en Gunnar dvelst við æfingar og keppni í San Jose í Kaliforniu í Bandarikjunum ásamt sex öðrum islenzkum frjálsíþróttamönnum. Þeir kepptu á frjálsíþróttamóti í Berkley í Kaliforníu um helgina og kastaði Vésteinn Hafsteinsson KA þá 50,36 metra í kringlukasti og sigraði á mótinu. Er það tíundi bezti árangur íslendings frá upp- hafi. Hefur Vésteinn nú sigrast á einum af „draumamúrum" frjáls- íþróttanna, ágætur árangur hjá tvítugum íþróttamanni sem á framtíðina fyrir sér. Á mótinu hljóp Gunnar Páll 800 metra á 1:54,7 mínútum, Þorvald- ur Þórsson IR jafnaði sinn bezta Elnkunnagjöfin ÍS: Gísli Gislason 2, Atli Arason 3, Bjarni Gunnar Sveinsson 1, Jón Héðinsson 3, Albert Guðmundsson 1, Gunnar Thors 3, ólafur Thoroddsen 1, Steinn Sveinsson 2. ÍR: Kristinn Jorundsson 3, Kolbeinn Kristinsson 3, Jón Jörundsson 2, Jón Indriðason 2, Stefán Kristjánsson 3, Sigurður Bjarnason 1, Sigmar Karlsson 2. Lið KR: Garðar Jóhannsson 3, Jón Sigurðsson 3, Þröstur Guðmunds- son 2, Ágúst Líndal 2, Geir Þorsteinsson 2, Birgir Guðbjörnsson 2, Árni Guðmundsson 2, Bjarni Jóhannesson 1, Gunnar Jóakimsson 1. Lið ÍR: Sigurður Bjarnason 1, Jón Jörundsson 3, Kristinn Jörundsson 3, Stefán Kristjánsson 2, Sigmar Karlsson 3, Benedikt Ingþórsson 1, Jón Indriðason 1, Björn Leósson 1. árangur í 400 metra hlaupi, hljóp á 50,2 mínútum, Sigurður Einars- son Á kastaði 64,80 metra í spjótkasti. Skömmu eftir 800 metra hlaupið tók Gunnar Páll þátt í 200 metra hlaupi og hlaut tímann 23,9 sek, sem sýnir að það er sprettur í honum þótt þeir íþróttamennirnir taki mótin fyrst og fremst sem góðar æfingar, ekkert er slegið af'fyrir þau. Þá hlupu Elías Sveinsson FH og Stefán Hallgrímsson UÍA 60 stiku grindahlaup á 7,9 sekúndum. Stef- án hljóp einnig 100 metra hlaup á 11,6 sekúndum og 200 metra hlaup á 23,7 sekúndum. Vilmundur Vil- hjálmsson KR og Erlendur Valdi- marsson ÍR kepptu ekki á mótinu. Vilmundur hljóp 100 stiku hlaup fyrir skömmu á 10,0 sekúndum í mótvindi á móti nokkrum dögum áður. Á mótinu stökk Stefán 6,30 metra í langstökki hlaut 23,9 í 220 stiku hlaupi og 2:01,5 mínútur í 880 stiku hlaupi. Elías hljóp 100 stiku hlaup á 10,4 sekúndum, 70 stiku grindahlaup á 9,2 sekúndum, 330 stiku grindahlaup á 42,2 sek- úndum og 220 stiku hlaup á 24,2 sekúndum. —ágás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.