Morgunblaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1980 25 félk í fréttum + ÞAÐ er kunnugt af fréttum frá íran að fyrir nokkru var Ayatollah Ruhollah Khomeini látinn taka sér hvíld í sjúkrahúsi. Sá gamli var nú ekki þreyttari en það að á sérstökum heimsóknartímum var þar allt fullt af stuðningsmönnum og aðdáendum. Hann varð meira að segja að árita með eigin hendi fána. Er myndin tekin er gamli maðurinn situr við borð að búa sig undir að skrifa á einn fánanna. Yfir honum stendur sonur hans með penna í munninum tilbúinn til að rétta þeim gamla hann. Sorg hjá útlögum + EIN af fyrrum prinsessum Dana, Anne-Marie, sem giftist Konstantin fyrrum Grikkja- konungi, varð fyrir þeirri sorg fyrir nokkru að missa þriggja mánaða fóstur. Kon- ungshjónin hafa nú verið í útlegð frá Grikklandi siðan á árinu 1967, er konungi mis- tókst að kollvarpa þáverandi herforingjastjórn i iandinu. Þau hafa siðan búið í Bret- landi, skammt frá London. Þau eiga þrjú börn. Morðingi Joy fundinn? + SAGT var frá því hér þegar skýrt var frá dauða rithöfund- arins Joy Anderson i Kenýa (Höf. bókarinnar „Borin frjáls") að handtökur hefðu átt sér stað vegna þess, að sýnt þótti að hún hefði ekki orðið villidýrum að bráð. Nýlegar fréttir af máli þessu frá Nair- obi herma að 23 ára gamall blökkumaður af Turkana- kynflokki hafi verið ákærður fyrir morðið á Joy. Hún var 69 ára gömul. Ekkert hefur kom- ið fram sem gefið getur vísbendingu um ástæðuna fyrir morðinu, en ntorðinginn stakk hana til bana. + FYRIR skömmu gerðist það í Washington að frétt um fjármálahneyksli meðal þing- manna á Bandaríkjaþingi lak út. Komst málið brátt í há- mæli. Alríkislögreglan (F.B.I.) hefði staðið þingmennina að þvi að ætla að greiða götu arabískra kaupsýslumanna. Sendi hún sina menn til fundar við þingmennina. En þessir alríkisiögreglumenn, eða Feddar, eins og Haíldór Lax- ness kallar þá, kynntu sig sem umboðsmenn Arabanna. Allt var svo kvikmyndað og skjalf- est. Mútur þær sem þingmenn- irnir höfðu tekið við eru taldar nema um 400.000 dollurum, eða um 160 millj. isl. króna. Á þessum myndum eru þeir þing- menn fjórir, sem einkum hafa verið taldir flæktir í þetta hneykslismál. Þegar FBI varð þess á- skynja, að fregnin var komin til blaðanna, voru í skyndi sendir um 100 Feddar á vett- vang í Washington til þess að ná þá þegar sambandi við menn sem hafa átt einhvern þátt í þessu máli, sem snerist fyrst og fremst um mútu- greiðslur til þingmannanna fyrir að útvega hinum ara- bisku kaupsýslumönnum ör- ugga starfsaðstöðu í Band- aríkjunum og landvistarleyfi þar. Sen. Harrison Willianis Jr. Rep. John Murphy Rep. Frank Thompson Jr. Rep. Michael Myers OPIÐ FRA KL Garbó a útsölumark aösveröi IIÍIÍi kl. 6 kemur MEZZOFORTE í „heimsókn dagsins ÖlSÍiifÖiíi:, boð“ sem hafa vakið veröskuldaöa * er tuKKum'öan^en \ dag er uá 3976 ,»• iær G\afaKasS _—- íii-ilét'i Karnabær Glit h.f. (allar verzlanir og Saumastofa) I. Pálmason, Steinar h.f. Skóverzlun Þóröar Péturssonar > Blómaval Tómstundahúsið ® Sól/Tropicana Gullkostan Islenzk matvæli Melissa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.