Morgunblaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1980 31 Sovétmenn hlutu bæði silfur- og gullverðlaun í 30 km göngukeppninni FYRSTU gullverðlaunin á 13. vetrarólympíuleikunum féllu i skaut Sovétmanninum Nikolai Zimyatov sem sigraði í 30 km göngu. Zimyatov var með bestu millitimana í göngunni allan timann og sigraði örugglega á 1 klukkustund 27 mín. og 2,8 sek. Annar i göngunni var einnig Sovétmaður, Vasily Rochev, íékk hann tímann 1,27,34,22. Þriðji varð svo Ivan Lebanov frá Búlg- aríu. í fjórða sæti hafnaði svo Thoma Wass frá Svíþjóð. Var þetta í fyrsta skipti sem keppt var á gervisnjó i göngu- keppni á ólympiuleikum. Sigur- vegarinn Zimyatov sagði eftir keppnina, að snjórinn hefði verið mjög áþekkur og hann ætti að venjast. — Ég er mjög hamingju- samur og mér liður stórkostlega, sagði hann. Verðlaun Zimyatov voru 50. guliverðiaunin sem Sov- étrikin hljóta í sögu vetraról- ympíuleika og hafa þau nú skot- ist fram úr Noregi. Norðmaðurinn Oddvar Braa hafnaði í 12. sæti en hann var af mörgum álitinn sigurstranglegur í göngunni. Braa hafði fengið slæmt kvef fyrr í vikunni og háði það honum verulega. Finninn Juha Mieto varð í sjöunda sæti en hann átti einn af bestu tímunum í 30 km göngu af keppendunum 52. Gengið var í þrjá hringi í 10 km braut og áttu áhorfendur sem voru fjölmargir gott með að fylgj- ast með keppendum. Úrslit i 30 km göngu: Nikolai Zimyatov, Sov. 1,27,2,8 Vasily Rochev, Sov. 1,27,34,22 Ivan Lebanov, Búlg. 1,28,03,87 Thomas Wassberg, Svíþ. 1,28,40,35 Josef Luszczek, Póll. 1,29,03,64 Matti Pitkanes, Finnl. 1,29,35,03 Juha Mieto, Finnl. 1,29,45,00 Ove Aunli, Noregi 1,29,54,02 Alf G. Deckert, A-Þýsk. 1,30,05,00 Lars Erik Eriksen, Nor. 1,30,34,34 Valsmenn léku sér að ÍR-ingum Valur:ÍR 23:14 VALUR átti í afar litlum vand- ræðum að stjaka ÍR út úr bikar- keppni HSÍ í 16 liða úrslitunum i Höllinni í gærkvöldi. Sigur Vals var stór, 23—14, og hafði liðið lengst af mikla yfirburði. Staðan í hálfleik var 10—10. Já, staðan í hálfleik var 10—10, það var nefnilega töluverður tröppugangur í leiknum. Vals- menn byrjuðu af miklum móði og komust í 6—0 fyrstu 15 mínúturn- ar. Þá virtust þeir telja sigurinn í höfn, þeir hættu að leika agað í sókninni og hættu að taka á í vörninni. ÍR-ingar gengu á lagið og þeim tókst að breyta stöðunni úr 7—1 í 10—10. í síðari hálfleik var síðast jafnt 12—12, en eftir það var engin spurning hver úrslitin yrðu. Þrír menn báru af hjá Val, Þorbjörn Guðmundsson, sem var afar sterkur, Bjarni Guðmundsson (að venju) og Brynjar Kvaran í markinu, en hann kom inn í síðari hálfleik og stóð sig með prýði. Hjá ÍR var Pétur drjúgur, einnig Guðmundur Þórðarson á köflum, en flatneskjan var mikil. Mörk Vals: Þorbjörn G. 9 (1), Bjarni 5, Stefán H. 4 (2), Steindór og Þorbjörn J. 2 hvor, Gunnar 1 mark. Mörk ÍR: Bjarni Bessason og Guðmundur 4 hvor, Pétur 3, Bjarni Hákonarson, Bjarni Bjarnason og Sigurður 1 mark hver. - gg Úrslit í úrvals- deildinni í kvöld? TVEIR leikir fara fram í úrvals- deildinni i körfuknattleik i kvöld og gæti annar þeirra hreinlega verið úrslitaleikur mótsins. í Njarðvík eigast þá við UMFN og Valur og hefst leikurinn klukkan 20.00. Með sigri gæti fátt stöðvað Valsmenn, en heimaliðið myndi sauma mjög að Val á toppinum með því að hirða bæði stigin. Ekki er vafi að iþróttahúsið i Njarðvík verði troðið út úr dyr- um. I kvöld fer einnig fram leikur Fram og ÍR í úrvalsdeildinni og hefst hann í Hagaskólanum klukkan 19.00. ÍR á enn tölfræði- lega möguleika á titlinum og reynir því af alefli að vinna sigur. Fram er á hinn bóginn í bullandi fallhættu, þannig að hér verður einnig um baráttuleik að ræða. Hreinn sigraði og varpaði 19,59 m „Við Óskar komumst ekki til mótsins vegna skyndilegs óveð- urs, ætluðum að keppa í Baton Rouge ásamt Hreini og Guðna. Hreinn stóð sig vel, sigraði í kúluvarpinu og kastaði 19,59 metra. Guðna tókst ekki vel upp, varð sjötti með 16,79 metra,“ sagði Friðrik Þór Óskarsson frjálsíþróttamaður og nemandi við háskólann í Austin í Texas í viðtaii við Mbl. í gær. „Hreinn gat ekki beitt sér sem skyldi fyrst eftir að hann kom til Alabama, en hann er þó að ná sér á strik núna. Guðni var afar óhress með árangurinn á mótinu, hefur æft vel og mikið, er líklega sterkari en fyrr, en árangurinn lét standa á sér að þessu sinni. Hann á eftir að bæta betur á utan- hússmótunum. Við Óskar æfum mikið og vel. Eigum eftir að keppa eitthvað innanhúss og bráðlega kemur að utanhússmótunum," sagði Friðrik Þór. M !> Ingólfur Jónsson var eini slendingurinn sem lauk keppni i 30 kílómetra göngunni. Ingólfur var í 48. sætinu af 54 sem luku keppni. Fjórir keppendur féllu úr göngunni. IngóSfur hafnaði í 48. sæti — Haukur og Þröstur hættu keppni ÍSLENSKU göngumennirnir, þeir Ingólfur Jónsson, Haukur Sigurðs- son og Þröstur Jóhannesson, kepptu í gærdag i 30 km göngu á vetrarleikunum i Lake Placid. í viðtali við Mbl. í gærkvöldi sagði Sæmundur óskarsson, að þeim hefði ekki gengið sem best. Þeir Haukur og Þröstur gáfust báðir upp í göngunni. Haukur eftir rúma 13 km en Þröstur eftir rúman einn hring, 10 km. Haukur fann sig aldrei og Þröstur fann fyrir magaverk og háði það honum svo að hann varð að hætta. Ingólfur Jónsson lauk hins vegar göngunni og hafnaði í 48. sæti af 54 keppendum sem luku göngunni. Alls hófu 58 keppni en fjórir luku henni ekki. Tími Ingólfs í göngunni var 1,45,55,26, er það um 18 mínútum lakari tími en fyrsti maður hlaut. Samkvæmt því mun Ingólfur hafa verið um 6 km á fftir fyrsta manni. Að sögn Sæmundar er 30 kín gangan ekki þeirra sterkasta hlið og búast þeir við betri árangri i 15 km göngukeppninni á sunnudag. Sæmundur sagði að setningarathöfn leikanna hefði verið ákaflega tilkomumikil og öll dagskrá hefði fram að þessu gengið mjög vel fyrir sig. Veður væri gott til keppni og fjöldi fólks fylgdist með henni. - þr Varamaðurinn kom, sá og sigraði — Leonard Stock ólympíumeistari í bruni karla „ÉG SVAF vel síðustu nóttina og lenti í engum vandræðum á brautinni,“ sagði Leonard Stock, austurriski spútnikinn sem sigr- aði óvænt í brunkeppninni í Lake Placid í gærdag. Stock kom til Lake Placid sem fimmti maður í fjögurra manna brunliði Austur- ríkis. En í reynsluferðunum gekk honum svo vel, að ekki var stætt á öðru hjá austurrísku liðsstjór- unum en að velja hann í byrjun- arliðið. „Mér þykir skemmtilegt að vera arftaki Franz Klammers sem sigraði á siðustu leikum, en eftirsjá er i að hann skuli ekki vera meðal keppenda nú, hann er frábær skíðamaður,“ bætti kampakátur Leonard Stock við. Landi Stocks, Peter Wirnsberg- er, hafnaði í öðru sæti, fékk tímann 1:46,12, en tími sigurveg- arans Leonard Stocks var 1:45,50. Hinir Austurríkismennirnir, Werner Grissman og Harti Weir- either, urðu í 7. og 9. sæti. Þriðja sætið hreppti Kanada- maðurinn Steve Podborski, en hann fékk tímann 1:46,62. Landa hans, Ken Read, sem spáð var frama í keppninni, tókst ekkert sérstaklega upp og hafnaði ekki í verðlaunasæti. Svisslendingurinn Peter Múller náði aðeins fjórða sætinu, hann fékk tímann 1:46,75, en fimmta sætið hremmdi Pete Daterson og var það mun betri árangur en reiknað var með. Fékk Pete tímann 1:47,04. Kannski kom mest á óvart, að Herbert Plank, sem fékk langbesta tímann í æfingaferðunum, náði aðeins sjötta sætinu, tímanum 1:47,13. 1500 metra skautahlaup kvenna: Hollendingarnir fljúgandi unnu tvöfaldan sigur HOLLENSKAR stúlkur komu mjög á óvart í 1500 metra skauta- hlaupi kvenna í Lake Placid í gær. Þær hrepptu þar bæði gull- og silfurverðlaunin. Annie Borckink sigraði, fékk tímann 2:10,95 mínútur. Hollenska stúlk- an Ria Visser varð síðan í öðru sæti, þrátt fyrir að hún keppti við gullhafa siðustu leika, sovésku- stúlkuna Nataliu Petrusevu. Tími Riu var 2:12,35 minútur. Austur-þýska stúlkan Sabine Becker hafnaði í þriðja sæti, fékk tímann 2:12,38 mínútur. Annars kom sigur Borckink mjög á óvart, því að í æfingahlaupum fyrir keppnina hlutu 10 stúlkur betri tíma en hún. Og þegar keppnin hófst, fór hún frekar rólega af stað. En rosalegur endasprettur tryggði henni sigur. Sagði hún sjálf eftir sigurinn, að hinn góði tími Riu Visser (en hún keppti á undan) hefði hvatt sig til dáða. Visser, sem er aðeins 18 ára, furðaði sig hins vegar hvað mest yfir árangri sínum. Sagði hún eftir hlaupið, að hún stefndi að því að ná sínu besta á vetrarleikunum 1984, þessi árangur hefði komið sér mjög á óvart. Bikarkeppni HSÍ: Valur og FH mætast í 8-liða úrslitum DREGIÐ var í 8-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ í gærkvöldi að loknum leik Vals og ÍR. Tveir stórleikir eru þar á dagskrá og má þar fyrst nefna leik Vals og FH í Laugardalshöllinni. Þetta eru liðin sem næst koma Víkingi í 1. deild og er þarna möguleiki á þvi að vinna eitthvert mót. Þá verður án efa hart barist í Firðinum, en Haukar fá Vikinga í heimsókn og hafa líklega hug á að hefna tveggja tapleikja í deildarkeppninni. KR fær örugglega að hafa fyrir því að komast í undanúrslitin, en liðið mætir ÍA á Akranesi. í síðasta leiknum mætast síðan annaðhvort Eyja-Þór eða Stjarn- an annars vegar og KA hins vegar, leikið fyrir sunnan. Einnig var dregið í 8-liða úrslitum í meistara- flokki kvenna og 2. flokki karla. Fer drátturinn hér á eftir, fyrst kvennadrátturinn og síðan ungl- ingadrátturinn: Fylkir/Þór Ak - UMFN KR — Fram FH - Valur Þór Ve — Ármann ... og svo FH - Valur HK - Fylkir Víkingur — Fram Stjarnan — KR Athyglisvert er að FH og Valur drógust saman í öllum flokkunum. — gg. Sjá íþróttir bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.