Morgunblaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1980
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 230
kr. eintakið.
„Ekki svigrúm til
almennra grunn-
kaupshækkanaa
jr
Aundanförnum árum hefur oft kveöið við þann tón frá
ýmsum forystumönnum launþegasamtaka, að mestu
máli skipti, hvort ríkisstjórn sé „vinveitt" launþegum eða
ekki. Þessi undarlega notkun orðsins „vinveittur" á að
skírskota til þess, að Alþýðubandalagið eða kommúnistar
séu aðilar að ríkisstjórninni eða ekki. En eins og kunnugt er
hafa alþingismenn þeirra og málgagn, Þjóðviljinn, ævin-
lega hamrað á því, að ekki skipti máli í sambandi við
verðbólgu eða verðlagsþróun, hvort kaupið hækki eða ekki.
Og nú er þeirra eigin maður, Ragnar Arnalds, orðinn
fjármálaráðherra. Menn gætu því búizt við því, að skjótlega
yrði orðið við kröfum BSRB um 18% og upp í 39%
launahækkanir. Fyrstu viðbrögð ráðherrans í hinu nýja
sæti virðast þó ekki benda til þess, eða eins og hann segir í
Morgunblaðinu sl. miðvikudag: „En hitt er alveg ljóst, að
miðað við þær ströngu verðlagsforsendur, sem menn hafa
sett sér á þessu ári, þá er ekki svigrúm til almennra
grunnkaupshækkana. Það sjá allir.“ Eins og þessi ummæli
bera með sér, hefur Ragnar Arnalds gjörsamlega snúið við
blaðinu. Launahækkanirnar eru allt í einu orðnar aðalverð-
bólguhvatinn, svo að annað fellur þar algerlega í skuggann.
Þvílíkar yfirlýsingar fjármálaráðherra hefðu einhvern
tíma gefið mönnum eins og Kristjáni Thorlacius, Haraldi
Steinþórssyni eða Guðrúnu Helgadóttur tilefni til stóryrtra
yfirlýsinga. En það er öðru nær en þaðan sé kvaks að
vænta. „Þeirra maður í fjármálaráðuneytinu" hefur talað.
Og nú verður skemmtilegt að fylgjast með því, hvernig
kommúnistarnir innan BSRB reyna á næstu vikum og
mánuðum að vinda ofan af launakröfunum, sem þeir hefðu
staðið á eins og hundur á roði undir öðrum kringumstæðum
eins og dæmið frá 1978 sannar.
Vafalaust er, að ríkisstjórnin muni leggja á það
höfuðkapp að draga samningana við opinbera starfsmenn
sem allra mest á langinn — og helzt svo, að áður yrði búið
að semja á hinum almenna vinnumarkaði, þar sem
kröfugerðin er miklu minni. Og auk þess þykist ríkisstjórn-
in hafa nokkurt skjól af Vinnuveitendasambandinu, sem
stendur fast á því, að ekki komi til aukningar kaupmáttar-
ins, sem einnig er yfirlýst markmið Ragnars Arnalds
fjármálaráðherra, þegar hann segir: „Hitt teljum við
aðalmál að koma í veg fyrir það að launastigið hrapaði
niður.“ Snorri Jónsson, forseti Alþýðusambands Islands,
hefur að vísu sagt, að sér lítist „auðvitað ekkert alltof vel á
svona yfirlýsingar“.
Og gagnvart sjómönnum liggur það fyrir, að þeirra
hlutur í „félagsmálapakkanum“ hefur orðið lítill sem
enginn, auk þess sem loðnuveiðibannið núna og sú óvissa,
sem það veldur varðandi áframhald þorskveiðanna, hlýtur
að hafa veruleg áhrif á tekjumöguleika þeirra og þar með
einnig á kröfugerðina.
Varðandi kjaramálin er stjórnarsáttmálinn afslappur
sem víðar, svo að þar verður ekki fest hönd á neinu. Þó
virðist liggja ljóst fyrir, að ríkisstjórnin þykist hafa fyrir
því nokkra tryggingu, að verkalýðshreyfingin sé reiðubúin
til þess að afsala sér grunnkaupshækkunum á þessu ári
gegn einhvers konar félagsmálapakka, sem í rauninni getur
ekki orðið annað en snuð eða tútta, a.m.k. á meðan
ráðherrar framsóknar og kommúnista hafa ekki staðið við
fyrirheitin frá því í desember 1978 sem þeir gáfu með
félagsmálapakkanum þá. En hitt er athyglisvert fyrir
þjóðina að sjá, að fjármálaráðherra kommúnista skuli ekki
vera búinn að sitja viku í stólnum, þegar hann byrjar að
hamra á því, að „ekki sé svigrúm til almennra grunnkaups-
hækkana“. Hér kveður sannarlega við nýjan tón, sem
gagnlegt getur orðið að vitna í, þótt síðar verði.
Innheimtuákvæði vantar í skattalögin:
Þingnefnd er sammála
um skattlagabreytingar
Fyrirvari hjá stjórnarandstöðunni
FRUMVARP til breytinga á
lögum um tekju- og eigna-
skatt, ásamt 23 breytingar-
tillögum frá fjárhags- og
viðskiptanefnd, var í gær
afgreitt með samhljóða at-
kvæðum til þriðju umræðu,
sem fram fer nk. mánudag.
Reiknað er með að frum-
varpið verði afgreitt í efri
deild sem lög frá Alþingi
nk. mánudag eða þriðjudag.
Frumvarpið og breytingar-
tillögur við það fela í sér
allnokkrar efnisbreytingar
á vissum þáttum skattlagn-
ingar, auk þess sem það
felur í sér ákvæði um inn-
heimtu tekju- og eigna-
skatta, en lagaákvæði þar
um skorti. Ástæða þess var
sú að samhliða skattafrum-
varpi því, sem varð að
lögum 1978 (nr. 40 það ár)
var flutt frumvarp um stað^
greiðslu opinberra skatta,
og voru því engin inn-
heimtuákvæði í hinu fyrra
frumvarpinu. Staðgreiðslu-
frumvarpið dagaði hins veg-
ar uppi og var því vant
lagaákvæða um innheimt-
una.
í nýju skattalögunum frá 1978
fólust afgerandi breytingar á
skattlagningarreglum, svo sem
sérsköttun hjóna, aðlögun tekju-
hugtaksins að verðbólgunni, end-
urmat eigna til fyrninga miðað við
verðlagsþróun hert viðurlög o.fl.
Frumvarp það til breytinga á
lögunum, sem nú er til umræðu, er
árangur af endurskoðunarstarfi,
sem boðað var við setningu þeirra.
Það hefur verið sent til umsagnar
fjölmargra aðila í þjóðfélaginu.
Breytingartillögur, sem neðri
deild hefur nú samþykkt við aðra
umræðu, varða flestar atvinnu-
rekstur, m.a. framreiknað tap,
endurmat fasteigna, fyrningar
o.fl. Þá felst í tillögunum hækkun
frádráttar sjómanna, náms-
manna, giftingarfrádráttur o.fl.
Fjárhags- og viðskiptanefnd
flytur öll þær breytingartillögur,
sem fram komu, en nefndarmenn
Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks
skrifa allir undir nefndarálit með
fyrirvara þar sem ekki var fullt
samkomulag í nefndinni. Hugsan-
legt er að fleiri breytingartillögur
komi fram við þriðju umræðu í
neðri deild nk. mánudag.
Ljósm.: Emilía
Þóra Kristjánsdóttir forstöðumaður Kjarvalsstaða cr hér í kápu sem verður á sýningunni. Umhverfis hana
má sjá nokkra af þeim munum sem ennfremur verða til sýnis.
Sýning á listiðn kvenna
BANDALAG kvenna í Reykjavík
efnir til sýningar á listiðn
íslenskra kvenna á Kjarvals-
stöðum og verður sýningin opnuð
n.k. laugardag kl. 16. Henni
lýkur 24. febrúar n.k.
A sýningunni mun verða margs
konar vefnaður, handiðar með
OPNUÐ hafa verið hjá Hafnar-
íjarðarbæ tilboð sem bárust i
gatnagerð í götunum Túnhvammi
og Klausturhvammi þar í bæ, en
samtals bárust fimm tilboð.
Lægsta tilboðið var frá Hjóla-
skóflunni s.f. í Reykjavík, og
listrænt gildi, ullar- og tóvinna
sem unnin er á frumlegan hátt,
handprjónaðir og ofnir kjólar og
batikkjólar og verða tískusýn-
ingar öðru hverju þar sem þessar
flíkur verða sýndar. Þá verða á
sýningunni leirker ýmiss konar og
keramik unnin af viðurkenndum
listakonum og einnig þeim sem
hljóðaði það upp á tæplega 40,5
milljónir króna, en hæsta tilboðið
sem barst, og hljóðaði upp á
tæplega 61 milljón króna, var frá
Vélaleigunni Þorshamri h.f. i
Reykjavík.
Tilboðin voru annars þessi:
eru að þreifa sig áfram í þeirri
listgrein. Gull- og silfursmíði
verður einnig í hávegum höfð og
verða sýnd verk eftir yngri og
eldri listakonur. Þá mun Heimilis-
iðnaðarfélag Islands kynna vörur
sínar í anddyri Kjarvalsstaða
meðan á sýningunni stendur og
Þjóðdansafélag Reykjavíkur sýna
þjóðbúninga. Spunakonur sýna,
bæði á rokk og snældu, og knippl-
ingakonur og vefarar sýna hand-
brögð sín.
Langflestir af mununum á sýn-
ingunni eru unnir af nútímalista-
konum en þó eru nokkur verk eftir
konur sem nú eru látnar og einnig
verk eftir núlifandi eldri konur
sem enn eru að skapa listaverk.
Bandalag kvenna í Reykjavík
var stofnað fyrir tæplega 63 árum
af 9 kvenfélögum í Reykjavík. Nú
er 31 félag í bandalaginu og eru
það félög með bæði karlmönnum
og kvenmönnum en þó eru flest af
þeim kvenfélög. Meðlimir í banda-
laginu eru alls 14.000. Formaður
sýningarnefndarinnar er Guðrún
S. Jónsdóttir. Gunnar Björnsson
setur sýninguna upp en honum til
aðstoðar er Þorbjörg Höskulds-
dóttir.
Lögð fram tilboð í gatnagerð í Túnhvammi og Klausturhvammi:
kr.
1. Hjólaskóflan s.f., Dalseli 33, Rvík 40.491.695-
2. Vélaleigan Þórshamar h.f., Grjótaseli 11, Rvík 60.979.300-
3. Magnús og Marinó s.f., Steinaseli 6, Rvík 53.867.200.-
4. Völur h.f., Vagnhöfða 5, Rvík 44.259.800,-
5. Loftorka s.f., Skipholti 35, Rvík 55.050.800-
Gatnagerðartilboð í Hafnarfirði:
Munar 20 milljónum á
hæsta og lægsta tilboði