Morgunblaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1980
MOR^dlv-Np^
KAWNd
Þurfa stúlkur að giftast þegar
þær eru orðnar stórar?
Og svo er þetta meðal mjög gott
ofan á vöfflur, frú mín, ef svo
ber undir!
gcymir hitamælinn í frysti-
kistu!
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Spilið í dag hlýtur eiginlega að
vera dálítið erfitt því á sínum
tíma tókst handarískum spila-
snillingi ekki að ná nema níu
slögum í fjórum spöðum. afskap-
lega eðlilegum samningi. En
kannski ættir þú að reyna. Allir
voru á hættu, vestur gaf og
opnaði á einum tígli. sem austur
studdi í tvo.
Hvað svo?
Norður
S. Á4
H. Á1062
T. Á8
L. K9843
Suður
S. G1087632
H. 95
T. 4
L. ÁG5
Þetta ilmvatn fær karlmennina til að falla í stafi,
það þekki ég sjálf!
Erfið ákvörðun
Loðnuveiðarnar eru eitt helzta
umræðuefnið í dag og stangast
nokkuð á skoðanir fiskifræðinga
og sjómanna um hversu mikið
óhætt sé að veiða af þessum
dýrmætu afurðum. Hér verður á
eftir rætt nokkuð um þessi mál:
„Mikil tíðindi eru nú að gerast
meðal sjómanna vorra, þeim er
meinað að stunda atvinnu sína
eins og þeir geta, þ.e. þeim er
stunda loðnuveiðar. Telja fiski-
fræðingar að ekki sé óhætt að
veiða meira (í bili vonandi) og
réttast sé því að banna veiðarnar.
Þarna er verið að þrengja að
loðnusjómönnum verulega. Þeir
vinna nokkrar vikur á ári, en þess
á milli ríkir hjá þeim algjör
ördeyða, enda eru skip þeirra vart
til annarra veiða búin þótt þeir
kannski vildu. Skipin eru að verða
svo sérhæfð, að þau geta ekki veitt
nema þá tegund, sem þau eru
byggð til að veiða. Menn tala oft
um mikil uppgrip loðnukarlanna
og er það rétt, en þá gleymist líka
oftast hversu löng hlé verða á
milli hjá þeim. En þetta loðnu-
veiðibann mætti bera saman við
t.d. það að almennum launþega
væri allt í einu meinað að vinna í
nokkrar vikur. Þá missti hann
kaup sitt og yrði að ráfa um í
tilgangsleysi þar til einhverjum
þóknaðist að leyfa honum að hefja
störf að nýju.
En loðnuveiðibannið hefur ekki
aðeins áhrif á sjómennina. Það
snertir alla vinnu í landi, við
bræðslu, akstur o.fl. o.fl., sem ekki
verður talið hér. Það snertir heilu
sveitar- eða bæjarfélögin, at-
vinnulíf þeirra og síðar fjármál
vegna skattanna o.s.frv. Hafa
menn hugleitt þetta annars vegar
og hins vegar það á hversu
sterkum grunni (eða veikum)
bannið er reist? Forystumenn
sjómanna telja undarlegt að
byggja bann þetta á upplýsingum
frá tækjum í einu skipi en fara
ekki eftir því sem 50 loðnuskip
hafa reynslu af, þau hafi séð mun
meiri loðnu en skip fiskifræð-
inganna og því beri að hafa
upplýsingar sjómannanna til við-
— Lokasögn fjórir spaðar. Útspil
vesturs tígulkóngur.
— Auðvitað tekur þú slaginn og
næsta á spaðaás. Austur lætur þá
spaðaníuna en vestur fimmið.
Blessaður Bandaríkjamaðurinn
spilaði aftur trompi. Austur fékk
J)á á drottninguna og skipti í
hjarta. Þar nteð varð spilið
óvinnandi þegar hin spilin skipt-
ust þannig:
Vestur
S. 5
H. KD84
T. KDG32
L. D102
Austur
S. KD9
H. G73
T. 109765
L. 76
Eins og sjá má hefði ekl i
hjálpað að reyna svíningu í lauí
inu. Mikilvægt spil, hjartaásinn,
var farinn úr blindum og ekkert
hægt að gera eftir þetta upphaf.
Lausn spilsins felst í, að gefa
má tvo slagi á spaða og einn á
lauf. Þess vegna er bara tekið á
trompásinn og ekki spilað aftur
trompi. í þess stað er næst tekið á
laufkóng og síðan spilað laufi á
ásinn til að verjast hugsanlegri
trompun austurs. En úr því, að
laufin skiptast 3—2 verður spilið
upplagt. Vörnin fær næsta slag á
lauf, skiptir þá eflaust í hjarta,
sem verður tekið og hjarta látið af
hendinni í fríspilað lauf blinds.
Vörnin má trompa en þér er alveg
sama, gefur bara umsamda þrjá
slagi.
Maigret og vínkaupmaðurinn
Eftir Georges Simenon
Jóhanna Kristjónsdóttir
sneri ó íslensku
46
meira um þetta ,mál en ég. Ef
hann vildi bara segja hvað það
er. Ertu með bil?
— Nei, ég kom í strætó.
— Þá tókum við strætó.
Og Maigret stakk höndunum
kyrfilega i frakkavasana.
5. KAFLI
Þau fóru ekki í kvikmynda-
hús eins og Maigret hafði hugs-
að sér. Það hellirigndi af enn
meiri krafti en daginn áður og
varla nokkurs staðar var sálu
að sjá. Það var ekki fyrr en um
tíuleytið sem lögregluforinginn
fór loks að tína á sig spjarirnar
og það var heldur sjaldgæft. svo
að ekki væri nú meira sagt.
Hann haíði rölt um ibúóina á
náttslopp án þess að taka sér
svo sem nokkuð sérstakt fyrir
hendur.
Hann hafði aftur fengið smá-
hitaslæðing. svo sem ekkert til
að tala um. sex kommur. en það
var nóg til þess að gera hann
latan og framkvæmdalausan.
Kona hans notfærði sér ástand-
ið til að snúast enn meira i
kringum hann en hún var vön
og í hvert skipti sem hún fann
upp á einhverju til að gera fyrir
hann lét hann eins og hann væri
fúU.
— Hvað fáum við í hádegis-
verð?
— Káifasteik með seJlerii.
Eins og þegar hann var barn.
Sunnudagssteikin. Þá fannst
honum bezt að kjötið væri
gegnumstcikt.
Þau sátu allan fyrri hluta
dagsins inni við og horfðu út í
rigninguna. Þegar matmáls-
timi nálgaðist sagði Maigret
eins og hikandi:
— Eg held að það væri gott
að fá sér líkjörgias fyrir mat-
inn.
Hún skipti sér ekki af því svo
að hann gekk að skápnum og
valdi sér hindberjalikjör sem til
þeirra var kominn frá mág-
konu hans í Alsac.
— Viltu ekki fá þér lögg?
— Nci, þakka þér fyrir. Þú
veizt ég verð bara syfjuð af því.
Þrátt fyrir kvefið fann hann
góðan ilminn úr eldhúsinu.
Ilann fletti hlöðunum sem hann
hafði ekki gefið sér tíma til að
lesa fyrr í vikunni.
— Það er einkennilegt að
komast að þvi að til er það
mannlif hér í borg þar sem ekki
gilda þessar hefðbundnu lífs- og
siðareglur.
Hún spurði ekki hvað hann
væri að fara. Þrátt fyrir allt og
í raun og veru gegn sinum eigin
vilja var hann enn niðursokk-
inn í Chahutmálið og þess
vegna varð honum stöku sinn-
um á að segja eitthvað upp úr
þurru sem stóð í samhandi við
það.
— Þegar meira cn hundrað
manns ala með sér innilcga ósk
um að drepa mann ...
Hver hafði hann verið litli,
halti maðurinn sem var svo
leikinn að láta sig hverfa í
fjoldann? Og hvernig bar hann
sig að því að vera næstum alltaf
á þeim stöðum. sem Maigret
kom á og oftast á undan hon-
um?
Hann fékk sér blund í hæg-
indastólnum sínum. Þegar
hann lauk á ný upp augunum sá
hann að kona hans sat og
saumaði. því að aðgcrðalaus gat
hún ekki verið nokkra stund.
— Ég hef sofið lengur en ég
bjóst við.
— Þú hefur ekki nema gott
af þvi.
— Ef þetta væri einhver
krassandi inflúensa sem hægt
væri að taka mark á ... svona
lullumbull ...
Hann kveikti á sjónvarpinu.
Þar var verið að sýna vestra og
hann horfði á myndina með
nokkurri ánægju. Þar var auð-
vitað einn sem var hófinn og
hann gat fundið ýmislegt sam-
eiginlegt með honum og Oscar
Chabut. Einnig skúrkurinn
varð alltaf að vera að sanna það
fyrir sjálfum sér og öðrum að
hann væri sterkur og mikill og
þess vegna auðmýkti hann aðra
í grið og erg.
Þegar myndinni var lokið