Morgunblaðið - 24.02.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.02.1980, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980 „Mesti vandi nútímans er skort- ur á heildarsýn og einingu“ Rætt við Jón Sigurgeirsson, fyrr- verandi skólastjóra á Akureyri „Það er varasamt að gefa nokk- urn tíma ráðleggingar, — þvi fylgir ábyrgð. Hins vegar má segja að skoðun eða viðhorf eigi nokkurn rétt á sér á hverjum tíma. Til þess að leysa vandamál þjóðanna þurfa einstaklingarnir að kunna að leysa sín eigin vandamál og forsenda þess er að átta sig á tilverunni í stórum dráttum og lífinu i heild. Allir viðurkenna að i náttúrunni og alheiminum rikja viss lögmál og þau þarf að virða og meta, ef vel á að fara.“ Viðmælandi minn er Jón Sigurgeirsson, fyrrverandi kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri og fyrrverandi skóla- stjóri við Iðnskólann þar i bæ. Auk skólamála hefur Jón látið félagsmál af ýmsu tagi til sin taka og flest hafa þau félög sem hann hefur starfað í verið á sviði andlegra efna og menningar- mála. Orð hans hér að ofan eru upphafið að svari við spurningu um hver skoðun hans væri á heimsástandinu og vandamálum nútimans og hvort hann kynnni nokkur ráð fram að færa i þvi sambandi. Viðræður okkar beind- ust inn á fjölmargar brautir, hann er auðugur að þekkingu og var ég kannski öllu heldur áheyr- andi en viðmælandi, þvi að Jón er kennari af hjartans list. „En skyldum við gera okkur grein fyrir hinni stórkostlegu áætlun, sem mannkyninu er búin af höfundi lífsins? „Guð er alltaf á óteljandi vegu að hjálpa öllum til þess að verða það sem hann ætlar hverjum manni, sem í heiminn er borinn" (úr rituali skírnarathafn- arinnar). Mennirnir undirbúa og gera áætlanir um flest, sem þeir taka sér fyrir hendur stórt og einnig margt smátt. Hús, borgir, fyrirtæki og ferðalög svo að eitt- hvað sé nefnt. Hversu miklu betur er þá ekki vandað til hins stór- brotna sigurverks alheimsins? Þar ráða engar handahófskenndar til- viljanir. Mönnum getur virst á stundum að kærleiks- og réttlæt- islögmálið fái ekki staðist, — í heiminum ríki slíkt ranglæti. Þeg- ar dýpra er skyggnst verður hið óbifanlega lögmál orsaka og af- leiðinga ekki vefengt. Það eru mennirnir og handverk þeirra, sem er meira og minna bogið við vægast sagt. Mesti vandi nútímans virðist mér vera skorturinn á heildarsýn og þarafleiðandi skortur einingar. A þeim vettvangi lífsbirtingar sem við lifum á, er aðgreiningar- kenndin eitt af því, sem við þurfum að sigrast á. Einingar- kenndin þarf að verða ríkjandi, — en hennar verður greinilegast vart á hátíðlegum stundum, svo sem jólum, stórbrotnum tímamótum í sögu þjóðar og við meiriháttar atburði í fjölskyldum manna. Þeg- ar stórslys verða og þjóðarháski er fyrir dyrum erum við öll eitt. Eins og frumur líkamans og líffæri verða að starfa í samræmi og jafnvægi, þurfa einstaklingar, þegnarnir að gera slíkt hið sama til þess að heilbrigði haldist í þjóðfélagi." Áhugamaður um fyrirbyggjandi læknisfræði Þú ert í samtökum sem nefnd Jón Sigurgeirsson. eru World Federation of Healing sem e.t.v. má útleggja sem heims- samtök áhugamanna um hug- lækningar. Hver er aðdragandi þess að þú gerðist þátttakandi í þeim félagsskap? „Grundvallarlega var það áhugi minn fyrir almennri heilbrigði og rótgróinni allt að því ástríðu- þrunginni löngun til þess að láta fólki líða vel. Um það bil átján ára kom mér hugmyndin um að leggja stund á læknisfræði. Að loknu stúdentsprófi var takmarkið orðið skýrara, — fyrirbyggjandi læknis- fræði. Eg hafði áhuga á að læra allt um hvernig mætti halda við góðri heilsu. Síðar á ævinni mót- aðist sú skoðun að innst inni ætti hver maður mynd fullkominnar heilbrigði. En menn kunnugir málum réðu mér frá því að nema læknisfræði, þegar væri mikill fjöldi læknis- efna á leiðinni, ég fengi ekkert að gera! En jæja, fyrir u.þ.b. 15 árum jókst enn áhugi minn á heilbrigð- ismálum. Raunar hefur mér alltaf verið ljóst að lífsviðhorf og hugs- unarháttur skiptir miklu máli um vellíðan fólks. Snemma las ég um kenningu dr. Helga Pjéturs, þar sem hann varar við „helveginum", neikvæðum hugsunarhætti. Bein- ar tilvitnanir hef ég ekki á takt- einum en í forðabúri sannleiks- korna geymist þetta í huga mér: Sé verið á lífsins vegi verður allt auðveldara. Jafnvel getur sam- stilltur, jákvæður hugur margra bætt verðurfarið. Annað sannleikskorn, það sem að mínum skilningi er staðreynd, hefur mér geymst úr Bhagavad Gita eða Hávamálum Indlands. Krishna, guðseðlið í manninum ræður Arjuna, persónuleikanum að standa til hliðar í orustunni. Þ.e. í orustu hins daglega lífs og láta guðsvitundina leysa vanda- málin. En hið mesta leiðarljós, sem öllum veitist, tel ég vera líf og kenningu Jesú Krists. „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.“ „Leitið fyrst ríkis hans og réttlæt- is og þá mun allt þetta veitast yður að auki.“ „Elskið hver annan." Jesús læknaði með kær- leiksaflinu með því að skilja og þykja vænt um. Þannig eru raunar allir að bæta og lækna, þótt í örsmáu sé með því að þykja vænt um. Barnið er huggunarþurfi. Móðirin eða faðirinn strýkur Jón ásamt frú Eileen Hambling huglækni, sem meðal annarra mun starfa við hressingarheimilið í sumar. Á leið til ljóssins í september 1978 efndu áhugamenn um lækningar eftir öðrum leiðum en þeim sem vestræn vísindi hafa viðurkennt til þings Háselmare við London: Á þessu þingi tók m.a. til máls frú Noakes frá Bretlandi. Ræða hennar vakti óskipta athygli þeirra, sem þarna voru staddir, vegna þess hugblæs sem henni fylgdi og viskunnar sem í henni fólst. Hér á eftir fara kaflar úr ræðunni en þýingin var gerð eftir segulbandsupp- töku. Kærleikurinn lækningameðal “Ég held að undirstaða allra lækninga sé kærleikurinn. Stundum er í þessu sambandi talað um ást, en ég á ekki við persónulega ást heldur kærleik- ann. Ég hygg að allt, sem við raunverulega getum gert til þess að lækna, sé ð gefa kost á okkur, gefa kost á samfélagi við aðra mannveru í kærleikanum. Það getur orðið til þess, að sjúkdóm- ur læknast innan frá fyrir kraft þeirrar voldugu orku sem í kærleikanum býr. Við erum hlutar af heild, allr eru í okkur og við í þeim. Við erum í rauninni ekki annað en verur í kærleiksríkri nálægð við aðra mennveru. Hið undursamlega afl kærleikans sér um það sem á vantar. Fyrirbyggjandi læknisfræði Að mínu viti eru margir þætt- ir samverkandi að lækningu. Lífið er í eðli 'sínu fjölþætt. Fæðið er einn þátturinn. Við höfum þörf fyrir óspilltar fæðut- egundir, sem neyta ber með þakklátum huga. Hreyfingin er mikilvæg. Við hljótum yfirleitt að telja það mikilvægt að hugsa vel um líkamann og sýna honum virðingu því að hann er musteri sálarinnar. Þá er það tilfinn- ingalífið. Streita er einn tíðasti sjúkdómsvaldur á okkar dögum. Margir sjúkdómar eiga sér sál- rænar rætur, ég veit ekki hvað tölur bera með sér, en sannar- lega væri sá maður frakkur, sem teldi sig geta greint með vissu hvaða kvillar væru með öllu óháðir geðrænum áhrifum. Enn búa með okkur frumstæð viðbrögð sem okkur voru ætluð til sjálfsvarnar, til að búa okkur undir átök eða flótta þegar hætta steðjaði að. Þegar reiði eða ótti ná tökum á okkui sendir heilinn boð til líffæranna um að búast til baráttu eða flótta. Innrennsliskirtlar láta til sín taka og adrenalín streymir frá nýrnahettunum út í blóðið. Hjartsláttur örvast, öndun verð- ur hraðari, orkugjafar verða tiltækir í blóðinu. Ef við eyðum orkunni eins og til var stofnað er allt í lagi. En nú berjumst við hvorki né flýjum, það á ekki við í okkar þjóðfélagi. Nú reynir á aðlögunarhæfni líkamans, sem legur sig fram um að koma aftur á hinu glataða jafnvægi. Reyni of oft og of lengi á þessar aðlögunaraðgerðir líkamans veldur það líffæraskemmdum. Einnig geta geðfglækjurnar valdið líkamseinkennum. Flest höfum við heyrt um manninn sem þjáðist af astmaköstum, sem hann fékk af rósum. Þegar önnur ráð voru þrotin leitaði þessi maður til geðlæknis. Fyrir viðtalið lét læknirinn, sem vissi um kvillann, rósir í vasa á skrifborðið í lækningastofunni. Það brást ekki, maðurinn fékk asthmakast þegar í stað. Lækn- irinn gaf honum sprautu, sem fljótlega sló á einkennin. Maður- inn brást reiður við, en þá tók læknirinn eina rósina og tætti hana í sundur, hún var úr pappír. Svo sagði hann mannin- um, að efnið í sprautunni hefði verið hreint vatn. í viðtalinu sem eftir fór kom það í ljós, að á yngri árum var þessi maður heitbundinn stúlku, sem hann unni mjög. En metorðagirnd hans hvíslaði að honum að hjónaband á þessu stigi málsins gæti hindrað embættisframa hans. Hann sendi stúlkunni sinni vikulega vönd af rauðum rósum en frestaði jafnframt brúðkaupinu hvað eftir annað. Að lokum sleit stúlkan trúlofun- inni og giftist öðrum. Sá sem rósirnar sendi fékk taugaáfall og bældi minninguna um þessa at- burði niður. En svo brá við að eftir það hafði hann ofnæmi fyrir rósum, þær orsökuðu asthmaköst. Er hann nú gat horfst í augu við þessa sársauka- fullu minningu hurfu köstin eins og dögg fyrir sólu. Hvort heldur sem fók býr við streitu eða er haldið geðflækjum kemur því vel að læra slökun. Líkamleg og sálræn spenna fara oftast saman, þegar slakað er á öðru slaknar hitt samhliða. Eftir að við höfum lært að slaka er ekki síður mikilvægt að tileinka sér lífsstefnu, sem hindrar að við fyllum líf okkar vandamálum. Okkur hættir til þess, en flest eru vandamál okkar heimatilbúin. Það er ekki nóg að snúa sér að einstökum vandamálum, heldur er nauð- synlegt að læra að bjarga sjálf- um sér, lifa sjálfstæðu og frjóu lífi. Hér er komið að því sem ég tel mikilvægast varðandi lækn- ingar, en það er að hjálpa sjúkum til sjálfsbjargar. Við gerum það ekki með því að þykjast vera eitthvað sérstök og auka þannig bilið, heldur með því að vera ætíð reiðubúin að veita öðrum hlutdeild í því, sem okkur er gefið og gæti einnig orðið þeim að liði. Og hvað svo um lífsstefnuna? Sú lífsstefna sem hefur hjálpað mér fram úr mínum vandamál- um er í því fólgin, að ég legg mig fram um að sætta mig til fullnustu við allt sem á mína daga hefur drifið allt til þessar- ar stundar. Mér hefur auk þess verið stoð í því að trúa á endurholdgun, en vitanlega ræð- ur sérhver hverju hann trúir í því efni. Það vill svo til að ég trúi því, að við lifum heila röð af æviskeiðum og hvert æviskeið skili okkur einhvern spöl í áttina til þroska. Sagt er að fyrst framan af sé endurholdgunin sjálfvirk, en þegar nokkrum vit- undarþroska er náð gefst okkur kostur á að endurskoða líf okkar milli jarðvista. Þá gerum við okkur einhverja grein fyrir hvar helzt sé umbóta þörf og í sam- ræmi við það drögumst við að þeim lífskjörum og foreldrum sem líklegust eru til að efla vöxt okkar og þroska fyrir þá lífsreynslu sem við hljótum. Því er það ekki annað en óraunhæf tímasóun að vorkenna sjálfum sér. Einhver talaði við mig um forlög. Ég trúi á tilvist forlaga því að ég álít að lögmál orsaka og afleiðinga gildi um líf okkar eins og önnur fyrirbrigði. Ég trúi ekki á þau sem refsingu heldur sem tækifæri sem við höfum skapað okkur sjálf. Ég tel að allt sem fyrir okkur kemur sé tækifæri til sálvaxtar. Ég trúi því að hvert okkar sé einmitt nú statt þar sem nauðsyn ber til og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.