Morgunblaðið - 24.02.1980, Side 13

Morgunblaðið - 24.02.1980, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980 45 (Ljósm. Ævar Auðbjörnsson). Fimm knáir skiðamenn írá Eskiíirði, en ungt fólk frá Neskaupstað, Eskifirði og Reyðarfirði hefur sannarlega kunnað að meta aðstöðuna í Oddsskarði og flykkist þangað hvenær sem stund gefst. Yfirlitsmynd yfir hluta af skiðasvæðinu. Lyftan er í utanverðum Sellátradal og teygir sig rúmlega 600 metra i átt að Magnús&ctindi. Á næstunni verða togbrautir Norðfirðinga og Eskfirðinga fluttar upp i Oddsskarðið og settar upp i þessari skiðaparadis Austfirðinga. Skemmta sér á skíðum í Skarðinu Eskifirði, 21. febrúar. GÍFURLEG aðsókn hefur verið í skíðalyftu þá, sem sett var upp í Oddsskarði og opnuð í vetur. Það eru Norðfjörður, Eskifjörður og Reyðarfjörður, sem standa að þessari spjalda- lyftu, en fólk víðs vegar að af Austfjörðum hefur einn- ig notað sér lyftuna. Þarna er einstaklega skemmtilegt skíðaland og möguleikarnir óþrjótandi. Veðurguðirnir hafa leikið við hvern sinn fingur í vetur og þó lítill snjór hafi verið í byggð, hefur skíðafæri verið ákjósanlegt í skíðalandinu. Sætaferðir eru skipu- lagðar frá stöðunum í fjall- ið og reyndar hefur ásókn yngri skíðamannanna verið svo mikil að erfitt hefur verið að hemja þá þegar kennsla hefur verið síðdeg- is í skólum. Nú er verið að setja upp tvær togbrautir í skíðalandinu til að mæta eftirspurninni og þarna hyggjast Austfirðingar renna sér á skíðum langt fram á sumar. — Ævar. Séð upp eftir brautinni, sem svo mjög hefur verið notuð í vetur, en veður og færi verið einstaklega gott og reikna menn með að þarna verði snjór fram i júnimánuð ef miðað er við síðustu ár. Séð niður eftir Sellátradalnum, niður í Reyðarfjörð og mynni Eskifjarðar, m.a. má sjá Hólmanes og fjær í Suðurfjöllin við Reyðarfjörð. Þegar mikill snjór er þá er ekkert auðveldara, en renna sér frá hæstu tindum og niður i flæðarmál. Gjöfin sem gleður strax! Nýja gerðin af Kodak Instant myndavélinni er komin. Fallegri og nettari. Kodak Instant framkallar myndirnar um leið í björtum og fallegum Kodak litum — Engin bið og árangurinn af vel heppnuðu „skoti" kemur í Ijós. Umboðsmenn um allt land Kodak Instant EK 160-EF kr. 40.740.— Kodak Instant EK 160 k kr. 26.280.- HANS PETEPSEN HF BANKASTRÆTI S: 20313 AUSTURVER S:36161 GLÆSIBÆR S:82590

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.