Morgunblaðið - 24.02.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.02.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚÁR 1980 63 Stjórnmálaumræðan hefur færzt upp í „æðra veldi" á þessum febrúardögum, svo að hinum nýja forsætisráðherra hefur verið líkt við menn eins og Þorgeir Ljósvetningagoða. Sjálfur hefur Gunnar Thoroddsen sagt af lítillæti, að hann hafi bjargað „sæmd Alþingis". Móri kvað limru: Eins og þið vitið öll vel um var virðing þingsins í felum og Gunnar og Pálmi. — Og Friðjón í fálmi. — Þeir fundust í húsi á Melum. Enn kveður Móri: Sæt sem hunang hyllin er. Hún er fljót að venda. — Góða skemmtun gjörir sér „Gunnar á leiðarenda". Svo kvað Móri: Gvendur jaki og Gunnar Thor gengu inn í þing. — Er það uppákoma, eða happening? Þessi staka eftir Þormóð barst mér til eyrna á föstudaginn: Eftir trylltan dáradans drúpir Geir í sárum, alvarlegu augun hans eru full af tárum. En Sólveig frá Niku segir söguna þannig: Leiftursókn var furðufregn, sem flaug um land í vetur. Henni sló nú Gunnar gegn og geri aðrir betur. Og Spói biður fyrir þessa kveðju til Dagblaðsins: „Frjálst og óháð“ eitt sinn var, — eggjar bar að þjóðar vanda. En gengur nú til glötunar Gunnars-braut um eyðisanda. Andrés H. Valberg skrifar í svari við Vísnaleik 10. febrúar: „Margrét Ólafsdóttir hafði varp- að fram þessum fyrriparti áður og minn botn er þannig: Má ég, góði, með þér enn munda ljóðastrengi, andans gróður örvar menn og eykur þjóðargengi. Sem þakklæti til Margrétar fyrir hringhendan fyrripart sendi ég henni þessa vísu, sem hún mætti svara með sama bragarhætti (oddhendu): Yrkir ljóð af miklum móð Margrét rjóð og fögur. Enn á þjóðin okkar fljóð sem elskar góðar bögur. Svo er hér í þættinum fyrri- partur, sem ég botna þannig: Nýja stjórnin naumast er nema í heiminn borin. Eg vona að Gunnar gangi hér gæfuríku sporin." Margrét Ólafsdóttir segir í bréfi, að hún sé „orðin hálfleið á þessum sífelldu stjórnmálayrk-. ingurn" og datt þetta í hug: Ljúkum þessum leiðindum lífið mætti fegra. Hvernig væri að yrkja um eitthvað skemmtilegra? Og í samræmi við það bætir hún þessari afhendingu við: Löngum hafa látið fjúka listaslyngar vísur ýmsir Islendingar. Meðal annarra má þar nefna Jón Sigurðsson framkvæmda- stjóra Þjóðhagsstofnunar, sem orti undir sama bragarhætti í menntaskóla: Vegu kannað víða hef ég, vörður hlaðið. Hyllir undir hinzta vaðið. Síðast var varpað fram þess- um fyrrihluta: Gvendi jaka geðjast ekki geðlaus pappírstígrisdýr. Móri botnar: Stúrinn upp á stjórnarbekki starir eins og heilög kýr. í bréfi Andrésar H. Valbergs segir enn fremur: „Og svo að lokum þetta: Fyrri partinn færðu hér, fáa áttu slíka. Síðar skal ég senda þér seinni hlutann líka. Hann er svona: Blómin frjósa og blikna öll, blundar ós og sitra." Eins og vakið hefur athygli hefur það jafnaðarlega verið svo í Vísnaleik, að ein limra myndskreytt hefur birzt eftir Kristján Karlsson, skammstafað „k“ eða K.K. og mun sá háttur áfram hafður á, — til kynningar á þessum nýstárlega skáldskap. Ekki verður meira kveðið að sinni. Halldór Blöndal Limran „t>að bre»<zt ekkl,“ sagrdi Bjarni, „að blómgrist rósir í hjarni er andskotinn laus með sitt ódæma raus, því að ekta blóm vex úr skarni.“ K.K. Laugvetn- ingar sýna nýtt íslenzkt leikrit NEMENDUR Menntaskól- ans að Laugarvatni hafa undanfarið sýnt sjónleik austanfjalls við ágætar undirtektir. Leikritið ber nafnið Ólyktin, þjóö- lífsmyndir eftir Kristján Árnason. Nú er ætlunin að sýna leikinn á Suðurnesj- um, n.k. mánudag kl. 9.00 í félagsheimilinu Stapa og fyrir íbúa höfuðborgar- svæðisins í Kópavogsbíói n.k. þriðjudag kl. 9:00. Leikstjóri er Kristín Anna Þórarinsdóttir, en í sýningunni koma fram yfir 30 manns, leikarar, dansar- ar og hljóðfæraleikarar — enda koma við sögu í leikn- um jafnt álfar og tröll sem mennskir menn. Þetta er viðamesta sýning sem nem- endur ML hafa staðið að, og má heita, að fjórði hver nemandi skólans hafi lagt hönd á plóginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.