Morgunblaðið - 24.02.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.02.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980 49 Stað- reyndir málsins — Flug- maöur útskýrir tækja- búnaö vélar- innar fyrir flug- hræddum. Frá námskeiöi til aö vinna bug á flug- hræðslu. Heilræöi læknis- fróöra til þeirra sem fljúga í fyrsta sinn: Hugsaöu óþægilegar hugsanir til enda. FLUG- HRÆÐSLA minni pokann. Hann neyðist til þess að viðurkenna að alger trygg- ing er ekkí til. Þá er aðeins eitt ráð eftir, en það er að grannskoða þessar óþægilegu hugsanir niður í kjölinn, en svo langt viljum við ekki ganga. Því lengur sem við rökræddum niðurbælda hræðslu okkar þeim mun meir dregur úr henni. Það var ekki að okkur fyndist við geta fetað í fótspor flugkappa eins og „rauða barónsins" af Richthofen, (sem Lufthansa notar í auglýsing- um sínum á Bandaríkjamarkaði og vekur furðu manns, sé tekið tillit til þess hvernig endalok hans voru), en allir vitust samt hafa mannað sig upp í að taka þátt í flugferðinni til Diisseldorf, eins og ákveðið hafði verið. A sunnudeginum vorum við aðeins orðin fjögur eftir. í stað Dússeldorf er ferðinni nú heitið til Frankfurt. Þessi breyting hafði það í för með sér, að Herbert snýst hugur á síðustu stundu, og verður því eftir í Hamburg. Við, sem eftir verðum, þeysumst með Gunther í humátt að vélinni, en flugvallar- starfsliðið hefur mikið gaman af. Við flugtakið sit ég næst Hilde. Þetta er fyrsta flugferðin mín á þessu ári. Ég valdi mér stað í vélinni við ganginn, þvíi að við gluggann gæti gamla flughræðsl- an þorið mig ofurliði. Meðan vélin ekur eftir flugbrautinni og býr sig undir að hefja sig til flugs, læt ég reyna á ráðin góðu, sem við höfðum lært. Ég reyni að slaka á og telja í mig kjark. Við spennum fast greipar. Hartwig og Eric eru náfölir. Gunther hefur ekki augun af okkur. Ég fer að líta í kringum mig, og sé þá, að við erum ekki einu farþegarnir sem eru skelkað- ir. En erum við þá nokkuð hrædd lengur? Flugið er snurðulaust og verðrið heiðskírt. Hilde, sem aldrei getur komið upp orði meðan á flugi stendur, verður allt í einu hin skrafhreifnasta. Við rökræð- um kosti hjónabandsins og erum sammála um það að þeir séu heldur fáir. Ég fæ mér meira að segja samloku úr nestisöskjunni. Gunther virðist ánægður. Hann hefur komið því svo fyrir, að við megum heimsækja stjórnklefann, en þar ráða þrír skeggjaðir, unc.r menn ríkjum. Allur útbúnaðu’mn þar skýtur mér heldur skálk í bringu og gerir mig ruglaðan. Tíu mínútum fyrir lendinguna fáum við að vita, að það sé þoka í Frankfurt, og að við neyðumst kannski þess vegna til að lenda í Stuttgart eða Köln. Eric fölnar. En í lokin lendum við samt í Frankfurt, mjúkt og örugglega. Hans C. Blumenberg, höfund- ur þessarar greinar, þjáðist af flughræöslu, en sigraöist á henni meö sálfræöilegri hjálp. En við erum aðeins þrjú, sem hættum okkurí að fjúga heim. Þokan hafði slík áhrif á Eric, að hann kýs að fara með lest heim til Danmerkur. Ég hjálpa honum með lestaráætlunina, því að ég hafði haft vaðið fyrir neðan mig og stungið henni á mig. Þeim, sem eftir eru, hefur auk- ist móður. Ég tek mér sæti við gluggann, fullkomlega rólegur, og blaða í tímaritum eins og ekkert sé og stari jafnvel niður í djúpið. Hartwig virðist líka líða prýði- lega. En Gúnther er ekki nógu ánægður, því aðeins þrír af fimm þátttakendum námskeiðsins náðu einhverjum árangri. Það gerir ekki nema 60%. Betri árangur hafði náðst á fyrri námskeiðum. Ætli við höfum fengið fullkom- inn bata? Enn hefur ekki reynt á það, því að aðeins er vika liðin frá því namskeiðinu lauk. Við eigum eftir að ganga í gegnum eldraun- ina ein og óstudd. En við getum að minnsta kosti státað af því að hafa einu sinni flogið allsendis róleg og óhrædd. f / Kaupmenn — verslunarstjórar! / . . AVEXTIR I ÞESSARI VIKU Epli rauö Epli græn Klementínur Appelsínur V Sítrónur Grape aldin Bananar Vínber græn Vínber blá Perur Melónur Plómur Ananas ÁVEXTIR ALLA DAGA Eggert Kristjánsson hf. Sundagöröum 4, sími 85300 i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.