Morgunblaðið - 24.02.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.02.1980, Blaðsíða 1
Sunnudagur 24. febrúar Bls. 32-64 Hann var hræddur. Tilhugsunin ein um flugferð gerði hann ætíð skelf- ingu lostinn. Því nær sem dró ferðadegin- um, þeim mun órólegri varð hann. Honum duttu ótal afsakanir í hug til þess að fresta eða hætta við förina. Honum varð erfitt um svefn og hann var þess fullviss að eitthvað hræðilegt myndi gerast. Hann grandskoðaði lýsingar af flugslysum af óeðlilegri áfergju og nákvæmni. Ef það hefði borgað sig, hefði hann gert erfðaskrá. Það sem þjakaði hann var .. Eftir HANS C. BLUMENBERG Á leiðinni út á flugvöll leið honum eins og manni á leið til aftökustaðar. Hann furðaði sig á hversdagleikanum allt um kring. Var til fólk sem gat stigið upp í þessi hræðilegu verkfæri án þess að láta í ljós skelfingu sína? Honum var aðeins eitt til bjargar. Sameinaðar veigar lyfja og áfeng- is. Skorðaður í þröngum flugvéla- skrokknum steypti hann í sig vænu valíumvoldkahanastéli, sem jafnvel kom þessum framsækna athafnamanni í hálfgert mók. í þessu hugarástandi niðurbældrar hræðslu bjó hann sig undir lend- inguna. Ekki aðeins hinir tilfinninga- næmu þjást af flughræðslu. Ekki aðeins menn eins og Hitchcock og Dalí verða hennar varir, heldur þjakar hún einnig harðsnúna kaupsýslumenn, þaulvana flug- ferðum, sem sitja titrandi á bein- unum í morgunþotunni. í starfs- mannablaði nokkru hafði suður- þýskur iðnjöfur sagst bæla flug- hræðsluna niður með því að raula fyrir munni sér. „Slakirðu á og látir sem þér líki, þá er eins og óttinn víki.“ Auk þess leitaði téður herramaður ætíð geðlæknis fyrir hverja flugferð og lét sérmennt- aða flugfreyju halda í hönd sér við hverja lendingu. En slíka þjnustu veitir Lufthansa ekki óbreyttum farþegum, þótt hræddir séu. Flest- ir slíkir urðu hingað til að láta sér nægja þá ráðleggingu að „Best er að fara í lest,“ eins og heitir í svissneskum járnbrautarauglýs- ingum. Þetta er kannski þjóðráð, sé maður að fara til Nissa eða Stokkhólms, en sé ferðinni heitið til Tókíó eða Los Angeles vandast málið. En nú er hjálp í vændum, og hana veitir rannsóknastofnun ein í Munchen í samvinu við Lufthansa. Flugfélagið sér sér hag í námskeiðum sem stuðla að því að losa fólk undan flughræðslu. Því losni fólk við hana, myndi það frekar skipta við flugfélögin en ferðast með lest. Maður að nafni Gúnther átti að framkvæma það sálfræðilega þrekvirki að lækna lítinn hóp manna af rótgróinni flughræðslu frá föstudagskvöldi til hádegis á sunnudag. Þetta átti að kosta 7.800 krónur fyrir utan flugferð- ina í lokin. Flugferðin er mið- punktur námskeiðsins. Það veltur allt á því að standast þá þrekraun, og er undirbúningurinn undir hana jafn nákvæmur og fyrir geimferð. Við hittumst á veitingahúsinu á Hamborgarflugvelli. Þar er komin Hilde, sem var einkaritari og langaði mikið til þes að heim- sækja vini sína í Alaska. Hún hafði ætíð hingað til .kvalist af hræðslu í hverri flugferð, en slíkt er afar óheppilegt ætli maður sér að fljúga til fjarlægra landa. Yfirlæknirinn og skurðlæknirinn Hartwig er þéttvaxinn, valds- mannslegur maður. Síðasta sumarfrí hans í Grikklandi varð honum til ósegjanlegrar kvalar flugsins vegna. Verkfræðingurinn Eric frá Kaupmannahöfn er góð- legur, feitlaginn Dani, sem neyðist stundum starfs síns vegna til þess að ganga í gegnum kvalræði flugs- ins. Herbert, sem vinnur hjá sparisjóði, er sá eini sem aldrei hefur stigið upp í flugvél. Ekkert tengir fólk jafn mikið saman og sameiginleg hræðsla. Brátt skiptast menn á sjúkdóms- einkennum flughræðslunnar undir öruggri handleiðslu Gúnthers. Þeir, sem þjást af innilokunar- kennd, lýsa með ákefð andarteppu og blóðrásartruflunum, hjart- slættiog þvala á höndum. Ýmiss konar hræðslutilfinningar eru rökræddar. Sumir hræðast flug- ræningja, aðrir hræðast það að lokast inni og brjálast. Einn minnist hins ógleymanlega sjón- varpsleikrits „Flug í hættu,“ en þar fórust báðir flugmennirnir úr matareitrun, en tómstundaflug- maðurinn Hanns Lothar fékk tækifæri til þess að sýna hetju- dáðir. Gúnther hlustar á allt fullur rósemi og skilnings, því þetta er ekki fyrsta flughræðslunámskeið- ið sem hann stjórnar, og hann er öllum hnútum kunnugur. Þó að hræðslueinkennin séu yfirleitt hin sömu á hverju námskeiði, þá er þessi hópur um margt frábrugð- inn öðrum: Þátttakendur eru að- eins 5 eða helmingi færri en venjulega, og meðal þeirra er aðeins ein kona. Yfirleitt eru fleiri konur á námskeiðunum en karlar. Sjá miðopnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.