Morgunblaðið - 24.02.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.02.1980, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980 Þér tókst ekki að geta rétt um þyngd mína! — Þorir þú að reyna aftur? Getur það verið vegna þess að þú gleymdir afborguninni um dag- inn? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Allir þekkja kosti hindrunar- sagna. En það er eins með þær og aðrar góðar sagnvenjur. Fleiri en makker geta haft gagn af þeim og í spili dagsins hafði stökksögn austurs mikil áhrif. Ýtti andstæð- ingum hans í vafasama slemmu og aðstoðaði við val á vinningsleið. Vestur gaf, norður og suður á hættu. Norður S. Á4 H. D653 T. ÁKD42 Vestur L. 105 Austur S. G6 S. KD107532 H. K2 H. 74 T. 10986 T. G7 L. G9763 Suður L'08 S. 98 H. ÁG1098 T. 53 L. ÁK42 Eftir hindrunarsögnina sagði suður lit sinn en síðan notuðu þeir fyrirstöðusagnir. COSPER COSPER S2S6 Ég vildi ekki trufla þau? srnnFi \ 1 v», ? * > í tilef ni árs trésins Hér fara á eftir hugleiðingar í tilefni af ári trésins, en vegna lengdar hefur bréfið verið stytt nokkuð: „Ar barnsins er liðið, en ár trésins nýlega byrjað. Það er táknrænt að bæði þessi merkisár líða framhjá hlið við hlið. Þau eiga margt sameiginlegt. Það má segja að saga skóganna, trésins, sé allt frá landnámi til vorra daga ein hryllileg sorgarsaga, sem byrjar síðari hluta landnáms og mikill hraði er kominn í eyðinguna á Sturlungaöld. Ég tel að hin mikla beit, einkum vetrarbeit, gífurlegt skógarhögg, bæði til upphitunar, kolagerðar til járnbræðslu, járnsmíða og til margs konar frésmíða, hafi verið ein orsök hins mikla mannhaturs og víga, sem náði hámarki á Sturlungaöld með endalokum þjóðveldisins. • Framkvæmdir á ári trésins Vonandi er að þau framfara- öfl sem vilja stuðla að sem fjöl- breytilegustu gróðurfari og stór- aukinni baráttu gegn eyðingu jarðvegs, sameinist til stórátaks í þessum afarmikilvægu málum. Við stöndum nú á tímamótum í skógræktarmálum, því vitað er að tilraunatímabilinu er að mestu lokið. Það hefur nú staðið yfir í tugi ára með miklum glæsibrag og stóraukinni þekkingu undir frá- bærri stjórn Hákonar Bjarnason- ar fyrrverandi skógræktarstjóra. Nú á þessu ári trésins þarf að leggja mikla áherzlu á ræktun stórskóga til timburframleiðslu á þeim stöðum, sem bezt hafa reynst til þeirrar trjáræktar. Við þurfum helzt að gróðursetja eina milljón barrtjáa af þeim tegundum, sem best hafa reynst hér og „rétta tegund á réttum stað“. Vitað er að í mörgum löndum hafa stórvaxnir kjörviðarskógar verið eyddir og löndin orðið eyði- mörk og víðs vegar eru skógar rányrktir miskunnarlaust og fullvíst er talið að timbur stór- hækki í verði á næstu árum verði ekki aftur snúið af þeim helvegi tortímingar, sem mannkynið er nú Vestur Norður 1 Tígull 4 Spaöar 6 Hjörtu Austur P 3 Spaðar P Suður P P 4 Hjörtu Allir 5 Lauf Pass Vestur langaði til að fórna í sex spaða og tapið 900 í staðinn fyrir 1430 í selmmunni hefði verið hagstætt. En hann átti hjarta- kónginn og ekki var útilokað, að austur fengi slag. Útspilið var spaðagosi. Tekinn með ás. Freistandi var að svína trompinu eða að taka þrisvar tígul og losna við spaðann heima. En suður stóðst freistinguna og valdi aðra leið, sem gaf mun meiri vinningslíkur. Hann tók á trompás og spilaði síðan þrem hæstu tígiunum. Aust- ur var ánægður þegar hann gat trompað þann þriðja en ekki reyndist það nóg. Suður trompaði betur, tók á ás og kóng í laufi og trompaði laufi í blindum og þegar hann hafði trompað tígultvistinn heima var fjarkinn orðinn fríspil. Sagnhafi spilaði sig þá inn á blindan með því að trompa fjórða laufið og þá loks gat hann látið spaðann í síðasta tígulinn. Vestur mátti trompa með kóngnum en það var líka eini slagur varnarinn- ar. Maigret og vínkaupmaðurinn Eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir sneri ó islensku 54 — Vitið þér hvar hann er núna? spurði hún. — Nei, ég ætlaði að spyrja yður. Hafið þér engan grun um hvar hann gæti haldið til? — Ekki hjá föður sinum. sem hefur búið i Rue d'Alesía í næstum fimmtíu ár. Gilbert er fæddur þar. Hann hefur nánast alltaf búið í því hverfi. Móðir hans er dáin. Faðir hans er kominn á eftirlaun. Hann var gjaldkeri í hanka í mörg ár. — Hvernig lynti föður og syni saman? — Ég held það hafi alltaf verið slétt og fellt milli þeirra þangað til Gilbert og ég giftum okkur. Ég held að faðir hans hafi aldrei getað þolað mig. Gilbert tók auðvitað minn mál- stað svo að síðustu árin hefur samband þeirra verið stirt. — Hafið þér sagt föður hans frá hvarfi hans? — Því skyldi ég gera það? Þeir sáust hvort eð var ekki nema einu sinni á ári — á gamlárskvöld. Við fórum þang- að saman og drukkum glas af portvíni og borðuðum köku. — Ilvernig skýrið þér það, að maðurinn yðar hélt áfram að koma með launin sin i þrjá mánuði þótt hann hafi verið búinn að missa atvinnuna? — Hann hefur trúlcga feng- ið aðra vinnu. — Höfðuð þér ekki lagt neitt fyrir? — Við höfðum bara safnað skuldum og hana nú! Ég er enn að borga af isskápnum og ég gat með herkjumunum afpant- að uppþvottavélina án þess að þurfa að borga nokkuð. sem stóð til að við fengjum í sept- ember. — Átti hann engin verðbréf eða neitt slíkt? — örugglega ekki. Og meira að segja skartgripirnir sem hann hefur gefið mér eru ótta- legt drasl. Én þér hafið enn ekki sagt mér af hverju þið eruð að pæla í þessu hvarfi hans. — Yfirmaður hans rak hann í lok júni vegna þess hann hafði uppgötvað að hann hafði tekið úr kassanum. — Átti hann ástkonu? — Nei. Hann tók aðeins litl- ar upphæðir. Til að byrja með aðeins fimmtiu franka á mán- uði. — Nú, já — það hefur verið þessi svoneínda „launahækk- un“? — Einmitt. Þér voruð alltaf að hamra á þvi að hann talaði við Chabut og færi íram á launahækkun og þar sem hann hafði ekki kjark til þess — aukin heldur sem það hefði verið þýðingarlaust með öllu — byrjaði hann að hagræða bók- haldinu. Frá fimmtíu frönkum fór hann siðan í hundrað franka. Og fyrir síðustu jól... — Bónusinn upp á fimm hundruð franka! Hún yppti öxlum. — Bjálfi getur hann verið. Hann situr þokkalega í súp- unni. Ég vona að hann hafi fengið aðra vinnu. — Það efa ég. — Vegna hvers segið þér það? — Af því að ég hcf séð hann á ferli á ýmsum tímum þegar annað fólk sem hefur vinnu er ekki á ferðinni. — Hefur hann gert eitthvað? Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að þér eruð að leita að honum. — Oscar Chabut var skotinn niður á miðvikudag. Morðing- inn stóð og beið eftir honum við gleðihús í Rue Fortuny. Átti maðurinn yðar byssu? — Já, litla sjálfvirka byssu. sem einhver vinur hans gaf honum fyrir æðilöngu. — Er byssan hér i húsinu? Ilún reis á fætur og gekk hægt inn i svefnherbergið og hann heyrði að hún opnaði skúffur og lokaði þeim síðan aftur. — Ég finn hana ckki. Sjálf- sagt hefur hann tekið hana með sér. Að því er ég bezt veit hefur hann aldrei notað hana og ég vissi ekki einu sinni til að hann J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.