Morgunblaðið - 24.02.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.02.1980, Blaðsíða 4
36 Frú MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980 Guðrún Lára Ásgeirsdóttir: Guðrún Lárusdóttir rithöfundur og alþingismadur Guðrún Lárusdóttir Sr. Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason. Ein í hópi mik- ilhæfustu íslenskra kvenna á þessari öld, frú Guðrún Lárusdóttir rithöfundur og al- þingismaður, hefði orðið 100 ára 8. janúar s.l. hefði henni enst til Jiess aldur. I tilefni minn- ingar hennar birtir blaðið hér erindi eftir dótturdóttur hennar, Guðrúnu Láru Ás- geirsdóttur að Mæli- felli. — Hefur höfundur áður flutt það hjá ýmsum félagas- amtökum og það verið birt í „Heimilispóstinum“, blaði fyrir vistfólk og starfsfólk Elli- heimilisins Grundar og aðra. Þegar til tals kom, að ég ritaði nokkurn fróðleik um líf og starf ömmu minnar, Guðrúnar Lárus- dóttur rithöfundar, fannst mér að undan því mætti ekki skorast, þótt ærinn vandi sé á höndum. Einkum vegna þess, að mörg ykkar muna hana og hafið þekkt hana. Svo er ekki um mig. Hún lést rúmum tveim árum, áður en ég fæddist. Er því stuðst hér að mestu við ritaðar heimildir, en minnast má þess, að ég ólst upp á heimilinu, sem hún hafði mótað, að Ási með foreldrum mínum og afa, en hann átti þar heima til dauðadags 1969, ekkjumaður í rúm 30 ár. Fjarlægðist minning Guðrúnar Lárusdóttur aldrei þar, sem hann var — né heldur með börnum þeirra sem eftir lifðu, en þau voru Lárus, Halldór, Gísli Friðrik og Lára. Þá er þess að geta, að 1976 kom út bók um afa í Ási, lítil bók um afkastamikinn mannvin, gefin út af Gísla Sigurbjörnssyni á Grund, en andvirði hennar er varið til líknar- og mannúðar- mála, eins og mörgum mun kunn- ugt. Enda þótt í ráði sé, að áþekk bók verði skrifuð um Guðrúnu Lárusdóttur, fer ekki hjá því, að hennar sé oft getið í bókinni um mann hennar. Áhuga- og bar- áttumálin voru svo mörg sameig- inleg, að ein er sagan beggja á flesta grein. Kemur það skýrt fram hjá aðalhöfundi bókarinnar, sr. Jóni Kr. ísfeld, sem lagt hefur mikla alúð við þetta verk. Því verður fyrir mörg ykkar um upprifjun að ræða. Þið þekkið nöfnin, sem koma við sögu Guð- rúnar Lárusdóttur, af því að hún var samtíðarmaður flestra ykkar. Ákjósanlegt hefði verið að tala um hana einkum sem rithöfund og skáld, enda koma viðhorf og áhugamál svo glögglega fram í sögum hennar og ritgerðum. En til slíks þarf mikla vandvirkni og bókmenntalega þekkingu og yrði umfjöllun mín því ónóg. Þess vegna skulum við minnast með hefðbundnum hætti nokkurra at- riða æfi hennar. Guðrún var fædd að Valþjófs- stað í Fljótsdal 8. janúar 1880. Síra Lárus faðir hennar var þá prestur þar og prófastur Norð- Mýlinga, en síðar lengi fríkirkju- prestur á Reyðarfirði og loks í Reykjavík. Hann var sonur síra Halldórs prófasts í Glaumbæ og alþingismanns á Hofi í Vopna- firði Jónssonar prests í Steinnesi Péturssonar, og Elísabetar Björnsdóttur prests í Ból- staðarhlíð Jónssonar, en frá síra Birni er hin fjölmenna og nafn- kennda Bólstaðarhlíðarætt kom- in. Móðir síra Lárusar var Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir prests Oddsens. Er í frásögur færandi, að fjórir synir prófasts- hjónanna á Hofi urðu prestar. Elstur þeirra var síra Gunnlaug- ur, sem dó ungur á Breiðabólstað í Vesturhópi, þá síra Jón síðast prófastur á Sauðanesi, síra Lárus og loks síra Þorsteinn á Mjóafirði eystra. Móðir Guðrúnar var Kirstín Pétursdóttir Guðjohnsen, en fað- ir hennar var fyrsti organisti við Dómkirkjuna í Reykjavík og gegndi því starfi í 37 ár. Var hann brautryðjandi raddæfðs söngs hérlendis, samdi lög og gaf út sálmasöngbækur og hefur verið nefndur faðir sönglistar á Islandi. Kona Péturs var Guðrún Lárusdóttir Knudsen, áttu þau 15 börn, en Kirstín dóttir þeirra var fóstruð upp á heimili dr. Péturs Péturssonar biskups frá Víðivöll- um. Guðrún fluttist kornung með foreldrum sínum að Kollaleiru í Reyðarfirði, þar sem heimili þeirra stóð fram undir aldamót. Um æskuheimilið segir Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti m.a. í formála að ritsafni ömmu minnar: „Æskuheimili frú Guðrúnar hefur verið með glæsilegum myndarbrag og menningarsniði. Hjá föður sínum naut hún hinnar bestu uppfræðslu, var hún því vel að sér í bóklegum fræðum. Frá móður sinni hafði hún hina ágæt- ustu tilsögn í öllum kvenlegum störfum, en hún var annáluð fyrir fallega og margbreytilega handa- vinnu sína. Vissulega hefur verið vinningur að alast upp við þær siðvenjur og hætti sem síra Lárus og frú Kirstín höfðu á heimili sínu. Söngur og hljóðfærasláttur var þar ríkur þáttur, enda átti frúin snilligáfu tónskáldsins. Má nefna, að prestshjónin stofnuðu kór með börnum sínum, Valgerð- ur söng sópran, Guðrún milli- rödd, Halldór tenór og Pétur bassa. Þarf ekki getum að því að leiða, hve þessi samstillta, söng- elska fjölskylda hefur í ríkum mæli átt hamingju heimilislífs- ins, hið æðsta og besta, sem á jarðríki gefst." í vöggugjöf hafði Guðrún hlot- ið þá menntun hjartans, sem mannkærleikinn einn getur gróð- ursett í hugi manna. Svo einlæga löngun hafði hún til að láta gott af sér leiða, að strax um ferming- araldur skrifaði hún blað fyrir sveitunga sína, þar sem hún samdi eða þýddi sögur og birti hugleiðingar, sem henni þótti eiga erindi til þeirra. Til Reykjavíkur fluttist fjöl- skyldan á Kollaleiru 1899, og átti Guðrún þar heima til æfiloka. Vakti hún fljótt athygli fyrir einarðlegar skoðanir sínar og þátttöku í félagsmálum, sem þá var óvanalegt um konu. Tvítug hafði hún þýtt tvær bækur; sú þekktari þeirra, Kofi Tómasar frænda, var hið merkasta fram- lag í baráttunni gegn kynþátta- misrétti. Þrem árum síðar komu út fyrstu frumsamdar smásögur hennar í safninu Ljós og skuggar. Árið 1902 giftist hún Sigur- birni Ástvaldi Gíslasyni guðfræð- ingi frá Neðra-Ási í Hjaltadal, sem lengi var stærðfræðikennari við Vélskóla íslands og Kvenna- skólann í Reykjavík. Hann vígðist síðar prestur að Elliheimilinu Grund í Reykjavík, en hann var einnig aðalhvatamaður að stofn- un þess. Varð þeim hjónum 10 barna auðið, en misstu þrjú þeirra í bernsku og æsku. Getum við nærri, hversu stórt starfssvið hennar hefur verið á vettvangi heimilisins, þó að góðar stúlkur væru ætíð til aðstoðar, enda eftirsótt að komast í vist að Ási. Börnin 10 voru fædd á rúmum 20 árum, hið yngsta 1924, og heimil- ið afar gestkvæmt, einkum vegna margvíslegra líknarstarfa hjón- anna. Stóð heimili þeirra í Ási frá 1906, en það hús reistu þau í Vesturbænum hið næsta Hofi, húsi síra Lárusar föður hennar; voru þar mikil tún og búskapur nokkur, enda byggðin enn lítil utan miðbæjarins. Höfuðáhugamál Guðrúnar Lár- usdóttur, trúmálin og mannúð- armálin, knúðu hana til að skrifa. Hún skrifaði til að flytja boð- skap, til að verða til blessunar, til að stuðla að réttlæti og mannúð smælingjunum til handa. Hún hafði unun af að skrifa og vakti oft eftir strangan vinnudag við skriftir, því að hún var ekki sú kona, sem hlífði sér við erfiðari verkum heimilisins, hún var kon- an, sem fór fyrst á fætur, konan, sem bar ljósið um bæinn. Fyrsta skáldsaga Guðrúnar, Á heimleið, kom út 1913 og síðan Sigur 1917. Þá smásögusafn 1918 og enn skáldsagan Brúðargjöfin 1922. Guðrún varð bæjarfulltrúi í Reykjavík 1912 og fátækrafull- trúi sama ár og hlóðust þá á hana mikil umsvif og erfið, en á þeim árum var slmenn fátækt í bæn- um. Framfærslufulltrúi var hún svo frá 1930. í grein um hana segir síra Þorsteinn Briem, að í öilum störfum Guðrúnar Lárus- dóttur beri yfir, að hún var ráðunautur og hjálparmaður þess mikla fjölda fólks, sem hennar leitaði í margvíslegum raunum og einkamálum. Það var næstum óskiljanlegt, segir hann, hvernig hún með fullt hús barna og hið yngsta oftast á brjósti, hafði tíma til að sinna öllum. Því að úrlausn- ir hennar voru engar skyndiaf- greiðslur. Marga þurfti oft að finna til þess, að einn fengi lausn vandamála sinna, hvort heldur var atvinna, húsnæði, aðstoð handa sjúkum eða björg fyrir fátækt heimili. Heim til hennar var komið með viðkvæmustu mál- in, hinar þyngstu móðuráhyggjur og sálarstríð, bæði í trúarefnum og margvíslegu heimilisböli. — í þessu vandamikla skriftar- föðurstarfi, sem útheimtir full- þroska trú, trausta skapgerð og næman skilning, uxu svo þær greinir, sem hún var kunnust af, ritstörfin og þjóðmálastörfin. Hún þráði að styðja þau mál, sem hún vissi brýnust af sinni marg- háttuðu reynslu og mannlífs- þekkingu. Tók hún því af áhuga þátt í ýmsum félagsmálum, var lengi formaður í Trúboðsfélagi kvenna, Kristilegu félagi ungra kvenna og félagi húsmæðra og starfaði mikið fyrir Góðtempl- araregluna. Guðrún sigldi einnig utan til að kynna sér líknarmál og sat ýms þing þar að lútandi. Lét hún réttindamál kvenna einnig til sín taka og sat lands- fundi þeirra. I áðurnefndum formála ritsafns hennar segir, að hún hafi ekki komist hjá því að vinna á opinberum vettvangi, vegna þess að þeir, sem kynntust henni, fundu, hve mikilsvert var að fá að njóta starfskrafta henn- ar. Hún vakti traust manna, öll framganga hennar lýsti þreki og mildi og var þrungin lífi og starfsfjöri. Og svo var annað, að það var blátt áfram samvisku- spurning fyrir hana að liggja ekki á liði sínu, en leggja fram alla krafta sína til stuðnings þeim málefnum, sem til góðs máttu verða fyrir land og þjóð. Næsta skáldsaga Guðrúnar, Þess bera menn sár, sem lesin var fyrir fáum árum í útvarpið við miklar vinsældir, kom út 1932— 35, en á dánarári hennar 1938 Systurnar og Sólargeislinn hans. Ótaldar eru hér fjölmargar smá- sögur, greinar, erindi og bókaþýð- ingar, sem víða birtust í blöðum og tímaritum. — „Aldrei sagði hún nei, þrátt fyrir annríki, ef hún var beðin um jólasögu í eitthvert blað eða framhaldssögu í Ljósberann eða Bjarma", segir afi minn í eftirmála ritsafnsins. Er ritsafnið í fjórum bindum, gefið út 1949 og annaðist Lárus Sigurbjörnsson, elsti sonurinn í Ási, útgáfuna. Kjarkur Guðrúnar Lárusdóttur og starfsþrek leitaði sífellt fleiri viðfangsefna. Ung steig hún í prédikunarstól föður síns á Eski- firði og í einni ferð þeirra hjóna um landið prédikaði hún í kirkju afa síns á Hofi. Einnig í Vest- mannaeyjum, er hún kynnti KFUK þar. Er slíkt raunar fátítt enn í dag. Mun hugur hennar hafa staðið til guðfræðináms, enda er haft eftir henni: „Ég vildi, að ég hefði verið piltur, þá hefði ég tekið við starfi föður míns á Reyðarfirði.“ Kvenrétt- indi þeirra tíma voru fá. Þar kom þó, að Guðrún Lárus- dóttir varð alþingismaður. Var hún önnur konan á íslandi, sem tók sæti á löggjafarþinginu. Það var 1930 og var hún enn alþingis- maður, er hún lést. Síra Árni Sigurðsson fríkirkjuprestur segir í minningargrein, að hún hafi verið um allt glæsilegur fulltrúi íslenskra kvenna á þingi, enda vinsæl og virt af þingbræðrum sínum án tillits til flokka. Guðrún barðist fyrir ýmsum mannúð- armálum á Alþingi, meðal annars að koma upp hæli fyrir vangæf börn og fávita og heimili fyrir drykkjumenn, einnig fyrir bættri húsmæðrafræðslu. Hún var heil og djörf í baráttu sinni, hopaði hvergi og ætíð sterkur málsvari kristinnar menningar. Elsta dóttir Guðrúnar, Kirstín Lára, var spurð, hvort ekki væri erfitt, að móðirin væri svo mikið fjarverandi. „Við fundum ekki til þess,“ svaraði hún, „það var okkur eðlilegt. En þegar mamma var komin heim, fannst mér hún hafa lokað úti allar áhyggjur af öðrum og þá var hún aðeins mamma." Því að hún var lífið og sálin á glaðværu heimili sínu. Svo kom hið mikla reiðarslag. Hinn 20. agúst 1938 drukknaði Guðrún Lárusdóttir og tvær dæt- ur hennar, Guðrún Valgerður og Sigrún Kristín, í Tungufljóti fyrir neðan Geysi í Haukadal. Bjargaðist afi minn og bílstjórinn úr ánni. Varð hún því aðeins 58 ára, eldri dóttirin 22 ára, nýgift og yngsta dóttirin aðeins 16 ára. Mörg þúsund manns fylgdu þeim frá dómkirkjunni og suður í kirkjugarð, en þar flutti afi hinstu kveðju til þeirra í logninu, svo að mannfjöldinn heyrði vel. Eftir genginn hvern lifir minn- ingin með niðjum og vinum. Við önnur kynslóðaskipti fjarlægðist hún. Þannig er því einnig varið um þá, sem af báru um félags- hyggju og störf í almannaþágu. Fátækrafulltrúinn, fórnfús og hjartahlýr, gleymist, er þeir hverfa, sem nutu hjálpar hans. Baráttumálin geymd, því að þau hafa orðið að raunveruleika í nýjum tíma. En skapandi hæfi- leiki skáldsins hefur sérstöðu og lifir í verkum hans. Nafn Guðrúnar Lárusdóttur mun varðveitt með bókum henn- ar. Hún var skáld hins bitra raunveruleika síns tíma, lýsti því lífi, sem hún fann svo sérlega að þurfti að bæta og fegra. Hún skrifaði. til að vinna að mannrétt- indum og félagslegum þroska. Hún vildi sýna þeim, er betur máttu, hver hlutur olnbogabarns- ins var í þjóðfélaginu. Og hún mun hafa náð árangri þar, sem mest var að vinna og vísa þeim veginn til fegurra mannlífs, sem sjálfir gerðu sér lífsgönguna erf- iða. Skáld raunsæisins og rithöf- undur hversdagsins ber erfiði og þunga náunga síns honum til léttis og sálubóta. — Guðrún Lárusdóttir átti hæfileika til að skynja líf hins niðurbeygða og bar gæfu til að reisa hann af nýju. Guörún Lára Asgeirsdóttir, Mnlifelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.