Morgunblaðið - 27.02.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.02.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1980 Reykjavíkurskákmótið: Miles tók forystuna ENSKI stórmeistarinn Anthony Miles tók forystuna á Reykja- víkurskákmótinu með sigri yfir Forsætisráð- herra sæmdur stórkrossi fálkaorðunnar FORSETI íslands sæmdi í gær dr. Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra stórkrossi hinnar íslenzku fálkaorðu. Vasjukov í þriðju umferð í gær- kvöldi. Margeir Pétursson vann Hauk Angantýsson og er nú með tvo vinninga eftir þrjár umferðir eins og Walter Browne, sem gerði jafntefli við sænska alþjóð- lega meistarann Harry Schiissler í gærkvöldi. Ein skák fór í bið, skák Jóns L. Arnasonar og Kupr- eichilks, og voru möguleikarnir taldir Jóns megin, en biðskákin verður tefld í dag. Bandaríski stórmeistarinn Ro- bert Byrne vann sinn fyrsta sigur á mótinu í gærkvöldi gegn Sos- onko og skákum Guðmundar Sig- urjónssonar og Torre og Helga Olafssonar og Helmers lauk með jafntefli. Gunnar Thoroddsen Samkvæmt upplýsingum orðu- ritara 'r þetta í samræmi við venju að forsætisráðherra sé sæmdur stórkrossi fálkaorðunnar og hefur svo verið í fjölda ára. Er stórkross æðsta orða fálkaorðunn- ar fyrir utan stórkross með keðju, en hann fá einungis þjóðhöfðingj- ar. Merki fálkaorðunnar eru ann- ars riddarakross, stórriddara- kross, stórriddarakross með stjörnu, stórkross og stórkross með keðju. Enginn rakari í Siglufirði SÍKlufirrti 26. febrúar. Siglfirðingar hafa nú ekki leng- ur aðgang að rakara, þvi eini maðurinn, sem stundaði þá iðn hér um slóðir hefur nú flutzt til Reykjavíkur. Starfaði hann hér í fjöidamörg ár. Siglfirðingum þykir að vonum slæmt að hafa ekki lengur rakara og finnst tilvalið fyrir ungan og efnilegan mann að stunda þessa iðngrein hér. Hárgreiðslukonur eru hér nokkrar starfandi og hafa þær vart undan nú, en þær vilja þó frekar að rakararnir sjái um sína menn. Sigluvíkin landaði hér í dag 150—160 lestum af fiski og Sigl- firðingur kom með 115 tonn í gær. ísnes lestaði í dag 2.000 lestir af mjöli á Kúbumarkað. Þá má nefna að sjómenn segjast sífellt verða varir við loðnuna bæði á Horn- bankanum og í Víkurál og telja hana langt því frá að vera búna. m.j. Ljósm. Mbl. Kristján. Bandari.sk sprcngjuflugvél af gerðinni B —29 kom i gærkvöldi til Keflavíkur á ieið sinni til Bretlands, þar sem hún fer á stríðsminjasafn. Áætlað var að frá Keflavík yrði haldið í bítið í morgun. Flugvélin var á sínum tíma notuð í Kóreustriðinu og fór þá a.m.k. sex sprengjuferðir, en í hverri ferð bar vélin rúmar níu smálestir af sprengjum. Kjarnorkusprengjum var varpað á Hírósíma og Nagasaki úr flugvél sömu gerðar. í trjónu flugvélarinnar var maður er stjórnaði sprengjukastinu. Nýtt andóf innan BSRB, „Áhugasamir félagar“: Ríkisstjómin bætir ekki kjararánið átakalaust „ÁHUGASAMIR félagar“ kallar sig hópur fólks innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sem gagnrýna forystu BSRB fyrir sinnuleysi við að undirbúa félagsmenn undir fyrirsjáanleg kjaraátök eins og gert var árið 1977. Hópur þessi hefur gefið út dreifi- bréf, sem Helga Gunnarsdóttir er ábyrgðarmaður fyrir, en hún var í „Andófi 79“, sem barðist gegn samningsgerð BSRB-forystunnar og fjármálaráðherra og fékk samn- ingana fellda í flestöllum félögum BSRB. Helga kvað í gær „Áhuga- sama félaga" vera byggða upp með svipuðum hætti og „Andóf", en hún kvað ekki alveg um sama kjarna fólks að ræða. Margir væru nú Vantaði tilfinnanlega upplýsingar frá skipum „VIÐ athugun á veðurkortun- um frá því í fyrrinótt kemur sú ömurlega staðreynd í ljós, að við höfum ekki fengið neinar fregnir frá skipum eins og venja er til á því svæði sem lægðin gekk yfir, allt 1000 — 1300 kílómetra suður í haf. Ef unnt á að vera að gera sér glögga mynd af hlutunum þurfa að berast fregnir á 400— 500 kílómetra millibili. Þetta gerði veðurfræðingnum því mjög erfitt fyrir í sinni spá,“ sagði Hlynur Sigtryggsson veð- urstofustjóri i samtali við Mbl. er hann var inntur eftir áliti á þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á Veðurstofuna fyrir að en gáfum eigi að síður út stormað- varanir alla nótt- ina, segir veð- urstofustjóri gefa ekki út viðvaranir til fólks nægilega timanlega þegar vá- lynd veður nálgast. „Hvað varðar stormaðvaranir, var verið að gefa slíkar aðvaran- ir fyrir Suð-Vesturland og Vest- firði alla nóttina. Inngangurinn að veðurspánni var: „Gert er ráð fyrir stormi, af suðaustan, en síðan gert ráð fyrir suðvestan eða vestan hvassviðri.“ Það ber þó að ítreka ennfrekar að það háði veðurfræðingnum mikið að fá ekki nauðsynlegar upplýs- ingar frá skipum á hafi úti,“ sagði Hlynur ennfremur. Að síðustu kom fram hjá Hlyni að Veðurstofan fær allar sínar upplýsingar á þriggja klukkustunda fresti og er þá gefin út spá og stormaðvörun ef þurfa þykir. — „Það koma ein- faldlega ekki neinar upplýsingar nema á þessum tímum og því ógjörningur að senda út storm- aðvaranir nema á þessum tímum,“ sagði Hlynur Sig- tryggsson veðurstofustjóri. aftur með, en einnig hefði bætzt fólk í hópinn. „Áhugasamir félagar" telja kröfugerð BSRB góða og vel unna og þeir segjast taka undir orð blaðafulltrúa bandalagsins, sem hafi sagt: „Það er ótækt að kröfu- gerð okkar rykfalli í fjármálaráðu- neytinu. Til þess er hún allt of merkileg." í dreifibréfinu segir m.a.: „Opinberir starfsmenn hafa nú verið með lausa samninga í rúma 8 mánuði. Að mati okkar, sem að þessu dreifiriti standa, hefur stjórn og samninganefnd staðið sig illa, bæði við að knýja á um nýja samninga og kynna kröfugerðina. Sá ávinningur, sem náðist með samningunum ’77, var ekki sízt því að þakka, hve vel félagsmenn fylgd- ust með gangi mála og veittu fulltrúum sínum aðhald. Samningunum var sagt upp 1. apríl si., þ.e. fyrir tæpu ári síðan. I lögum er gert ráð fyrir, að kröfu- gerð aðalkjarasamnings sé lögð fram á sama tíma. Fullmótuð kröfugerð var ekki lögð fram fyrr en í endaðan nóvember ’79. Kröfu- gerð fyrir sérkjarasamninga átti einnig að liggja fyrir 1. maí, hún hefur ekki enn séð dagsins ljós.“ Síðan er í bréfinu bent á að kröfugerðin sé að opinberir starfs- menn fái bætt þá kjaraskerðingu, sem orðið hefur á samningunum frá 1977. Samkvæmt kröfugerð á 7. flokkur 3. þrep að vera 427.934 krónur, en er nú 309.044 krónur. Með sama hætti er krafan um 11. flokk 3. þrep nú 486.803 krónur, en launin nú eru 358.124 krónur. Síðan segir í dreifibréfinu: „Stjórnarsáttmáli núverandi stjórnar gerir ekki ráð fyrir grunn- kaupshækkunum í komandi samn- ingum. í stað launahækkana bjóða þeir félagsmálapakka upp á 5 til 7 milljarða króna á næstu tveimur árum. Með jafnri dreifingu til allra launamanna, svarar þetta til u.þ.b. 2,5% kauphækkunar miðað við lægsta launaflokk opinberra starfs- manna. Af stjórnarsáttmálanum má ráða, að ríkisvaldið mun ekki bæta okkur kjararán síðustu ára átakalaust." 40 þúsund tpnn af olíu lestaðar til Islands í Sovétríkjunum í vikunni Gasolíuverðið nú mun hagstæðara en verið hefur undanfarið Ríkisstjórnin kannar „bland- aðar aðgerðir64 „MENN eru mismunandi tregir til að leysa allan vanda frystihúsanna með gengissigi og málið verður því kannað nánar og þá með það í huga, hvort hægt er að leysa það með blönduðum aðgcrðum, gengissigi og einhverju öðru, til dæmis lagfæringum á útlánum fiskveiðasjóðs og að afurðalánin verði ekki lækkuð,“ sagði Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra. er Mbl. spurði hann í gær, hvort og þá hvaða ákvarðanir hefðu verið teknar á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun vegna vanda frystihúsanna. SAMKVÆMT innflutningsáætl- unum munu þrjú skip lesta olíu til íslands í þessari viku i höfnum í Sovétríkjunum samtals um 10 þúsund tonn. 11 þúsund tonn af gasolíu og 10 þúsund tonn af bensíni verða lestaðar í höfnum við Svartahaf og 18—19 þúsund tonn af svartolíu munu fara í tankskip í höfnum við Eystrasalt ef áætlanir standast. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér í gær, er verð nú hagstætt á gasolíu á Rotterdam- markaði, sem olíukaup okkar frá Sovétmönnum eru miðuð við. Verðið á gasolíu var skráð 304 dollarar hvert tonn 21. febrúar s.l. og er það mun lægra verð en síðustu gasolíufarmar hafa verið keyptir á. Svartolíuverðið er einn- ig nokkru lægra en skráð verð um áramótin en það var 150 dollarar tonnið 21. febrúar. Hins vegar hefur bensínið verið í háu verði og var 379,50 dollarar hvert tonn 21. febrúar, sem er svipað verð og á fyrri förmum. Steingrímur sagði, að á ríkis- stjórnarfundinum hefði forstjóri Þjóðhagsstofnunar gert grein fyrir úttekt stofnunarinnar á vanda frystihúsanna og forsætisráðherra, sjávarútvegsráðherra og viðskipta- ráðherra gert grein fyrir viðræðum við fulltrúa frystihúsanna. „Það er alveg ljóst, að afkoma frystihús- anna er stórum lakari nú en var í fyrra, vegna fiskverðsákvörðunar, verðlækkunar á Bandaríkjamarkaði og minni verðhækkunar í Sovétríkj- unum, en vonir stóðu til um,“ sagði Steingrímur. Mbl. spurði Steingrím, hvort út- tekt Þjóðhagsstofnunar staðfesti 10 milljarða króna vöntun frystihús- anna til að endar nái saman á þessu ári og að allt að 15% gengisfellingu þyrfti til að mæta því með gengis- breytingu einni saman. „Það er mín skoðun, að 15% gengissig sé nú of rnikið," sagði Steingrímur. „En út- tekt Þjóðhagsstofnunar staðfestir hallarekstur hjá frystihúsunum á heildina litið. Það er spurningin, hvort eitthvað minna gengissig getur ekki dugað ásamt öðrum aðgerðum." Steingrímur kvaðst ekki vilja fara nánar út í það, hversu mikið gengissig hann teldi nægja með öðrum aðgerðum. „Þessi mál verða könnuð," sagði hann. „Og eins hef ég mikinn áhuga á að láta kanna útgjaldahlið frystihúsanna til að vita, hvort þar má eitthvað gera til að draga úr vandanum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.