Morgunblaðið - 27.02.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.02.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1980 Vel heppnuð firmakeppni BTÍ FYRIRTÆKJA- og stofnana keppni Badmintonsambands íslands fór fram í TBR-húsinu sunnudaginn 27. janúar s.l. Um 60 fyrirtæki og stofnanir tóku þátt í keppninni að þessu sinni og er það nær tvöfalt fieiri en á s.l. ári. Keppnin er útslátt- arkeppni meó þvi fráviki, að lið, sem tapar í fyrsta leik. tekur sæti í B-flokki. Sigurvegari 1980 varð Sölufélag garðyrkjumanna, en keppendur þess voru Kristján Benjamínsson og Jóhann Kjartansson og sigruðu þeir þá Harald Kornelíusson og Pétur Hjálmtýsson, sem kepptu fyrir Úr og skart með 15:7 — 15:13. I B-flokki sigraði Endurskoð- endaskrifstofa Sigurðar Stefáns- sonar SÍS-b, 12:15 — 18:15 — 15:13. Keppendur fyrir endurskoð- endaskrifstofuna voru þeir Magn- ús Elíasson og Bjarni Lúðvíksson, en keppendur fyrir SIS- b voru Einar Jónsson og Eysteinn Björnsson. Keppt var um forkunnarfagra farandbikara. Einnig fengu fyrir- tækin, sem sigruðu í hvorum flokki, áletraða veggskildi til eign- ar. Meðfylgjandi mynd er af sigur- vegurum keppninnar. Frá vinstri eru sigurvegaranir í B-flokki, Bjarni Lúðvíksson og Magnús Elí- asson, en þeir kepptu fyrir End- urskoðendaskrifstofu ' Sigurðar Stefánssonar, síðan koma sigur- vegararnir í fyrirtækjakeppni BSI, Kristján Benjamínsson og Jóhann Kjartansson, en þeir kepptu fyrir Sölufélag garðyrkju- manna. Vikingur skellti ÍS ÞRÍR leikir fóru fram í 1. deild íslandsmótsins i blaki um helg- ina og eftir þá má segja, að ÍS hafi endaniega sagt sitt síðasta orð i toppbaráttunni. ÍS tapaði nefnilega óvænt fyrir Víkingi 2—3. Þctta var hörkuleikur og jafnt, 2—2, eftir fjórar hrinur. Úrslitahrinan var geysilega spennandi þó ekki að sama skapi vel leikin, en Víkingur hafði sigur að lokum, 16—14. UMSE, botnliðið í l.deild, kom í bæinn og mætti bæði UMFL og Þrótti. UMFL átti í nokkru basli með Eyfirðingana, en vann þó 3-0, 15-10, 15-11 og 15-13. Þróttur vann einnig 3—0, 15—9, 15-1 og 15-7. UMFL hefur nú 20 stig eftir 13 leiki, Þróttur hefur hins vegar 16 stig eftir 11 leiki. Þessir leikir Þróttar til góða eru báðir gegn UMSE, þannig að möguleikar Þróttar á því að skjótast upp að hlið UMFL eru miklir. Tveir leikir fóru fram í l.deild kvenna, ÍS vann Þrótt 3—0 og UMFL sigraði UBK 3—2. í 2. deild karla sigraði Fram KA 3—2 og UBK sigraði sama lið 3—0. Meistaramót ÍA í badminton: Hörkubarátta í öllum flokkum Unglingameistaramót ÍA í hadminton fór fram á Akranesi um helgina og var þar hart barist í öllum flokkum eins og vænta mátti. Úrslit í hverri grein í hverjum flokki urðu sem hér segir: Hnokkar og tátur: Arni I>ór Halldórsson ÍA og Guðrún Júlíusdóttir TBR sigruðu í einliðaleik. Árni Þór og Vaidimar Sigurðsson ÍA sigruðu í tvíliðaleik i hnokkaflokki og Guðrún Uelgadóttir og Helga Þórðardóttir TBR sigruðu í tvíliðaleik í tátuflokki. í tvenndarleik sigruðu þau Árni Þór og Ásta Sigurðardóttir ÍA. Sveinar og meyjar: Þórður Sveinsson TBR og Þórdís Edwald TBR sigruðu í einliðaleik. Þórður Sveinsson og Snorri Ingþórsson TBR, Karitas Jóns- dóttir og íris Þráinsdóttir ÍA sigruðu í tvíliðaleik og Ingólfur Helgason og Karitas sigruðu í tvenndarleik. Drengir og telpur: Þorsteinn Hængsson og Elisabet Þórðar- dóttir TBR sigruðu í einliðaleik. Þorsteinn og Ari Edwald. Þórunn Óskarsdóttir KR og Ingunn Viðarsdóttir í A sigruðu í tvíliðaleik. Pétur Hjálmtýsson og Inga Kjartansdóttir sigruðu í tvenndarleik. Piltar og stúlkur: Birgir Olaísson TBV og Kristín Magnús- dóttir TBR sigruðu í einliðaleik. Gunnar Björnsson TBR og Birgir ólafsson. Kristín Magnúsdóttir og Bryndís Hilmarsdóttir TBR sigruðu í tviliðaleik. í tvenndarleik var ekki keppt í þessum flokki. K- Körfudeild Fram með hátíð FRAM og KR eigast við í úrvals- deildinni i körfuknattleik í Laug- ardalshöilinni í kvöld, og hefst leikurinn klukkan 21.10. Ástæðan fyrir því hversu seint leikurinn hefst er sú, að körfu- knattleiksdeild Fram á 10 ára afmæli á þessu ári og fyrir leikinn, eða klukkan 19.30, hefst afmælis- hátíð deildarinnar. Verður þar ýmislegt til skemmtunar. Meðal þess sem fram mun fara, er leikur úrvalsliðs Ómars Ragnarssonar gegn „leyniliði" sem Framarar hafa grafið upp. Einnig leikur útiendingaherdeildin hér á landi gegn úrvalsdeildarliði Vals. Áður en að úrvalsdeildarleikurinn hefst mun Ómar síðan skemmta gest- um, en kynnir á skemmtun þessari verður Guðmundur Árni Stefáns- son FH-ingur og fréttamaður. I tilefni af afmælinu verður gefið út vandað blað þar sem verður meðal efnis útdráttur af sögu deildarinnar, kynningar á leikmönnum meistaraflokks o.fl. o.fl. HSV fékk á baukinn og Bayern tók forystu HAMBURGER SV tapaði mjög óvænt á heimavelli sínum fyrir MSV Duisburg, einu af botnliðum deildarinnar, og það meira að segja eftir að hafa náð forystu í leiknum með marki William Hartwig. Duisburg gafst ekki upp þó að á móti blési. Grille- meier jafnaði leikinn um miðjan síðari hálfleik og 5 mínútum síðar skoraði Rudi Seliger sigur- mark Duisburg. Við þessar ófarir hrapaði HSV niður í annað sæti í deildinni. Verra gat það verið, Köin hefði hæglega getað skotist upp fyrir liðið, átti leik gegn Braunschweig sem er eitt af botnliðum deildarinnar. En Köln fékk svipaðan skeli og HSV og er þvf sem fyrr í þriðja sæti. Hins vegar er Schalke 04 komið með sama stigaf jölda og HSV og Köln, en lakari markatölu. Annars urðu úrslit leikja sem hér segir: Hamburger SV—Duisburg 1-2 Bayern—Bochum 3-0 Braunschweig—FC Köln 2-1 Schalke 04—Kaiserslautern 2-1 Leverkusen—Frankfurt 2-1 Stuttgart—Werder Bremen 5-1 Mönchengl.bach—Hertha 4-1 Dusseldorf—Uerdringen 3-1 Dortmund—1860 Múnchen 0-0 Bayern var ekki í vandræðum með Bochum. Udo Horsman og Karl Heinz Rumenigge skoruðu fyrir liðið í fyrri hálfleik og Norðmaðurinn Einar Aas bætti þriðja markinu við í síðari hálf- leik. Köln tapaði sannarlega dýrmætum og óvæntum stigum fyrir Braunschweig, Dieter Múller bætti sautjánda marki sínu við í lok leiksins, en áður höfðu Trim- hold og Popivoda skorað fyrir Braunschweig. Schalke er það lið sem komið hefur töluvert á óvart að undan- förnu og berst liðið af mikilli hörku fyrir efsta sætinu. Það er svolítið furðulegt, því liðið skorar lítið af mörkum, en nóg engu að síður. Helmut Kremers og Rolf Russman skoruðu mörk iiðsins gegn Kaisersiautern sem svaraði undir lokin með marki Benny Wendt. Bayer Leverkusen rétti Frank- furt væna eyrnafíkju og eru mögu- leikar síðarnefnda liðsins á því að hremma titilinn nú frekar litlir, eftir að hafa verið allgóðir framan af vetri. Peter Szech skoraði bæði mörk Leverkusen, en Frankfurt tapaði ekki aðeins leiknum, heldur einnig austurríska landsiiðsmið- verðinum Bruno Pezzey. Hann lék sinn fyrsta leik eftir 11 vikna leikbann sem hann fékk fyrir að slá mótherja síðast er Frankfurt og Leverkusen áttust við. Hann var aftur rekinn af leikvelli fyrir að brjóta þrívegis gróflega á leikmönnum Leverkusen aldrei sama manninum, og allt á þremur mínútum. Hann á nú yfir höfði sér a.m.k. fjögurra leikja bann í viðbót. Stuttgart gersigraði Werder Bremen með tveimur mörkum George Volkert, auk marka þeirra Hans Múller, Walter Kelsch og Bernd Förster. Mönchengladbach var einnig í miklu stuði og burst- aði botnliðið Hertha Berlín. Plúcken skoraði þó fyrir Herthu á fyrstu mínútu leiksins, en áður en tíu mínútur voru liðnar hafði Harald Nickel skorað tvívegis og síðan bættu þeir Wilfred Hannes og Karl Dei Heye við sínu mark- inu hvor. Dusseldorf tryggði sér tvö auð- veld stig gegn Uerdringen og þar voru bræðurnir' Klaus og Thomas Allofs á skotskónum, skoruðu sitt markið hvor, auk þess sem þeir unnu saman að þriðja markinu sem Peter Wenzel skoraði. Staðan í deildinni er nú þessi: Bayern Munchen 22 13 4 5 46- -23 30 HamburKer SV 21 11 fi 4 44- -22 28 FC Köln 22 11 6 5 51- -35 28 FC Schalke 04 22 11 fi 5 31- -21 28 VFB Stuttgart 22 11 4 7 47- -33 26 Borussia Dortm. 22 11 3 8 13- -34 25 Eintr. Frankfurt 22 12 0 10 46- -31 24 Bor. Mönch.glb. 22 8 8 fi 38- -85 24 FC Kaisersl. 22 !) 3 10 38- -37 21 Bayer Leverk. 22 7 7 8 26- -40 21 Fort. Dússeld. 21 8 4 9 11- -46 20 1860 Múnchen 22 6 7 9 28- -34 19 Bayer Werding. 22 8 3 11 27- -37 19 VFL Ðochum 22 7 4 11 23- -30 18 MSV Duisburg 22 6 5 11 24- -38 17 Eintr. Braunsch. 22 5 6 11 24- -39 lfi Werder Bremen 21 6 3 12 28- -53 15 Hertha BSC Bl. 21 4 5 12 21- -41 13 • Þeir bra*ðurnir Klaus og Thomas AHofs, voru á skotskónum fy lið sitt Fortuna Dusseldorf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.