Morgunblaðið - 27.02.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.02.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1980 Banaslysið á veginum yfir Ilálfdán: Gengu og skriðu fyrir björgunarsveitar- bilnum vegna illviðris Þeir Gestur og Guðbjartur höfðu ætlað til Patreksfjarðar frá Bíldudal eftir hádegið i gær, en urðu að snúa við vegna veðurofsans. Voru þeir á leið til Bíldudals á ný er slysið varð, en vindhviða feykti bílnum á hlið- ina svo hann lagðist út í vegar- kantinn. Örn Gíslason, formaður björg- unarsveitarinnar Kóps, tjáði Morgunblaðinu í gær, að þeir hefðu fengið tilkynningu um slysið milli klukkan hálf þrjú og þrjú. Komu skilaboð frá talstöð mjólkurbílsins, en vegfarendur sem þar komu að aðstoðuðu bílstjórann við að ná sambandi við Bíldudal. Fór fólkið síðan á bíl sínum með ökumann mjólk- urbílsins á eftir veghefli, sem leið átti um heiðina, og mættu MAÐURINN sem beið bana, er mjólkurbíll valt á fjallveg- inum yfir Hálfdán í fyrradag, hét Gestur Gíslason, fyrrum bóndi í Trostansfirði, en nú búsettur á Bildudal. Gestur heitinn var kominn hátt á áttræðisaldur og lætur hann eftir sig fósturdóttur og dótturdóttur er búið hafði hjá honum undanfarna vetur á Bíldudal. Gestur var farþegi í mjólkurbíl frá Patreksfirði, en bílstjórinn slapp ómeiddur. Hann heitir Guðbjartur Þórðar- son, búsettur á Patreksfirði. björgunarmenn þeim við Katrín- arhorn. Örn sagði björgunarsveitar- menn háfa farið þegar af stað fimm saman í fimm daga göml- um bíl sveitarinnar sem nýkom- inn var til Bíldudals. Sagði Örn veðrið þá hafa verið mjög slæmt af suðvestri, svo slæmt að menn urðu að ganga og skríða fyrir bílnum til að vísa veginn. Sagði Örn að veðrið hefði verið svo hart, stormur og snjókoma, að menn héldust ekki úti nema í fjórar til fimm mínútur í senn, og skiptust þeir því á um að fara fyrir bílnum. „Eg hef oft farið yfir Hálfdán í slæmu veðri, en þetta er það alversta sem ég hef lent í,“ sagði Örn. Er björgunarmenn komu að bílnum var hann enn í gangi og snerust hjólin, en brjóta þurfti framrúðu til að ná Gesti heitn- um út. Var hann þá látinn að því er björgunarmenn töldu, og var lík hans flutt til Bíldudals, en menn þurftu að ganga fyrir bílnum á leiðinni niður aftur. Vindhraðamælirinn sýndi hundrað hnúta — GAMALREYNDIR sjómenn sögðu mér, að þetta veður jafnað- ist á við verstu veður sem þeir hefðu upplifað. Það má nefna sem dæmi um veðurofsann að vindhraðamælir sýndi að jafnaði 80—85 hnúta og í mestu hviðun- um 100 hnúta, sem er það mesta sem hann mælir, sagði Guðmund- ur Magnússon skipstjóri á Lárusi Sveinssyni frá Ólafsvík í spjalli við Mbl. í gær. Báturinn var á togveiðum í Slys varð um borð í Lárusi Sveinssyni SH Víkurál á mánudagsmorguninn. Þá vildi það slys til þegar verið var að slaka gröndurunum í hler- ana að alda hljóp undir og skall hlerinn á skipverja, sem var þarna að störfum. Marðist hann allmik- ið. Skömmu eftir að þetta gerðist brast á ofsaveður eins og áður er lýst og hélt báturinn sjó á meðan versta veðrið gekkyfir. Síðan hélt báturinn inn til Ólafsvíkur. Var sjómaðurinn fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi til myndatöku og aðgerðar. Guðmundur sagði að lokum, að svo dimm él hefðu verið þegar veðrið var sem verst, að ekki sást fram á hvalbak. Hagalín á fundi hjá BSRB GUÐMUNDUR G. Hagalín, rit- höfundur heimsótti opinbera starfsmenn í höfuðstöðvar BSRB hinn 12. febrúar síðastliðinn, ásamt dóttur sinni Sigriði Haga- lín leikkonu. Húsfyllir var. Baldvin Halldórsson leikari sagði þar frá kynnum sínum af Guðmundi G. Hagalín og gerði það eins og segir í fréttatilkynningu frá BSRB „á frábærlega lifandi máta eins og hans var von og vísa.“ Sigríður Hagalín las upp söguna „Móðir barnanna", sém segir á nærfærinn hátt frá einstæðri móður og lífsbaráttu hennar á árunum 1920 til 1930. Þá sagði rithöfundurinn sjálfur frá rithöf- undaferli sínum. Síðan voru fyrir- spurnir, sem Kristín H. Tryggva- dóttir fræðslufulltrúi, stjórnaði. Fjölmargar fyrirspurnir bárust, t.d. um bækur Guðmundar, fyrir- lestra hans og persónur bókanna. „Allt útskýrði skáldið með sinni alkunnu frásagnargleði," segir í fréttatilkynningu BSRB. Fræðslunefnd BSRB hefur þeg- ar áform uppi um fleiri fræðsluer- indi og bókmenntakynningar. Einnig er fyrirhugað námskeið um fundarsköp og ræðumennsku. Þá er ætlunin að efna til námskeiða fyrir áhugafólk og trúnaðarmenn í félögunum víðs vegar úti á landi. Námskeið fyrir siglingamenn Siglingaklúbburinn Brokey stendur um þessar mundir fyrir námskeiði í siglingafræðum. Kennari er Þorleifur Valdimarsson námsstjóri í sjóvinnufræðum. Á námskeiðinu verður veitt fræðsla um áttavitann, sjókort og siglingareglur og lýkur því nteð prófi sem veitir réttindi til stjórnar allt að 30 tonna skips að því tilskildu að menn hafi siglingatíma. Unnið að viðgerðum á Þingeyri i gær l>ingeyri. 2f». fehrúar HÉR hafa menn unnið kappsamleíía að því í dag að laga það sem úrskeiðis fór í ofsaveðrinu í jrær. Mesta vinnan hefur verið fól^in í því að festa niður þakplötur, en þær fuku af húsum í tugatali. Sömu sögu er að segja úr sveitinni, þar sem víða varð mikið - Ilulda. Athugið vildarkjörin á 4 mánuöum Lækjargötu 2 og Hótel Esju Sími 27800. ’/ V iV 'V ' V 1 1 t’- j , ’ ' /’ v/Austurvöll / - - 1 i ’ i 1 • í 1 ■ /.< •■V/ll //', Austurstræti 17 Sími 26900 Sími26611 Austurstræti 12 Sími 27077

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.