Morgunblaðið - 25.03.1980, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.03.1980, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980 Bílvelta í Öxnadal Akureyri, 24. marz. TÍU ÁRA drengur varð fyrir fólksbíl á Strandgötu á móts við húsið nr. 29 um kl. 20 í gærkvöldi. Hann meiddist illa á fæti og var fluttur til læknismeðferðar á sjúkrahúsið. Um kl. 2 í nótt valt svo jeppi á þjóðveginum hjá Engi- mýri í Oxnadal, en mikil hálka var á veginum. Tveir menn, sem í bílnum voru, meiddust nokkuð, en þó ekki alvarlega. Sv.P. Akureyri: Bruni í Hrað- frystihúsi ÚA Akureyri, 24. marz Eldur kviknaði i hraðfrystihúsi Útgerðarfélags Akureyringa hf. um kl. 15 í dag. Skemmdir urðu ekki miklar að því er talið er og eldurinn var slökktur mjög fljótt. Verið var að vinna við logsuðu við rör, sem lágu í einangruðum stokk, þegar neisti komst í úreþan einangrun sem var utan um rörin svo að mikill og rammur reykur gaus upp. Þegar slökkviliðið kom á vettvang hafði starfsmönnum hraðfrystihússins tekizt að slökkva eldinn með handslökkvi- tækjum, en mikill reykur hafði þá borizt um húsið, einkum frysti- klefa og vinnslusal. Slökkviliðinu tókst að soga út reykinn með sterkum reykblásara von bráðar, en einhverjar skemmdir höfðu þá orðið á húsinu af völdum reykjar- ins og fiskurinn, sem var í vinnslu, mun hafa tekið í sig reyk að einhverju leyti. Ekki hefur verið fullkannað enn hve miklar þær skemmdir eru. Sv.P. Skemmdarverk unnin í Fellaskóla AÐFARANÓTT sl. sunnudags var brotist inn í Fellaskóla í Breið- holti og miklar skemmdir unnar á husakynnum skólans. Mál þetta er í rannsókn. Pétur Sigurðsson formaður ASV: Sjálfsagt mál að koma inn með sjúkan skipverja „ÞÓTT við séum nú harðir í horn að taka, þá hefur það aldrei komið til greina af okkar hálfu að fara að stöðva skip, sem leitar til lands vegna veikinda skip- verja,“ sagði Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vest- fjarða, er Mbl. spurði, hvort einhverra aðgerða væri að vænta vegna þess að ísafjarðartogarinn Páll Pálsson kom inn til Boiung- arvíkur eftir að verkfall undir- manna var skollið á. „Páll Pálsson kom inn til Bol- ungarvíkur aðfaranótt fimmtu- dagsins með veikan mann og tók annan í hans stað,“ sagði Pétur. „Þetta er svo sjálfsagt mál, að vangaveltur um aðgerðir af okkar hálfu þess vegna eru vægast sagt furðulegar." Pétur sagði, að ekki hefði verið boðaður nýr sáttafundur í sjó- mannadeilunni vestra. INNLENT Fulltrúar ASÍ og VSÍ sátu hvorir í sínu herberginu og hvikuðu hvergi. Lj&tm.Mhl.KriHtián. Fulltrúar ASÍ ræða við ráðherra um félagsmálapakka FULLTRÚAR Alþýðusam- bands íslands áttu í gærmorg- un fund með Svavari Gestssyni, félagsmálaráðherra. „ Við reif- uðum þessi félagslegu atriði, sem eru á listanum hjá okkur og ræddum hvernig staðið skyldi að viðræðum um málin,“ sagði Ásmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri ASÍ, i sam- tali við _ Mbl. í gærkvöldi. Kvaðst Ásmundur búast við því, að settir yrðu niður starfs- hópar um einstök málefni. Fulltrúar ASÍ áttu fund með forsætisráðherra í síðustu viku og sagði Ásmundur, að niður- staða hans hefði orðið sú, að eðlilegast væri að málið yrði rætt við viðkomandi fagráð- herra, þ.e. félagsmálaráðherra og heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, en Svavar gegnir báðum þeim ráðherraembætt- um. Samninganefndir ASI og VSI komu til annars fundar hjá sáttasemjara ríkisins í gær. Stóð fundurinn í um tvær klukku- stundir. Mbl. ræddi við Þorstein Pálsson, framkvæmdastjóra VSÍ, og Ásmund Stefánsson, framkvæmdastjóra ASÍ, eftir fundinn og að sögn þeirra hreyfðust málin ekkert; full- trúar ASÍ hvikuðu hvergi frá kröfum sínum og fulltrúar VSÍ ítrekuðu fyrri afstöðu sína til þeirra krafna. Frá minningarathöfninni í ísafjarðarkirkju. Ljó«in.: Vc«tfir«ka fréttabiaftið. ísafjörður: Fjölmenni við minningarathöfn Minningarathöfn um sjómenn- ina fjóra er fórust á ísafjarðar- djúpi 25. febrúar var haldin í ísafjarðarkirkju sl. laugardag og var hún mjög fjölmenn. Sóknarpresturinn sr. Jakob Ág. Hjálmarsson flutti minningar- ræðu, sr. Gunnar Björnsson lék einleik á selló og Sunnukórinn söng. Að athöfninni lokinni var gengið að minnisvarða sjómanna og lagðir þar blómsveigar. Námsfrádráttur 500 þús. krónur — og milljón með námi erlendis FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Ragn ar Arnalds, mælti í efri deild í gær fyrir frumvarpi til laga um tekjuskatt og eignarskatt. í fyrstu grein frumvarpsins er lagt til að námsfrádráttur hjá mönnum 16 ára og eldri nemi 500.000 krónum og er frádráttur- inn ekki tengdur launatekjum þess, sem námið stundar, en upphæðin er miðuð við a.m.k. 6 mánaða nám og lækkar frádrátt- urinn hlutfallslega með skemmri námstima. Sé nám stundað er- lendis skal námsfrádráttur vera tvöfalt hærri, eða ein milljón króna. MBL. hefur áður skýrt frá tekjuskattsstiganum, sem er 20% af fyrstu 3 milljónunum, 35% af næstu þremur og 50% af skatt- gjaldstekjum umfram 6 milljónir króna. Tekjuskattur fyrirtækja er 65%. Skattfrjáls eign einstaklings skal vera 15 milljónir króna og hjóna 30 milljónir, en af eignum umfram það skal greiða 1,2% eignarskatt. Barnabætur skulu vera 130.000 krónur með fyrsta barni og 200 þúsund krónur með öðru barni og fleirum, en fyrir börn yngri en 7 ára í lok tekjuárs skulu barnabæt- ur 50.000 krónum hærri. Barna- bætur með börnum einstæðra for- eldra skulu vera 250.000 krónur með hverju barni. Vísitala bygg- ingarkostnaðar hækkar um 9,3% VÍSITALA byggingarkostnaðar hefur hækkað um 9,3% á tímabil- inu janúar til marz í ár miðað við desember 1979. Er vísitalan nú 434,56 stig og gildir hún tímabilið apríl til júní 1980. Vísitala þessi er miðuð við grunninn 100 í október 1975, en vísitala miðað við eldri grunn, október 1955 100, er 8629. Sam- svarandi vísitölur frá því í des- ember sl. voru 398 stig og 7894 stig. Fundur iönrekenda með ráðherrum: Einfaldað verði verð- lagningarkerfi iðnaðar STJÓRN Félags isl. iðnrekenda ásamt framkvæmdastjóra og hag- fræðingi sátu í gærmorgun fund með nokkrum ráðherrum ríkis- stjórnarinnar þar sem rædd voru ýmis hagmunamái iðnaðarins i framhaldi af bréfi er Davíð Scheving Thorsteinsson, form. FÍI, ritaði ríkisstjórninni 11. febr. sl. Að sögn Davíðs var ákveðið að ræða ekki nema um þau atriði er þola enga bið, t.d. gengisskráningu og uppsafnað gengisóhagræði, en forsætisráð- herra mun boða síðar til fundar um framtiðarmálefni. Fundinn sátu forsætisráðherra, iðnaðarráðherra, viðskiptaráð- herra, fjármálaráðherra og land- búnaðarráðherra. Davíð sagði að varðandi gengismálin hefði verið lögð áherzla á að gengið yrði skráð þannig að það kæmi bæði sjávar- útvegi og iðnaði að gagni og ekki yrðu gerðar sérstakar ráðstafanir vegna sjávarútvegs. Rætt var um uppsafnað gengisóhagræði, en lög- um um aðlögunargjald var ætlað að eyða því og kvað Davíð nauð- synlegt að tryggja fjármagn til þess áfram. Á fundinum kom í ljós að þetta atriði hafði ekki verið rætt innan ríkisstjórnarinnar og kvað hann því hafa verið lofað að það yrði afgreitt fyrir páska. Þá var rætt um niðurtalningu verð- bólgunnar í áföngum og sagði Davíð að iðnrekendur hefðu lagt áherzlu á að iðnaður nyti sömu reglna í verðlagningarmálum og innflutningur, þ.e. að auðvelduð yrði verðlagning iðnvarnings til samræmis við hækkaða kostnað- arliði. Kvað Davíð verðlagning- arkerfi iðnaðarins þungt í vöfum og mun seinvirkara væri að ná fram nauðsynlegum hækkunum, en t.d. varðandi almennan inn- flutning. Sagði hann Tómas Árna- son viðskiptaráðherra hafa tekið vel í þetta atriði og í heild kvað hann iðnrekendur nokkuð ánægða með fundinn. Líkfundur í Rauðarárvík Á sunnudag fannst lík af karl- manni í Rauðarárvík fyrir neðan Skúlagötu. Var ljóst að það hafði legið alllengi í sjó. Talið er líklegt að þarna sé um að ræða lík ungs manns, Baldurs Baldurssonar, sem hvarf í desember sl. Krufning hófst í gær. Sígarett- um stolið BROTIST var inn í verslunina Ásgeir Tindaseli 2 um helgina og stolið 25 lengjum af sígarettum. Söluverðmæti þess magns er um 250 þúsund krónur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.