Morgunblaðið - 25.03.1980, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980
11
Anna Bjarnadóttir skrifar frá Washington:
Úrslit forkosninganna í Illi-
nois sl. þriðjudag virðast hafa
rekið smiðshöggið á forseta-
framboð þeirra Ronalds Reagan,
fyrir hönd Repúblikanaflokks-
ins, og Jimmy Carters, fyrir
hönd Demokrataflokksins, í ár.
Mótherjar þeirra í forkosning-
unum hafa enn ekki gefist upp,
en möguleikar þeirra á útnefn-
ingu flokkanna virðast úr sög-
unni. Allar götur síðan 1920 hafa
kjósendur í Illinois með einni
undantekningu kosið endanlega
forsetaframbjóðendur í forkosn-
ingum og allt bendir til þess, að
svo verði enn í ár.
Fréttaskýrendum og almenn-
ingi lýst misvel á að kjósendur
skuli þurfa að velja á milli
þeirra Carters og Reagans í
forsetakosningunum í haust.
Bent er á, að skoðanakannanir
sýna, að Reagan á litla von um
að sigra Carter í kosningum,
þótt Carter sé einn óvinsælasti
forseti Bandaríkjanna síðan
Calvin Coolidge var við völd frá
1923 til 1929. Skoðanakannanir
Ronald Reagan, John Anderson
og George Bush.
Mörgum þótti í byrjun einna
mest koma til Howard Bakers,
öldungadeildarþingmanns frá
Tennessee. Hann hefur reynslu
úr þinginu í utanríkis- og inn-
anríkismálum og þykir hæfilega
íhaldssamur. John Conally,
fyrrverandi ríkisstjóri í Texas,
var einnig talinn líklegur til að
geta sigrað demókrata í forkosn-
ingunum. Þessir menn drógu
báðir framboð sitt til baka, eftir
að þeim gekk illa í fyrstu
forkosningunum.
Alemnrit samkomulag um, að
Reagan og Carter séu ekki beztu
mennirnir, sem flokkarnir geta
boðið fram, hefur leitt til gagn-
rýni á fyrirkomulag forkosn-
inganna. Ríkin, sem halda for-
kosningar, hafa aldrei verið eins
mörg og í ár, en nú eru þau um
35. Fjöldi forkosninganna lengir
mjög kosningabaráttuna og úti-
lokar framboð þeirra, sem þurfa
að gegna eigin skyldustörfum.
Sumir óttast því, að í fram-
tíðinni verði aðeins vellauðugir
Jimmy Carter í baráttuhug. Ronald Reagan hefur ástæðu til þess að fagna.
Carter og Reagan næst-
um öruggir um útnefningu
hafa sýnt að Gerald Ford geti
sigrað Carter í kosningum með
miklum yfirburðum, en hann
hefur ákveðið að gefa ekki kost á
sér.
Almenn óánægja ríkir með þá
Reagan og Carter. Mörgum þyk-
ir Reagan alltof íhaldssamur og
Carter þykir ekki hafa staðið sig
sem skyldi í starfinu síðastliðin
þrjú ár. Þegar kosningabaráttan
hófst í janúar, var mikill fjöldi
republikana í framboði, en þeir
hafa helzt úr lestinni smátt og
smátt. Nú eru þeir þrír eftir,
atvinnuleysingjar með mikla
skipulagsgáfu í framboði, en
ekki þingmenn eða aðrir stjórn-
málamenn, sem eru vel kunnir
málefnum landsins og vel til
forsetastarfsins fallnir.
Reagan, sem er fyrrverandi
ríkisstjóri Kaliforníu, hefur not-
ið góðs skipulagsstarfs og frægð-
ar sem hann vann sér í kosn-
ingabaráttunni 1976. Hann var
þá svo nærri útnefningu repu-
blikana, að hefði hann sigrað
Ford í Illinois, en úrslit allra
annarra forkosninga verið
óbreytt hefði hann hlotið út-
nefningu Republikanaflokksins.
Carter hafði tíma og fjármuni
til að heyja baráttu í tvö ár fyrir
landsfund demókrata 1976 og
hljóta þannig útnefningu flokks-
ins. I ár hefur hann notið
utanaðkomandi aðstoðar sem
hafa þjappað þjóðinni saman að
baki forsetanum i forkosningun-
um. Edward Kennedy er eini
mótframbjóðandi hans innan
Demókrataflokksins og það
hjálpar Carter að fólk treystir
Kennedy ekki þrátt fyrir nafnið.
Carter og Reagan segja báðir
að baráttunni um útnefningu
flokkanna sé ekki lokið. Þó þykir
kosningabarátta þeirra hafa tek-
ið nýja stefnu í New York, en þar
verða forkosningar haldnar á
þriðjudag. Það þykir ljóst að
þeir séu báðir að undirbúa sig
fyrir kosningabaráttuna sjálfa
og að færast nær miðjunni hvor
í sínum flokki. Reagan bendir
gjarna á, að hann sé ekki
íhaldssamari en svo, að hann
hafi tvisvar verið kjörinn ríkis-
stjóri í Kaliforníu með miklum
yfirburðum þótt demókratar séu
þar í miklum meirihluta. Sífelld-
ir sigrar Carters yfir Kennedy í
forkosningunum hafa hjálpað
honum mikið. Sagt er,að starfs-
menn hans óttist þann dag,
þegar Kennedy dregur sig til
baka, og kjósendur fara að velta
öðrum hlutum en kosningatölum
fyrir sér. Staða Carters lítur þá
ekki eins vel út og hann þarf á
stuðningi frjálslyndra sem
íhaldssamra demókrata að halda
til að vera viss um endurkjör í
nóvember.
Segulband fyrir rafhlödur.
Innbyggður hljóðnemi.
Verð kr. 54.560,-
Utvarpstæki LB og MB
Aðeins fyrir rafhlöður.
Verð kr. 14.217,-
Sambyggt útvarp og segulband, fyrir rafhlöðu
og rafmagn. LB, MB og FM.
Innbyggður hljóðnemi. Verð kr. 134.704.-
Hárblásari — 400 W.
Verð kr. 23.323.-
Segulband fyrir bæði rafhlöður og rafmagn
Innbyggður hljóðnemi.
Verð kr. 62.240.-
Rakvél með 2,
12 blaða hnífum
Verð kr. 48.231.-
Plötuspilari með innbyggðum magnara
Hátalarar fylgja. Verð kr. 120.215.-
heimilistæki ht
Morgunhani með LM, MB og FM
Gengur alveg hljóðlaust.
Verð kr. 37.780,-
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655
Útvarpstæki LB MB og FM.
Bæði fyrir rafhlöður og rafmagn
Verð kr. 36.336 -
Hárburstasett með 4 fylgihlutum. 800 W.
Verð kr. 33.596.-