Morgunblaðið - 25.03.1980, Síða 16

Morgunblaðið - 25.03.1980, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980 Hér fer á eftir í heild ræða sú, sem Davíð Sch. Thorsteinsson formaður Félags ísl. iðnrekenda, flutti á ársþingi iðnrekenda sl. fimmtudag: Mikið vatn er til sjávar runnið síðan við héldum ársþing okkar fyrir tæpu ári síðan og — enn renna meir en 8/10 hlutar af tæknilega nýtanlegri vatnsorku okkar til sjávar ónotaðir, — enn höldum við uppi fölskum lífskjörum með síauknum erlend- um lántökum, — enn eyðir ríkisvaldið meira en það aflar og greiðir hallann með prentun peningaseðla, sem fóðra hið sígráðuga bál verðbólgunnar, — enn er fjárfestingu og opin- berri aðstoð fyrst og fremst beint þangað, sem hún gefur flest at- kvæði, en ekki þangað, sem hún gefur mestan arð, — enn höldum við áfram að fjárfesta í landbúnaði og aukum þar með framleiðslu hans til útflutnings, á verði, sem er aðeins lítill hluti af því, sem það kostar okkur að framleiða þessar land- búnaðarvörur, — enn höldum við áfram að kaupa togara, enda þótt stærð og ástand fiskistofnanna geri það að verkum, að bannað er að nota þessi dýru tæki til þorskveiða meira en fjórða hluta ársins, — enn stækkar ríkisgeirinn og er nú svo komið að á þessu ári er kostnaðurinn við hann orðinn um Vk milljón krónur á hvert einasta mannsbarn á íslandi. Hvað snertir aðbúnað sam- keppnisatvinnuveganna, undir- stöðu mannlífs á íslandi, þá er þannig búið að — enn býr iðnaðurinn ekki við sömu starfsaðstöðu og hinir sam- keppnisatvinnuvegirnir, — enn búa hvorki iðnaðurinn né hinir samkeppnisatvinnuvegirnir við sömu starfsaðstöðu og erlendir keppinautar þeirra búa við, hver í sínu landi, og — enn búa íslensku samkeppnis- atvinnuvegirnir ekki einu sinni við sömu starfsaðstöðu og útlend- ingar njóta hér á landi. Atgerfisflótti Þegar svona er að málum staðið þarf þá nokkurn að undra þó að kaupmáttur ráðstöfunartekna fari minnkandi og að óðaverðbólgan hafi aldrei ætt áfram með eins geigvænlegum hraða og nú. Þarf nokkurn að undra þótt fólksflóttinn úr landi haldi áfram. En undanfarin 10 ár hafa samtals flust af landi brott um 5500 íslendingar umfram þá, sem flust hafa aftur til landsins. Ég held að okkur sé öllum holt að hugsa um hvaða ástæður valda því, að þessi mikli fjöldi kýs að lifa annars staðar en á Islandi. Jafnframt væri hollt að hugleiða hvernig atvinnuástandið væri á íslandi í dag, ef allt þetta fólk, sem að stórum hluta til er vel menntað, jafnvel há menntað atgerfisfólk hefði kosið að leita sér starfa á íslandi. Ef til vill má segja að við höfum flutt atvinnuleysi okkar út á þennan hátt. Með þessu áframhaldi skulum við hætta að tala um jafnvægi í byggð landsins, en hefja fremur umræður um byggð á Islandi. Hvert ætlum við — hvað viljum við? Þetta þykja ef til vill hvöss orð, en það er vegna þess að mér er mikið niðri fyrir og ég veit ekki gjörla til hvaða ráðs skal grípa, til þess að vekja þjóðina af þeim dróma, sem hún er njörvuð í. Þetta er í sjötta sinn, sem ég tala hér sem formaður félagsins, og í raun hef ég, með nokkrum tilbrigðum þó, alltaf verið að flytja sömu ræðuna. Ég hef kraf- ist eðlilegra starfsskilyrða fyrir iðnaðinn — bent á nauðsyn auk- innar framleiðslu og framleiðni — varað við að halda uppi fölskum lífskjörum með erlendri skulda- söfnun — talað um dulbúið at- vinnuleysi — lýst áhyggjum iðn- aðarins vegna óraunhæfra kjara- samninga og lagt fram tillögur iðnaðarins til lausnar þessara mála. yfirleitt ekki teknar fyrr en í óefni var komið. Að þessu leyti var aðlögunartíminn því illa nýttur og tími, sem aldrei kemur aftur, glataðist. Nú, í mars 1980, er enn ótal margt ógert til að skapa iðnaðin- um sambærilega aðstöðu og keppi- nautar hans njóta og ég fullyrði að aðlögun stjórnvalda að fríverslun er enn ekki komin á það stig, sem hún hefði þurft að vera, þegar aðlögun iðnaðarins að fríverslun hófst árið 1970. Mikilvægasta hagsmunamál íslensks iðnaðar, sem og alls annars atvinnulífs í landinu, er að dregið verði úr verðbólgunni, að minnsta kosti þannig, að hún verði ekki meiri hér á landi en í samkeppnislöndunum. Verðbólgan Viðræður við ríkisstjórn Með tilvísun til þessara orða svo og alls þess, sem ég sagði hér áðan, taldi stjórn félagsins afar brýnt að eiga þess kost að ræða málefni iðnaðarins við þá ríkis- stjórn, sem tæki við völdum eftir kosningarnar í desember. Málefni iðnaðarins heyra eink- um undir fjögur ráðuneyti, þ.e. fjármálaráðuneyti, iðnaðarráðu- neyti, menntamálaráðuneyti og Viðskiptaráðuneyti og við vildum freista þess að tala við alla þessa aðila í einu, til að fá fram samræmda stefnu ríkisstjórnar- innar í þeim málefnum, sem iðnaðinn varða. . Davíö Sch. Thorsteinsson, formaður F.Í.I.: Hver eru þjóðfélagsleg markmið okkar íslendinga hvert ætlum við hvað viljum við? Orð mín hér áðan lýsa þeim undirtektum, sem tillögur okkar hafa fengið og ástandið í þjóðmál- um er nú þannig, að ég tel þjóðina búa við hættuástand. En er það nokkuð undarlegt, þegar aldrei hefur fengist alvarleg umræða um þjóðfélagsleg markmið okkar Islendinga — hvert ætlum við — hvað viljum við? Það er eins og allir álíti það svo sjálfsagt, að við og niðjar okkar, búi hér á íslandi um ókomin ár og það við síbatnandi lífskjör, að um það þurfi ekki að ræða — hvað þá að marka þjóðinni stefnu þannig að svo megi verða. En slíkt gerist ekki af sjálfu sér. Það gerist ekki nema að unnið sé að því með ráðum og dáð og að allir vinni samhentir að þessu megin máli þjóðarinnar, en því miður sé ég þess engin merki enn að slík hugarfarsbreyting hafi átt sér stað meðal þjóðarinnar. Dægurmál — aðalatriði Aftur á ' móti gerðist það nú fyrir skömmu, að smá dægurmál, þó réttlætismál sé, sem ég var aðili að, mál sem hefur enga þjóðhagslega þýðingu á við það, sem fulltrúar iðnaðarins hafa tal- að um árum saman, vakti þjóðar- athygli. Fjölmiðlarnir fóru ham- förum — menn geystust fram á ritvöllinn, ýmist fullir heilagrar vandlætingar, eða yfir sig hrifnir, málið var tekið fyrir á Alþingi utan dagskrár, fjármálaráðherra tók á sig rögg og leysti málið í snatri, og meira var um þetta mál talað, fjallað og ritað og málið afgreitt hraðar en nokkurt mál- efni iðnaðarins í mörg undanfarin ár. Þegar svo er komið fyrir frjálsri fullvalda þjóð, sem krefst þess að henni sé sýnd virðing á alþjóða- vettvangi, tel ég að fullkomin ástæða sé fyrir okkur að hægja ferðina svolítið og að hver íslend- ingur gefi sér tíma til að hugsa ekki aðeins um eigin stundarhag, heldur um framtíðarhagsmuni allrar þjóðarinnar. Aðlögun iðnaðarins lokið Um síðustu áramót lauk aðlög- unartíma íslands að EFTA og EBE. — Frá þeim tíma á íslenskur framleiðsluiðnaður í fullri og óheftri samkeppni við þróuðustu iðnríki veraldar — frá þeim tíma er ekki lengur um skiptingu í útflutningsiðnað og heimamarkaðsiðnað að ræða, — frá þeim tima er iðnaðurinn hliðsettur fiskveiðum og fiskiðn- aði, — frá þeim tíma verður ekki umflúið að taka sama tillit til hagsmuna iðnaðar við gengis- skráningu og fiskveiða og fiskiðn- aðar. Aðstæður og aðbúnaður íslensks iðnaðar eru hins vegar þannig á þessum tímamótum, að ég tel fyllstu ástæðu til að hafa veru- legar áhyggjur af framtíð hans og þar með framtíð islensku þjóðar- innar í heild. Uppbygging og þróun iðnaðar er langtímaverkefni. Eitt mikilvæg- asta skilyrði fyrir vexti og við- gangi iðnaðar er stöðugt stjórn- arfar, stöðugt efnahagslíf og stöð- ugt vinnuafl. En allir landsmenn vita að ekki hefur í seinni tíð ríkt meiri óstöðugleiki í þessum efnum á íslandi, en einmitt á aðlögun- artímanum að EFTA og EBE. Við þetta bætist að efnahagserfiðleik- ar í helstu markaðs- og samkeppn- islöndum okkar hafa leitt þar til vaxandi styrktar- og stuðningsað- gerða ríkisvaldsins við atvinnulíf- ið og jafnframt hefur gætt vax- andi samkeppni hérlendis frá svo- nefndum láglaunalöndum. Aðlögum stjórnvalda ekki lokið Við inngöngu íslands í EFTA var íslenskum iðnaði lofað miklum umbótum á aðbúnaði og var aðlög- unartíminn ætlaður til þeirra end- urbóta. Þótt mörg atriði, sem þama var um að ræða, hafi komið til framkvæmda, voru ákvarðanir og óvissan, sem henni fylgir, hefur haldið niðri þróun og uppbyggingu iðnaðarins ogJ)ar með haldið niðri lífskjörum á Islandi. En við verð- bólguna verður ekki ráðið nema stjórnmálamennirnir vilji í raun stöðva hana og heldur ekki á meðan þjóðin trúir þeirri firru að verðbólgan sé undirrót hagsældar. Meðan svo er, mun þjóðin, hér eftir sem hingað til, eyðileggja allar tilraunir til að kveða verð- bólgudrauginn niður. Mismunandi starfsskilyrði Ég sagði áðan að iðnaðurinn byggi ekki við sömu starfsskilyrði og hinir samkeppnisatvinnuveg- irnir, en í fullri samkeppni fríverslunar er slíkt ástand óverj- andi með öllu. í þessu sambandi vil ég minna á, og gera að mínum, lokaorð dr. Jóhannesar Nordal í ræðu þeirri, er hann flutti á ársþingi okkar í fyrra: Tilvitnun: „Gera þarf kerfisbundið átak til þess að afnema hvers konar mis- mun, sem enn á sér stað milli sjávarútvegs og iðnaðar, hvort sem er í skattamálum, opinberri fyrirgreiðslu, lánskjörum, eða að- gangi að fjármagni. Þetta er eina leiðin, sem ég sé liggja að raun- verulegu jafnræði þessara tveggja höfuðatvinnuvega íslensku þjóðar- innar." Tilvitnun lýkur. Ég vil undirstrika það, að engin af þeim forréttindum, sem sjávar- útvegurinn nýtur á þennan hátt fram yfir iðnaðinn, koma honum að minnstu notum. Þetta er allt tekið inn í útrcikning gengisins og þar er þetta vægðarlaust aftur af honum tekið og meira til. Megin afleiðing þess ranglætis, sem þannig bitnar á iðnaðinum, eru lakari lífskjör og vernd fyrir erlenda iðnrekendur, bæði hér- lendis og erlendis. Hvað snertir stefnuna í gengismálum hérlendis held ég að það sé með öllu óþekkt fyrirbrigði í veröldinni að miða skráningu gengisins við það að megin útflutningsatvinnuvegur- inn sé árum saman rekinn ýmist á núlli eða með tapi. Þetta er óheillabraut, sem við verðunt að snúa af. Því var það að stjórn félagsins ritaði ríkisstjórninni ítarlegt bréf hinn 11. febrúar sl. og fór fram á fund með fulltrúum ríkisstjórnar- innar til að ræða efnisatriði bréfs- ins. Framkvæmdastjóri félagsins og ég áttum viðtal við forsætisráð- herra 25. feb. og skýrðum honum frá hve þýðingarmikið við álitum að slíkum viðræðum yrði komið af stað hið bráðasta. Hinn 11. mars, þegar mánuður var liðinn frá því að við sendum bréfið til ríkisstjórnarinnar og ekkert svar hafði borist, sendum við ríkisstjórninni enn á ný bréf, þar sem við ítrekuðum beiðni okkar um fund með fulltrúum hennar. í fyrradag gerðust svo þau gleðitíðindi, að forsætisráð- herra boðaði fulltrúa félagsins til fundar við fulltrúa ríkisstjórnar- innar og mun fyrsti fundurinn fara fram á mánudaginn kemur. Virðist þó iðnaðurinn njóta lítils hljómgrunns hjá ráða- mönnum þjóðarinnar og ætla ég að nefna um það nokkur dæmi: Skattalög Er skattalögin voru til umræðu á Alþingi nú fyrir skömmu gengu fulltrúar félagsins á fund fjár- hags- og viðskiptanefnda Alþing- is. Lögðum við fyrir þá tillögur félagsins: 1. Um sérstakan útflutningsvara- sjóð iðnaðarins, til að jafna sveifl- ur í útflutningi. 2. Um sérstakan skattafslátt vegna rannsókna- og þróunar- starfsemi. 3. Að starfsfólk iðnaðarins byggi við sömu skattalög og fiskimenn gera. Er skemmst frá því að segja, að þegar hin nýju skattalög voru afgreidd frá Alþingi hafði engin tillaga félagsins verið tekin til greina. Verðlagsmál Mikið hefur verið rætt um svokallaða niðurtalningu verðlags undanfarið, en alls óljóst hvernig framkvæmt skuli. En af þeim tillögum, sem fyrir liggja, má ráða að innlendar framleiðsluvörur skuli sæta annarri og hraklegri meðferð en innfluttar iðnaðarvör- ur. I bréfi félagsins frá 11. febrúar stóð m.a. eftirfarandi um þessi mál: Tilvitnun: „Með skírskotun til þess, að íslenskur framleiðslu- iðnaður býr nú við fulla sam- keppni, beina eða óbeina, þá er með öllu óverjandi að viðhalda úreltum verðlagshöftum gagnvart honum. Það eru því eindregin tilmæli F.Í.I., að ríkisstjórnin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.