Morgunblaðið - 25.03.1980, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980
19
óhagstæður um 8,7
milljarða í febrúar
VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR
landsmanna varð óhagstæður um
rúma 8,7 milljarða króna í
febrúar, en á sama tíma í fyrra
var hann hagstæður um 362
m.kr. Á árinu er vöruskiptajöfn-
uðurinn orðinn óhagstæður um
19,8 milljarða en var tvo fyrstu
mánuði síðasta árs óhagstæður
um 2,1 milljarð.
Innflutningur til landsins í
febrúarmánuði var rúmlega 30
milljarðar og útflutningur um 21
milljarður. Frá áramótum hefur
verið flutt inn fyrir rúman 61
milljarð og út fyrir rúman 41
milljarð króna. í febrúar var flutt
út ál og álmelmi fyrir 2,4 millj-
arða, kísiljárn fyrir 545,6 milljónir
og til Islenzka járnblendifélagsins
var flutt inn fyrir 1.311,7 milljónir
og 909 milljónir til Álfélagsins. í
frétt Hagstofunnar um út— og
innflutning segir að hafa verði í
huga við samanburð við utanríkis-
verzlunartölur frá 1979 að meðal-
gengi erlends gjaldeyris hafi verið
27,8% hærra en í ársbyrjun 1979
fyrstu tvo mánuði þessa árs.
Jarðfræðistofnunin fær
bókagjöf frá Þýskalandi
Myndin af kórnum var tekin á dögunum er hann var að leggja upp i söngferð á Snæfellsnes.
Tónleikar kórs Tónskóla Sigursveins
ÞÝSKA rannsóknarfélagið
í Bonn-Bad Godesberg hef-
ir í í samvinnu við þýska
vísindamenn, þ.á.m. frú
Steubing prófessor (Giess-
en) og hr. Poser prófessor
(Göttingen) valið allstóra
bókagjöf til jarðfræðistofn-
unarinnar í Hveragerði.
Verðmæti bókanna er u.þ.b.
8.000, þýsk mörk. Þessi
bókagjöf er þakklætisvott-
ur þýskra vísindamanna til
j arðf ræðistof nunarinnar
og Gísla Sigurbjörnssonar
forstjóra fyrir ágæta sam-
vinnu við fræðilegar rann-
sóknir í Hveragerði.
Bókagjöf þýska rann-
sóknarfélagsins mun sendi-
herra þýska sambandslýð-
veldisins, hr. Raimund
Hergt, afhenda Gísla Sig-
urbjörnssyni forstjóra mið-
vikudaginn, 26. mars n.k.,
kl. 15.00 í Hveragerði.
KÓR Tónskóla Sigursveins D.
Kristinssonar heidur aðra tón-
leika sina i Kirkju óháða safnað-
arins annað kvöld (miðvikud.) kl.
20.30.
Þetta eru fjórðu tónleikar kórs-
ins á þessu vori og í ráði er að
syngja meira úti á landi auk þess
sem kórinn kemur fram á árlegum
vortónleikum Tónskólans n.k.
sunnudag, 30. mars.
Á efnisskrá tónleikanna eru lög
eftir fjölmarga höfunda, m.a.
Gastoldi, Morley, Brahms, Ravel,
Jón Ásgeirsson og Sigursvein D.
Kristinsson.
Tónleikarnir verða eins og áður
sagði í Kirkju Óháða safnaðarins
annað kvöld og hefjast kl. 20.30.
Hver er réttur bíleigenda?:
©
INNLENT
Standa höllum fæti
nema kaskótryggðir
HVER er réttur bíleigenda? —
Þetta er spurning sem hefur
vaknað hjá mörgum í kjölfar
Fulltrúar verksmiðjanna og Gunnars Ásgeirssonar sýndu mönnum hinar ýmsu vélar.
Gunnar Ásgeirsson hf:
Fjölmenni skoðaði
trésmíðavélarnar
FYRIRTÆKIÐ Gunnar Ás-
geirsson hf. sýndi um helgina
ýmis verkfæri og vélar til
trésmiðavinnu og var sýningin
i sal fyrirtækisins við Suður-
landsbraut í Reykjavik. Að
sögn Gunnars Ásgeirssonar
sóttu hana milli 5 og 6 þúsund
manns.
Gunnar Ásgeirsson kvað vél-
arnar og verkfærin einkum ætl-
uð smærri verkstæðum og til
vinnu í heimahúsum, en þær eru
frá austurríska fyrirtækinu
Emco og voru einnig sýnd hand-
verkfæri frá Bosch og fylgihlutir
við borvélar frá Wolfcraft. Þá
voru sýndir rennibekkir sem
geta þjónað jafnt gullsmiðum
sem trésmiðum og sýnd voru
ýmis tæki sem koma einkum
módelsmiðum að gagni. Gunnar
kvað menn hafa sýnt þessum
tækjum mikinn áhuga og sumir
jafnvel komið að skoða báða
dagana, en austurrískur fulltrúi
frá Emco sýndi handbrögðin við
vélar fyrirtækisins. Að lokum
kvaðst Gunnar vilja vekja at-
hygli á því að í sambandi við þær
trésmíðavélar sem seldar eru til
fyrirtækja í samkeppnisiðnaði
væri hægt að sækja um endur-
greiðslu söluskatts, að mati toll-
stjóra í hvert sinn, en slíkt ætti
ekki við um menn sem keyptu
slíkar vélar til tómstundastarf-
semi.
margra óvæntra umferðar-
óhappa að undanförnu, s.s. þegar
bílar hafa fokið út af vegi, bílum
verið stolið og þeir stórskemmdir
og svo þegar einn og sami
bílstjórinn stórskemmdi sjö bíla í
síðustu viku með háskalegum
akstri. Til að leita svara við
þessari spurningu leitaði Mbl. til
Runólfs Þorgeirssonar hjá Sjó-
vátryggingarfélagi íslands, og
kom fram hjá honum að menn
standa nokkuð höllum fæti nema
vera kaskótryggðir.
„í tilfellum eins og þegar bílar
lenda utan vegar, þegar þeim er
stolið og þeir skemmdir eða þá að
eldur kemur upp í þeim verður
eigandi bílsins að bera skaðann að
fullu nema því aðeins að bíllinn
hafi verið kaskótryggður. Sé hann
hins vegar kaskótrvggður ber við-
komandi tryggingarfélag skaðann
að fullu.
Venjuleg ábyrgðartrygging sem
allir eru lögskyldaðir til að hafa á
bílunum er fyrst og fremst hugsuð
til að vernda hagsmuni þess er
þolir tjón af tryggingarkaupa. Ef
hins vegar menn hafa áhuga á því
að tryggja sjálfa sig eða öllu
heldur eigin bíl kaupa þeir sér
kaskótryggingu," sagði Runólfur.
Aðspurður um hver bæri ábyrgð
á tjóni eins og þegar ekið var á sjö
bíla af einum og sama ökumannin-
um í sl. viku, sagði Runólfur að
samkvæmt lögum bæri trygging-
arfélag tjónvalds ábyrgð gagnvart
þeim er yrðu fyrir tjóninu. Trygg-
ingarfélagið hefði síðan endur-
kröfurétt á ökumanninn ef það
sannaðist að hann hefði ekki
hagað sér samkvæmt lögum við
aksturinn. Runólfur sagði að öku-
maður væri í flestum tilfellum
ábyrgður gerða sinna nema því
aðeins að sannað væri að eigand-
inn væri annar og hefði lánað
honum bílinn.
„Einu tilfellin sem spurning er
um hver ber að greiða skaða í
svona tilfellum, er þegar trygg-
ingarfjárhæðin hrekkur ekki til,
en í þessu ákveðna tilfelli í síðustu
viku kemur ekki til þess þar sem
tjónið fer ekki upp fyrir trygg-
ingarfjárhæðina sem er um 24
milljónir.
Sannist það síðan að bílstjórinn
hafi verið undir áhrifum áfengis,
mun tryggingarféiagið væntan-
lega gera endurkröfu á hendur
honum. Það er hins vegar ekki víst
að gerð verði krafa um fullar
bætur, því þegar tryggingarfélög
gera endurkröfur á hendur
mönnum eru aðstæður þeirra
metnar hverju sinni, þ.e. hvort
yfirleitt þýðir að gera kröfur á
hendur þeim. Séu menn vel í stakk
búnir eru gerðar hærri og meiri
kröfur heldur en sé um að ræða
illa stæða menn efnahagslega,"
sagði Runólfur að síðustu.
Til sölu
Mercedes Benz, 26 farþega, Volvo 43 farþega. Uppl. í síma
83351, 75300.