Morgunblaðið - 25.03.1980, Page 21
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980
29
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230
kr. eintakiö.
Kjarnork-
an hélt velli
Þjóðaratkvæðagreiðslan í Svíþjóð um friðsamlega nýtingu
kjarnorkunnar á rætur að rekja til þess, að stjórnmálamenn-
irnir ákváðu að skjóta sér undan þeirri ábyrgð að taka sjálfir
ákvörðun um frekari hagnýtingu kjarnorkunnar, eftir að sex
raforkuver knúin henni höfðu verið reist. I atkvæðagreiðslunni
tókust á tvö meginsjónarmið: Hræðslan við mengun og stórslys, og
vitneskjan um, að fráhvarf frá kjarnorkunni myndi hafa í för með
sér efnahagslegar þrengingar.
I atkvæðagreiðslunni á sunnudaginn var það borið undir alla
atkvæðisbæra menn í Svíþjóð: 1) Hvort þeir vildu halda áfram á
sömu braut og endurmeta stöðuna eftir þrjátíu ár; 2) Hvort þeir
vildu stefna að því að rekstri kjarnorkuveranna yrði hætt eftir
tuttugu og fimm til þrjátíu ár; og 3) hvort þeir vildu hætta við
frekari smíði kjarnorkuvera og ieggja þau, sem nú eru starfandi,
niður á næstu tíu árum. Urslit kosninganna urðu þau, að um 58%
kjósenda voru hlynnt tveimur fyrri kostunum og 38% kusu þann
þriðja. Meirihluti manna valdi leið 2, það er að segja millileiðina.
Aætlanir eru í Svíþjóð um það, að alls verði rekin þar tólf
kjarnorkuver. Fyrir utan þau sex, sem nú eru starfandi, bíða tvö
tilbúin til raforkuframleiðslu. Flokkur Thorbjörns Fálldins forsæt-
isráðherra, Miðflokkurinn, hefur af mestri hörku barist gegn
kjarnorkuverunum. Hægri flokkurinn hefur fylgt línu eitt og
Þjóðarflokkurinn og sósíaldemókratar hafa fylgt línu 2. í
atkvæðagreiðslunni hafa flokksbönd riðlast. Olof Palme, formaður
sósialdemókrata, sem einkum skiptust milli línu 2 og 3 í afstöðu
sinni, er bjartsýnn um, að honum takist að halda flokki sínum
saman. Og borgaraflokkarnir segjast munu halda áfram stjórnar-
samstarfi. Aðrir eru þeirrar skoðunar, að atkvæðagreiðslan kunni
að hafa alvarlegar pólitískar afleiðingar.
í Noregi eru menn sammála um það, að ekki hafi enn að fullu
gróið um heilt til dæmis í Verkamannaflokknum þar eftir
þjóðaratkvæðagreiðsluna um aðildina að Efnahagsbandalaginu
1972, sem fór á þann veg, að sjónarmið flokksforystunnar urðu
undir. Nú hafa sjónarmið stjórnarforystuflokksins orðið undir í
Svíþjóð og deilur eru um það milli stjórnarflokkanna með hvaða
hraða skuli ráðist í frekari nýtingu kjarnorkunnar.
Allt fram í síðustu viku var tvísýnt um úrslit atkvæðagreiðslunnar
og því var spáð, að andstæðingar kjarnorkunnar myndu hafa betur.
Auðvelt var að benda mönnum á þær hættur, sem kynnu að stafa af
kjarnorkuverunum og hefur áróðurinn um þær verið ofarlega á
baugi í mörgum löndum. En hvað leiddi til þeirrra niðurstöðu, sem fjf
nú er kunn? Við því er ekki unnt að gefa einhlítt svar, en athygli
kjósenda var síðustu daga mjög beint að efnahagslegu afleiðingun-
um. Færustu efnahagssérfræðingar Svía úr öllum flokkum S
sameinuðust um það álit, að það myndi skerða lífskjör manna d
verulega, ef strax yrði horfið frá kjarnorkunni. Ætli sú skýring sé
ekki nærtæk, að pyngjan hafi ráðið því, hvernig atkvæði féllu. Þegar
til ákvarðana af þessu tagi kemur, horfa menn fyrst í eigin barm og jjf
meta síðan hugsjónirnar. Auk þess hafa gild rök verið færð fyrir
því, að kjarnorkuver séu ekki eins hættuleg og af hefur verið látið,
þótt þar geti vissulega orðið stórslys.
Svíar hafa af mörgum verið taldir til fyrirmyndar. Þess vegna er
ekki ólíklegt, að ákvörðun þeirra á sunnudaginn kunni að hafa áhrif
víða um lönd, þar sem tekist hefur verið á um sama mál. í
Vestur-Þýskalandi er rætt um græna bylgju í stjórnmálunum, en
það er framgangur umhverfisverndarmanna, sem nefna flokk sinn
Grænu bylgjuna, og í fleiri löndum hafa umhverfisverndarmenn
byrjað beina þátttöku í stjórnmálum. Hvort úrslitin í Svíþjóð verði
til þess að hafa áhrif á fylgi slíkra flokka skal ósagt látið. Hitt er
ljóst, að í iðnaðarþjóðfélögunum stendur nútímamaðurinn frammi
fyrir næsta óvægilegum kostum, þegar hann þarf að gera það upp
við sig, hvernig hann á að tryggja afkomu sína og lífskjör í
orkusnauðum heimi.
Vandi okkar íslendinga í orkumálum er sem betur fer ekki þannig
vaxinn, að val ^okkar standi á milli kjarnorku eða orkuskorts. En
atkvæðagreiðslan í Svíþjóð minnir okkur á, að við eigum enn mikið
af óvirkjuðum orkulindum. Við nýtingu þeirra þarf að ríkja sá
stórhugur, sem tryggir allri þjóðinni betri lífskjör, þegar fram líða
stundir.
Hættan er ávallt sú,
þegar tveir deila, að í hita
baráttunnar missi menn
sjónar á kjarna málsins og
einbeiti sér fremur að því
að ná sér niðri á andstæð-
ingnum en efnislegum ár-
angri. í milliríkjadeilum
eins og þegar ágreiningur
verður milli einstaklinga er
það forsendan fyrir sam-
komulagi, séu menn þess
yfirleitt fýsandi, að unnt
sé að samræma hagsmuni
deiluaðila. Þess vegna er
nauðsynlegt, að þeir liggi
ætíð skýrir fyrir. Ýmsum
kann að sýnast ástæðulaust
að rifja upp svo almennar
staðreyndir sem þessar í
upphafi greinar um Jan
Mayen-málið. Það er þó
gert vegna þess, að ýmislegt
bendir til, að sumir hafi
gleymt því um hvað málið
snýst og hverjir eru mögu-
leikar okkar íslendinga. Nú í
þessari viku hittast þeir
Knut Frydenlund utan-
ríkisráðherra Noregs og Ól-
afur Jóhannesson í tengslum
við utanríkisráðherrafund
Norðurlanda, sem haldinn
er í Helsingfors á fimmtu-
dag og föstudag. Síðan hefur
verið boðað til formlegra
samningaviðræðna í
Reykjavík 14. og 15. apríl
n.k. Þar verður fram haldið
þar sem frá var horfið á
síðasta sumri.
grein, að á hugmyndirnar ætti að líta
sem „pröveballong" eða tilraunabelg,
sem sendur væri á loft til að fá fram
viðbrögð Norðmanna. Hafnaði blaðið
síðan þeirri hugmynd með öllu, að
yfirráðunum yrði skipt jafnt milli
landanna.
Jan Mayen ekki norsk
Nú kunna sumir að segja, að ýtrasta
krafa Islendinga sé ekki samstjórn
heldur sú að viðurkenna alls ekki
fullveldisrétt Norðmanna yfir Jan
Mayen, neita því sem sé að eyjan sé
norsk. Hæpið er að það sjónarmið
standist, þegar gangur málsins er
skoðaður. Hefðu Islendingar ætlað að
halda því til streitu var til dæmis
óþarft við útfærsluna í 200 mílur 1975
að vera með nokkrar vangaveltur um
miðlínu gagnvart Jan Mayen, sem allir
stjórnmálaflokkar voru þó einhuga
um, að dregin skyldi til bráðabirgða.
Haustið 1978 flutti Eyjólfur Konráð
Jónsson ásamt fleiri sjálfstæðis-
mönnum þingsályktunartillögu um að
fela ríkisstjórninni að hefja strax
samningaviðræður við Norðmenn um
fiskveiðiréttindi og nýtingu auðlinda á
landgrunninu utan 200 mílna efna-
hagslögsögu íslands umhverfis Jan
Mayen. I þessari tillögu, er í fyrsta sinn
tekið af skarið um það, að ekki skuli
gilda miðlína gagnvart Jan Mayen og
var það síðan staðfest með lögunum
um landhelgi íslands og efnahagslög-
sögu, sem tóku gildi 1. júní 1979. Um
þær sömu mundir var að komast
skriður á viðræður við Norðmenn en
upp úr þeim slitnaði síðan af tækni-
legum ástæðum þ.e. fyrst vegna sveit-
arstjórnakosninga í Noregi og síðan
vegna kosninga og stjórnarkreppu hér
á landi.
Hvergi er unnt að finna skjöl, sem
sýna að íslendingar hafi með formleg-
um hætti mótmælt yfirráðum Norð-
manna yfir Jan Mayen. En 1927 voru
fyrirvarar íslendinga tilkynntir
norsku stjórninni og þar áskilja þeir
sér allan rétt til að nýta hlunnindi Jan
Mayen. Norskir þjóðréttarfræðingar
viðurkenna tilvist þessara fyrirvara.
Hins vegar er það skoðun Egil Amlie
yfirmanns þjóðréttardeildar norska
SZZB
POLITIKK CÐ
Fvlicsstyre rundt Jan Jlayens
S J OKK-KRAV
FRA ISLAND
NEM VORK (VG)
— og nlen-
riksmlniMer Knnt
Fn’denlnnii kan
fnrherede pá et
slagsmSI nton llke i
RoyWJaxik etter
pftske, nár de to
lnnd skal dlskutere
opprettelsen a\ en
norsk 200 mils sono
rundt Jan Mayen.
Dette cr klfcrt. ctter al
T’G har vrri kontakl
mcd islandfkr dclcpa
sjonskretscr og fitt rap-
port om dct islandskc
forhan d 11 r.gsopplegget
Uf no' lí opprettr er
liff oljerUtOommi
sœ ii( idit
kommlsjon som ár sokkelen pA Set lolondake^pla- ajónera terrítorlum.
m'ÍÝ., nlí"' ' J" iíndK N4Íreíal«d "fllbýr' en Inflm forÖUder
n noe ekæmpel pl at en
u
•e utalllge
neg pA knr-
mpel páen
Et norste-islandsU kupp
NEW YORK (VG) — Den ordningcn Iland vil tárrslá for Norge, er reRelrett et norsk-islandsk
kupp I verdensmálcstokk tor & sikre scg et fellesstyre over hav og havbunn i sonen rundt Jan
Mayen. Det er Norge som folkerettslig skal gá i bre?y)en og opprette sonen I mcdhold av de fore-
Ispigt havrettstekstene.
Mon uodorháodon aluU Nor aráaoi., r..,.dl Jan M.itu drr kan ul lr« «1 Irniarl allcrr laland *r for ayrhllkkrl r»-
S! oc laland pá forhánd Irri di to l«nd i rtlltnl.i, ak«l *!• dlahutrrra mrllont dr lo prrarnlrrt mré *n ajclden
III cniga om ct frllraalyrt i fordnvr .11. „,.d,i l..nrta drlr|jaaj..nrr pá hav tlor kontlnicenl. nor aom un
nrádrl Dcl t------ —- ..... -------------------
blltt avnr akyldlg.
Tredje land
Allr .IredJelbnd-./del vll 1
prakala al ruaaerC^gá danakrr.
asna tí.S’ ífs
landakr atendpunktrt. Ruaaer-
ÍTKÍi
Mrn drl gjelder á handlr
hurtlf, undrralrekrr Jonaaon
— Drtte má Norgr og Ialand
hll^enlgr om allrrrde^l aprlL
I forkjaprt. nrmllg vrd á lukkr
omrádrl for drm.
Drllr tUndpunklrt. alrr
atándpunkl blanl "flr parllrr
YOUR REAL HAMBURGER BAR
IS NEVER TOO FAR
< .liöeselninjef
Mllk ‘
6,50
6,50
5.25
• I l.tl.h 4,25
h /Iiiikj ui/pnrnmns tntns 10,75
iinrtí..id 3.75
l'lrrn 13,75 y
Þannig leit 3. síöa
víðlesnasta blaös Nor-
egs, Verdens Gang, út
fimmtudaginn 20. mars
s.l., þegar birt var þar
viötal viö Eyjólf Konráö
Jónsson, alþingismann.
veita strandríkjum yfirráð yfir land-
grunninu utan 200 mílna efnahagslög-
sögu þeirra. Þar með skapast grund-
völlur undir kröfur íslendinga um
landgrunnsréttindi í áttina að Jan
Mayen.
Islendingar hafa heimilað norskum
fiskiskipum að stunda línuveiðar innan
200 mílna lögsögunnar hér við land.
Aflinn er að vísu mjög lítill og stærð
skipanna takmörkuð, en engu síður
hefur þessi samningur haft gildi fyrir
Norðmenn og skiptir þá miklu. Norskir
línuveiðarar sóttu áður fyrr mikið til
Grænlands og Nýfundnalands. Nú hafa
þær veiðar að mestu lagst niður og
flotinn, sem þangað sótti, er nær úr
sögunni. Minni skipin byggja afkomu
sína að verulegu leyti á því að eiga rétt
til veiða hér við land. Þessi samningur
er gott tæki til að ná besta rétti til
fiskveiða við Jan Mayen.
Einsýnt er af viðræðum við norska
ráðamenn, að þeir hafa fullan vilja til
þess að ná samkomulagi við íslend-
inga, byggist það á þjóðréttarlegum
forsendum, sem þeir telja í gildi. I því
efni ber þó að hafa í huga, að það eru
ekki síst norsku þjóðréttarfræðingarn-
ir t.d. í utanríkisráðuneytinu, sem
haldið hafa fast í alls kyns formlegheit
og ef til vill þrengt óeðlilega að
stjórnmálamönnunum. En hér er um
mál að ræða, þar sem íslendingar geta
litlu um þokað. Einungis er unnt að
vona, að Norðmenn hafi víðsýni til að
meta málið þannig, að hag beggja sé
borgið.
Hverjir eru hagsmunir Islendinga
og Norðmanna umhverfis Jan Mayen?
Sameiginleg stjórn
Islendingar telja hag sínum best
borgið, ef samkomulag tekst á grund-
velli hagsmuna þeirra með þeim hætti,
að þeir fari ásamt með Norðmönnum
með yfirráð yfir lögsögunni umhverfis
Jan Mayen utan 12 mílna, sem verði
landhelgi eyjarinnar. Norðmenn telja
sér ekki fært að deila yfirráðaréttinum
þannig með öðrum.
Þegar íslenskir blaðamenn ræddu
þetta mál við Knut Frydenlund utan-
ríkisráðherra í síðustu viku, vísaði
hann um þetta atriði sérstaklega í
fyrirlestur þann, sem dr. Carl August
Fleischer þjóðréttarprófessor flutti í
boði lagadeildar og Lögfræðingafélags-
ins í Háskóla íslands 13. mars sl.
Prófessor Fleischer sagði þar, að
þjóðaréttur heimilaði Norðmönnum að
veita Islendingum réttindi innan lög-
sögu sinnar við Jan Mayen, en hins
vegar væri þeim óheimilt að afhenda
sjálfa lögsöguna og fullveldisréttinn
öðru ríki eða fela því að annast stjórn
á nýtingu auðlinda. Sagði prófessorinn,
að í því efni rækjust menn á þá
grundvallarreglu lögfræðinnar, að
menn gætu framselt réttindi sín en
ekki skyldur.
Því var slegið upp í norskum blöðum
í síðustu viku, sem Eyjólfur Konráð
Jónsson alþingismaður sagði við
norska blaðamenn á hafréttarráð-
stefnunni í New York um kröfu
Islendinga til sameiginlegrar yfir-
stjórnar yfir Jan Mayen svæðinu. En
eins og Eyjóífur sagði sjálfur hér í
Morgunblaðinu og norskir embættis-
menn viðurkenndu í einkasamtölum
var hér alls ekki um neina nýja ffett að
ræða fyrir þá, sem með málinu hafa
fylgst. Þeim var öllum ljóst, að þetta
væri ýtrasta krafa íslendinga. Daginn
eftir að víðlesnasta blað Noregs Verd-
ens Gang hafði birt heilsíðufrétt um
sjónarmið Islendinga eftir frásögn
Eyjólfs Konráðs sagði það í forystu-
utanríkisráðuneytisins, að þeir gildi
ekki lengur og hafi ekki sjálfkrafa
yfirfærst gagnvart norska ríkinu þegar
það innlimaði eyjuna 1929, en því er
haldið fram, að þá hafi þeir ekki verið
ítrekaðir.
Hvað sem þessu líður er ljóst, að
íslensk stjórnvöld hafi aldrei haldið
því opinberlega fram, að Jan Mayen
væri ekki norsk. Og Knut Frydenlund
vísaði í þessu sambandi til dæmis í
stjórnarsáttmála núverandi ríkis-
stjórnar, þar sem segir: „Ríkisstjórnin
mun beita sér fyrir samningum við
Norðmenn til þess að tryggja fisk-
veiðréttindi Islendinga á Jan Mayen
svæðinu og fullnægjandi vernd fisk-
stofnanna þar. Jafnframt verði hafs-
botnsréttindi íslendinga á svæðinu
tryggð." Sagðist ráðherrann líta svo á,
að í ákvæðinu um fiskveiðiréttindin
fælist viðurkenning á fullveldisrétti
Norðmanna. Hins vegar benti síðasta
setningin til þess, að annað kynni að
gilda um landgrunnið.
Haldgóð rök
Hvað sem gömlu fyrirvörunum líður
höfum við Islendingar nú margvísleg
haldgóð rök til að tryggja okkur sem
bestan rétt innan væntanlegrar lög-
sögu við Jan Mayen og til verndar 200
mílna lögsögu okkar í stað miðlínu.
Þeirri staðreynd verður ekki mót-
mælt, að eins og drögin að hafréttar-
sáttmála líta nú út, er þar fyrst nefnt,
þegar rætt er um skiptilínur milli
landa, að þær skuli markaðar á
grundvelli sanngirnissjónarmiða og
síðan er rætt um miðlínu. Hefur
orðalagi nýlega verið breytt þannig að
sanngirnissjónarmiðin voru færð fram
fyrir miðlínuna. Norðmenn viður-
kenna, að sanngirni mæli fyrir um það,
að íslendingar eigi kröfur á hendur
þeim við Jan Mayen.
í væntanlegum hafréttarsáttmála
verða að öllum líkindum ákvæði, sem
Hagsmunir ísleudinga eru þessir:
1 Norðmenn viöurkenni 200 mílna íslenska efnahagslögsögu gagnvart Jan Mayen.
2 íslendingar fái yfirráð yfir landgrunn- inu utan 200 mílna í áttina að Jan Mayen.
3 íslendingar hafi jafnan rétt til hlut- deildar í afla við Jan Mayen og Norðmenn.
4 Lögsögunni umhverfis Jan Mayen sé lokað, svo aö komiö sé í veg fyrir veiðar svonefndra þriðju ríkja (Sovétríkin o.fl.) á svæöinu og settar reglur um hámarks- afla á því.
Hagsmunir Norðmanna eru þessir:
1
2
3
Jan Mayen sé viöurkennd sem norsk
eyja, er hafi eigin 200 mílna lögsögu.
Miölína gildi gagnvart íslandi og
Grænlandi bæði á hafsbotni sem
hafinu.
Komið sé í veg fyrir ofveiöi á svæöinu,
norsk stjórnvöld fari meö stjórn fiskveiöa
þar og úthluti veiðiheimildum.
Loðnuveiðar
Johannes Hamre rannsóknarstjóri
norsku hafrannsóknastofnunarinnar í
Bergen sagði, að með sókninni í
loðnustofninn við ísland, sem hluta úr
ári gengur inn á Jan Mayen svæðið,
hefði verið gengið hættulega nærri
honum. Tók hann dæmi frá loðnu-
rannsóknum og loðnuveiðum Norð-
manna í Barentshafi. Engar sambæri-
legar rannsóknir hefðu verið stundað-
ar á þessu sviði við ísland og Norð-
menn hefðu stundað í Barentshafi
undanfarin 8—10 ár. Hins vegar væri
ljóst, að lifnaðarhættir loðnunnar á
báðum stöðum væru þeir sömu. Of
mikil sókn í hrygningarstofninn leiddi
fljótlega til hruns. Þannig hefði 100
þúsund tonna ofveiði á hrygningar-
stofninum í Barentshafi í för með sér
400 þús. tonna árlegan samdrátt í
stofninum.
Islendingar hafa augljósan hag af
því, að sem minnst sé veitt af loðnu,
þegar hún gegnur inn á Jan Mayen
svæðið. Fram kom í viðræðum við
menn í Noregi, að ef til vill væru ekki
allir loðnuskipstjórar þar jafn áhuga-
samir um útfærslu lögsögunnar, því að
þeir litu þannig á, að þeir gætu veitt
ótakmarkað magn, á meðan ekki hefði
verið fært út. I samningáviðræðunum
sl. vor var um það rætt, að hvor aðili
mætti veiða 90 þúsund tonn af loðnu
við Jan Mayen, en eftir að samninga-
viðræður lögðust niður veiddu Norð-
menn 124 þúsund tonn.
Nú er um það rætt, að sa'mningar
verði að hafa tekist, áður en loðnuveið-
ar hefjast á svæðinu í sumar. Talið er,
að vertíðin byrji upp úr miðjum júlí
eða í byrjun ágúst.
Olía
Nokkrar vonir hafa verið við það
bundnar, að á landgrunnshryggnum
milli íslands og Jan Mayen kynni að
finnast olía. Norska olíustofnunin í
Stavanger gaf í síðustu viku út árs-
skýrslu sína fyrir 1979. Þar kemur
fram, að eftir segulmælingar úr lofti,
sem stofnunin stóð fyrir 1976, hafi
sumarið 1979 verið farið til jarðeðlis-
fræðilegra rannsókna á Jan Mayen
svæðinu. Hafi hryggurinn sérstaklega
verið kannaður og mælingar gerðar á
600 km langri línu i krákustigum um
hafið frá 70 breiddargráðu suður fýrir
69 breiddargráðu.
I ársskýrslunni kemur ekki fram,
hverjar eru niðurstöður þessara rann-
sókna. Talsmaður olíustofnunarinnar
sagði við okkur íslenska blaðamenn,
þegar við spurðum hann nánar um
þetta mál, að stofnunin hefði ekki
mikinn áhuga á frekari rannsóknum á
landgrunninu við Jan Mayen. Ekkert
hefði komið fram, sem benti til þess, að
þar væri olíu að finna. Sagði hann, að
íslenska iðnaðarráðuneytinu hefði ver-
ið skýrt frá því, að mjög litlar líkur
væru á því, að olía fyndist á Jan Mayen
hryggnum. Og hann bætti því við, að
það þyrfti mikla bjartsýni til að halda,
að olía væri umhverfis Jan Mayen. Svo
virtist, sem landrekið hefði á sínum
tíma leitt til þess, að olíuauðug setlög
hefðu lent sitt hvoru megin við Jan
Mayen hrygginn, þ.e. við Noreg og
Austur-Grænland.
Sé þessi kenning norsku olíustofn-
unrinnar rétt, virðist ekki eftir miklu
að sækjast á landgrunninu í áttina að
Jan Mayen. En það þýðir ekki, að
íslendingar eigi að láta hjá líða að nýta
sér þann rétt til yfirráða á þessum
slóðum, sem þjóðaréttur veitir þeim.
Þriðju ríki
Egil Amlie þjóðréttarfræðingur
norska utanríkisráðuneytisins flutti
um það stuttan fyrirlestur í lok fundar
síns með íslenskum blaðamönnum,
hvað gerast myndi, ef allar kröfur
Islendinga næðu fram að ganga með
samþykki Norðmanna. Hann sagði, að
þá yrði alls ekki unnt að hafna kröfum
dönsku stjórnarinnar og Efnahags-
bandalags Evrópu fyrir hönd Græn-
lendinga. Næðu þær kröfur fram að
ganga yrði 100 þúsund ferkílómetra
svæði skorið af lögsögu Jan Mayen og
þar með bestu loðnumiðin.
í þessu sambandi hljóta menn að
velta fyrir sér sanngirnisreglunni og
spyrja sem svo, hvaða sanngirni sé í
því að leggja að jöfnu hagsmuni
Islendinga annars vegar og Grænlend-
inga hins vegar. Hinir síðarnefndu
hafa aldrei stundað neinar fiskveiðar á
þessum slóðum og eru alls ekki í stakk
búnir til þess.
Nýlegar fréttir herma, að Sovét-
menn bíði átekta og voni, að ekki takist
að leysa úr málinu með samningum
milli íslendinga og Norðmanna. Fari
svo ætli þeir að lýsa yfir stuðningi við
málstað og kröfur Islendinga. Fyrir
Sovétmönnum vakir að sjálfsögðu ekki
að leggja lóð sitt á vogarskálina
Islendingum í vil. Stífni þeirra í
viðræðunum um lækkun á olíuverðinu
hingað til lands sýnir, að þeim er alveg
sama um hag íslendinga. Sovétmenn
eru auðvitað að hugsa um sinn eigin
hag. Þeir vilja tefja fyrir því í lengstu
lög að til útfærslu komi, svo að þeir
geti stundað áfram veiðar sínar á
þessum slóðum. Þeir vilja skapa
glundroða í samskiptum íslands og
Noregs, og þeir vilja, að Norðmönnum
sé gert eins erfitt fyrir og kostur er,
þar sem það kynni að veikja þá í
samningaviðræðunum um skiptilínu í
Barentshafi milli Sovétmanna og
Norðmanna.
Samningar besta
lausnin
Öll rök mæla með því, að nú strax
gangi íslensk og norsk stjórnvöld til
viðræðna með því hugarfari að leysa
Jan Mayen málið með samningum.
Sameiginlegir hagsmunir af því að
samningar takist yfirgnæfa það, sem á
milli ber, einkum þegar litið er til
fiskveiðanna, landgrunninu mætti
skjóta á frest. Einhliða útfærsla Norð-
manna á fiskveiðilögsögunni í and-
stöðu við íslendinga yrði mikið áfall
bæði fyrir norska sem íslenska utan-
ríkisstefnu.
I báðum löndum eru sterk stjórn-
málaðfl, sem krefjast þess, að í engu sé
hvikað frá ýtrustu kröfum. Augljóst er,
að ekki dugir að mælast til samninga
og neita síðan, að viðurkenna þær
forsendur, sem samningar hljóta að
byggjast á. Hvorki íslendingar né
Norðmenn eru slegnir slíkri blindu.
Björn Bjarnason.
Birgir ísl. Gunnarsson:
„Hér þarf að
verða gjör-
breyting og
það strax“
Þann 28. nóvember s.l. ritaði
núverandi forsætisráðherra,
Gunnar Thoroddsen, grein í
Morgunblaðið, þar sem segir
m.a.:
„I viðureign við verðbólgu er
afkoma ríkissjóðs meginmál.
Halli á ríkissjóði árum saman og
skuldasöfnun við Seðlabankann
er ein af uppsprettum verðbólg-
unnar. Hér þarf að verða gjör-
breyting og það strax. Árið 1980
verður ríkissjóður að skila
greiðsluafgangi og byrja á því að
borga skuldir sínar við Seðla-
bankann, sem nú nema 30—40
milljörðum króna.
En hvernig má þetta verða?
Það er ekki lengur hægt að
hækka skatta, þeir eru þegar
orðnir alltof háir. Þetta verður
að gerast með því að lækka
rikisútgjöldin. Hvprnig á að
fara að því? Taka þarf upp ný
vinnubrögð við gerð f járlaga.“
vafalaust varpað öndinni iéttar
þegar núverandi forsætisráð-
herra settist í stól sinn. Maður,
sem fyrir rúmum fjórum mánuð-
um sagði: „Það er ekki lengur
hægt að hækka skatta, þeir eru
þegar orðnir allt of háir“, honum
hlaut að vera treystandi í þess-
um efnum.
Því sárari eru vonbrigðin nú.
Á Alþingi er hart deilt þessa
dagana um skatt. Öll sú umræða
snýst um þau áform ríkisstjórn-
arinnar að hækka skatta. Útsvar
á að hækka um 10%. Það hefur í
för með sér um 5 milljarða í
auknar álögur á landsmenn. Sú
hækkun er gerð án nokkurs
samhengis við þá vinnu, sem nú
fer fram við endurskoðun á
verkefna- og tekjustofnaskipt-
ingu sveitarfélaganna.
Sveitarfélög
vinstri manna
í því máli er það einnig
athyglisvert að þau sveitarfélög,
sem harðast hafa knúið á um
hækkuð útsvör eru sveitarfélög
vinstri flokkanna. í fararbroddi
hafa þar verið Reykjavík, Kópa-
vogur og Neskaupstaður. Forseti
bæjarstjórnar Reykjavíkur, Sig-
urjón Pétursson, hefur viður-
kennt að hafa persónulega geng-
ið hart fram í því að fá hækkuð
útsvör. Reykvíkingar geta því
ekki búist við neinni miskunn úr
þeirri átt. Eina vönin er sú að
hörð andstaða Sjálfstæðismanna
gegn hækkun útsvaranna verði
til að vinstri flokkarnir notfæri
sér ekki álagsheimildina að
fullu, — en það er veik von.
Fólki ofbauð
skattar vinstri
stjórnarinnar
Þessi grein var liður í miklum
umræðum, sem urðu fyrir
síðustu kosningar um skattamál
og fjármál ríkisins. Megin-
ástæða umræðnanna um skatta-
mál var sú að fólki ofbauð,
hversu vinstri stjórnin síðasta
gekk langt í skattheimtu á
landsmenn. Eldri skattar voru
hækkaðir og nýir fundnir upp af
mikilli hugkvæmni.
Sjálfstæðisflokkurinn hafði
mjög skýra og glögga stefnu í
skattamálum. Stefnan var sú að
afnema hina nýju skatta vinstri
stjórnarinnar og færa skattkerf-
ið aftur í fyrra horf. Kjósendur
flokksins trúðu þessari stefnu og
treystu því að flokkurinn yrði
henni trúr, ef hann fengi tæki-
færi til að framfylgja henni.
„Það er ekki
lengur hægt að
hækka skatta“
Að þessu leyti hafa því margir
Nýr orkuskattur
En það er fleira að gerast í
skattamálum þessa dagana. í
iðnaðarráðuneytinu sitja menn
með sveittan skallann að semja
frumvarp um nýjan orkuskatt.
Nýjustu fregnir úr því ráðuneyti
herma að sá skattur eigi að gefa
ríkissjóði í nýjar tekjur allt að 8
milljörðum og alls ekki minna en
5 milljarða.
Tekjuskattar
hækka
Þá verður nú eftir helgina
flutt frumvarp um nýja skatt-
stiga tekjuskatts. Þegar hefur
verið skýrt frá helstu efnisatrið-
um þess frumvarps og fljótt á
litið sýnast hinir nýju skattstig-
ar hafa í för með sér hækkaða
skatta á miðlungstekjur og þar
yfir. I þeim hópi er langmestur
fjöldi skattgreiðenda.
Og svo eru allir gömlu skattar
vinstri stjórnarinnar: Nýbygg-
ingargjald, hækkaður söluskatt-
ur, sérstakur skattur á skrif-
stofu og verzlunarhúsnæði, svo
að eitthvað sé nefnt. Allir eiga
þessir skattar áfram að standa.
Nú taka allir undir með for-
sætisráðherranum, þegar hann
sagði: „Hér þarf að verða gjör-
breyting og það strax“.