Morgunblaðið - 25.03.1980, Side 41

Morgunblaðið - 25.03.1980, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980 21 Erfiður róður ensku lióanna NOTTINGHAM Forest, Evrópumeistararnir í knattsp- yrnu mæta Ajax írá Ilollandi í 4-liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu. Forest á heimaleik sinn á und- an, en heimaleikirnir allir í keppninni fara fram 9. apríl. Útileikirnir 23. apríl. Er óhætt að spá því að viðureign Forest og Ajax verður tvísýn, enda tvö afar sterk 115 þar á ferðinni. Ajax vann þessa keppni þrjú ár í röð eigi alls fyrir löngu. Annars drógust eftirtalin lið saman i keppnunum þremur. Meistarakeppnin: Nott.Forest — Ajax Real Madrid — Hamburger SV Keppni bikarhafa: Arsenal — Juventus Nantes — Valencia UEFA-keppnin: Bayern — Frankfurt Stuttgart — Mönchengl.bach Leiðin er fjarri þvi að vera greið í úrslitaleikinn fyrir Ars- enal, hins vegar má fastlega búast við því að vestur-þýsk lið leiki til úrslita um UEFA-bikar- inn. Setti Sigurður met? SIGURÐUR Sveinsson Þrótti gerði sér lítið fyrir og skoraði 18 mörk er lið hans lagði að velli Þór frá Akureyri um helgina. i 2. deild. Má mikið vera ef þetta er ekki íslandsmet í skorun í deildarleik. Gaman væri að fá upplýsingar um ef einhver vissi um að skorað hefði verið meira í leik í íslandsmóti. Á myndinni er Sigurður að reyna að brjótast í gegn. Sjá allt um handknattleik helgarinnar á bls. 24 og 25. þr. Titillinn aftur til Laugdæla LAUGDÆLIR, lið íþróttakenn- araskólans á Laugarvatni, urðu íslandsmeistarar í blaki um helgina, annað árið í röð, er liðið lagði Þrótt að velli í fjörugum leik. Endaði leikur- inn 3—0 fyrir UMFL og var leikurinn fjarri því að vera eins ójafn og þær tölur kunna að gefa til kynna. Þróttur hefur nú 22 stig og hefur lokið leikjum sinum. Hins vegar hef- ur UMFL 24 stig og á eftir einn leik, gegn ÍS á morgun. Fyrsta hrinan var bráðfjörug og gekk þar á ýmsu. Það voru Laugdælir sem hrepptu sigur, 15—13. Eins unnu þeir aðra hrinuna, en gangur leiksins var þá furðulegur. UMFL komst nefnilega í 14—1. Þróttarar gáf- ust þó ekki upp og börðust eins og ljón, minnkuðu muninn þann- ig á skömmum tíma í 13—14. Þá loks kom sigurstigið hjá UMFL. Þriðja hrinan var eins og hinar tvær, mikil baráttuhrina og lífleg. Var jafnt 15—15 og í framlengingu tókst UMFL að knýja fram sigur, 17—15. Falllið UMSE kom í bæjarferð og varð það ekki frægðarför. Liðið tapaði 0—3 fyrir Víkingi og mætti síðan ekki til leiks gegn ÍS, tvö létt stig það hjá ÍS. í fyrstu deild kvenna varð Víkingur endanlega íslands- meistari, sigraði iMA 3—0. gg • Handknattleiksmaðurinn góðkunni, Björgvin Björgvinsson, heíur gert það mjög gott í vetur í V-Þýskalandi með liði sínu TVG Bremen (Grambke). Björgvin er annar markhæstur í liðinu með 60 mörk. Á myndinni er Björgvin í stellingu sem allir handknattleiksunnendur hafa séð hann í, og ef að líkum lætur hefur boltinn hafnað í neti andstæðinganna skömmu síðar, en þeir voru Göppingen að þessu sinni. Ljósm. Klaus Weingartenér „Sterkasta vopn Vals er viljinn til að sigra Grosswaldstadt" — segir Björgvin Björgvinsson „Þetta hefur verið sérlega góð auglýsing fyrir Reykjavík og fsland að lið frá Reykjavik skuli hafa náð þeim góða árangri að komast i úrslit Evrópumeistarakeppninnar i handknattleik. ísland hefur varla veið meira í sviðsljósinu hér siðan i þorskastríðinu." sagði hinn kunni handknattl- eiksmaður Björgvin Björgvins- son er Mbl. ræddi við hann og innti hann eftir högum hans og um leið hvort hann teldi að Valur ætti möguleika á móti hinu sterka liði Grosswaldstadt á Iaugardag. —Þjóðverjarnir eru sterkir, sagði Björgvin, en Valur með sína miklu baráttu og vilja getur náð langt á móti þeim. Þeir eru með níu landsliðsmenn og hafa mikla reynslu. Okkur í Grambke tókst að gera jafntefli við þá, 15—15, og vorum fyrstir til þess að taka af þeim stig. Valsmenn mega ekki bera neina virðingu fyrir liðinu, þeir geta vel komið þeim á óvart með miklu keppn- isskapi og félagsanda. Þeir verða að passa sig á að hleypa leiknum ekki út í hraða. Lið Gross- waldstadt er alhliða sterkt. Góð- ar skyttur, línumenn og markv- örður sem allir þekkja. Hoff- mann er sá besti sem ég hef leikið á móti, sagði Björgvin. En ég vil undirstrika það, að sterkasta vopn Vals í leiknum á laugardag er viljinn til þess að sigra i leiknum. —Mér hefur gengið ágætlega hér í vetur, er annar markhæst- ur í liðinu með um 60 mörk. Við erum reyndar í fallhættu og verðum að standa okkur vel ef við eigum að halda sæti okkar í deildinni. Gunnar Einarsson er meiddur í hné eins og stendur og gat ekki leikið með síðasta leik. —Það gæti allt eins farið svo að ég kæmi heim í sumar, alkominn. Ég er með ágæt tilboð frá nokkrum liðum hér, þar á meðal Essen, en óvíst hvort ég tek þeim. Komi ég heim er ég hættur að keppa með meistara- flokki, en tæki hugsanlega að mér þjálfun. Að lokum sagðist Björgvin vilja óska Valsmönnum góðs gengis í úrslitaleiknum og sagð- ist hlakka til að horfa á landa sína í sjónvarpinu taka duglega á móti Þjóðverjunum og helst að vinna þá. — þr. • Ingi Þór Jónsson virð- ist eitthvað mæðulegur þar sem hann stendur á verðlaunapallinum, ekki í fyrsta skiptið. Kannski að peningurinn um háls- inn á honum sé þungur. Sjá nánar um meistara- mótið í sundi á blaðsíðu 23. Ljósm. — gg. Víkingur, FH fengu ÞRÍR leikir fóru fram i 1. deild kvenna i handknattleik um helgina. Fyrsti þeirra var leik- inn á laugardaginn, en þá áttust við FH og Grindavik í Hafnarfirði. Er skemmst frá því að segja, að FH vann algeran yfirburðasigur, 30—7, eftir að staðan i hálfleik hafði verið 13—3. Mörk FH skoruðu þær Katrin 15, Sólveig 6, Krist- jana og Ellý 3 hvor, Björg 2 og Svanhvít 1 mark. Fyrir Grinda- vik skoruðu þær Sjöfn og Hild- ur 3 hvor, Rut eitt mark. Fram sigraði Hauka af miklu öryggi, 18—13, og er þá útséð um að nokkurt lið geti náð Fram að stigum, stúlkurnar eru öruggir Islandsmeistarar og vel að þeim sigri komnar. Staðan í hálfleik var 11—7 fyrir Fram, sem var yfir allan leikinn. Mörk Fram skoruðu þær Guðríður 7, Þórlaug og Jenný 3 hvor, Oddný og Sigrún 2 hvor og Fram og stig Kristín 1 mark. Margrét var að venju markhæst hjá Haukum með 6 mörk, lék þó ekki vel. Betur lék Hólmfríður sem skoraði 3 mörk, Halldóra skoraði tvívegis og þær Svanhildur og Sjöfn eitt hvor. Loks ber að geta leiks KR og Víkings. KR var yfir, 6—3, í hálfleik, en síðan var liðið hvorki fugl né fiskur í síðari hálfleik og Víkingur seig fram úr og sigraði 12—9. Víkingarnir voru í heildina séð mun ákveðnari og handknatt- leikurinn sem liðið sýndi nokkrum sinnum mjög framba^rilegur, KR- ingarnir voru hins vegar sýnilega áhugalitlir. Fyrir Víking skoraði Ingunn 6 mörk, Eiríka 3, Sigrún 2 og Guðrún 1 mark. Hansina skor- aði 6 mörk fyrir KR og var yfirburðamanneskja í liðinu ásamt Ásu í markinu. Þær Guð- rún, Anna Lind og Arna skoruðu sitt markið hver fyrir KR. — gg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.