Morgunblaðið - 25.03.1980, Síða 45

Morgunblaðið - 25.03.1980, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980 25 en unnu samt Víki7gur 13:19 lega hluti á milli, en mistök í frístundum. Hjá botnliðinu HK var það hornamaðurinn Berg- sveinn Þórarinsson sem komst best frá leiknum, lék sinn besta leik. Einar varði vel í markinu, að öðru leyti var liðið jafnt. Kalli vítaskytta Það vakti nokkra kátínu þáttur nokkur með Kalla Jó. og mark- verði Víkings í aðalhlutverkum. HK fékk víti og Kalli trítlaði inn á til að skjóta. Og hann skoraði hjá Kristjáni. Aftur fékk HK víti og enn trítlaði Kalli inn á og skoraði. Þegar hann hafði skorað glotti hann til Víkinganna og stakk upp á því að Jens fengi að reyna næst. Aftur fékk HK víti og enn trítlaði Kalli inn á. Og nú fékk Jens að spreyta sig. Og varði örugglega. í stuttu máli: Varmá 1. deild HK—Víkingur 13-19(8-8) Mörk HK. Bergsveinn Þórar- insson 4, Ragnar Olafsson 3, Hilmar Sigurgíslason 3, Kalli Jó 2 og Kristján Örn 1 mark. Mörk Víkings: Ólafur Jónsson, Páll Björgvinsson og Sigurður Gunnarsson 4 hver, Þorbergur Aðalsteinsson 3, Erlendur Her- mannsson 2, Steinar Birgisson og Arni Indriðason 1 hvor. Víti í vaskinn: Kristján varði frá Ragnari, Jens frá Kalla Jó. og Einar varði vítakast Sigurðar Gunnarssonar. Brottrekstur: Bergsveinn og Magnús, HK, Árni og Steinar, Víkingi, í tvær mínútur hver,— gg. skoraði móti Þór Þróttur O^ ■ OO Þór Ak M mámmámi Besti maður Þróttar var Sigurð- ur Sveinsson, en hann er áreiðan- lega einn skotharðasti leikmaður- inn í íslenskum handknattleik í dag. Sigurður skoraði úr auka- köstum og öllum hugsanlegum færum. Var erfitt að skilja af hverju hann var ekki tekinn úr umferð í leiknum. Hjá Þór átti Gunnar Gunnarsson stórgóðan leik. Er hann mjög laginn horna- maður og skoraði hann hvert markið öðru fallegra. Þá átti Ragnar Þorvaldsson markvörður ágætan leik lengst af. Mörk Þróttar: Sigurður Sveins- son 18 (5 víti), Páll 3, Ólafur H. 3, Lárus 2, Einar 1. Mörk Þórs: Sigtryggur 7, Gunn- ar 6, Arnar 4, Ólafur 2, Valur, Árni og Hrafnkell 1 mark hver.þr. tifuðu áfram án þess Týrurum tækist, að jafna metin. Naumur en fyllilega sanngjarn sigur KA, 18-17. Ekki er hægt að hrópa húrra fyrir frammistöðu leikmanna lið- anna í þessum leik, sem verður að dæmast slakur. Hjá Tý bar langmest á Sigurlási sem að vanda skoraði mörg falleg mörk og hjá KA voru það bræð- urnir knáu, Alfreð og Gunnar Gíslasynir, sem voru manna at- kvæðamestir. Dómarar voru þeir Andrés Kristjánsson og Ólafur Jóhann- esson og þótt mörgum þeir gerast sekir um all mikið misræmi í dómum. Mörk KA: Alfreð Gíslason 6 (2v), Gunnar Gíslason 5, Þorleifur Ananíasson 2, Magnús Birgisson 1, Friðjón Jónssson 1, Jóhann Einarsson 1, Hermann Haralds- son 1, Guðmundur Guðmundsson 1. Mörk Týs: Sigurlás Þorleifsson 9, Ingibergur Einarsson 3, Helgi Ragnarsson 2 (lv), Þorvarður Þorvaldsson 1, Magnús Þor- steinsson 1, Kári Þorleifsson 1. — hkj. Stórskyttan Sigurður Sveinsson Þrótti. Staðan í 2. deild ÚRSLIT í leikjunum í 2. deild um helgina urðu þessi: Þróttur - Þór Ak. 27-23 Ármann — Þór Ak. 25—20 ÞórVest. - KA 24-25 Týr - KA 17-18 Staðan er nú þannig: KA 13 9 2 2 279-262 20 Þróttur 13 8 2 3 295-267 18 Fylkir 12 8 1 3 249-226 17 Afture. 13 6 2 5 254-252 14 Ármann 12 5 2 5 269—262 12 Týr 13 4 3 6 252-264 10 Þór Ak. 13 3 0 10 278-298 6 ÞórVest.13 2 0 11 257-310 4 Þór í Ekki gat leikur Þórs frá Akur- eyri og Ármanns í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik byrjað á réttum tíma á sunnudag í Laugardalshöllinni. Leikmenn þurftu að bíða í 35 minútur áður en leikurinn gat hafist. Afskap- lega hvmileitt hversu dómara- málin eru oft til vandræða í handknattleiknum Lið Ármenn- inga sigraði Þórsara nokkuð ör- ugglega með fimm marka mun, 25—20, 1 frekar slökum leik. Þórsarar voru öllu brattari fram- an af í leiknum en er liða tók á • Björn Eiríksson svífur inn í vítateig FH og skorar eitt af mörkum sínum í leiknum. Magnús Teitsson er aðeins of seinn að hefta för Björns. Liósm Mbl GuW" Framburstaði FH Ekki var að sjá að FH-ingar hefðu hinn minnsta áhuga á þvi sem þeir voru að gera er þeir létu einn af fallkandídötunum, Fram, rassskella sig fyrir framan sitt eigið fólk í iþróttahúsinu í Hafn- arfirði á laugardaginn. Eftir leikinn, sem Fram vann 28—22, fögnuðu leikmenn liðsins gífur- lega, enda tryggði sigurjnn að öllum líkindum sæti liðsins i 1. deild. Það er hins vegar best fyrir FH að gleyma þessum leik sem fyrst og reyna að gera betur næst. í lið FH vantaði þá Geir, Guðmund Árna, Valgarð og Árna Árnason. En það er engin afsök- un, tveir af lykilmönnum Fram léku þrátt fyrir meiðsli sem háðu þeim. Það var þó fátt sem benti til þess sem í vændum var í byrjun. Sóknir Fram stóðu flestar í um 5 sekúndur fyrstu 10 mínútur leiks- ins, leikmennirnir voru slappir á taugum og ekkert gekk. 22:28 FH-ingarnir voru engir snillingar og stefndi allt í að liðið fengi tvö afar auðveld stig. En síðan small Fram í gír og voru Hafnfirð- ingarnir þá teknir í kennslustund, bæði í handknattleik og í leikgleði, en Framararnir höfðu sýnilega mun meiri áhuga á því sem þeir voru að gera en FH-ingar. Lið Fram var fyrst og fremst sterkara sem heild gegn FH, veikir hlekkir voru engir að þessu sinni, allir gerðu sitt og enginn brást. Að öðrum ólöstuðum kom þó Erlendur Davíðsson best frá leiknum, en hann hefur verið feikilega vaxandi leikmaður síðari hluta vetrar. Hjá FH var Magnús Teitsson lang bestur, aðrir voru ekki sjálfum sér líkir og mark- verðirnir vörðu varla skot. í stuttu máli: íslandsmótið Hafn- arfjörður FH — Fram 22—28 (10-12). Mörk FH: Kristján Arason 5 (4), Pétur Ingólfsson 3, Magnús Teitsson, Hafsteinn Pétursson, Sveinn Bragason, Guðmundur Magnússon, Sæmundur Stefáns- son og Eyjólfur Bragason 2 mörk hver, Theodór Sigurðsson, Hans Guðmundsson 1 hvor. Mörk Fram: Erlendur Dav- íðsson 5 (2), Atli Hilmarsson og Jón Árni Rúnarsson 4 hvor, Hann- es Leifsson og Egill Jóhannsson 3 hvor, Björn Eiríksson, Jóhann Kristinsson, Birgir Jóhannsson og Andrés Bridde 2 mörk hver, Sigur- bergur Sigsteinsson 1 mark. Víti í vaskinn: Haraldur hjá FH varði víti Erlends og Sigurður Þórarinsson varði vítakast Krist- jáns Arasonar. Brottrekstrar: Sæmundur Stef- ánsson í 4 mínútur, Björn Eiríks í tvær. gg. KA skoraði sigurmarkið eftir að leiktíma lauk KA-menn eru nú komnir á beinu brautina í kapphlaupinu um sæti í 1. deild næsta keppn- istímabil eftir tvo sigra í Eyjum um helgina. Á sunnudaginn léku þeir við botnliðið Þór og áttu allan tímann í hinu mesta basli með Þórara sem voru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Og þó þarna mættust lið af báðum endum deildarinnar ef svo má að orði komast, þá var ekki í þessum leik merkjanlegur neinn munur á botnliðinu og toppliðinu. Leikurinn var allan tímann jafn -KvAe 24:25 og barist af mikilli hörku á báða bóga. KA var lengst af með forustu í leiknum og hafði í hálfleik yfir 13—11. Þetta hélst svo fram eftir s.h. allt þar til um 13 mín. voru eftir að Þórurum tekst að jafna metin 19—19. Síðustu mín. voru barátta upp á líf og dauða fyrir bæði liðin og sviptingar miklar. Liðin skiptust á fallhættu -mÞa6?n 25:20 fyrri hálfleik náði lið Ármanns sér á strik og náði yfirhöndinni og leiddi leikinn 10—8 í hálfleik. í síðari hálfleiknum hafði Ár- mann svo ávallt frumkvæðið í leiknum og sigraði verðskuldað. I liði Ármanns átti Hörður Krist- insson góðan leik í vörninni jafn- framt því sem hann skoraði sex mörk, öll úr vítaköstum. Friðrik og Jón Viðar voru líka drjúgir. Lið Þórs var ekki burðugt, Pálmi Pálmason sýndi sæmilegan leik i fyrri hálfleiknum en lék ekki eins vel í þeim síðari. Þá átti Sigtrygg- ur sæmilegan dag. Mörk Ármanns: Hörður 7, Frið- rik 5, Þráinn 4, Jón Viðar 3, Kristinn og Haukur 2 hvor og Grétar, Björn og Smári 1 mark hver. Mörk Þórs: Pálmi 7, Sigtryggur 4, Oddur 3, Valur 3, Hrafnkell 2, Árni 1. um að hafa forustuna í leiknum og þegar tíminn rann út var jafnt, 24—24, og aðeins eftir að fram- kvæma aukakast sem KA hafði fengið dæmt sér til handa á síðustu sekúndu leiksins. KA- menn stilltu upp og á snilldar- legan hátt vatt Jóhann Einarsson framhjá varnatvegg Þórs og skor- aði sigurmark KA. Jóhann kórón- aði þar með stórgóðan leik sinn og fékk tolleringu frá félögum sínum að launum. 25—24, naumari getur sigur tæpast orðið. Leikur þessi bar öll merki þess taugaálags sem liðin léku undir og bitnaði það verulega á leiknum. Mikið var um pústra og brot. Að vanda var Alfreð Gíslason aðal- ógnvaldurinn í ieiknum, geysilega öflugur leikmaður. Þá átti Jóhann Einarsson mjög góðan leik. Hjá Þór bar Sigmar Þröstur í markinu af, hann bregst aldrei strákurinn sá. Ragnar Hilmarsson og Gústaf Björnss. áttu báðir góðan dag. Mörk KA: Alfreð Gíslason 8, Þorleifur Ananíasson 5, Jóhann Einarsson 7, Gunnar Gíslason 3, Hermann Haraldsson 1, Guð- mundur Guðmundsson 1. Mörk Þórs: Ragnar Hilmarsson 7, Gústaf Björnsson 5, Ásmundur Friðriksson 4, Albert Ágústsson 2, Karl Jónsson 2, Böðvar Bergþórs- son 2, Herbert Þorleifsson 1, Gestur Matthíasson 1. —hkj.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.