Morgunblaðið - 25.03.1980, Síða 47

Morgunblaðið - 25.03.1980, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980 27 Ragnheiður varð þýzkur meistari „Ragnheiður hljóp frábærlega síðustu 200 metrana. stakk keppinauta sína af og varð vest- ur-þýzkur stúlknameistari á mjög góðum tíma, 4:23,5 mínút- um, en það er betri árangur en vestur-þýzka metið í flokki 17 ára og yngri,“ sagði Hanno Rhein- eck, sem er islenskum frjáls- iþróttamönnum að góðu kunnur. í spjalli við Mbl. Hanno fylgdist með er íslenzku frjálsíþróttakonurnar, systurnar Rut og Ragnheiður Ólafsdætur úr FH kepptu nýlega á innanhúss- meistaramóti Vestur-Þýzkalands í frjálsíþróttum fyrir 17 ára og yngri, en á mótinu stóðu þær systur sig stórvel, Ragnheiður sigraði í 1500 metra hlaupinu og Rut varð fjórða í 800 metra hlaupi. Frábært hjá hinum ungu og efni- legu frjálsíþróttakonum, sem verða 16 og 17 ára á þessu ári, því Þjóðverjar eru sem kunnugt er eitt mesta frjálsíþróttaveldi heims. Þær systur hafa dvalið í vetur í Köln við æfingar hjá þjálfaranum Lutz Múller, sem m.a þjálfar vestur-þýzka methafann í milli- vegalengdahlaupum, Brigitte Kraus, sem m.a. varð Evrópu- meistari innanhúss í 1500 m hlaupi 1976. Keppa systurnar fyrir sama félag og Kraus, eða ASV Köln. Hanno sagði að lengst af hefði Ragnheiður verið í öðru sæti í hlaupinu, en er hringur var eftir, þ.e. 200 metrar, tók hún góðan endasprett, geystist fram úr stúlku er hafði leitt mest allt hlaupið. Stúlkan í öðru sæti hlaut 4:27,4 mínútur. Árangur Ragn- heiðar er nýtt íslandsmet innari- húss, og hennar langbezti tími í 1500 metra hlaupi. Nálgast hún óðfluga utanhússmet Lilju Guð- mundsdóttur ÍR 4:19,3 mínútur, en fyrra innanhússmetið átti Lilja 4:27,4 mínútur, sett í Turku er Lilja varð finnskur meistari inn- anhúss 1977. Rut varð fjórða, eins og áður segir, á 2:11,4 mínútum, sem er sami árangur og hún hefur áður náð. Sigurvegarinn í hlaupinu fékk 2:06,0 mínútur, að sögn Hannos. Þær systur dveljast nú við æfingar í Kaliforníu, í San Diego, með félagi sínu, ASV- Köln. — ágás. • Sigurður Helgason deildarstjóri sæmdur gullmerki ÍSÍ af Gísla Halldórssyni forseta ÍSÍ. • Hermann Sigtryggsson frá Akureyri tekur við heiðursorðu ÍSÍ. Hermann er íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Akureyrar. íslandsmót fatlaöra íslandsmót 1980 í borð- tennis, boccia, bogfimi og sundi. Ákveðið er að íslandsmót í borð- tennis. boccia, bogfimi og sundi, fari fram i Reykjavík 18.—20. april n.k. Aðeins verður keppt í þeim greinum þar sem 2 eða fleiri eru skráðir þátttakendur. Veitt verða 1., 2. og 3. verðlaun i öllum flokkum allra íslands- mótanna. Nánari upplýsingar um tíma- setningu verða tilkynntar síðar. Skriflegar þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist íþróttasam- bandi fatlaðra, Box 864, eigi síðar en 8. apríl n.k. • Ragnheiður Ólafsdóttir FH stóð sig frábærlega vel á innan- hússmeistaramóti Vestur-Þýzka- lands í frjálsiþróttum fyrir 17 ára og yngri á dögunum. SAMBANDSSTJÓRN Í.S.Í hélt fund i Reykjavik 15. mars sl. í sambandsstjórninni eiga sæti formenn allra sérsambanda og héraðssambanda. auk fram- kvæmdastjórnar Í.S.Í., samtals um 50 manns. Meðal viðfangsefna fundarins var að ganga frá skiptingu út- breiðslustyrks til sérsamband- anna, samtals að upphæð kr. 35,0 milljónir. Einnig staðfesti fund- urinn lög íþróttasambands fatl- aðra, sem stofnað var 17. maí á sl. ári og auk þess breytingar á lögum nokkurra annarra sérsam- banda. Þá ræddi sambandsstjórnar- fundurinn rækilega um fræðslu- mál íþróttahreyfingarinnar, sem nú eru mjög i brennidepli og einnig var gerð ýtarleg grein fyrir undirbúningi Íþróttahátíð- ar Í.S.Í., sem fram fer í Reykjavik 26.-29. júní í sumar. Á fundi sambandsstjórnarinn- ar voru kjörnir 3 heiðursféiagar: Björgvin Schram. stórkaupm., óskar Ágústsson, iþróttakennari og Úlfar Þórðarson, læknir. Hermann Sigtryggsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Ak- ureyringa, var sæmdur Heiðurs- orðu Í.S.Í. og Sigurður Helgason, deildarstjóri var sæmdur gull- merki Í.S.Í. 648 stig í tíu leikjum! LOKIÐ er nú íslandsmótinu i körfuknattleik og bikarkeppn- inni. Trent Smock hjá ÍS varð stigahæstur. frá því hefur verið skýrt. Jón Sigurðsson. körfu- kóngurinn hjá KR var kjörinn leikmaður mótsins af Mbl. En afrek eins leikmanns í l.deild ber ekki að feia og það er afrek Danny Shous hjá Ármanni. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 648 stig í 10 leikjum í 1. deild. Er það milli 60 og 70 stig að meðaltali i leik. þ.á m. 100 stig í einum leik í Borgarnesi. Hvort að nokkur á eftir að leika þennan leik eftir Danny verður að teljast frekar ólíklegt, enda maðurinn engum likur. • Danny Shous skoraði 648 stijf í 10 leikjum! • Svo sem skýrt var frá i Mbl. á þriðjudaginn, fór fram úrslitakeppnin i yngri flokkunum i handknattleik um siðustu helgi. Hér fylgja myndir af Haukum og Vikingi, sem urðu í öðru og þriðja sætinu i 5. flokki, en úrslitakeppnin i þeim flokki fór fram að Varmá. Ljósm. — gg. • Þrír nýkjörnir heiðursfélagar ÍSÍ (f.v.): Úlfar Þórðarson, læknir, óskar Ágústsson, íþróttakennari, og Björgvin Schram, stórkaupmaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.