Morgunblaðið - 25.03.1980, Side 22

Morgunblaðið - 25.03.1980, Side 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980 Fiskverðsákvörðun rædd á Alþingi: Vandi sjávarútvegs og viðbrögð ríkisstjórnar Hvort grípur ríkisstjórnin inn í, hvenær og hvern veg? — spyr Matthías Bjarnason — Aí 84 dögum. sem af eru ársins, eru 47, sem ekkert fisk- verð hefur verið gildandi —‘ í þessu landi fiskveiða og sjávar- útvegs, sagði Matthías Bjarnason í umræðu utan dagskrár á Al- þingi í gær. Matthias kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og krafði ríkisstjórnina svara um, hvað stjórnvöld hygðust gjöra í mál- efnum frystiiðnaðar og sjávar- útvegs. Annars vegar færu sjó- menn og útvegsmen fram á fisk- verðshækkun til samræmis við hækkun verðbóta á laun 1. marz sl. um 6,67%. Hins vegar teldu fiskkaupendur óumflýjanlegt að lækka fiskverð um 12%, vegna rekstrarstöðu fiskvinnslunnar í kjölfar hækkana innanlands og verðlækkana erlendis. Verðlagsráð sjávarútvegsins Matthías Bjarnason (S) vitnaði til fréttar í Sjónvarpi um störf Verð- lagsráðs sjávarútvegs og viðtals við fulltrúa sjómanna þar, Ingólfs Ingólfssonar. Þar hefði komið fram að ráðið biði viðbragða stjórnvalda, sem enn hefðu ekki tekið raunhæft á málum. Spurðist MBj fyrir um, hvort stjórnvöld myndu grípa inn í þann vanda, sem hér væri á höndum í undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarbúsins, og þá hvenær og hvern veg. Þá spurði MBj hvort rétt væri að uppi væru áform í ríkisstjórninni að skattleggja útgerð í landinu með sérstöku gjaldi á hvern lítra gasolíu (7 krónur á lítra) og á hvert tonn af svartolíu (7000 krónu á tonn ) — sem lið í tekjuöflun til að jafna orkukostn- að í landinu. Ef þetta er rétt er hér á ferð nýr skattur á útgerðina sem nemur 1250 m.kr, Eru slíkar skattahugmyndir svar stjórnvalda við fisverðsvandanum? Vanskil í sjávarútvegi MBj spurði hvort ríkisstjórnin teldi stöðu útgerðar slíka að skatt- auki á hana væri leið til lausnar. Ég vil minna á, sagði hann, að heildarvanskil togara hjá Fisk- veiðasjóði um sl. áramót námu 3.225 milljónum króna. Vanskil annarra skipa 2003 millj. kr. Vanskil vegna fasteigna fisk- vinnslufyrirtækja nam 2.418 m. kr. Þetta eru vanskil af höfuðstóli fyrir utan vexti. Samtals eru vanskil sjávarútvegsins hjá Fisk- veiðasjóði 7.640 m.kr. Svipaða sögu má segja um Byggðasjóð. Þar eru vanskil um 1050 m.kr.— Þetta ber ekki vott um að fiskveiðar standi traustum fótum — eða bjóði upp á viðbótarskattlagningu. Þá minnti MBj á verðfall fiskaf- urða: karfa, ufsa og þorskblokkar á Bandaríkjamarkaði — og til- kostnaðarhækkanir innanlands vegna dýrtíðarþróunar. Aukin nýting og framboð á karfa og ufsa hafi, því miður, komið fram í nokkrum söluerfiðleikum. Þessar verðlækkanir bæði á þorski og ýsu þýði hátt í 2ja milljarða tekjutap hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. Halli fyrstihúsa er nú met- inn frá 7 til 9% af veltu, eftir því hvern veg vaxtakostnaður er sett- ur inn í dæmið. Ekki nema með gengisbreytingu, sagði Steingrímur MBj minnti á orð Steingríms Hermannssonar sjávarútvegsráð- herra þess efnis, að hann myndi í þessari viku leggja fram tillögur í vanda sjávarútvegsins. Þær væru þó ekki í þá veru, að frystiiðnaður- inn þyldi fiskverðshækkun. Henni yrði ekki mætt nema með gengis- lækkun. MBj sagði gengislækkun ekki færa nú það gagn sem áður hefði verið vegna þess að afurða- lán væru gengistryggð og erlendar skuldir útvegs og þjóðar hefðu stórhækkað. Það er mikið talað um fram- leiðniaukningu, sagði MBj. Sú grein fiskvinnslunnar, frystiiðn- aður, sem skapað hefur mest verðmætin, stendur nú frammi fyrir því að kunna að þurfa að draga úr framleiðslu. Margir grípa til þess ráðs að fara meira yfir í saitfisk- og skreiðarverkun, þó ekki horfi það til verðmætis- aukningar. Ég spyr hæstvirtan ráðherra, hvað hyggst ríkisstjórnin fyrir, og vænti skýrra og ákveðinna svara. Engar ákvarð- anir teknar Tómas Árnason viðskiptaráð- herra varð fyrir svörum í fjarveru sjávarútvegsráðherra erlendis. Hann sagði engar ákvarðanir hafa veið teknar í ríkisstjórn um skatt á útgerðina_ vegna orkumála. Síð- an rakti TÁ samkomulag í verð- lagsráði sjávarútvega um fiskverð frá áramótum og uppsagnir þessa verðs af hálfu beggja aðila í febrúar. Ekki hefði náðst sam- komulag og máli vísað til yfir- nefndar. Fiskseljendur vildu 6,67% hækkun, fiskkaupendur 12% lækkun, Formlegur frestur til ákvörðunar fiskverðs hefði síðan í tvígang verið framlengdur. Dráttur sá, sem orðinn er, er nokkur, en minna má á að sl. 18 ár hefur fiskverð aðeins þrisvar sinn- um verið ákveðið fyrir áramót. TÁ rakti síðan stöðu mála, sem væru erfið, vegna innlendra kostn- aðarhækkana að undanförnu og lækkunar á markaðsverði á freð- fiski. Þó væri rekstrarstaða frysti- húsa í landinu misjöfn. Snúast þurfti gegn þessum vanda m.a. með aukinni rekstrarhagkvæmni. TÁ sagði tekjur sjómanna nú með bezta móti, miðað við tekjur ann- Stefán Guðmundsson (F): Á FUNDI sameinaðs Alþingis á fimmtudag mælti Stefán Guð- mundsson (F) fyrir þingsálykt- unartillögu um aukna nýtingu i fiskvinnslu, sem hann flytur ásamt Alexander Stefánssyni (F). Framsögumaður sagð að á und- anförnum árum hefði orðið bylt- ing í fiskveiðum og meðferð afl- ans, aðallega með tilkomu minni skuttogara og fiskkassa. Hins veg- ar mætti enn gera betur í nýtingu fiskaflans með því að útbúa fisk- vinnslustöðvarnar betri tækjum. Sagði hann því ótvírætt að þær fiskvinnslustöðvar, sem væru með beztu tækin sýndu beztu afkom- una. T.d. minnkuðu nýjar vogir, smíðaðar hér innanlandsd yfirvikt í pakkningum um 1—2% en það þýddi um 2000 milljóna sparnað og munaði um minna. Ljóst væri að mikið fjármagn þyrfti að koma til ef auka ætti hagræðinguna en það væri þjóð- hagslega hagkvæmt að verja pen- ingum til þess. Athugun hefði leitt í ljós að munur á nýtingu afla hjá frystihúsunum væri allt að 10%. Samkvæmt könnun, sem tímaritið Sjávarfréttir lét framkvæma, var áætlað tap vegna lélegrar nýt- ingar 11,9 milljarðar á fjórum fisktegundum en það svaraði til meðaltalsafla 8—10 skuttogara. Stefán Guðmundsson sagði að lokum að fjárskortur væri helsta orsökin fyrir því að frystihúsin gætu ekki aflað sér nýrra tækja. Fjárhagsvandi hrjáði sífellt þessa grein atvinnulífsins. Næstur tók til máls Tryggvi Gunnarsson (S). Þetta var jómfrú- arræða hans á þingi og birtist hún í heild í blaðinu sl. laugardag. Vísast til hennar. Steingrímur Hermannsson arra. Hann sagði gengismál við- kvæm í umræðu. Ef upplýsingar um ráðgerðir í þeim efnum væru gefnar fyrifram væru ýmsir í aðstöðu til að færa sér þær í nyt. Það er því ábyrgðarhluti að boða gengislækkanir eins og sjálfsagða hluti. Og fréttamenn ættu ekki að spyrja um þau efni, sagði T.Á. Ekki öll sagan Pétur Sigurðsson (S) sagði menn gjarnan tala um háar tekjur sjómanna og væri þá miðað við tímabundinn ávinning í toppveiði- ferðum. Þá væri og gjarnan þagað yrir því, hvert vinnuálag og hverj- ar fjarvistir frá heimili lægju að baki — og að sjálfsögðu um „eyðurnar" í aflabrögðum og tekjuöflun. Hann spurði, hvort nokkurri annarri stétt myndi boð- ið það að vinna í 47 daga af 84, sem liðnir væru ársins, án þess hafa vitneskju um, hver launakjör hennar væru. Aðhald í gengismálum Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra sagði aðhald í gengis- málum stefnumál ríkisstjórnar- innar. Hann sagði útgerð og fisk- vinnslu hafa náð samkomulagi um 11% hækkun fiskverðs skömmu áður er stjórnin var mynduð. Þessu samkomulagi hafi síðar verið sagt upp og ríkisstjórninni kunngjörður vandi firkvinnslunn- ar. Á hvort tveggja verði að líta: rekstrarstöðu helztu atvinnuvega okkar og þau áhrif, sem gengis- lækkun geti haft í þjóðarbúskapn- um. Hann sagði 3% gengissig hækka vísitölu um 1 stig. Forsætisráðherra vék að lækk- un fiskverðs á Bandaríkjamark- aði. Hann sagðist engan dóm leggja á þá verðákvörðun. Hún hefði þó ekki verið ákveðin í samráði beggja sölufyrirtæka okkar þar. Og kunnugir teldu að hún hefði ekki auðveldað sölu- samninga við Sovétríkin. Ráðherra sagði að fiskverðs- samkomulag það, sem orðið var í verðlagsráði, hefði átt að gilda frá 1/1—31/5 nk. Sá vandi, sem nú væri á höndum, ætti rætur í verðbólgunni, versta óvini at- vinnuveganna, og verðlækkunum erlendis. Gengislækkun hefði tví- hliða áhrif eins og Matthías Bjarnason hefði réttilega á bent. Fyrst og síðast yrði þó að hafa í huga rekstrarstöðu undirstöðu- og útflutningsatvinnuvega okkar, að tryggja þeim traustan rekstrar- grundvöll. Svörin valda vonbrigðum Matthías Bjarnason (S) sagði svör ráðherranna valda vonbrigð- um, enda fælu þau hvorki í sér upplýsingar um áform né aðgerðir stjórnvalda. Hann sagði forsætis- ráðherra hafa talað slétt og felt, sem hans væri vandi, en spyrja mætti: var ekki einhverju lofað í sambandi við fiskverðssamkomu- lagið, sem nú hefur verið sagt upp? Lofaði ekki þáverandi starfs- stjórn ákveðnu gengissigi?MBj vék að skuldastöðu fyrirtækja í sjávarútvegi og nauðsyn þess að breyta skuldum í langtímalán, en slíkt nægði þó hvorki til að tryggja tekjur á móti rekstrar- kostnaði í dag — né mæta fisk- verðshækkun. Aðeins verðbólgu- hjöðnun leysti þann vanda sem öll útflutningsframleiðsla væri í, vegna ósamræmis í þróun fram- leiðslukostnaðar annars vegar og söluverðs erlendis hins vegar. Ráðherrann og blöðin Friðrik Sophusson (S) fagnaði yfirlýsingu ráðherra um að ekki kæmu nýir skattar á útveginn. Sá væri munur á verðákvörðun í sjávarútvegi og landbúnaði að í hinu síðara dæminu brúuðu skatt- greiðendur bilið milli framleiðslu- kostnaðar og söluverðs. Viðskipta- ráðherra lagði áherzlu á þag- mælsku varðandi gengismál og gildi þess að blaðamenn hefðu hóf á spurningum. Hér er hann í raun að snupra flokksbróður sinn, formann Framsóknarflokksins, vegna yfirlýsinga hans um gengi og vanda útflutnings. Vilmundur Gylfason (A) tók í sama streng. Ástæðulaust væri að vega að blaðamönnum, sem stæðu í fréttaöflun, en lausmælgi af því tagi, sem Steingrímur hefði orðið ber að í tilvitnuðu blaðasamtali hefði annars staðar þýtt harðari viðbrögð en hér. Auka má verulega nýtingu í fiskvinnslu sjávarútvegsráðherra kvaðst vilja taka undir allt, sem fram hefði komið í framsöguræðu Stefáns Guðmundssonar. Því næst nefndi hann það helsta, sem nú er til athugunar hjá opinberum aðilum og lýtur að framleiðsluaukningu og hagkvæmni í sjávarútvegi og fiskvinnslu. Meiri hagkvæmni væri nauðsynleg en hins vegar mættu fiskvinnslustöðvarnar ekki fara svo geyst í endurnýjun og tækjakaup að þær risu ekki undir því fjárhagslega. Steingrímur sagði að lokum að hann vildi ekki vera margmáll um stjórnunaraðgerðir í fiskveiðum, þar sem þær væru ekki sérstak- lega til umræðu. Hann kvaðst vera mótfallinn kvótakerfi sem Tryggvi Gunnarsson hefði minnst á, m.a. vegna þess að þá gætu duglegir fiskimenn eins og Tryggvi sjálfur dregist niður í meðalmennskuna. Lántaka vegna tekjutaps bænda: Greiðist að hálfu úr byggðasjóði og hálf u úr ríkissjóði í gær var samþykkt sem lög frá Alþingi heimild til ríkis- sjóðsábyrgðar og greiðslu á 3000 milljóna króna láni, sem Framleiðsluráð landbúnaðarins hyggst taka á árinu 1980. Lán- ið, sem má verðtryggja með Iánskjaravísitölu eða jafngildi sömu fjárhæðar í erjendri mynt, á að nýta til að bæta bændum tekjutap vegna óverð- tryggðs útflutnings búvöru á liðnu verðlagsári. í síðari frumvarpsgrein er kveðið á um að Byggðasjóður skuli á næstu 3—5 árum greiða allt að helmingi láns þessa, en að ríkissjóður skuli að öðru leyti annast afborganir, vexti og kostnað allan af láninu. Matthías Á Mathiesen (S) sagði í umræðu um málið, að vandinn vegna söluerfiðleika umfram- framleislu búvara hefði verið til meðferðar um allnokkurn tíma. Síðasta vinstri stjórn hefði þó horft fram hjá honum og í engu brugðist við í samræmi við það sem í sjónmáli var. Halldór E. Sigurðsson, þá landbúnaðarráð- herra, hefði þegar 1973 reynt að ná fram breytingu á gildandi löggjöf, með hliðsjón af þessum vanda, en síðan hefði kyrrt legið unz nefnd hefði verið skipuð 1979 til að gera tillögur í málinu, ásamt viðbrögðum vegna vorharðinda 1979. Ingi Tryggvason frv. alþing- ismaður var formaður þessarar nefndar, sem vann verk sín vel og rösklega, sagði MÁM. Steinþór Gestsson alþingismaður lagði fram fjármögnunartillögur í þess- ari nefnd, sem voru í samræmi við markaða stefnu Sjálfstæðisflokks- ins til vandans. í þessu frumvarpi er að hluta til farin sú leið, þ.e. um Byggðasjóð, sem hann lagði til, en þessi aðstoð fellur undir þau markmið er sá sjóður átti að þjóna. Hins vegar tel ég vafasamt að grípa til erlendrar lántöku í þessu skyni, eins og til stendur að sögn Halldórs Ásgrímssonar (F). Þrátt fyrir það munu sjálfstæð- ismenn eiga hlut að máli við samþykkt frumvarpsins sagði MÁM að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.