Morgunblaðið - 25.03.1980, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 25.03.1980, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980 31 112 Útflutningsuppbótaþörfin 15,2 milljarðar: Unnið að mótun heildarstefnu í landbúnaði — segir Pálmi Jónsson Á FUNDI neðri deildar Al- þingis á fimmtudaginn var fram haldið 2. umræðu um Framleiðsluráð landbúnaðar- ins og fyrihugaða lántöku vegna útflutningsuppbóta. Árni Gunnarsson (A) tók fyrstur til máls og kvaðst vilja beina spurningum til Pálma Jónssonar landbúnaðarráð- herra um framhald á greiðslu útflutningsuppbóta. Hann kvaðst hafa fengið viðbótar- upplýsingar frá Hagstofu Islands um útlutningsupp- bótaþörfina 1979—’80. Væri hún að öllu óbreyttu og miðað við gefnar forsendur 15,2 milljarðar en kunni að hækka í 20 milljarða króna. Sam- kvæmt þessu væri fyrirsjáan- legur umtalsverður fjárskort- ur til þess að mæta þörfinni. Spurði þingmaðurinn hvort einhverjar ráðstafanir væri búið að gera til þess að mæta þessari fjárþörf eða væri niðurskurður á döfinni. Einnig spurði hann um fyrirhuguð fjárframlög til jarðræktar og kvað það fáranlegt að leggja fram fé til túnræktar þegar við ættum við offramleiðslu- vandamál að stríða. Pálmi Jónsson landbúnað- arráðherra kvaðst ekki kann- ast við töluna 20 milljarðar. Hann sagði að í fjarlagafrum- varpinu væri gert ráð fyrir því að mæta útflutningsuppbóta- þörfinni með framlagi sem næmi 10% af heildarfram- leiðslu landbúnaðarafurða eins og lög gerðu ráð fyrir en það væru um 8,2 milljarðar. Ráðherrann sagði að þá vantaði kannski 6—7 millj- arða, sem yrði að brúa. Þessi tala kynni að verða lægri, t.d. hefði í fyrra verið talið að vantaði 5—6 milljarða en þeg- ar dæmið var gert upp hefði vantað 3,5 milljarða. Það kæmi ekki í ljós fyrr en í lok verðlagsársins 31. ágúst hve mikið vantaði upp á. Fækkun gripa ætti einmitt að valda því að upphæðin yrði lægri. Pálmi sagði að unnið væri að heild- arstefnumótun í landbúnaði og sagðist vona að unnt yrði að kynna hana á þessu þingi. Þegar hún lægi fyrir yrði hægt að ákveða í ríkisstjórninni hvernig vandanum yrði mætt. Hann sagði ennfremur, að það væri ljóst, að fé yrði áfram veitt til jarðræktar- framkvæmda. Árni Gunnarsson tók aftur til máls og þakkaði ráðherran- um svör hans. Niðurstaðan af svörum hans væri einföld. Þarna væri á ferðinni eitt mesta vandamál, sem þjóðin ætti við að glíma. Sveigjan- leiki til breytinga á fjárlaga- frumvarpinu væri mjög lítill, m.a. vegna hárra framlaga til landbúnaðar. Menn yrðu að viðurkenna vandann og viður- kenna að núrverandi stefna í landbúnaði væri gjörsamlega hrunin. Eitt helsta vandamál þingsins væri að móta nýja landbúnaðarstefnu. Pálmi Jónsson kvaðst vilja mótmæla því að málefni land- búnaðarins væri stærsti vand- inn í dag. Orsaka vandans væri ekki að leita í stefnunni nema að litlu leyti, það væri verðbólguvandinn og verðlags- þróunin í landinu sem ættu stærstu sökina. Pálmi Jónsson þakkaði að lokum breyttan tón í ræðu Árna frá því sem hefði verið í ræðum sumra flokks- bræðra hans. Málið var því næst tekið út af dagskrá og atkvæðagreiðslu frestað. Sigurvegararnir Stig Werdelin og Steen Möller ásamt formanni Bridgefélags Reykjavíkur, Jakobi R. Möller. Glæsilegur sigur danska parsins á Stórmóti BR STIG Werdelin og Steen Möller sigruðu örugglega á Stórmóti Bridgefélags Reykjavíkur sem fram fór á Hótel Loftleiðum um helgina. Hlutu þeir félagar 386 stig yfir meðalskor eða 200 stigum meira en parið sem hafnaði í öðru sæti. Má segja að ekkert íslenzka parið komist með tærnar þar sem Danirnir hafa hælana en sam- kvæmt útreikningi fengu þeir 71,6% skor sem verður að teljast mjög hátt í móti sem þessu. Keppnin hófst kl. 13 á laugardag með því að Jakob R. Möller, formaður Bridgefélags Reykjavkur, setti mótið og bauð gesti velkomna og þá sérstaklega Steen og Stig. Staðan eftir 10 umferðir: Guðbrandur Sigurbergsson Stig Oddur Hjaltason 120 Skúli Einarsson — Þorlákur Jónsson 97 Hjalti Elíasson — Ásmundur Pálsson 90 Stefán Guðjohnsen — Jóhann Jónsson 88 Steen Möller — Stig Werdelin 83 Gísli Hafliðason — Sigurður Þorsteinsson 65 Fátt markvert gerðist fyrstu umferðirnar: Steen og Stig skoruðu ætíð eitthvað í hverri umferð. Guðbrandur og Oddur skoruðu mikið. Staðan eftir 20 umferðir: Guðbrandur — Oddur Stig 131 Hjalti — Ásmundur 121 Ragnar — Sævin 118 Hannes J. — Ágúst H. 113 Skúli — Þorlákur 92 Stig — Steen 92 Allt hafði gengið á afturfótunum hjá Stig og Steen í síðustu umferð- unum. Höfðu þeir farið niður í 11. sæti en þá brast stíflan. Mátti heita að þeir skoruðu látlaust eftir þetta og fengu þeir 48 stig yfir meðalskor í einni setunni af 51 mögulegu. Spilað var til klukkan rúmlega 2 aðfaranótt sunnudagsins og á tímanum milli kl. 12 og 2 tóku Stig og Steen afgerandi forystu. Sögðu þeir í pallborðsumræðum að spila- mennsku lokinni að á þessum tíma hefðu andstæðingar þeirra gert verstu villurnar og hefði þreyta verið farin að hrjá margan spilar- ann. Staðan eftir 30 umferðir: Stig Steen — Stig 315 Stefán — Jóhann 143 Ragnar B. — Sævin B. 143 Hjalti — Ásmundur 140 Gísli — Sigurður 127 Brldge Umsjón» ARNÓR RAGNARSSON Allan sunnudaginn skoruðu Dan- irnir látlaust meðan íslenzku pörin fengu jákvæðan og neikvæðan ár- angur til skiptis. Keppnin um fyrsta sætið var búin og aðeins spurningin hverjir hrepptu 2., 3. og 4. sætið. Lokastaðan: gtjg Stig Werdelin — Steen Möller 386 Gísli Hafliðason — Sigurður B. Þorsteinss. 186 Ragnar Björnsson — Sævin Bjarnason 175 Stefán Guðjohnsen — Jóhann Jónsson 131 Hjalti Elíasson — Ásmundur Pálsson ’ 129 Guðbrandur Sigurbergss. — Oddur Hjaltason 120 Jón Ásbjörnsson — Símon Símonarson 120 Guðmundur Pétursson — Karl Sigurhjartars. 107 Ingvar Hauksson — Orwelle Utlay 104 Hannes Jónsson — Ágúst Helgason 86 Röð efstu paranna kom nokkuð á óvart og má telja öruggt að þetta sé bezti árangur sem Gísli, Sigurður, Sævin og Ragnar hafa náð í keppni á undanförnum árum. Veitt voru gullstig til 8 efstu paranna og fékk 8. parið 1 gullstig, 7. parið 3 gullstig, o.s.frv. Að lokinni spilamennsku fóru fram pallborðsumræður við gestina undir stjórn Jakobs R. Möllers. Kom þar m.a. fram að hjá þeim félögum að þeir töldu að tslend- ingar ættu mörg góð pör en það virtist sem vantaði toppspilara í landslið. Þá kom fram að yfir 20 pör spila „nákvæmnislaufið" eða „Precision" og töldu Stig og Steen að margir af þeim spilurum sem nota það kerfi ráði eki að öllu leyti við það og væri heppilegra að nota kerfi þar sem 1 lauf og 1 tígull væru litasagnir. Þeir félagar voru mjög ánægðir með mótsstjórnina og sögðust aldrei hafa séð það áður að útskrift á spilum og skor væru gefin upp samtímis. Þeir félagar sögðu að í Dan- mörku væru margir ungir og efni- legir spilarar og þyrftu þeir ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni í þeim efnum. Aftur á móti væru danskir spilarar lítið betur settir en íslendingar hvað varðaði að fá að reyna sig við spilara frá öðrum þjóðum. Steen og Stig eru báðir lögfræðingar frá Kaupmannahöfn og hafa þrívegis orðið í öðru sæti í Sunday Times-keppninni. Stig sagði að þeir félagar hefðu átt mjög góða möguleika á að vinna keppn- ina a.m.k. einu sinni en ekki tekist. Þá kom fram að peningaverðlaun í Sunday Times-keppninni eru engin. í lok pallborðsumræðnanna kom fram ábending frá einum spilar- anna, Lárusi Hermannssyni, þess efnis að Danirnir yrðu látnir vita af skemmtistaðnum Hollywood og vakti ábending mikla kátínu. Keppnisstjóri á Stórmótinu var Vilhjálmur Sigurðsson. Reikni- meistari Þorfinnur Karlsson og honum til aðstoðar Vigfús Pálsson. Um verðlaunaafhendingu sá Si- gmundur Stefánsson. Allii þekkj BRILLO Brillo sápusvampurinn er þín daglega hjálp viö ræstinguna í eldhúsinu. Hann auöveldar hreinsun á pottum, pönnum, ofnum, eldavélum og fíeiru sem mikiö mæðir á og skilar því skínandi hreinu og fáguöu. BRILLO ÞÍN DAGLEGA HJÁLP.,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.