Morgunblaðið - 25.03.1980, Síða 25

Morgunblaðið - 25.03.1980, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980 33 Sveinn Jóh. Þórðarson, Innri-Múla, Barðaströnd: Sjaldan veldur einn þá tveir deila Það hefur verið mikið rætt og ritað að undanförnu um Sjálf- stæðisflokkinn, einstaka þing- menn hans, stefnu flokksins og myndun núverandi ríkisstjórnar, skrif og myndir manna um framá- menn flokksins. Langar mig að leggja þarna orð í belg, þó ég telji mál að linni. Þá er það fyrst Sjálfstæðis- flokkurinn. Við erum sammála um, að hann á að vera flokkur allra stétta og manna, hvar sem þeir búa á landinu. Frjálslyndur flokkur, sem styður fyrst og fremst frjálst framtak, einstakl- ingana, en viðurkennir samvinnu- og ríkisbúskap, þar sem það hent- ar betur. Við viljum ekki þá stefnu Steingríms Hermannssonar að flokka þjóðina í tvær fylkingar, hægri og vinstri, og ræða svo ekki við nema aðra fylkinguna. Ég held, að það sé misskilningur hjá Steingrími H. að halda, að menn kjósi bara um eitt mál þegar þeir ganga að kjörborðinu (hægri eða vinstri). Ég er sammála meirihluta þing- flokks Sjálfstæðisfl. um að ekki hafi verið rétt staðið að myndun núverandi ríkisstjórnar og brotn- ar þar reglur Sjálfstfl. (en ekki reglur lýðræðisins). En ástæðurn- ar munu vera margar. Ætla ég ekki hér að skrifa um þar, en segja bara: Sjaldan veldur einn þá tveir deila. Þess vegna tel ég, að við eigum nú að slíðra sveðju og styðja okkar ráðherra eins og við getum og koma okkar helstu stefnumálum þar að, eins og hægt er í þriggja flokka stjórn. Efast ég ekki um vilja ráðherra okkar. Sömuleiðis mun stór hluti kjósenda Sjálfstfl. vilja það. Með því gerum við Sjálfstfl. mest gagn og snúum á andstæðingana. Þá eru það kosningaúrslitin. Menn tala um tap Sjálfstfl. Ég tel tapið ekki vera nema í Reykjavík, þar virðist Sjálfstfl. vera að tapa. Ástæðurnar tel ég fyrst og fremst vera prófkjörunum að kenna. Út úr þeim kemur röng uppstilla. Önnur ástæða er röng túlkun á stefnu Sjálfstfl. Það þýðir ekkert að vera með aðra stefnu í Reykjavík og aðra úti á landi. Mér virðast sumir af yngri þingm. flokksins í Rvík gera það. Það gengur ekki í Reykvíkinga af þeirri ástæðu, að þeir eru að stórum hluta dreifbýlisfólk og hafa fullan skilning á málum dreifbýlisins. Þá ætla ég að víkja að fjölmiðl- um. Mér finnst eðlilegt að útvarp og sjónvarp reyni að leiða menn saman í þáttum sínum. En svo þarf að vera mat forystumanna flokkanna, hvort þeir telja rétt að ota fprystumönnum sínum saman þar. Ég er á móti því. Ég hef alltaf álitið Morgunblaðið vera fyrst málgagn okkar sjálfstæðismanna, hvar sem við búum. Nú, eftir að stjórnin var mynduð, finnst mér það hafa snúist gegn okkur, sem búum í sveitum landsins. Þykir mér það miður. Það get ég sagt Morgunblaðinu, að það er jafn mikils virði fyrir Sjálfstfl. at- kvæði úr sveit og kaupstað. Ég veit ekki hvort sá, sem skrifar Staksteina 22/2 er nokkuð meiri sjálfstæðismaður en undirritaður. Vil ég biðja hann að gjöra svo vel og taka það skriflega aftur og hafa nafn sitt undir, að ég og aðrir í sveitum sem styðja Sjálfstfl. séum Framsóknar-sjálfstæðismenn. Ég held, að þeir sem ráða skrifum Morgunblaðsins ættu ekki að vera að ota neytendum og bændum saman. Þeir þurfa frekar á öðru að halda. Ef Morgunblaðið ætlar að hætta að styðja sjálfstæðismenn, hvar sem þeir búa og eitthvað fari öðru vísi en við hefðum óskað, þá þurfum við að fá okkur annað málgagn, sem hjálpar okkur að sameina okkur aftur en elur ekki á hrepparíg eins og Morgunblaðið gerir nú. Við verðum að leyfa fólki að búa þar sem því finnst best að vera. Það þýðir ekkert að vera að rífast um að þessi og þessi sé styrktur meir en hinn. Ég spyr: Hvað er styrkurog hvað er hagstjórnartæki? Að lokum þetta. Ég er sammála þeim mörgu sjálfstæðismönnum, sem vilja kalla saman landsfund á þessu ári. Þurfum við þá að stokka svolítið upp í forystusveitinni og fá þar inn menn, sem geta samein- að kraftana á ný og fylgt þeirri frjálslyndu stefnu, sem flokkurinn hafði. Dettur mér þá í hug m.a. nafn Björns Bjarnasonar (Bene- diktssonar). Skrifað á sólríkum góudegi, Sveinn Jóh. Þórðarson. Frá sýningu Sigrúnar í bókasafninu á ísafirði. Sigrún Eldjárn sýnir á ísaf irði OPNUÐ hefur verið sýning á grafíkmyndum eftir Sigrúnu Eld- járn í bókasafninu á Isafirði. Á sýningunni eru 20 myndir unnar á árunum 1977—1980. Sýningin verður opin á venjulegum af- greiðslutíma safnsins, virka daga kl. 2—7, nema fimmtudaga kl. 2—9 og laugardaga kl. 2—4. Sýn- ingin stendur til 30. mars. Sigrún Eldjárn er fædd í Reykjavík 1954. Hún stundaði nám við Myndlistar- og handíðaskóla íslands 1974—’77 við grafíkdeild. Haustið 1978 fékk hún styrk úr Menningarsjóði til Póllandsfarar og dvaldi um skeið við Listaakademí- urnar í Varsjá og Kraká. Sigrún hefur haldið eina einka- sýningu í Reykjavík en auk þess tekið þátt í samsýningum hérlendis, í Pollandi og á Norðurlöndunum. Hún er ein af aðstandendum Gall- erís Langbrókar á Vitastíg 12 Rvík og selur verk sín þar. Sigrún Eldjárn á verk í eigu Listasafns íslands og Listasafns ASÍ. 34 þúsund haf a séð Stundarfrið Sýningum fer nú fækkandi SÝNINGUM fer nú dð fækka á Stundarfriði eftir Guðmund Steins- son, sem frumsýnt var í Þjóðleikhús- inu fyrir um það bil einu ári síðan. Verður 70. sýning verksins næstkom- andi miðvikudag 26. mars og hafa nú 34 þúsund áhorfendur séð sýninguna. Stærstu hlutverkin eru í höndum Kristbjargar Kjeld, Helga Skúlason- ar, Þorsteins Ö. Stephensen, Guð- bjargar Þorbjarnardóttur, Sigurðar Sigurjónssonar, Guðrúnar Lilju Þorvaldsdóttur og Guðrúnar Gísla- dóttur. Stefán Baldursson er leik- stjóri sýningarinnar, en leikmyndin er eftir Þórunni Sigríði Þorgríms- dóttur. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Bólstrun, klæöningar Klæöum eldri húsg. ákl. eöa leöur. Framl. hvíldarstóla og Chesterfieldsett. Bólstr. Laugarnesvegi 52, Sími: 32023. Húsnæöi óskast Óskum eftir aö taka á leigu 2ja herb. íbúö í Reykjavík eöa Kópa- vogi sem gæti orðiö laus í ágúst n.k. Allar nánari upplýsingar í sfma 43161. aö leysa út vörur fyrir verzlanir og innflytjendur. Tilboö sendist augld. Mbl. merkt: „Ú — 4822". Garður 3ja herb. íbúö í tvfbýli. Öll nýtekin í gegn í góöu ástandi. Allt sér. Viölagasjóöshús í góöu ástandi. Bflskúr. Eldra einbýlishús á tveimur hæöum í góöu ástandi. Stór eignarlóð fylglr. Hafnir Eldra elnbýlishús í góöu ástandi. ýmis hlunnindi fylgja. Vogar Neöri hæö í tvíbýli ásamt bflskúr. Parhús f smíöum aö mestu búiö að utan. Einangraö aö innan. Allt efnl í miöstöðvarlögn fylgir. Eignamiölun Suðurnesja, Hafnargötu 57, sími 3868. Lögg. skjalaþýð., dómt. Hafnar- stræti 11, sími 14824, Freyju- götu 37. Sími 12105. IOOF Rb. 1 = 1293258%—9. I. □ Edda 59803257= 5 Fíladelfía Almennur Biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Ræöumaöur Elnar J. Gíslason. Farfuglar Skemmtifundur föstudaginn 28.3. kl. 8.30 Laufásveg 41. Stjórnin. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Aöalfundurinn veröur í kvöld 25. mars kl. 8.30 í félagsheimilinu Baldursgötu 9. Venjuleg aöal- fundarstörf. Kaffiveitingar. Fjöl- menniö. Stjórnln. A.D. K.F.U.K. og Hlíöarkonur Munlö aöalfundinn í kvöld kl. 8. Fjölmennið. Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Biblíuorö og bæn. Aðalfundur Sálarrannsóknafélags Suöur- nesja veröur haldinn þriöjudag- inn 1. apríl n.k. kl. 20.30 ( húsi félagsins Túngötu 22, Keflavík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundar- störf. Lagabreytingar. Félagar mætið vel og stundvís- lega. Stjórnin. Aðalfundur Aöalfundur Sunddeildar Ár- manns verður haldinn þriöju- daginn 25. mars kl. 20.00 í Snorrabæ. Stjórnin. GEÐVERNDARFÉLAG ISLANDS | radauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar 10 tonna bátur Höfum til sölu 10 tonna súðbyrðing, smíðaár 1972, útbúinn til handfæra, línu, neta- og togveiöa. Báturinn er til afhendingar strax. Myndir af bátnum og nánari uppl. á skrifstof- unni. Eignaval sf„ Miðbæjarmarkaðinum, sími 29277. Grétar Haraldsson hrl. Bjarni Jónsson sími 20134. Jörð til sölu Jörðin Skarð í Gnúpverjahreppi er til sölu. Uppl. gefur oddviti Gnúpverjahrepps, sími 99-6038- Til sölu 3ja herb. íbúö í þriöja flokki Byggingarfélags alþýöu. Félagar sendi umsóknir á skrifstofu félags- ins, Bræðraborgarstíg 47, fyrir 15. apríl 1980. Stjórnin. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SEL JA? 1*1 Al (.I.YSIR I M AI.LT I.ANI) ÞF(.AR 1*1 AM.LYSIR I MORíil''NBLADIM'

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.