Morgunblaðið - 25.03.1980, Síða 30

Morgunblaðið - 25.03.1980, Síða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980 Halldór Indriðason Minningarorð Halldór heitinn var fæddur 29. nóv. 1933 í Reykjavík. Voru for- eldrar hans Indriði Halldórsson múrarameistari, ættaður úr Grundarfirði, kominn af hinum dugmiklu breiðfirsku sjómönnum, sem aldrei létu undan síga og oft á tíðum börðust gegn Ægi konungi til hinstu stundar. Indriði Halldórsson múrara- meistari var alla tíð eftirsóttur iðnaðarmaður vegna ágætra hæfi- leika og dugnaðar í starfi, en er nú orðinn heilsuveill og kominn á efri aldur. Móðir Halldórs, Ólöf Ketil- bjarnar, ættuð af Vesturlandi, hefur alla tíð verið dugandi hús- móðir og dugleg við hvers konar störf sem hún hefur unnið, í þessu sambandi mætti minna á að Ólöf systir mín og undirritaður fluttum ung að árum til Bandaríkjanna og dvöldum þar um nokkurra ára skeið, en fluttum heim árið 1932, og komst þá Ólöf systir mín í kynni við tvo framámenn hér heima, þá heiðursmennina Jónas Þorbergsson útvarpsstjóra, sem einnig hafði dvalið í Ameríku, og ráðherrann Jónas frá Hriflu, og var þá Ólöf systir mín ráðin til Ríkisútvarpsins og ég undir- ritaður nokkru seinna. Snemma á árinu 1933 giftumst við systkin, Ólöf Indriða múrar- ameistara og ég Láru Hildi Þórð- ardóttur kaupmanns úr Stykkis- hólmi. Á sama ári, 1933, eignuð- umst við syni, Halldór sonur Ólafar fæddur sem fyrr segir 29. nóv. 1933, og Eggert sonur minn 14. ágúst 1933. Eggert minn, fagur Ingveldur Baldvinsdóttir frá Skorhaga lést í Landspítalanum 15. þ.m. eftir að hafa legið þar síðan um áramót. Þeim fækkar nú óðum Kjósar- ingunum, sem settu svipmót sitt á þessa fögru sveit á árunum fyrir stríðið. Þess er ekki að vænta að unga kynslóðin í dag, geti sett sig í spor fyrirstríðskynslóðarinnar, breytingarnar eru svo stórfelldar að einungis þeir, sem til þekkja af eigin raun geta gert sér grein fyrir staðreyndunum. Meðal hinna „eldri“ hefur getið að finna áhuga á ríkulegum breytingum, samfara því að varðveita eldri venjur og hætti, já, þykja ávallt vænst um gamla bæinn sinn. Ingveldur var dæmigerður fulltrúi þessa. Eg minnist þess ávallt þegar ég fyrir 45 árum, fluttist með móður minni, stjúpa og stjúpsystkinum mínum að Hvíta-nesi í Kjós, þar sem var okkar heimili þar til 1941, er við urðum að víkja fyrir bresku flotastöðinni. Góð kynni sköpuð- ust strax milli Skorhaga og Hvítaness og átti það sinn þátt þar í að unglingarnir á báðum oæjum voru á líku reki. Gestrisni oeirri hjóna í Skorhaga var einnig neð afbrigðum. Sérstök vinátta ríkti milli Ingv- ddar og móður minnar, sem hélst illt þar til andláts þeirrar síðar- íefndu, en Ingveldur var einmitt itödd hjá henni þegar hún fékk iitt síðasta veikindakast. Gömlu umurnar vildu umfram allt dvelja sínum gömlu bæjum þó þær ættu innars kost. Ingveldur Guðfinna Baldvins- lóttir, sem í dag er kvödd frá '’ossvogskirkju, var fædd 4. maí 894, foreldrar hennar voru, Þóra ijarnadóttir frá Þurá í Ölfusi og ialdvin Sigurðsson, ávallt kennd- r við Tungu í Grafningi. Ung var Ingveldur tekin í fóstur f Ingveldi Þorgeirsdóttur og æmundi Ingimundarsyni, sem juggu í Stakkahlíð í Selvogi. Þar lst hún upp til 9 ára aldurs, þá luttu fósturforeldrar hennar til lafnarfjarðar, þar sem hún og gáfaður drengur, dó aðeins 9 ára 25. marz 1942, og var því ekki langlífur. En Halldór komst til fullorðinsára, þótt hann sé nú farinn fyrir tíma fram, aðeins 46 ára og verður hann jarðsettur á dánardegi Eggerts frænda síns 25. marz. Halldór heitinn frændi minn hafði í mörgu að snúast á stuttri ævi, enda vel gefinn og framsæk- inn. Halldór frændi giftist góðri konu, Sigrúnu Stefánsdóttur frá Akureyri, og eignuðust þau 2 indælar dætur, Oddnýju verzlun- arstjóra hjá Karnabæ, fædd 1956, og Olöfu, fædd 1959, og eru þessar frænkur mínar gáfaðar og vel gefnar dömur. Sem fyrr segir stundaði frændi minn ýmiss konar störf af miklum dugnaði. Múrarasveinspróf 1958, meistarapróf 1966, og lærði hann hjá frænda sínum, Halldóri Hall- dórssyni múrarameistara, sem nú er látinn. Þá lauk Halldór Indrið- ason fullnaðarprófi úr Stýri- mannaskóla íslands 1964 og sigldi sem stýrimaður á mótorskipum og millilandaskipum svo sem MS Öskju. Þá hafði frændi í mörgu að snúast, gekk snemma í Tónlist- arskólann, því Halldór var mjög músikalskur eins og margt af frændfólki okkar er. Vann að blaðaútgáfu, framkvæmdastjóri og heildsali, og fleira mætti upp telja. Um tíma var hann stýri- maður á amerískum bátum frá New Bedford. Læt hér staðar numið um starfsemi Halldórs. dvaldist til fullorðinsára. 3. júní 1922 giftist Ingveldur Júlíusi Þórðarsyni frá Hvammsvík í Kjós, var hann af stórum ættbálki, sem dreifðist um Kjós, Kjalarnes og Reykjavík. Júlíus hafði um skeið staðið fyrir búi móður sinnar áður en þau Ingveldur giftust. Ungu hjónin hófu búskap í Skorhaga 1922 og bjuggu þar allan sinn búskap eða þar til að Júlíus andaðist 23. september 1966. Áður en að Ingveldur giftist, eignaðist hún dóttur, Magneu Þóru Guðjónsdóttur, fædd 22. maí 1921. Hún giftist Óskari Bene- diktssyni og eignuðust þau 9 börn. Elsta dóttir þeirra, Eygló, ólst alfarið upp í Skorhaga hjá afa sínum og ömmu. Eygló er gift Steinólfi Adólfssyni. Hún hélt ávallt tryggð við Skorhagaheimil- ið og svo fór, að gömlu hjónin áttu sínar síðustu stundir utan sjúkra- húss á heimili Eyglóar og hennar manns. Ingveldur og Júlíus eign- uðust tvö börn. Baldvin Hermann, fæddur 14. nóv. 1922, nú bóndi í Skorhaga. Og Sigurlaugu Sumar- rós, f. 29. mars 1924. Baldvin giftist þýskri konu, Fridu Balg. Hún lést 9. nóv. 1959, frá þremur ungum börnum. Ing- veldur sýndi ef til vill best þá hvað í henni bjó, þegar hún gekk móðurleysingjunum í móðurstað Halldór og frú Sigrún skildu 1978 eftir 25 ára sambúð. Seinni kona Halldórs er heið- urskonan Halldóra Ólafsdóttir úr Grundarfirði vestra, og syrgir hún nú mann sinn eftir stutta sambúð. Þá kem ég nokkuð inn á ættfræði, sem ég leik mér að í frístundum, í því sambandi mætti minnast á, að Ólöf móðir Halldórs heitins rekur ætt sína til Kristínar dóttur hans herradóms Gottskálks Nikulás- sonar Hólabiskups sem kominn var af voldugri norskri aðalsætt, d. 1520. Næst kem ég að herra Jóni Arasyni Hólabiskup, og er auðvelt að rekja ættir Ólafar frá 3 sonum herra biskupsins, þeim Birni á Mel officialis, Ara lögmanni sem tek- inn var af lífi ásamt herra Jóni og séra Birni 7. okt. 1550 fyrir trú sína á Frelsarann og heilaga Guðsmóður. Þriðji sonur herra Jóns var séra Sigurður á Grenjað- arstað, sem slapp við fallöxina. Þá kem ég að herra Guðbrandi Þorlákssyni Hólabiskup, og rekj- um við frændur ætt okkar til Kristínar Guðbrandsdóttur sem giftist Ara sýslumanni í Ögri. og annaðist um uppeldi þeirra ásamt syni sínum. En það var einkenni í fari Ingveldar að eiga létt með að umgangast börn og unglinga. Sigurlaug er gift Sigurþór Hall- mundssyni og eiga þau fjögur börn. Afkomendur Ingveldar eru nú 43. Lífshlaup Ingveldar er dæmi- gert fyrir sveitakonurnar, sem með dugnaði og framúrskarandi nýtni sáu heimilum sínum far- borða. Þau hjón, íngveldur og Júlíus, voru um margt mjög sam- hent. Snyrtimennska og nýtni sat þar í fyrirrúmi. Bæði voru þau handlagin á hvað sem var. Eitt var það í fari Júlíusar sem ég dáðist mikið að en sem menn þroska ekki mikið mú með sér, en það var hans einstaka veður- gleggni. Veðurfarið í Hvalfirðin- um getur verið stórbrotið hvort sem er í blíðu eða stríðu og í Skorhaga geta skilin á stundum verið mjög skörp og því hygginna manna háttur að reyna að sjá fyrir snöggar veðurbreytingar í tíma. Ingveldur var mjög listræn og var mikil hannyrðakona en hún hafði einnig næmt auga fyrir umhverfinu, svipbrigðum náttúr- unnar og fjölbreyttri litardýrð. En af því er umhverfi Hvalfjarðar auðugt. Ég var aðeins 10 ára þegar heiðurskonan Guðrún á Þyrli vakti fyrst athygli mína og áhuga á mikilfeng Hvalfjarðar. Ávallt sér maður eitthvað nýtt þegar maður er þar á ferð. Ingveldur talaði oft við mig um strórfengleik Botnssúlnanna, hrikaleik Flugugilsins í Þránda- staðarhlíðinni eða haustlitina í lynginu í Skorhagaholtunum. Mikil reisn fylgdi Ingveldi ávallt, hún átti létt með að tjá sig, það kom ljóslega fram að hún trúði á það góða í manninum og nauðsyn þess að sætta sig ávallt við óumflýjanlega hluti. Dýrmæt- astur var ef til vill sá eiginleiki hennar, að hún mátti alltaf vera að því að „lifa“, því miður óttast ég að þetta skorti á hjá mörgum nú á tímum. Ég færi Ingveldi frá Skorhaga þakklæti frá fjölskyldunni frá Hvítanesi fyrir áratuga vináttu og votta aðstandendum hennar dýpstu samúð. Axel Jónsson. Þá kem ég að hinum gömlu Skálholtsbiskupum, svo sem herra Isleifi Gizurarsyni, hinum fyrsta biskupi á íslandi, d. 1080. Var hann kominn frá Ketilbirni Ket- ilssyni að Mosfelli í Grímsnesi, og er auðvelt að rekja ætt Ketil- bjarnar til Hunda-Steinars Eng- landsjarls, sem breska konungs- ættin telur sig komna frá. Þá kem ég að herra Oddi Einarssyni Skálholtsbiskup og herra Gísla biskup Jónssyni, d. 1591. Þá mætti nefna nokkra íslenzka embættismenn sem við rekjum ættir okkar til, svo sem Torfa sýslumann í Klofa, Árna ríka sýslumann að Hlíðarenda, Gísla Hákonarson lögmann í Bræðra- tungu, hin gamla Skarðsætt. Því Valgerður Gísladóttir, d. 1702, átti Eggert ríka sýslumann á Skarði á Skarðströnd, d. 1681. Þá mætti minnast á Sigurð Jónsson lög- mann í Einarsnesi, Einarsnesætt, og svona mætti lengi telja, en þó verð ég að minnast á langalang- ömmu mína, Elenu Kristínu Er- lendsdóttur prests að Þæfusteini í Ingjaldshólsþingum Vigfússonar, af hinni gömlu Skarðsætt. Séra Erlendur á Þæfusteini, hans fyrri kona Kristín sem hann átti mörg börn með, og frá fyrri konu séra Erlends var Sigurður skáld frá hann nefnir Kveðja, sem vel á við þessi skrif um frænda minn, hljóðar þannig: Far vel, far vel á veginn far vel, og þökk fyrir allt og heilsiÖ hinum megin, fyrir handan djúpiö kalt. Hvert gull úr góðri kynning skal geymt í hjarta tryggt. á trúrra manna minning skal merki tryggöar byggt. Seinni kona séra Erlends var Halla Rannveig Sigurðardóttir prests í Holti, Onundarfirði, Sig- urðssonar prófasts Jónssonar í Holti, Önundarfirði, og var langa- langamma mín, Elena Kristín, d. 1827 að Kirkjufelli í Grundarfriði, og var hún gift Jóni Jónssyni yfirprentara á Hólum í tíð herra Sigurðar Stefánssonar biskups. Síðar nafnkunnur formaður undir Jökli, talinn í fremstu röð alþýðu- manna eins og segir í ættfræði- bókum, drukknaði í lendingu á Gufuskálum 1814. Síðar giftist Elena Kristín Sig- urði Guðlaugssyni Snæfellinga- sýslumanni, og var hann bróðir langalangömmu minnar Ólafar Guðlaugsdóttur prófasts í Vatns- firði Sveinssonar, og var Ólöf gift langalangafa mínum séra Sigurði Þorbjarnarsyni frá Lundum í Borgarfirði, aðstoðarpresti tengdaföður síns og presti í Vatns- firði eftir lát séra Guðlaugs. Nóg með þetta, en skáldið okkar góða að vestan, Stefán frá Hvítadal, segir í einu kvæði sínu, Nú líður: Það er einn sem heyrir og aldrei neitar og hjálparvana mitt hjarta leitar til hans sem er Ijósið og hjálpin manns. Ég byrgi mig niður og bið til hans Ó. láttu drottinn þitt ljós mér skína og sendu frið inn í sálu mína. ó, vertu mér drottinn í dauða hlif. Ég bið ekki framar um bata og lif. Er vorið heilsar með vatnaniðinn og blómaangan og bernskufriðinn og hádegissólin í heiði skín, mig héðan kveddu og heim til þín. ó, láttu það koma með ljós og angan og blóm í fangi og bros um vangann og dagliljum varpa á dauðans stig og sctjast hjá mér og svæfa mig. Við, sem honum næstir stönd- um, biðjum honum blessunar Guðs. Sérstaklega langar mig að votta foreldrum hins látna, sem komnir eru nú á gamalsaldur, mína innilegustu samúð, því sárt er að missa góðan dreng á besta aldri. Þá votta ég fyrri konu hans og seinni konu mína dýpstu samúð, dætrum hans, Oddnýju og Ólöfu, og systur hins látna, Kolbrúnu Dóru, og öðrum nákomnum ætt- ingjum votta ég mína innilegustu samúð. Ég bið góðan guð að blessa minningu hins látna og gefa hon- um frið í Jesú nafni. Þá kveð ég undirritaður frænda minn í hinsta sinn, sjáumst bráð- lega. Árni Ketilbjarnar frá Stykkishólmi. + Eiginmaður minn, faöir okkar og tengdafaöir SIGURÐUR JÓNSSON, Hjaróarhaga 46, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 22. þ.m. Svanhildur Þorvaröardóttir, Þóra S. Blöndal, Kjartan Blöndal, Andrea Siguröardóttir, Siguröur Hafstein. + Maöurinn minn, faöir okkar og tengdafaðir, JÓN KR. NÍELSSON, Grænugötu 12, Akureyri, lést í Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri 20 marz. Petra Jónsdóttir, börn og tengdabörn. + Móðir okkar og tengdamóðir GEIRÞÓRA ASTRADSDÓTTIR, Lindargötu 6, lést í Landsspítalanum föstudaginn 21. marz. Gunnhildur Guómundsdóttir, Siguröur Sigurðsson, Ingvi Guómundsson, Sigrún Einarsdóttir, Aslaug Guömundsdóttir, Haraldur Guömundsson. + ÞORVARÐUR SÖLVASON fyrrv. kaupmaöur á Selfossi er látinn. Jaröarförin fór fram frá Selfosskirkju aö ósk hins látna. Ólafur Jónsson Minning: Ingvddur Guðfínna Ikdd- vinsdóttir frá Skorhaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.