Morgunblaðið - 25.03.1980, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980
39
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, stjúpfaðir og afi
HAFSTEINN HANNESSON,
Bjarnarstíg 9,
andaðist að Landakotsspítala, föstudaginn 21. mars.
Sigrún Lína Helgadóttir,
Kristín Margrót Hafsteinsdóttir,
Péll R. Magnússon,
stjúpbörn og barnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma
JÓNA ÞORUNN ARNADOTTIR,
Álfheimum 58,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 26.
marz kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir.
Birgir Magnússon, Birna Ögmundsdóttir,
Freyr Magnússon, Soffía Jensdóttir,
Stefón Örn Magnússon, Sigríöur Gísladóttir,
og barnabörn.
Útför
BJÖRNS G. GÍSLASONAR
Asparteigi 1,
Mosfellssveit,
verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 10.30 f.h.
Gyöa Gunnarsdóttir,
Gísli Björnsson,
Guðmundur Björnsson.
+
Eiginkona mín
MAGNEA S. MAGNÚSDÓTTIR,
Sogaveg 132,
verður jarðsungin frá kirkju óháöa safnaðarins fimmtudaginn 27.
marz kl. 1.30 e.h.
Gísli Arason.
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir og afi,
GUÐJÓN SVEINBJÖRNSSON,
vélstjóri,
Ásvallagötu 10,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. marz kl. 3
e.h.
Þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á
Slysavarnafélag íslands.
Oddný Guömundsdóttir,
Guöný Guöjónsdóttir, Guömundur Baldvinsson,
Guömundur Guöjónsson, Björg Björgvinsdóttir,
Hulda G. Guöjónsdóttir, Garöar H. Svavarsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
PÁLL B. EINARSSON,
vólstjóri,
Goöheimum 15,
verður jarðsunginn fimmtudaginn 27. marz kl. 13.30 frá
Dómkirkjunni.
Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Styrktarfélag
lamaðra og fatlaöra eða aðrar líknarstofnanir.
Gyöa Siguröardóttir,
Gunnlaugur Pálsson, Inga I. Guömundsdóttir,
Margrét S. Pálsdóttir, Magnús Gústafsson.
+
Eiginmaöur minn, sonur og faðir
MARKÚS H. GUÐJÓNSSON,
verkstjóri,
Fellsmúla 20,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 26. marz kl.
13.30.
Þeir sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Hjartavernd.
Sigurína Friöriksdóttir,
Guörún Jónsdóttir,
börn og fjölskyldur þeirra.
Faöir okkar
SIGRÍKUR SIGRÍKSSON,
Akranesi
veröur jaðsunginn frá Akraneskirkju miðvikudaginn 26. marz kl.
14.30.
Þeim sem vilduminnast hans er vinsamlega bent á Dvalarheimilið
Höföa, Akranesi.
Bára Sigríksdóttir, Ingibjörg Sigríksdóttir,
Hreggviöur Sigríksson.
Minning:
Björn G. Gíslason
járnsmíöameistari
Miðvikudaginn 19. marz síðast-
liðinn andaðist í Borgarspítalan-
um mágur minn, Björn Gíslason
járnsmíðameistari, eftir tveggja
mánaða harða baráttu við ban-
vænan sjúkdóm.
Björn Guðmundur Gíslaison,
eins og hann hét fullu nafni,
fæddist hér í Reykjavík 31. júlí
1922 og var því aðeins á fimmtug-
asta og áttunda ári, er hann lézt.
Hann var Arnesingur í báðar
ættir, sonur hjónanna Guðríðar
Guðmundsdóttur frá Sandlæk í
Gnúpverjahreppi og Gísla Eiríks-
sonar frá Miðbýli á Skeiðum, og
var elztur sex systkina. Foreldrar
hans, þau Guðriður og Gísli, höfðu
bæði flutzt ung að árum úr
átthögum sínum til Reykjavíkur
að leita hér gæfunnar í ört
vaxandi bæ eins og svo margt
framsækið æskufólk á þeim árum.
Hér gengu þau í hjónaband og
stofnuðu heimili af litlum efnum
en heilbrigðri bjartsýni, sem lét
sér ekki til skammar verða.
Blómgaðist brátt hagur þeirra
fyrir samvinnu beggja og síðan
einnig barnanna. Gísli stundaði
alla tíð sjómennsku á togurum á
hinum misjöfnu tímum reykvískr-
ar togaraútgerðar milli heims-
styrjaldanna tveggja og var alls
staðar eftirsóttur vegna frábærs
dugnaðar og verkkunnáttu. En
einmitt er bezt gegndí, dundi
ógæfan yfir þessa samhentu fjöl-
skyldu.
I janúarmánuði fórst togarinn
Max Pemberton undir Svörtuloft-
um með allri áhöfn, en á því góða
aflaskipi, sem ætíð hafði reynzt
hin mesta happafleyta, hafði Gísli
árum saman verið bátsmaður hjá
Pjetri Maack skipstjóra. Reyndi
nú meira en nokkru sinni á
manndóm eldri systkinanna að
veita móður sinni í sorg hennar
alla þá hjálp, er þau máttu.
Á unglingsárum hafði Björn
heitinn hug á að feta í fótspor
föður síns og gera sjómennsku að
ævistarfi. Voru þeir feðgar þá um
skeið saman á Max Pemberton. Er
ekki að efa, að hann hefði reynzt
þar vel hlutgengur sem faðir hans.
En ekki átti þetta fyrir honum að
liggja sökum skyndilegs heilsu-
brests, sem knúði hann til árs-
dvalar á heilsuhælinu að Vífils-
stöðum. Fékk hann þar góðan
bata, enda maður sterkbyggður og
hraustur að upplagi.
Björn var prýðilega! laghentur,
svo sem verið hafa forfeður hans í
marga ættliði. Varð það nú til
þess, að hann hóf nám í plötu- og
ketilsmíði í h/f Stálsmiðjunni og
lauk meistaraprófi í þeirri grein
og jafnframt fullnaðarprófi frá
Iðnskólanum í Rvík. Næstu fimm-
tán ár vann hann að iðn sinni sem
verkstjóri í rennismiðju Vélaverk-
stæðis Sigurðar Sveinbjörnssonar
og öðlaðist þar mikla reynslu við
margs konar verklegar fram-
kvæmdir. Leiddi það til þess, að
hann réðst í að stofna eigið
fyrirtæki, vélsmiðjuna Þrym h/f,
ásamt þeirn járnsmíðameisturun-
um Jóni Bergssyni, er hafði lókið
iðnnámi samtímis honum og ætíð
síðan unnið með honum, og Jó-
hannesi Eríkssyni, sem nú er
látinn. Hefur vélsmiðjan Þrymur
annazt margvíslegustu verkefni í
17 ára sögu sinni, bæði við við-
gerðir fiskiflotans og ýmsar fram-
kvæmdir víða um land, sumar
viðamiklar, og átt sín blóma- -og
erfiðleikaskeið eins og að heita má
allur iðnaður hér á landi og þeirn
er bezt kunnugt, sem til þeirrar
atvinnugreinar þekkja.
Þessu þjóðnytjastarfi helgaði
Björn Gíslason alla krafta sína og
unni sér nær aldrei hvíldar. Hið
eina, sém hann leyfði sér í því
efni, voru nokkrar ferðir að
stimarlagi uni öræfi íslands og að
skreppa dag og dag austur að Iðu í
Biskupstungum til laxveiða í
Hvítá. Utanferðir hans til véla-
framleiðenda í Bretlandi og
Þýzkalandi voru engar skemmti-
reisur, heldur einungis einn af
mörgum þáttum í starfi hans.
Slíkir menn eiga sér að sjálfsögðu
oft sínar gleðistundir, er þeir sjá
einhvern árangur erfiðis síns, en
lýjandi er svo þrotlaust starf og
fæstum hent til lengdar.
Björn Gíslason átti sér mikla
drauma uni glæsilega framtíð
íslenzks iðnaðar, einkum
járnsmíðaiðnaðarins. Hann taldi
það eitt mesta nauðsynjamál þjóð-
arinnar — og raunar mikinn þátt í
sjálfstæði hennar bæði efnahags-
og stjórnarfarslegu, — að eyþjóð
langt vestur í úthafinu væri ekki
„innibyrgð sem fé í sjóarhólmum“,
heldur ætti sér sem glæsilegastan
flota farm- og fiskiskipa og væri
þess umkomin að halda þar a.m.k.
vel í horfi bæði með viðgerðum og
smíði nýrra skipa. Var honum fátt
meira eitur í beinum en hin miklu
skipakaup Islendinga erlendis og
taldi íslenzkar skipasmíðastöðvar
mundu fullfærar að sinna sínu
sjálfsagða verkefni, ef svo yrði að
þeim búið sem skylt væri. Um
skoðanir hans í þessum efnum má
að vísu segja, að hann ætti þar
sjálfur hagsmuna að gæta og
fyrirtæki hans, en engu breytir
það um réttmæti þeirra.
I einkalífi sinu verður Björn
heitinn að teljast mikill ham-
ingjumaður. í ágústmánuði 1946
gekk hann að eiga unga Reykja-
víkurstúlku, Helgu, dóttur hjón-
anna Oddfríðar Jóhannesdóttur
og Guðmundar R. Oddssonar for-
stjóra. Helga var mikil rausnar-
kona, hjálpfús, svo af bar, og
höfðingi heim að sækja. Var það
ein mesta gleði þeirra hjóna á
góðum stundum að fagna gestum
á fögru og notalegu heimili sínu,
að ógleymdum mörgum en stopul-
um ánægjustundum við garðrækt,
sem bæði höfðu mikinn áhuga á.
Þau hjón eignuðust tvo syni,
sem báðir hafa farið að dæmi
föður síns og lært iðn hans.
En fyrir réttum tíu árum dró
ský fyrir sólu, er Helga var
skyndilega á brott kvödd í blóma
lífsins. Varð það sviplega fráfall
reiðarslag öllum hinum fjölmörgu
vinum þeirra, en þó mestur harm-
ur öldruðum foreldrum, eigin-
manni og sonum, er þá voru báðir
á viðkvæmum aldri.
Síðustu árin bjó Björn með
sambýliskonu sinni, Gyðu Gunn-
arsdóttur, að Asparteigi 1 í Mos-
fellssveit. Bjó hún honum af
mikilli smekkvísi hið bezta heim-
ili, sem bæði voru samtaka um að
prýða bæði innanhúss og utan.
Hvað er langlifi?
Lífsnautnin frjóva.
aleflinK andans
ok athöfn þörf.
Athöfn þörf — þau orð lista-
skáldsins góða um raunverulegt
ianglífi manna koma mér helzt í
hug, er ég nú að lokum kveð hinztu
kveðju hinn góða og trausta dreng,
Björn Gíslason.
Jón S. Guðmundsson
+
Eiginmaöur minn, sonur, faðir, tengdafaöir, afi og bróöir
HALLDÓR INDRIÐASON,
múrarameistari,
Yrsufelli 15,
veröur jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriöjudaginn 25. þ.m. kl.
13.30.
Halldóra Ólafsdóttir,
Ólöf Ketilbjarnar, Indriöi Halldórsson,
Ólöf B. Halldórsdóttir,
Oddný B. Halldórsdóttir, Bjarni Friöriksson,
Birgitta Bjarnadóttir,
Kolbrún Indriöadóttir.
+ ELÍAS Þ. EYVINDSSON
læknir, Park Falls,
Wisconsin, USA,
lést þann 16. marz sl. Útförin hefur fariö fram.
Lynn Eyvindsson,
Eggert Elíasson, Pétur Eyvindsson,
Helen Eyvindsson Dvorak, William Dvorak,
Eyvindur Þórarinn Eyvindsson, Jane Eyvindsson,
Hans Karl Eyvindsson, Erik Eyvindsson, Melinda Dvorak.
+
Hjartkær eiginkona mín, móöir, tengdamóöir, amma og lang-
amma,
GUDBJÖRG GUÐJONSDOTTIR,
Álfaskeiði 64,
Hafnarfiröi,
andaöist aö kvöldi 21. marz í Borgarspítalanum.
Þórarinn J. Björnsson,
Guójón Þórarinsson, Hrafnhildur Guðjónsdóttir,
Aöalbergur Þórarinsson, Ólafía Einarsdóttir,
Hrafnhildur Þórarinsdóttir, Ágúst Húbertsson.
Þóra Antonsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað verður
til kl. 1 þriöjudag vegna jaröarfarar
BJÖRNS GÍSLASONAR.
Dömu- og herrabúöin,
Laugavegi55.