Morgunblaðið - 25.03.1980, Síða 33

Morgunblaðið - 25.03.1980, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980 41 félk í fréttum + HUK á myndinni með þeim Kristjáni Eldjárn forseta Islands og ölafi Jóhannessyni utanríkisráðherra, er nýr sendiherra Egyptalands á íslandi. Ahmed Fouad Hosny. — Hann var hér fyrir skömmu, kom til þess að afhenda forsetanum embættisbréf sitt og var myndin tekin við það tækifæri. Gamall skósmiður + ÞAÐ er 100 ára aldursmun- ur á þessum gamla blökku- manni frá S-Afriku og þess- ari 2ja ára hnátu, sem er barnabarnabarn hans. Sá gamli sem er nú 102ja ára heitir Shedwick Mzolo og á heima í bænum Pinetown i námunda við borgina Dur- ban. Sá gamli, sem er skó- smiður, er svo bráðern að hann ætlar að opna skóvinnu- stofu áður en langt um liður, segir i myndartextanum. + SÆNSK kona, Alva Myrdal, mikil baráttukona fyrir friði í heiminum í 40 ár, hlaut friðarverðlaunin úr friðarverðlaunasjóði visindamannsins Albert Einstein, er verðlaununum var úthlutað i fyrsta skipti fyrir nokkru eins og sagt hefur verið frá í fréttum Mbl. Hér er um 50.000 dollara verðlaun að ræða. — Alva Myrdal er kennari að menntun. Maður hennar var hagfræðingurinn Gunnar Myrdal. Þau skrifuðu árið 1934 bók sem fjallaði um vandamál fjölgunar mannkyns. Hún er nú 76 ára gömul og gegndi i eina tið ýmsum störfum hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún var sendiherra Svia i Indlandi um árbil og var kosin á sænska rikisþingið. Var hún afvopnunarmálaráðherra í sænsku stjórn- inni 1966-1973. — Hún kvaðst taka á móti friðarverðlaununum með auðmýkt hjartans, einmitt nú þegar friður væri svo fjarri okkur. Þingvallavatn Fjársterkur aöili óskar eftir að kaupa sumarbústaö á fallegum staö viö Þingvallavatn, þó ekki Miðfells- landi. Bústaöurinn má vera lélegur ef staðurinn er góöur. Aðstaða fyrir bát og veiðileyfi í vatninu nauösyn. Þeir sem áhuga kynnu aö hafa hringi í síma 26664 á vinnutíma í dag eöa næstu daga. Peglei's Koparkranar fyrir vatn, gufu og olíu, ávallt fyrirliggjandi. VALD. POULSENI SUÐURLANDSBRAUT10 SÍMAR: 38520 — 31142. VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS efnir til fræðslufundar um „NÝJU SKA TTALÖGIN OG ÁHRIF ÞEIRRAÁ A TVINNUREKSTUR/NN" + FYRIR nokkru var efnt til kvöldverðarboðs vestur í Washington. Þetta stóð í sambandi við að fyrrum for- seta Bandarikjanna, Gerald Ford, skaut allt í einu upp i kosningaslag forkosn- inganna til kjörsins vestra, en kosið verður í nóvember- mánuði n.k. Þótti ýmsum Ford vera dálítið seinn á sér. Hvað um það, eftir dálitinn umhugsunarfrest tók hann þá ákvörðun að una glaður við sitt og fara hvergi. Meðal gestanna í þessum hádegis- verði var einn vinsælasti skemmtikraftur þar vestra, Pearl Bailey. Fer vissulega vel á með þeim Ford og henni. Þriðjudaginn 25. marz kl. 16.00 Kristalsalur Hótel Loftleiða. Dagskrá: Á varp formanns V. í. Hjalta Geirs Kristjánssonar Helstu breytingar á lögum um tekju— og eignarskatt varðandi atvinnu- rekstur. Árni Kolbeinsson, deildarstjóri í tekjudeild fjármálaráðuneytisins Setið fyrir svörum: Stjórnandi Víglundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Þáttakendur: Árni Kolbeinsson, deildarstjóri Atli Hauksson, lögg. endurskoðandi Garðar Valdimarsson, skattrann- sóknarstjóri Sigurbjörn Þorbjörnsson, ríkisskattstj. Sigurður Stefánsson, lögg. endurskoð. Valdimar Guðnason, lögg. endurskoð. Árni Kolbeinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.