Morgunblaðið - 25.03.1980, Side 38

Morgunblaðið - 25.03.1980, Side 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980 Fíllinn Tarra mun vera eini fíllinn í veröidinni sem kann þá erfiðu jafnvægislist að rúlla sér á hjóiaskautum. Myndin var tekin þegar verið var að vekja athygli á opnun fjölleikahúss i Seattle í Washingtonfylki i Bandaríkjunum á dögunum. Einhver brögð þóttu vera í tafli þar sem fillinn gerði lítið meira en að renna niður halla í götunni. Beginstjórnin samþykkti landnám gyðinga í Hebron Múhameðstrúar- menn berjast í Chad París, 24. marz. AP. HARÐIR bardagar geisuðu með- al múhameðstrúarmanna i dag i N’Djamena, höfuðborg Af- ríkuríkisins Chad, þriðja daginn í röð þrátt fyrir að vopnahlé hafi verið samið í gær, sunnudag. Að sögn frönsku fréttastofunnar France-Presse, voru bardagar ekki eins harðir og áður og ekki var Ijóst af hverju vopnahléið, sem var samið milli Goukouni Oueddei forseta annars vegar og Hissene Habre forsætisráðherra hins vegar, var ekki virt. Tölur um mannfall liggja ekki fyrir en að sögn eru margir fallnir og sserðir, en engin aðstoð hefur borist særðum í borginni. Þá hefur það gert málin enn rugl- ingslegri, að Wadal Abdelkader, leiðtogi kristinna manna í landinu var sagður á leið til N’Djamena til stuðnings Oueddei. Chad fékk sjálfstæði 1960 en var áður frönsk nýlenda. Væringar hafa verið allar götur síðan í landinu. Fyrst börðust múham- eðstrúarmenn, sem búa í norður- og austurhluta landsins gegn kristnum mönnum í suðurhluta landsins er þá réðu flestu um stjórn landsins. Eftir að múham- eðstrúarmenn kcmust til valda á síðasta ári hafa þeir barist inn- byrðis, Samkomulag var gert á síðasta ári en ekki hefur náðst eining um það. Bandaríska utanríkisráðuneytið skipaði öllum Bandaríjkamönnum að búa sig undir brottför frá landinu. Og í dag flugu franskar herflugvélar frá landinu með um 300 Evrópumenn en alls eru á milli 700 og 800 Evrópubúar í landinu. Ekki var vitað hvort Bandaríkjamenn voru meðal þeirra, sem var flogið á brott, en Frakkar hafa um 1100 manna herlið í landinu. — hefur sætt gagn- rýni bæði innan- lands sem utan Tel Aviv, 24. marz. AP. STJÓRN Menachem Begins í ísrael samþykkti í gær (sunnu- dag) að heimila landnemum að setja á stofn tvo heimavistarskóla í borginni Hebron á vesturbakka Jórdanár. Hebron er næststærsta borg Palestinumanna á vestur- bakka Jórdanár en þar búa rétt um 50 þúsund Palestínumenn. Stjórnin var klofin í afstöðu sinni, 8 greiddu atkvæði með landnámi Gyðinga í Hebron, 6 voru á móti en þrír ráðherrar voru fjarverandi. Búist var við að stjórnin myndi mæta mikilli andstöðu í þinginu í dag. Þeir ráðherrar í stjórn Beg- ins, sem greiddu atkvæði gegn landnáminu í Hebron, skutu mál- inu til utanríkis- og varnarmála- nefndar þingsins. Begin hefur samþykkt að skjóta aðgerðum á frest, þar til nefndin hefur fjallað um málið. Stjórnin hefur 13 af 25 sætum í nefndinni en vafasamt er1 talið að nefndin muni samþykkja samþykkt stjórnvalda um land- námið. Hvaða afleiðingar slíkt hefði í för með sér er mjög á huldu. Það hefur ekki komið fyrir að nefndin setti sig upp á móti stefnu stjórnarinnar að því er varðar landnám Gyðinga. Búist er við að nefndin komi saman til fundar á fimmtudag. Begin ræddi í dag við Sol Linowitz áður en hann flaug tii Kairó. Linowitz er sérlegur sendi- maður Bandaríkjastjórnar í samningaviðræðum Egypta, ísraelsmanna og Bandaríkja- manna. Begin sagðist ekki eiga von á, að þessi ákvörðun stjórnar- innar myndi hafa nein áhrif á fyrirhugaða för hans til Banda- ríkjanna í apríl. „Ég held að þessi ákvörðun stjórnarinnar sé mikil- væg og jákvæð," sagði Begin við fréttamenn. Hundruð Palestínumanna mót- mæltu í dag ákvörðun stjórnar- innar og Fahad Gawasmeh, borg- arstjóri Hebron, boðaði til alls- herjarverkfalls á morgun í borg- inni. Hann sagði að borgarstjórn Hebron myndi segja af sér ef stjórnvöld hrintu ákvörðun sinni í framkvæmd. Stjórnir Egyptalands og Banda- ríkjanna gagnrýndu í dag harð- lega ákvörðun Beginstjórnarinn- ar, og lýstu henni sem lögleysu og að landnám í Hebron myndi tor- velda samninga um lausn deilunn- ar fyrir botni Miðjarðarhafs. ísraelsk blöð voru í dag nánast samdóma í fordæmingu sinni á ákvörðun stjórnarinnar. íhalds- blaðið Maariv, sem hefur stutt Beginstjórnina í stefnu hennar í málefnum herteknu svæðanna, kallaði ákvörðunina „eina hina verstu á versta tíma“. A1 Ham- ishmar, vinstrisinnað blað, kallaði ákvörðunina „skeytingarleysi við almenningsálitið, bæði í ísrael og erlendis". Og blað verkamanna- flokksins, Davar sagði: „Ef stað- festingu skorti á dómgreindarleysi stjórnar Begins, þá fékkst hún í gær“. ísraelskir landnemar í útjaðri Hebron fögnuðu ákvörðun stjórn- valda. „Þetta er mikill dagur fyrir Gyðinga," sagði einn helsti leið- togi þeirra en í Hebron eru helgir staðir Gyðinga, sem og Múham- eðstrúarmanna. Carter og Reagan sigra í prófkjörum Frá fréttaritara MorKunhlaðsins í Washington, önnu Bjarnadóttur, í gær: JIMMY Carter sigraði Edward Kennedy með miklum mun í prófkjöri demókrata í Virginíu á laugardag. Hann hlaut 80% atkvæða, en Kennedy 13%. 7% atkvæða voru auð. Hvíta húsið fagnaði úrslitun- um. Rex Granum, talsmaður Carters, sagði, að Kennedy þyrfti nú að hljóta 62% þeirra fulltrúa, sem enn á eftir að kjósa á landsþing flokksins í ágúst. Ronald Reagan vann mikinn sigur í prófkjöri repúblikana í Missouri. Hann hlaut næstum alla 37 fulltrúa ríkisins á lands- þing repúblikana, en flokks- fundir í ríkinu þessa viku munu ákveða endanlega, hversu marg- ir fulltrúanna verða stuðn- ingsmenn hans. Kosningastjóri Reagans í Missouri sagði um úrslitin: „Við bjuggumst við að vinna 2:1, en það var nær 4:1.“ Oddvar Nordli um gagnrýni á varnarstefnu Norðmanna: Gagnrýni sovézkra f jölmiðla bæði raunaleg og óskilianleg Ósló, 24. marz. AP. ODDVAR Nordli forsætisráð- herra lét svo um mælt á ársfundi norska verkamannaflokksins i Elverum á sunnudag, að stöðug gagnrýni sovézkra fjölmiðla á varnarstefnu Norðmanna væri bæði raunaleg og óskiljanleg. Við sama tækifæri gagnrýndi Nordli harðiega innrás Sovétmanna í Afganistan, sem hann sagði hafa valdið miklu kuldakasti á vett- vangi alþjóða stjórnmáia. „Sovétmenn verða að vera ábyrgir gerða sinna í Afganistan. ERLENT Oddvar Nordli Innrásin er óþolandi og langt frá því að geta talist eðlileg,“ sagði Nordli. Nordli sagði að norsk varnar- stefna hefði frá lokum heimsstyrj- aldarinnar síðari verið byggð á raunsæi, og jafnan hefði hún notið trausts innanlands sem utan. Byggir hún á því að sótzt verði eftir hjálp bandamanna í neyðar- tilfellum, og að sú hjálp verði jafnan tryggð á friðartímum. Hann sagði að það væri í anda varnarstefnunnar að hafa í land- inu birgðir vopna Atlantshafs- bandalagsríkja. „Og með tilliti til hinnar miklu hernaðaruppbyggingar Sovét- manna í norðurhéruðum styrkti þessi birgðasöfnun varnarstöðu Norðmanna," sagði Nordli. Harin sagði að óraunverulegt væri að tala um að slíkar birgðastöðvar ögruru sambandi Norðmanna við önnur ríki. Stöðvarnar yrðu að öllu leyti í umsjá og undir stjórn Norðmanna. Nordli minnti fundarmenn á að landfræðilega hefði Noregur hern- aðarlegt mikilvægi. Af þeim sök- Francis Pym í Peking Peking, 24. marz. AP. FRANCIS Pym, varnarmálaráð- herra Bretlands, kom til Peking í opinbera heimsókn sl. sunnudag. Hann mun ræða við hinn kín- verska starfsbróður sinn, Xu Hxiang um ástandið í heimsmál- unum eftir innrás Sovétmanna í Afganistan. Heimsókn Francis Pym er önnur heimsókn vestræns varnarmálaráðherra til Peking. Harold Brown, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, kom í heim- sókn til Kína í janúar. um yrðu Norðmenn að sýna bæði varfærni og festu í varnarmálum. Hlyti varnarstefnan af þeim sök- um að vera þannig mótuð, að hún tryggði öryggi landsins og eðlilegt samband við önnur ríki. Þetta gerðist 1979 — Sadat forseti og Begin forsætisrádherra ná samkomulagi um friðarsamning í Washington. 1976 — Feisal konungur Saudi- Arabíu ráðinn af dögum og Khaled konungur tekur við. 1973 — Tveir Gyðingar og þrír Arabar dæmdir eftir mestu njósnaréttarhöld í ísrael. 1%9 — Ayub Khan afhendir hernum völdin í Pakistan. 1966 — Fimm fjallgöngumenn klífa Eigertind, Sviss, fyrstir manna. 1957 — Rómarsáttmálinn um stofnun Efnahagsbandalagsins og Euratom undirritaður. 1947 — 111 fórust í kolanámu- sprengingu í Centralia, Illinois. 1941 — Júgóslavía gengur í Öxul- bandalagið. 1936 — Bandaríkin, Bretland og Frakkland undirrita flotasamning- inn í London. 1909 — Ritskoðun innleidd í Egyptaiandi. 1883 — Bylting í Haiti. 1826 — Brazilía fær stjórnarskrá og þingbundna konungsstjórn. 1821 — Uppreisn Grikkja gegn Tyrkjum hefst og þar með 12 ára frelsis8tríð. 1815 — Nýtt bandalag gegn Napo- leon Bonaparte stofnað. 1634 — Brezkir landnemar undir forystu Baltimore lávarðar koma til Maryland í N-Ameríku. 1507 — Loðvík XII af'f’rakklandi gerir árás á Genúa, Ítalíu, með svissneskum her. Afmæli. Arturo Toscanini, ítalskur hljómsveitarstjóri (1867—1957) — Hinrik II Englandskonungur (1133—1189) — Joakim Murat, franskur hermaður og konungur af Napoli (1767-1815) - Anne Bronté, enskur rithöfundur (1820—1849) — Bela Bartok ungv- erskt tónskáld (1881-1945). Andlát. 1913 Garnet Wolseley, hermaður — 1918 Claude Debussy, tónskáld. Innlent. 1941 Þjóðverjar stækka hafnbannssvæðið og segja að ísland sé „komið á ófriðarsvæðið" — 1542 Kristján III boðar biskup- ana Jón Arason og Gizur Einars- son á sinn fund — 1849 d. Bogi Benediktsson á Staðarfelli — 1917 d. Geir Zoéga — 1893 Róðrarskip úr Landeyjum fórst með 15 manna áhöfn — 1919 Þjóðræknisfélagið stofnað — 1933 „Novu“-deilan leyst — 1956 Selfosskirkja vígð — 1968 Bandarísk herþota hrapar við Fellsmúla — 1972 Skeiðarárhlaup sjatna. Orð dagsins. Ein mesta gagnsemi orða er að dylja hugsanir okkar — Voltaire, franskur heimspekingur (1694-1778).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.