Morgunblaðið - 26.03.1980, Side 1

Morgunblaðið - 26.03.1980, Side 1
32 SÍÐUR 72. tbl. 67. árg. MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Róðrar stöðvast í Færeyjum Þórshðfn. 2.r). marz. Frá fréttaritara Mbl.. Jogvan Arge. Utgerðarmenn í Færeyjum hafa lýst yfir verkbanni og skall það á aðfaranótt þriðju- dags, þegar sáttasemjara mistókst að leiða fulltrúa út- gerðarmanna og sjómanna til samkomulags. Agreiningur aðila stendur um það, hvernig skipta skuli hækkuðum olíu- kostnaði milli útgerðar og sjómanna. Jan-Mayen: Hvöttu Banda- ríkin til samninga? Ósló, 25. marz. Frá fréttaritara Mbl., Jan -Erik Lauré. BANDARÍKJASTJÓRN hefur hvatt íslendinga og Norðmenn til að leysa Jan-Mayen deiluna svo fljótt sem verða má, til þess að ekki komi til erfiðleika í sambúð þessara tveggja NATO-ríkja, að því er NTB-fréttastofan hefur eftir hátt settum heimildum í Bandaríkjunum. Gíslum sleppt Bogota, 25. marz. AP. ÞREMUR gíslum var í dag sleppt úr sendiráði Dóminí- kanska lýðveldisins í Bogota, en skæruliðar hafa enn 29 manns í haldi í sendiráðinu. Mennirnir þrír, sem allir eru Kólombíumenn, fengu að fara einir síns liðs frá sendiráðinu síðari hluta dags í dag. Þeir voru látnir lausir í kjölfar viðræðna skæruliða og fulltrúa stjórnarinnar í Bogota í gær. Tapar Kennedy? New York, 25. marz. AP. FORKOSNINGAR fara fram í New York-fylki í dag. Úrslit- anna er beðið með nokkurri eftirvæntingu, þar sem úti er talið um framboð Edwards Kennedys öldungardeilarþing- manns nema hann sigri Carter forseta í þessum kosningum. Skoðanakannanir benda til ör- uggs sigurs Carters í flokki demókrata. Ronald Reagan er talinn munu sigra í forkosn- ingum repúblikana, en óvíst þykir hvort það verður með jafn miklum yfirburðum og í fyrri forkosningum. yittor Kortsctad ■■■■■■ Tsgran Petrossjan VELDEN WÖRTHERSEE 8 Korchnoi vann einvígió — Victor Korchnoi vann i gær niundu skákina i einvígi hans og Tigrans Petrosians í heimsmeistarakeppninni. Einviginu, sem haldið var í Velden í Austurriki, er þar með lokið, en Korchnoi hafði áður unnið eina skák, en Petrosian enga. Sjö skákir urðu jafntefli. Petrosian, sem hafði svart, gaf skákina i gær i 44. leik. Brezka ólympíunefndin: Sendum keppend ur til Moskvu London. 25, marz. AP. BREZKA ólympíunefndin tilkynnti i dag. að hún hefði ákveðið að hafa að engu áskoranir þings og stjórn- ar og senda keppendur á Olympíu- leikana i Moskvu á sumri komanda. Sir Dennis Follows. formaður nefndarinnar. greindi frá þessu í dag og sagði að 15 sérsambönd. sem fulltrúa áttu í nefndinni. hefðu verið fylgjandi þátttöku. fjögur viljað fresta málinu áfram. en aðeins eitt lýst stuðningi við stefnu rikisstjórnarinnar. Talsmenn stjórnarinnar sögðust í dag harma þessa afstöðu, en sögðu þó, að málinu væri ekki með þessu endanlega lokið, þar sem einstakir íþróttamenn hefðu eftir sem áður möguleika á að neita að fara á leikana. Stjórnin hafði áður heitið því að meina engum um vegabréf, sem hygðist keppa á leikunum, en hins vegar verða opinberum starfs- mönnum ekki veitt frí til keppni. Bruggaði CIA keis- aranum launráð? Kaíró. Teheran, Washington. 25. marz. AP. SADAT Egyptalandsforseti heimsótti Reza Pahlevi fyrrum Iranskeisara í sjúkrahús í Kaíró í dag. Sadat sagði eftir heimsóknina, að keisarinn fyrrverandi yrði líklega skorinn upp eftir nokkra daga. Sadat vísaði á bug öllum hugmyndum um að núverandi valdhafar í íran myndu reyna að hefna sín á honum fyrir að hafa skotið skjólshúsi yfir Pahlevi. Egypzkur blaðamaður hélt því fram í blaði sínu í dag, að Reza Pahlevi hefði farið frá Panama, þar sem hann hefði fengið í hendur „leynilegar upplýsingar“ um að banda- ríska leyniþjónustan, CIA, hefði í hyggju að byrla hon- um eitur og ryðja þannig úr vegi helztu hindruninni fyrir því, að bandarísku gíslarnir í Teheran yrðu látnir lausir. Talsmaður CIA sagði í dag að þessi tilgáta væri hugar- burður einn og fréttin „al- gerlega fráleit“. Þúsundir írana söfnuðust saman við bandaríska sendi- ráðið í Teheran í dag og hrópuðu formælingar um Sadat og Bandaríkin. Khalkhali trúarleiðtogi og byltingarforsprakki sagði í dag, að þeir af gíslunum í sendiráðinu, sem sakaðir væru um njósnir, yrðu brátt leiddir fyrir rétt og fangels- aðir, yrðu þeir sekir fundnir. „Grafinn“ lifandi ChattanooKa. Trnnesseo. 25. mars. AP. HERBERT o’Dcll Smith lét _>traía“ ník iifandi sl. mánudatt í borttinni Chattanoottaí Tcnn- csscc-fylki. otí hét því aö stítta ekki upp frá dauóum fyrr cn bandarísku ttíslarnir í scndiráð- inu í Tchcran hcfðu vcrið látnir lausir. Smith, sem er 65 ára, hefur atvinnu af því að láta jarða sin og er þetta í 160. sinn, sem það er gert. Áður hefur hann lengst verið í 79 daga samfleytt neðan- jarðar. Hann hefst við í sæmilega rúmgóðri „gröf“, sem búin er sjónvarpstæki, kamri, sem búinn er efnum til að eyða úrgangsefn- um, og tveimur símum. Ur öðrum símanum getur Smith talað við hvern sem er, en hin línan er ætluð fréttamönnum, sem vilja ræða við hann. Matvælum og vatni er komið til Smiths um sérstakt rör, sem einnig sér honum fyrir fersku lofti. „Eg er stoltur af því að vera Bandaríkjamaður,“ sagði Smith um leið og hann hvarf sjónum ofan í jörðina og rekunum var kastað. Noregur: Bandaríkin senda herlið i styrjöld Þjóðarsorg í E1 Salvador San Salvador. 25. mars. AP. STJÓRNIN í E1 Salvador hefur fyrirskipað þriggja daga þjóð- arsorg vegna morðsins á Oscar Arnulfo Romero erkibiskupi, en á hann var ráðizt og hann veginn við messu á mánudags- kvöld. Mikil ókyrrð hefur verið í E1 Salvador í dag vegna morðsins á erkibiskupnum og sprengjur hafa víða sprungið í höfuðborginni. ingarher alþýðu, tók í dag á sig ábyrgðina á morði erkibiskups- ins. Ósló, 25. marz. AP. SAMNINGUR, sem skuldbindur Bandarikin til að senda liðsafla til Noregs, komi til styrialdar. verður undirritaður í Ósló á fimmtudag, að því er varnar- málaráðuneytið í Ósló upplýsti í dag. Samningur þessi var til- búinn til undirritunar í maí í fyrra, en undirritun var frestað til þess að hægt væri að gera Stórþinginu grein fyrir efni hans. í samningnum er rakið, hverjar yrðu skyldur og réttindi banda- rísks herafla, sem sendur kann að verða til Noregs, hvérnig flutningi hans skuli háttað, hvaða aðstoð Norðmönnum er skylt að láta Bandaríkjamönnum í té í þessu sambandí og ýmis kostnaðarat- riði. í samningnum er ekkert fjallað um möguleika á að geyma tæki og búnað NATO-ríkja í Noregi á friðartímum. Verður uppskurður óþarfur við magasári? Morðið á Romero erkibiskupi hefur verið fordæmt um allan heim. Jóhannes Páll páfi II sagði í yfirlýsingu að hann væri harmi sleginn vegna þessa ódæðis og ýmsir þjóðarleiðtogar hafa tekið í sama streng. Hópur, sem nefnir sig bylt- Cicago, 25.marz. AP. BANDARÍSKIR læknar hafa náð mjög góðum árangri við meðferð magasárs með því að beita lyfjum eingöngu. Þykja lyfin gefa svo góða raun. að uppskurður kunni innan tíðar að verða óþörf aðgerð vegna magasárs. Dr. Israel Penn frá Denver í Colorado-fylki greinir frá þessu í nýjasta hefti banda- ríska læknaritsins „Archives of Surgery.“ Lyfið „cimetidine" hefur reynzt árangursríkast gegn magasári, en það hefur verið notað með 69—100% árangri á hópum sjúklinga. Tekur meðferðin fjór- ar til sex vikur. Um 15—20%sjúklinga hafa þó aftur fengið magasár eftir þessa með- ferð. Dr. Penn tekur fram í grein sinni, að ekki sé enn hægt að fullyrða um langtímaáhrif cime- tidines og annarra lyfja á maga- sár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.