Morgunblaðið - 26.03.1980, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 26.03.1980, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1980 5 Þjóöskjalasafngefur út Bréfabók Þorláksbiskups Skúlasonar — Upphafið að ritröðinni ,J3eim- ildaútgáfa Þjóðskjalasafns44 ÞJÓÐSKJALASAFN íslands hef- ur gefið út Bréfabók Þorláks biskups Skúlasonar. Ritið er helg- að minningu Ingvars Stefánsson- ar skjaiavarðar og útgáfa þess kostuð af fé sem móðir hans, Jórunn Jónsdóttir frá Nautabúi, gaf til minningar um hann. Inn- gang að bókinni skrifar Jón Þ. Þór sagnfræðingur sem bjó bók- ina til prentunar en Bjarni Vil- hjálmsson þjóðskjalavörður skrif- ar formálsorð og minningargrein um Ingvar og Jórunni. Bréfabókin, sem aðeins er varð- veitt í eftirriti frá síðari hluta 17. aldar, nær yfir árin frá 1628— 1654, eða því nær alla biskupstíð Þorláks. I bókarauka eru birt nokkur bréf sem, varðveitt eru utan bréfabókarinnar og varða Þorlák, þ.á m. skjöl um arfaskipti eftir hann. Á fundi sem aðstand- endur útgáfunnar héldu með fréttamönnum kom það fram, að þó að mörgu hefði bersýnilega verið sleppt í því eftirriti sem varðveitt er af bréfabókinni er hún gagnmerk heimild um kirkjustjórn og aldarfar norðanlands á öðrum aldarfjórðungi 17. aldar. Með útgáfu Bréfabókar Þorláks biskups leggur Þjóðskjalasafn Islands út á nýja braut en bókin er 1. bindi í ritröð sem nefnist Heimildaútgáfa Þjóðskjalasafns- ins. Vonast er til að næsta bók verði bréfabók Gísla biskups Þor- lákssonar. Rit þetta er nokkurs konar framhald Bréfabókar Guð- brands biskups Þorlákssonar sem Hið íslenska bókmenntafélag gaf út á árunum 1919—1942. Nú hefur Hið íslenska bókmenntafélag tekið að sér aðalumboð fyrir dreifingu á Bréfabók Þorláks biskups. Bókin er gefin út í 1200 eintökum og mun kosta um 18.000 krónur út úr búð. Jón Þ. Þór (lengst til hægri) bjó Bréfabók Þorláks biskups Skúlasonar til prentunar. Með honum á myndinni eru Björn Vilhjálmsson þjóðskjalavörður (lengst til vinstri) og Június Kristinsson sem aðstoðuðu við undirbúning útgáf unnar. Ljósm. Emilia. Hún er myndskreytt að nokkru, m.a. er þar mynd af Þorláki biskupi, Ingvari Stefánssyni pg Jórunni Jónsdóttur. Þar er líka að finna mynd af síðu úr handriti Bréfabókarinnar. Stafsetningu Bréfabókarinnar hefur ekki verið breytt. litaveita Reykjavíkur: Kjalnesing- um selt heitt vatn frá Mos- fellssveit? KJALNESINGAR hafa sótt um til Hitaveitu Reykjavíkur að fá keypt heitt vatn til húshitunar og er það erindi nú til athugunar hjá Reykjavíkurborg. Að sögn Jóhannesar Zoéga hitaveitustjóra verður erindinu ekki svarað fyrr en séð verður hvernig reiðir af verðlagsmálum Hitaveitunnar. Hitaveitustjóri kvað tvo mögu- leika hafa verið athugaða á Kjal- arnesi, annars vegar borun eftir vatni og hins vegar að falast eftir kaupum frá Hitaveitu Reykja- víkur frá Mosfellssveit. Var seinni leiðin valin til athugunar og er hún nú á könnunar— og viðræðu- stigi og kvað Jóhannes Zoéga ekki ljóst hvenær hægt yrði að svara beiðninni. —Við verðum að sjá til um sinn hvernig verðlagsmálun- um reiðir ’af, því við getum ekki leyft okkur að auka vatnssölu nú þegar við erum neyddir til að selja það undir kostnaðarverði, sagði hitaveitustjóri. Aðlögunargjald iðnaðarins: Segi ekkert um málið meðan það er í athugun — segir forsætisráðherra „ÞETTA mál er til athugunar og umræðu. Á meðan svo er fæst ekkert upp úr mér um það,“ sagði Gunnar Thoroddsen, for- sætisráðherra, er Mbl. spurði hann i gær, hvernig hann teldi að eigi að fara með 3% aðlögunar- gjald, sem sett var til leiðrétt- ingar á gengisóhagræði íslenzks iðnaðar. Eins og Mbl. hefur skýrt frá, vilja iðnrekendur, að féð verði endurgreitt útflutningsiðnaðinum og hluta heimamarkaðsiðnaðar, en iðnaðarráðherra vill að fénu verði varið til almennrar iðn- þróunar. Siglufjörður: 50 íbúðir í smíðum Siglufirði, 25. mars. EKKI er það rétt, sem sagði í myndatexta í Mbl., að hér væri aðeins eitt íbúðarhús í smíðum, Nú er verið að smíða hér 50 íbúðir, 12 í tveimur 6-íbúða fjölbýlishús- um og 38 einbýlishús. Fréttaritar. INNLENT SSgB5SpgR«SSg! mmÆam Ef þú velur hlut á heimilið vilt þú vera viss um aö þú sért aö velja þaö besta. Hvort um er aö ræöa uppþvottavél, kæliskáp, frystikistu, eldavél eöa þvottavél, þá gerir þú samanburö á veröi, útliti, tækni- legum eiginleikum og þjónustu. En síðan . . .snýrö þú þér beint aö Philips. Nýja línan frá Philips er sérstaklega hönnuö fyrir nútíma eldhús. Þar fara saman fallegt útlit, gæöi, góö þjónusta og síðast en ekki síst verö, sem þú ræöur viö. Þess vegna segjum við, að þú kaupir fyrir framtíðina þegar þú kaupir Philips. heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.