Morgunblaðið - 26.03.1980, Page 7

Morgunblaðið - 26.03.1980, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1980 Verðlausari og verölausari krónur Vísir sagöi nýverið í leiðara: „Það finnst eflaust ýmsum lesenda Vísis það vera að bera í bakkafull- an laskinn að nefna verð- bólguna einu sinni enn í þjóðmálaumræöunni. Hún veður uppi hér í forystugreinum Vísis eins og annarra blaða alltaf ööru hverju og skrif um hana og varnaöarorö þeirra sem áhyggjur hafa af því hve hún er látin leika lausum hala minna helst orðið á rödd hróp- andans í eyðimörkinni. Enn einu sinni er þó fitjað upp á þessu gríöarmikla vandamáli íslensks efnahagslífs hér í Vísi í þeirri von, að dropinn holi steininn. Ef ekki er rætt um vandann og við lokum algerlega augunum fyrir honum fljótum við sofandi að feigðarósi, — og áður en varir getum viö verið komin svo langt að ekki verður aftur snúið. Þótt erfitt sé að meta það, bendir ýmislegt til þess að fólk sé að vakna og átta sig á að ekki sé allt meö felldu. Það er ekki vegna ræöuhalda stjórnmálamanna fyrir kosningar heldur vegna þess að menn reka sig óþyrmilega á, að þótt launin hækki í krónutölu um tugi prósenta, reynist kaupmátturinn minnka og krónurnar verða verö- lausari og verðlausari." Vítið sem varast ber „í útvarpserindi á dög- unum benti Þorvaröur Elíasson, skólastjóri, á þá staðreynd, að verðbólgan mikla í Þýskalandi fyrir síðari heimsstyrjöldina hefði farið af stað með svipuðum hraða og verið hefði hér síöan 1970. Ef gert væri ráð fyrir svipaðri fylgni áfram, mætti búast við 50— 100% veröbólgu næstu ár, sem síðan magnaðist í 100 til 300% verðbólgu, — en úr því færi allt aö gerast enn hraðar. Þorvarður minnti á að þá gæti svo fariö að fyrst tífaldaðist verðlagið á einu ári, síðan tífaldaðist það á einum mánuði og ef til vill á einni viku. Seölabankinn okkar gæti þá þurft að reyna það sama og sá þýski að seölarnir í peningag- eymslunni yrðu minna virði í raun en pappírinn sem notaður væri í þá en það er einmitt það sem orðið hefur varðandi íslenska mynt, aö málm- urinn í henni er orðinn verðmeiri en peninga- gildið sjálft.“ Endalok ís- lenzks verð- bólgutímabils „Þótt margt sé líkt með veröhruninu í Þýskalandi fyrir stríðið og þróun verðbólgunnar á íslandi síðasta áratuginn er hætt við að almenningur jafnt sem ráðamenn loki aug- unum fyrir því, aö á sama veg geti farið hér og raunin varð á þar. En það verður ekkert gert í baráttunni gegn verðbólgunni ef fólk lok- ar augunum fyrir því sem er í raun að gerast og heldur krónutölukapp- hlaupinu áfram. Svo að aftur sé vitnað til Þorvarös Elíassonar, bað hann menn að íhuga og rifja upp það efna- hagslega hrun, sem verð- bólgan olli í Þýskalandi og það pólitíska ástand sem fylgdi í kjölfarið. Hann taldi margt benda til þess að endalok hins íslenska verðbólgu- tímabils væru að nálgast. Vaxandi pólitísk upp- lausn benti meöal annars til þess að svo væri. Aðeins ætti eftir að koma í Ijós með hvaða hætti hrunið yrði og hvaða öfl það yrðu sem héldu stjórnartaumunum að því loknu hér á landi. Þótt ýmsum finnist þarna gæta full mikillar svartsýni er ástæða til þess að menn hugleiði alvarlega að við gætum lent á sömu villigötum og Þjóðverjar á sviöi efna- hagsmálanna ef áfram er kynt undir kötlum verð- bólgunnar og forystu- menn þjóðarinnar þora ekki aö takast á við vandann á raunhæfan hátt. Þeir eiga að vita að það verður að ráðast að rótum verðbólgunnar, skera niður það sem hún nærist á, en ekki setja á hana lög og prósentu- reglugerðir sem aldrei verða annað en pappírs- gögn.“ FÍFU ELDHÚS Eldhúsið með fulningahurðum er sígilt og vandað, enda key pt af þeim sem vil ja vandað og skemmt ilegt eldhús. Frágangur er allur eins og best verður á kosið, sterkar lamir, aðeins úrvals efni er notað. Þér getið valið um lit á innréttingu og plast á borðplötu. Allir skápahlutar eru framleiddir með innfeldum tengi- búnaði, sem gerir það að verkum að mjög auðvelt er að tengja þá saman og hengja upp á vegg. Tækninýjung sem auðveldar samsetningu og festing verður öruggari. Fífa hefur bryddað upp á mörgum nýjungum, má þar m.a. nefna útdregna grindarskápinn, sem er mjög vinsæll í dag og flestir taka í eldhús sín. Fífa býður upp á eldhus í öllum verðflokkum og fyrir þá sem vilja fá góð eldhús fyrir mjög lítið verð, hefur Fífa framleitt eldhús sem stendur fyllilega fyrir sínu, látlaust og hagkvæm lausn fyrir alla þá sem vilja ekki leggja mikinn kostnað í eldhúsið, en vantar eldhúsinnréttingu. I þessu eldhúsi er sama efni, lamir og aðrir þeir hlutir sem notaðir eru í aðrar innréttingar Fífu, en sparnaður- inn liggur í hagkvæmari staðlaðri framleiðslu, sem kemur þeim til góða sem versla við Fífu. Látið okkur teikna eldhúsin og gefa verðtilboð, þér að kostnaðarlausu. Húsgagnavinnustofa.Smiöjuvegi 44 Kópavogi Sími 71100 Skinnafyrirtæki Til sölu er skinnafyrirtæki í útflutningi á barmi gjaldþrots, fyrir þann sem er nógu vitlaus aö kaupa þaö. Tilvaliö tækifæri fyrir sexmannanefnd. Tilboö sendist augld. Mbl. merkt: „Ruglaður — 60202. Hestamannafélagið Fákur Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 27. marz og hefst kl. 20.30 í Félagsheimili Fáks. Venjuleg aöalfundarstörf. Hestamennska Ný námskeið í hestamennsku eru aö hefjast. Innritun næstu daga kl. 13—14. Sími 33679. Stjórnin. Vinstri stjórn? Heimdallur heldur almennan fund um stefnu ríkisstjórnarinnar. Fundurinn verö- ur haldin í Valhöll 27. marz kl. 20.30. Gestur fundarins veröur Gunnar Thor- oddsen forsætisráöherra. Fundarstjóri, Pétur Rafnsson formaður Heimdallar. Heimdallur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.