Morgunblaðið - 26.03.1980, Síða 30

Morgunblaðið - 26.03.1980, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1980 „Höfum allt að vinna og engu að tapa“ — segir Hilmar Björnsson þjálfari Vals Á morgun fimmtudag heldur lið Vals út til V-Þýskalands og mun leika úrslitaleik sinn í Evrópukeppninni á laug- ardag. Óhætt er að full- yrða að þarna er á ferð- inni einn stærsti íþróttá- viðburður í íslensku íþróttalífi. í»að var því ekki úr vegi að spjalla lítillega við þjálfara Vals- manna Hilmar Björnsson, og spyrja hann nokkurra spurninga um undirbún- ing liðsins o.fl. Hvernig hefur Valur hagað und- irbúningnum eftir leikinn á móti Atletico? — Æft svipað en leikið fleiri leiki, og í síðustu viku vorum við 25 klukkustundir við æfingar eða keppni. Síðustu vikuna dreg ég úr álaginu á leikmenn og stefni að því að leikmenn verði í toppi á laugardaginn. Síðasta æfing hér heima verður á þriðjudagskvöldið en síðan æfum við úti í höllinni sem við leikum í. Eru leikmenn tilbúnir í átökin? — Núna eru leikmenn þreyttir en við stefnum að því að þreytan verði farin úr mannskapnum á laugardag. Líkamlega eiga leik- menn að vera eins vel undirbúnir og kostur er. Menn verða sjálfsagt taugaspenntir en nú er aðeins um einn leik að ræða og allt að vinna og engu að tapa. Spurningin er hins vegar sú hvort að leikmenn sætti sig við þennan árangur sem þegar hefur náðst eða vilja þeir meira. Allur fyrri árangur skiptir nú litlu máli þegar komið er í úrslitin, það eru þær 60 mínútur sem leikurinn stendur sem skipta öllu máli. Nú virðist Grosswaldstadt vera frábært lið og varla tapa leik. Hverjir eru möguleikar Vals í úrsiitaleiknum? — Vestur-þýskur handknatt- leikur hefur verið sá besti í heiminum, þeir eru heimsmeistar- ar og eiga bæði liðin sem urðu Evrópumeistarar í fyrra. Tölulega séð ætti ekki að þurfa að spila Þjálfari Vals Hilmar Björnsson. Hann hefur náð frábærum árangri með liðið. leikinn. Enn einmitt í þessu liggur okkar möguleiki. Við höfum allt að vinna, og megum ekki bera neina minnimáttarkennd frammi fyrir Þjóðverjunum, og hugsanlegt er að þeir vanmeti okkur og í þeim tilvikum er hægt að koma á óvart. Auk þess vitum við miklu meira um lið þeirra en þeir um okkur. Hvernig leik hafið þið hugsað ykkur að leika úti? — Án þess að hafa séð liðið leika, þá hef ég vissar hugmyndir í 30. leikviku Getrauna kom fram einn seðill með 12 réttum og var vinningurinn kr. 2.210.000- en 50 raðir voru með 11 rétta og vinningurinn fyrir hverja röð kr. 18.900-. Það var Hafnfirðingur, sem rataði á alla leiki rétta á 36 raða seðli, og vinningur fyrir seðilinn því kr. 2.323.400,- þar sem slíkur seðill er ávallt með 11 rétta (spólur með myndum af liðinu voru ekki enn komnar til landsins er viðtalið fór fram á mánudag). Við verðum að stoppa skytturnar og höfum æft mörg varnaraf- brigði. En við verðum að sjá hvernig leikurinn þróast. Yfirveg- aður verður leikur okkar að vera. í sóknarleiknum verðum við að nýta hröð upphlaup eins og hægt er. Síðan að hanga á boltanum og leika langan sóknarleik. Varnar- leikur og markvarslan verða að vera mjög góð. Þó sérstaklega markvarslan. Markvörður Grosswaldstadt er sagður einn besti markvörður heims. Hvernig ætlið þið að ráða við hann? — Hann var einn sá besti en í ár hefur hann verið mjög misjafn. Þannig að góð skot á hann eru inni eins og á flesta aðra markmenn. Ég hræðist ekki að hann geri neitt útslag í leiknum. Við erum líka með Ola Ben og Brynjar. Eru allir leikmenn heilir? — Það eru smámeiðsli sem verða vonandi orðin góð á laugar- daginn. Viltu spá um úrslit i leiknum? — Við förum út í þennan leik með því hugarfari einu að sigra. Fari svo illa að við töpum þá verðum við að sætta okkur við það. Dómararnir í leiknum verða sænskir og ég persónulega er ekki hræddur við að þeir verði heima- dómarar, sagði Hilmar að lokum. - ÞR. í 6 röðum, ef hann er með alla leiki rétta. Nú fer að líða að lokum get- raunatímabilsins, en vegna rösk- unar á samgöngum og afgreiðslu- tímum um páskana, verður ekki gefinn út getraunaseðill með leikj- um laugardaginn 5. apríl, en síðan verður haldið áfram til laugar- dagsins 3. maí, sem verður síðasti getraunadagurinn í vor, en þá lýkur ensku deildakeppninni. Einn með 12 rétta • Ólafur H. Jónsson opnaði fyrir skömmu nýja íþróttavöruverslun að Ármúla 38. ólafur hefur umboð fyrir hinar vestur-þýsku „Hummel“ vðrur, en einnig verða Remington vörur á boðstólum. Áður var Ólafur með heildsölu i Hafnarstræti. Eigendur verslunarinnar ásamt ólafi eru faðir hans Jór, Andrésson og bróðir hans Jón Pétur Jónsson. Á meðfylgjandi mynd eru þeir feðgarnir ásamt Stefáni Gunnarssyni að handleika varning. Ljósm. Mbi. - gg. Framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasamband íslands (FRÍ) óskar aö ráöa fram- kvæmdastjóra í fullt starf á skrifstofu sambandsins frá 15. maí til 31. ágúst n.k., einnig í hlutastarf fyrir þann tíma. Vélritunarkunnátta nauösynleg. Umsóknir sendist FRÍ í pósthólf 1099 fyrir 31. marz. Heimilistölvan Tölvuskóli Borgartúni 29, sími 23280. TÖLVUNÁMSKEIÐ Byrjendanámskeið og framhaldsnámskeið á örtölvur. Á námsskránni er m.a. ★ Námskeiö í BASIC fyrir byrjendur. ★ Framhaldsnámskeiö í BASIC. ★ Upplýsingaleit í tölvumiöstöövum erlendis. ★ Stjórnun tækja og ferla og aflestur mælitækja meö örtölvu. ★ Fyrirtækjabókhald. ★ Assembler og vélamál. ★ Notkun diskettustöövar og prentara. ★ Forritunarverkefni. Sími Tölvuskólans er QOQQft Innritun stendur yfir. émOfaOU Við leikmenn Vals í væntanlegum úrslitaleik Evrópumeist- arakeppnínnar í handknattleik, leitum nú stuönings þíns landi góóur, vegna hins mikla kostnaðar, sem fylgir þátttöku okkar. Um leiö og viö lofum því aö gera okkar bezta í leiknum í Þýzkalandi, sendum viö þér beztu kveöjur og vonumst til aö mæta hjá þér velviid og skilningi hvar í félagi sem þú annars stendur. Leikmenn Meistaraflokks Vals i------------------------------------------------------r | Ég undirrit... styó Val í úrslitum i | Evrópumeistarakeppninnar í handknattleik meö i hjálögðu framlagi. I Ávísun kr. Pen. kr. i | Nafn: .................................................... I Heimili: ................................................. | I________________________________________________________________I Ssndlst msrkt: Már Gunnarson, Bakkavör 7, Saltj. *Aa til Barga Guðnaaonar hdl. Langholtavagl 115, Raykjavfk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.