Morgunblaðið - 26.03.1980, Qupperneq 32
Síminn á afgreiðslunni er
83033
Sími á ritstjórn og skrifstofu:
10100
plí>r£jiml>l&í>í$>
MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1980
190 kr. kostar
að aka hvern
kílómetra eft-
ir hækkunina
ÞEGAR bensínlítrinn heíiir
hækkað í 423 krónur kostar hver
ekinn kílómetri 189.52 krónur á
bíl, sem eyðir 10 lítrum á hundr-
aðið og ekur 10 þúsund kílómetra
á ári.
Þýðir bensínhækkunin að 5,30
krónum dýrara verður að aka
hvern kílómetra en var fyrir
hækkun. Þessar upplýsingar fékk
Mbl. í gær hjá Félagi íslenzkra
bifreiðaeigenda.
Bensínhækk-
un frestað
RÍKISSTJÓRNIN ræddi
fyrirhugaða bensínhækkun
á fundi sínum í gærmorgun.
Málið var ekki útrætt, þar
sem stjórnin taldi að hún
þyrfti að skoða það betur.
Væntanlega mun stjórnin
ræða málið að nýju á fundi á
fimmtudaginn og hækkar þá
bensínið í fyrsta lagi á föstu-
dag.
Viðey seldi
í Cuxhaven
VIÐEY seldi í Cuxhaven í gær 285
tonn fyrir 114 milljónir króna og
var meðalverð um 400 krónur
kílóið.
Mbl. spurði Ágúst Einarsson hjá
LÍÚ, hvort einhver breyting hefði
orðið í Hull, en íslenzk sklp hafa
sem kunnugt er ekki landað þar að
undanförnu vegna hárra hafnar-
gjalda. „Við höfum gert hafnaryf-
irvöldum í Hull ljóst, að ekkert
íslenzkt skip muni landa þar meðan
gjöldin eru svona há og að þeir
verði að leysa þessi mál sjálfir,"
sagði Ágúst.
Ekkert íslenzkt skip hefur selt í
Hull frá miðjum janúar, en hafnar-
gjöldin í fiskihöfninni þar hækkuðu
úr um það bil 10 pundum á tonnið í
51,90 pund, eða rúmlega 51 krónu á
kílóið.
«5 ft
><w: 'rmmmmmmm
Mikil ös var á bensínstöðvunum í gær, þegar fréttist af fyrirhugaðri bensínhækkun.
Bensínhækkanirnar:
10 milljarða tekjuauki
miðað við árið
issjóðs
Hlutur ríkisins
232,65 krónur
af 423 króna
bensínverði
ÞAÐ kom fram í umræðum utan
dagskrár á Alþingi í gær að
samkvæmt fjárlagafrumvarpi
ríkisstjórnarinnar eru áætlaðar
tekjur ríkissjóðs af tollum og
gjöldum í bensínverði 29 millj-
arðar króna á þessu ári. Miðað
við sama verðlagsgrundvöll er
um að ræða 10 milljarða tekju-
auka ríkissjóðs frá fjárlögum
ársins 1978. Þannig hafa verð-
hækkanir á bensíni erlendis fært
ríkissjóði stórauknar tekjur af
tollum og gjöldum af bensíni.
Birgir Isleifur Gunnarsson
alþ.m. hóf umræðuna utan
Ljósm. Mbl. Emilia.
rík-
1978
dagskrár. Kvaðst hann í tilefni
blaðafrétta um fyrirhugaðar
bensínhækkanir vilja beina þeirri
spurningu til fjármálaráðherra
hvort ríkisstjórnin hygðist breyta
reglum um innheimtu tolla og
skatta í bensínverðinu.
Birgir ísl. sagði að tekjuauki
ríkissjóðs vegna hækkunar úr 370
í 423 krónur þýddi 3,5 milljarða
tekjuauka fyrir ríkissjóð á ári.
Hann sagði að í janúar 1979 hefði
bensínlítrinn kostað 181 krónu og
hlutur ríkissjóðs verið 106,05
krónur en eftir fyrirhugaða hækk-
un yrði verðið 423 krónur og
hlutur ríkisins í formi tolla, vega-
gjalda, söluskatts og landsútsvars
232,65 krónur. Er þetta um 55% af
verðlaginu.
Ragnar Arnalds fjármálaráð-
herra sagði að byggingavísitalan
væri nú 398 stig en bensíngjald
væri miðað við 309 stig. Því væri
fyrir hendi heimild til hækkunar,
sem ekki hefði verið nýtt en það
yrði gert nú.
Það kom einnig fram í umræð-
unum í gær, að árið 1971 var
vegagjaldið 16 krónur og þar af
var hlutur vegasjóðs 8 krónur eða
50%. Eftir hækkunina verður
vegagjaldið um 90 krónur og þar
af verður hlutur vegasjóðs um
20%.
Flugleiðir áfram
með Ameríkuflug
til haustsins ’81
— reksturinn kannaður þangað til
Enn ein skattahækkunin:
Flugvallagjald
hækkað um 60%
Verður kr. 8.800 á farseðil
ENN EITT skatthækkunar-
frumvarp var lagt fram á
Alþingi í gær — stjórnar-
frumvarp, sem felur í sér
hækkun svokallaðs flug-
vallagjalds í kr. 8.800.00 á
hvern^ farþega, sem ferðast
frá íslandi til annarra
landa. Farþegar á aldrinum
frá 2ja ára til 12 ára greiði
hálft gjald. Yngri farþegar
en 2ja ára sleppa við flug-
vallagjaldið.
Farþegaflug innanlands eða
til Færeyja og Grænlands skal
bera kr. 650.00 flugvallagjald
á hvern farþega. Sama afslátt-
arhlutfall gildir um yngri far-
þega og í fyrra dæminu.
Samkvæmt frumvarpinu
hækkar flugvallagjaldið um
60%. Tekjur af þessu gjaldi
1979 námu hátt í 700 m.kr. og
reyndust nokkuð lægri en
tekjuáætlun fjárlaga sagði til
um enda samdráttur í utan-
ferðum. í ljósi þeirrar reynslu
eru tekjur af gjaldinu 1980
með ráðgerðri hækkun áætl-
aðar 1050 milljónir króna.
Þá felur þetta frumvarp í
sér heimild til ráðherra að
hækka gjaldið enn frekar „til
samræmis við verðlagsbreyt-
ingar“ eins og það er orðað.
Þurfi þá ekki ákvörðun að
koma til kasta Alþingis „til
þess eins að gjaldið haldi
raungildi sínu“.
- VIÐRÆÐURNAR i Lux-
emborg byggðust á fyrri við-
ræðum aðila og komu nú fram
tillögur um að reyna að gera
Flugleiðum kleift að halda
áfram Ameríkufluginu fram á
haustið 1981 og skoða allan
reksturinn á meðan, sagði
Steingrimur Hermannsson
samgönguráðherra í samtali
við Mbl. i gær um fund sam-
gönguráðherra íslands og Lux-
emborgar með fulltrúum Flug-
leiða.
Steingrímur sagði að Flugleið-
ir myndu á næstu stjórnarfund-
um sínum og síðan á aðalfundi í
lok apríl fjalla um þessar tillögur
og sagði Steingrímur að sér
virtist ljóst, að allur flugrekstur
á N-Atlantshafi væri nú rekinn
með stórtapi. Sagði Steingrímur
Luxemborgarmenn sjá fyrir al-
varlegar afleiðingar ef Ameríku-
flugið legðist niður og því væri
ætlunin að styðja félagið nú um
tíma og fjalla þá um fram-
tíðarstefnu þess. Mál Flugleiða
verða rædd á ríkisstjórnarfundi
á fimmtudag.
Örn Johnson stjórnarformaður
Flugleiða sagði að fjallað yrði
um þessi mál á stjórnarfundi á
föstudag, en óljóst væri hvenær
tekin yrði ákvörðun um stefnu-
mörkun varðandi Ameríkuflug.
Yrði málið rætt einnig af stjórn-
völdum. Ekki kvaðst Örn vilja tjá
sig um einstök atriði tillagna er
fram hefðu komið um stuðning
stjórnvalda við félagið.
Gengissigið:
1,5% gagnvart
dollarnum síð-
an 12. marz
GENGISSIG krónunnar gagn-
vart dollarnum frá 12. marz sl.,
að ríkisstjórnin samþykkti að
gengissig skyldi hefjast á nýjan
leik, hefur verið 1,5% og dollar-
inn hækkað úr 406 krónum í
412,20 krónur samkvæmt skrán-
ingu Seðlabankans á hádegi í
gær.
Hins vegar hefur dollarinn
verið að styrkjast gagnvart öðr-
um gjaldmiðli að undanförnu og
hafa Evrópumyntir því lækkað
lítilega í verði gagnvart krónunni
á þessu tímabili; enska pundið,
danska krónan og v-þýzka mark-
ið um 0,2 - 0,3% svo dæmi séu
nefnd.