Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 3. apríl bls. 49—80 eir tóku þá við Jesú. Og hann gekk út og bar kross sinn til svo kallaðs Hauskúpustaðar, sem nefnist á hebresku Golgata. Þar krossfestu þeir hann og með honum tvo aðra, sinn til hvorrar hand- ar, en Jesúm í miðið. En Pílatus ritaði líka yfirskrift og festi á krossinn, en þar var ritað: JESÚS FRÁ NAZARET, KONUNGUR GYDINGA. Þessa yfirskrift lásu nú margir Gyðingar, því að staðurinn, þar sem Jesús var krossfestur, var nærri borginni, og var hún rituð á hebresku, latínu og grísku. Þá sögðu æðstu prestar Gyð- inga við Pílatus: Skrifa þú ekki: Konungur Gyðinga, heldur að hann hafi sagt: Ég er konungur Gyðinga. Pílatus svaraði: Það sem ég hefi skrifað, það hefi ég skrifað. Altaristaflan úr kirkjunni í Stóra-Klofa Þegar nú hermennirnir höfðu krossfest Jesúm, tóku þeir klæði hans og skiptu í fjóra hluta, hverjum hermanni hlut, líka kyrtilinn en kyrtillinn var ekki saumaður, heldur frá ofanverðu niður úr prjónaður. Þeir sögðu um hann, hver skuli fá hann, því að rætast hlaut sú ritning, er segir: Þeir skiptu með sér klæðum mínum og köstuðu hlutum um kyrtil minn. Þetta gjörðu nú hermennirnir. En hjá krossi Jesú stóð móðir hans og móðursystir hans, María kona Klópa, og Maria Magdalena. Þegar nú Jesús sá móður sína og lærisveininn, sem hann elskaði, standa þar, segir hann við móður sína: Kona, sjá þar er sonur þinn. Síðan segir hann við lærisveininn: Sjá, þar er móðir þín. Og frá þeirri stundu tók lærisveinninn hana heim til sín. Síðan, — er Jesús vissi að allt var nú þegar fullkomnað, segir hann, til þess að ritningin skyldi rætast: Mig þyrstir. Þar stóð ker fullt af ediki. Þeir settu þá njarðarvött fullan af ediki á ísópslegg og báru honum að munni. Þegar nú Jesús hafði tekið til sín edikið, sagði hann: Það er fullkomnað, og hann hneigði höfuðið og gaf upp andann. (Jóhanncsarguðspjall 19:17—30.) Á blaðsíðum 61 til 68 í Mbl. í dag eru birtar myndir af nokkrum altaristöflum úr íslenzkum kirkjum og jafnframt greint frá hvaöa atburöi þær lýsa og vitnað til viökomandi frásagnar Nýja testamentsins. Krists- líkneski Höggmynd Einars Jónssonar, en afsteypa af henni er nú í Hall- grímskirkju í Reykjavík. Jafnframt er spjallað viö þann sem var aö nokkru leyti fyrirmynd listamannsins viö gerö verksins. Bls. 61 Barnsleg einfeldni Gömul íslenzk altar- istafla er var í kirkjunni aö Stóra-Klofa, en er nú varöveitt í Þjóðminja- safninu. Ein elzta alt- aristafla eftir íslending. Bls. 62 Ljós heimsins í Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjaröar- strönd er altaristafla eftir finnskan listamann, sem nú er látinn. Spjallaö er viö Þóri Bergsteins- son, en hann vann meö listamanninum. Bls. 63 Fjallræða Jesú í kirkjunni í Borgar- firöi eystra er mynd Jóhannesar Kjarvals af Jesú þar sem hann flytur fólkinu Fjallræöuna en umhverfið er íslenzkt og sjást m.a. Dyrfjöll- in. Bls. 64 Með elztu altaris- töflum ögurkirkja viö ísa- fjaröardjúp haföi lengi aö geyma gamla flæmska altaristöflu af postulun- um tólf. Hún er nú varöveitt í Þjóöminja- safninu. Bls. 65 Hví grætur þú? Þessa þekktu frásögu Nýja testamentisins túlkar altaristaflan í Foss- vogskapellu. Hún er eft- ir Eggert Guömunds- son og er spjallað viö hann auk þess sem frá- sagan sjálf er birt. Bls. 66 Passíu- sálmar Barbara Árnason myndskreytti Passíu- sálma Hallgríms Péturs- sonar er þeir voru gefnir út í viöhafnarútgáfu fyrir nokkrum árum og eru hér birtar nokkrar mynda hennar. Bls. 67 Andlitin kunnugleg Baltasar málaði altar- istöflu í kirkjunni aö Ólafsvöllum á Skeiöum og sýnir hún postulana neyta síðustu kvöld- máltíðarinnar meö Jesú. Stutt spjall viö lista- manninn. Bls. 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.