Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 59 Grátmúrnum, sem nú er þeim heilagastur staöa. í fregnum af þessu segir aö þaö sem fundizt hafi sé líkast til leifar af austurvegg musterisins, sem kallaö hefur verið Annaö Musteriö. Þá var þar veriö aö bora eftir vatni. Það munu hafa | veriö Múhammeðstrúarmenn sem komu ofan á rústirnar, en j síðan fengu sérskiþaöir trúnaö- armenn ísraelsku ríkisstjórnar- innar og sérfræöingar aö rann- saka fundinn, en þess var krafizt aö fundinum yröi haldiö leyndum vegna þeirrar pólitísku ólgu sem þetta kynni að hafa orsakað: fyndist musteriö á stað sem | Múhammeðstrúarmenn telja aö sínir dýrmætu helgistaöir séu, I hvaö átti þá aö gera? Þaö liggur | í augum uppi, aö þetta mál getur | orðiö vandleyst, ekki síöur en | framtíöarskipan mála á Vestur- bakkanum. Grátmúrinn — eöa vesturmúr- inn eins og hann er líka nefndur — var ytri mörk forgarðs must- erisins. Reynist þaö rétt aö sá hluti hans sem nú er vitað um sé | úr eystri hlutanum, hefur hann | þar meö verið hluti musterisins j sjálfs. Ekki hefur veriö Ijóstraö upp um það hvaö varö um steinana sem grafnir voru upp, en aörar minjar veggsins munu undir torg- inu. Steinarnir sem fundust voru j sömu stærðar og geröar og j steinarnir í Grátmúrnum. Annaö Musteriö — þunga- i miöja Gyöingatrúar á þessum tíma var reist á 6. öld fyrir Krist. Rómverjar jöfnuðu það viö jöröu á árunum 70—80 eftir Krist. Úr þessu musteri rak Kristur kaupa- héönana og braskarana. Þetta mundi því ekki aðeins helgur dómur Gyðingum heldur og ekki síður kristnum mönnum. Sagt er aö yfirrabbí Gyöinga í gömlu borginni hafi lagzt ein- dregið gegn því aö þetta yröi gert heyrum kunnugt. Þaö gæti leitt til allsherjar uþþreistar. Hins vegar segir hann þaö mætti ef til vill leysa málið meö því aö semja viö Araba um aö afmarka á þessu svæöi sérstakan helgistað Gyöingum og kristnum mönnum. interRent bílaleigan býður yður fulltryggðan bíl á næstum hvaða flugvelli erlendis sem er - nýja bíla af þeirri stærð, sem hentar yður og fjölskyldu yðar. Vér útvegum yður afslátt - og jafnvel er leiguupp- hæðin lægri (ekkert kílómetragjald) en þér þurfið að greiða fyrir flutning á yðar bíl með skipi - auk þess hafið þér yðar bíl að brottfarardegi hér heima. Verði óhapp, tryggir interRent yður strax annan bíl, í hvaða landi sem þér kunnió að vera staddur í. interRent er stærsta bílaleiga Evrópu, vér veitum yður fúslega allar upplýsingar. interRent í> interRent á íslandi / Bílaleiga Akureyrar Reykjavík • Skeifan 9 • Símar: 86915, 31615 Akureyri - Tryggvabr. 14 - Símar: 21715, 23515 Tískusýning Að Hótel Loftleiðum 2. ípáskum kl. 12.30-13.00. Það nýjasta á hverjum tíma af hinum glæsilega íslenska ullar- og skinnfatnaöi ásamt fögrum skart- gripum verður kynnt í Blómasal á vegum íslensks heimilisiönaðar og Rammagerðarinnar. Modelsam- tökin sýna. Víkingaskipiö vinsæla bíður ykkar hlaöið gómsætum réttum kalda borðsins auk úrvals heitra rétta. Guðni Þ. Guðmundsson flytur alþjóölega tónlist, gestum til ánægju. ISRAEL Þægilegt og fyrirhafnarlaust ferðamönnum í praktísku tilliti | srael er ákaflega þægilegt og fyrirhafnarlítiö dvalarland feröamönnum. Þar á ég viö aö aöstaða og fyrirgreiðsla er öll til fyrirmyndar. Þar er gnægö hót- ela í öllum verðflokkum, þótt búast megi viö því aö vandfýsnir íslendingar telji þriggja stjörnu hótel henta þeim bezt. Verölag í ísrael hefur hækkaö ákafleg mikiö síöustu ár, eins og alkunna er. Á góöu hóteli í Tel Aviv og Jerúsalem má búast viö því aö gisting meö morgunveröi kosti um 50—60 dollara. Og meira eftir því sem stjörnur eru fleiri. En gistingu er líka hægt að fá í einkahúsum fyrir svo sem engan pening. Þegar ég var í ísrael síðast í lok nóvember bjó ég á einkaheimili í Tel Aviv og greiddi 15 dollara fyrir ásamt morgunverði. Morgunveröur á hótelum er hins vegar óvenjulega vel útilátinn og miklu fjölbreyttari en í flestum þeim löndum sem ég hef fariö um. Mikið af grænmeti og ávöxtum, eggjum og jógúrt, allar tegundir brauöa og mikiö af ostum. Þetta er alla jafna hlaö- borö sem gestir ganga aö af Götumynd frá Tel Aviv. mismunandi mikilli áfergju. í Jer- úsalem gisti ég aö þessu sinni á KFUM-hótelinu sem er rétt við múraborgina. KFUM-hótelið er til húsa í gömlu klaustri, þar hefur allt verið gert upþ snyrtilega og skemmtilega. íburöarlaust er þar en notalegt. Tveggja manna her- bergi með sturtu og morgunverði — sem ekki er hlaðborð — kostaöi 30 dollara. Leggi ferða- maður mikiö upp úr því aö njóta útsýnisins yfir múraborgina er auövitað sjálfgert aö hann búi á Intercontinental-hótelinu á Olíf- urfjallinu. Þaö hótel reistu Jórd- anir meöan þessi hluti var á þeirra valdi og þaðan séö liggur borgin innan múranna fyrir fótum feröamannsins. í ísrael dettur feröamanni auö- vitaö ekki í hug aö vera í fæöi á hótelunum. Drjúgur hluti ánægj- unnar er einmitt aö eigra um og hafa uþþ á skemmtilegum stöö- um vítt og breitt, enda er elda- mennska þar yfirleitt betri og viömót hlýlegra og umhyggju- samara ená stórum hótelum. í Jerúsalem man ég í fljótu bragöi eftir veitingastaö sem heitir Kohen, þar er annar bragö- góöur sem heitir Hassan Efendi þar sem hægt er aö fá ótrúlegt úrval gómsætra arabiskra smá- rétta. Nefna má Ramsis í múra- borginni, þar eru ágætir réttir í boöi og á góöu verði. í kristna hverfinu man ég eftir lítilli þizzu- stofu, Ginos. Vfirleitt eru ódýrir matsölustaöir í múraborginni. Um Tel Aviv er sviþað aö segja.Á Dizengoffgötu er mikill fjöldi matsölustaða af öllu tagi og einnig á næstu götu, Ben Ye- huda. Niöur við ströndina standa stóru hótelin við Hayarkon og þar hefur nýlega verið gert sér- stætt torg, Atarim, og þar úir og grúir allt af verzlunum, þjónustu- aöstöðu og litlum veitingastof- um. Á Atarim-torg koma margir gestir af stóru hótelunum í kring og verðlagið á stööunum þremur efst á Atarim-torgi eru eftir því og hækkar enn. Þar er þó gaman aö tylla niður tá þó ekki væri nema vegna stemmningarinnar og skemmtilegs útsýnis niður til Jaffa. Gestir í ísrael geta veitt sér nánast allt sem hugurinn girnist. Þeir geta legiö á strönd á daginn ef þeir dvelja t.d. í Tel Aviv og þar í grennd, að ekki sé nú minnzt á ferðamannastaðinn Eil- at viö Rauðahafið. Þegar kvöldar geta þeir sótt tónleika, leikhús, næturklúbba. Skoöunarferöir meö hinu ágæta fyrirtæki Egged Tours er hægt aö þanta frá hótelunum og þaö veitir prýöi- lega þjónustu og hafa góöa leiösögumenn og þaö skiptir meginmáli í þessu landi. Gaman er líka aö rölta niöur til | Jaffa þó ekki væri til annars en reika um ævintýralegan flóa- markaöinn þar, fara um lista- i mannahverfiö á klettunum, þar sem gömul hús hafa veriö gerö upp og málarar hreiðrað þar um sig. Á leiðinni til Tel Aviv væri ráö að koma við á Carmel-markaöi ef maður þorir. Skemmdarverka- menn hafa sumsé yndi af því aö koma fyrir sprengjum þar, enda markaðurinn fjölfarinn. Jaffa er ekki falleg en býr yfir töfrum þess sem er gamalt. Hún hefur veriö látin grotna óeölilega mikið niöur og mörg hús þar hálfhrunin eöa sundurskotin úr fyrstu stríöum og ekki veriö hirt um aö rífa þau og hreinsa til. Meö þeim skoöunarferöum sem allir fara í t.d. frá Tel Aviv, er auövitaö ferö til Jerúsalem. Ekki er þó nema hálft gaman af skotferö þangað. Ferð til Tiber- ias og Nazareth og aö Galileu- vatni í Kaþernaum — þetta er mikið ævintýri. Frá Jerúsalem er stutt bæöi til Bethlehem og Hebron, fróöleg og dramatísk ferö til Jeríkó og aö Quamran- hellunum, för til Haifa. En mér verður þó löngum mest í hug förih upp á Massada og segir frá virkinu á öörum staö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.