Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 62 Poppe-loftþjöppur Utvegum þessar heimsþekktu toftþjöþpur í öllum stæröum og styrkleikum, meö eöa án raf-, bensín- eöa diesel-mótors. SÖMlteMgKUlII’ J)(§)(ni©©®in) reykjavik, icmlano Vesturgötu 16,101 Reykjavík. Símar 91-13280/14680. LINGUAPHONE lærdómur er leikur einn Hefur þú kynnt þér hina frábæru uppbyggingu Linguaphone tungumálanámskeiðanna? Þau eru byggð á 60 ára reynslu yfír fjöggura milljón nemenda og nú eru 35 mismunandi tungumál kennd á Linguaphone námskeiðunum. Hið þrautreynda námskerfí Linguaphone gerir námið ekki einungis auðvelt og skemmtilegt, heldur einnig ótrúlega árangursríkt. Þú vinnur sjálfstætt að heimanámi þínu, hagar námstima eftir aðstæðum hverju sinni en árangurinn kemur í ljós strax að loknum fyrsta kafía. Linguaphone námið þjálfar talmál og ritmál samtímis. Helstu hjálpargögn eru hljóðritanir og bækur, en námsaðferðin er í raun sú sama og hjá barni sem lærir móðurmálið af eðlisávísun, þ.e. „fyrst hlustarðu - síðan skilurðu - loks talarðu“! Linguaphone - auðvelt og ánægjulegt tungumálanám í heimahúsum Hljóðfærahús Reykjavíkur Laugavegi 96 - Sími 13656 Vængirnir utanverðir á altaristöflunni í Stóra-Klofa. Altaristafian úr kirkjunni í Stóra-Klofa: Hinn barnslegi einfaldleiki in af tiltölulega fáum altar- istöflum sem til eru eftir íslenska listamenn frá fyrri ■ tímum er altaristaflan úr kirkjunni í Stóra-Klofa á Landi sem Ófeigur Jónsson málaði árið 1830. Ófeigur var oftast kennd- ur við Hlíðarbæ í Þingvallasveit. Á töflunni er mynd af krossfestingu Jesú en á vængjunum innan verðum eru myndir af guðspjallamönnunum fjórum, Matteusi, Markúsi, Lúkasi og Jóhannesi. Neðst á vængjunum innanverðum er þessi ritning- arstaður: „Þessir eru þeir sem .vitnisburð- inn bera af mér.“ Á töflunni sjálfri er tilvitnun í 1. Pétursbréf 2. kafla og 24. versið. Þar stendur: „. . .hann bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð, til þess að vér skyldum, dánir frá syndunum, lifa réttlætinu. Fyrir hans benjar eruð þér læknaðir." Á vængjunum utanverðum er blómaskraut mjög haglega gert. Að sögn Þórs Magnús- sonar þjóðminjavarðar var Ófeigur ólærður málari en mjög listfengur og hagur. Flokk- ast verk hans undir naivisma og hefur taflan á sér yfirbragð hins barnslega einfaldleika. Hann notar hreina grunnliti en raðar þeim saman á mjög skemmtilegan hátt. Ófeigur mun hafa gert fleiri altaris- töflur og er m.a. önnur tafla eftir hann á Þjóðminjasafninu. Hann mun hafa verið nefndur listamaður á sínum tíma. Fyrirmyndin að altaristöflunum hefur Ófeigur sótt í danskar töflur. Sama ár og taflan var máluð gefur Jón Jónsson hana kirkjunni í Stóra-Klofa. Nafn Jóns er ritað á ytri hlið vængjanna. Jón hefur líklega verið bóndi á Stóra- Klofa. Þegar kirkjan þar er lögð niður fara gripir úr henni líklegast í Skarðskirkju í Landsveit, alla vega kom taflan þaðan í Þjóðminjasafnið en ekki er með vissu vitað hvenær það var.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.