Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 „Fyrstu sex vertíðirnar mínar reri ég á áraskipum, þetta voru teinæringar og við vorum ellefu á. Mikil ósköp, þessir bátar eru allir horfnir fyrir löngu, en mikið andskoti hafði ég gaman af þessu,“ sagði Sigurður Halldórsson sjómaður í upphafi samtals okkar um sjómennsku hans. Hann byrjaði að róa árið 1913 og er enn til sjós, sextíu og sjö ára sjómennska, maðurinn sjötíu og sjö ára og að undanförnu hefur hann tekið til hendinni á einum af stærstu skuttogurum landsins, Snorra Sturlusyni þar sem hann hefur róið með fjórða ættliðnum i fjölskyldu sinni. Fryst reri hann með pabba sínum, þá bróður sínum, síðan bróðursyni og nú syni bróðursonar síns, Ólafi Erni Jónssyni. Rabbaö við Sigurð Halldórs- son sjómann, sem hefur verið 67 ár til sjós og rær enn á 78. aldursári. Hjólið UPPGÖTVUN hjólsins var merk framför í samgöngum og er talið að tvö þúsund árum fyrir Krist hafi Egyptar og Assýríumenn verið farnir að nota vagna. Það var ekki fyrr en þrjú þúsund árum síðar, eðai>egar leið að árinu 1000 eftir Krist, að Evrópumenn kom- ust upp á lag með að nota vagna'. Háteigskirkja: Gjafir í Altaris- töflusjóð FRÚ María Hálfdánardóttir, Barmahlíð 36, lézt 14. febrúar s.I. rúmlega níræð að aldri. Til minn- ingar um hana gaf eiginmaður hennar, Guðmundur Pétursson og fjölskylda hans, gjafir í Altar- istöflusjóð Kvenfélags Háteigs- sóknar sem hér segir: kr. Guðmundur Pétursson 100.000,- Rannveig og Hálfdán G. Viborg 10.000,- Jens G. Viborg 10.000- Margrét og Garðar G. Viborg 10.000.- Guðríður og Elís G. Viborg 10.000.- Pálína og Marinó G. Viborg 10.000.- Jóna og Hreiðar G. Viborg og börn 20.000.- Einnig barst minningargjöf um dóttur Maríu og Guðmundar, frú Guðrúnu Hagvaag, er lézt 1956, frá eiginmanni hennar Anelíusi Hagvaag, Barmáhlíð 54 50.000.- Frá börnum þeirra Svanfríði og Matthíasi 50.000.- Samtals eru þetta kr. 270.000- Frú María Hálfdánardóttir átti níræðis afmæli 28. október s.l. Þeirra tímamóta var minnst með hófi, þar sem saman var komið á annað hundrað manns. Eins og áður hefur komið fram í fréttum gáfu þau hjónin Maria og Guð- mundur þá kr. 100.000 - til kaupa á altaristöflu í Háteigskirkju og var það fyrsta framlag í þann sjóð. Útför frú Maríu Hálfdánardótt- ur var gerð frá Háteigskirkju 22. febrúar s.l. að viðstöddu fjöl- menni. Sr. Jón Þorvarðarson jarðsöng. Um kr. 100.000.- bárust til minningar um hina látnu frá vinum og venslafólki á útfarardegi hennar. Báðar voru konur þessar, María og dóttir hennar Guðrún, meðal stofnenda Kvenfélags Há- teigssóknar, og er þeirra minnst með kærri þökk og virðingu um leið og vinarhugur og gjafir að- standenda þeirra eru þakkaðar. (Fréttatilk.) FYRSTA talsímann, sem kallazt getur því nafni, bjó Bandaríkja- maðurinn Bell til árið 1875, og var fyrsta talsímakerfinu komið á 1877. Grein: Arni Johnsen Myndir: Ólaffur Örn Jónsson skipstjóri „Ég byrjaði að róa tíu ára gamall, en fjórtán ára var ég þegar ég fór fyrst á vertíð í heimaþyggð minni Selvogi. Ég reri þrjár vertíð- ir úr Selvogi og þrjár úr Herdís- §1 arvík. Það var gott að róa úr Herdísarvík, stutt að róa á áraskip- unum og hægt um vik við landið. Gallinn var sá á þessum slóðum að ef ekki gaf á fisk í göngunum þá ■f; varð ekkert úr vertíð. Þetta var nú meiri andskotans kómidían, það mátti aldrei koma nálægt hraun- : um, það var eins og heitur eldur að leggja upp á hraunin. Ég veit ekki hvað var, en þeir fengu þá helvítis flugu að halda að ekki væri hægt að ná netunum upp. Það var Jj auðvitað mesti misskilningur eins j og allir vita, en það þýddi ekkert að tala um það, hefðin réði og ekki mátti hafa meira en 30 net í sjó. §§ Auðvitað fór fiskurinn upp á hraun Ieftir göngurnar. Þetta var meira helvítið, engu mátti breyta, þetta hafði verið svona og varð að vera áfram. Svo hættu þeir að fá menn á bátana og upp úr því fór ég að heiman, tuttugu og eins árs gamall. Þegar ég reri úr Herdísarvík bjó þar Þórarinn Árnason. Við sjó- mennirnir bjuggum í 5 verbúðum og stendur ein þeirra ennþá, búðin hans Símonar, en Hlín í Herdís- arvík mun hafa notað hana fyrir m kindakofa. Þessar búðir voru hlaðnar úr grjóti og voru með torfþak og manni þótt glimrandi gaman að lífinu þarna. Mér hefur aldrei þótt eins gaman til sjós og þarna, það varð líka mikil breyting þegar vertíðin hófst og vertíðarkallarnir komu. Nær hundrað manns bjuggu í Selvogi þá, en það var ekkert við að vera og vertíðarmönnunum fylgdi upplyfting á þessum stöðum. Það var mikið spilaður 5 aura lander. í einu stórflóðinu þurftum við að draga bátana langt upp á land og í þessu sama flóði eyðilagð- ist skiparéttin vegna sjógangs. Þótt III sjór gnuðaði á dyr létu menn í búðunum ekki aftra sér frá land- erspilinu og þar spiluðu menn í einu til tveimur rúmum, fjórir lágu í hverju rúmi og þar sem margt var um manninn og hiti í leiknum urðu sumir að standa á gólfinu. Gallinn var sá að það flæddi inn í verbúð- irnar upp undir hné og þeir sem stóðu á gólfinu urðu að vera í stígvélum og standa þannig í haf- inu. Það var grimmt spilað og mikið fjör, en ekki voru háar upphæðir í borði. Einu sinni varð ég albit þegar 60 aurar lágu í borði og svo mikil var taugaspennan að ég skalf og nötraði, enda hafði maður engin auraráð. Jú, við vorum búnir skinnklæð- um á þessum árum, það var það sem gilti, en sú hræðilegasta lykt sem ég get hugsað mér er grútar- brækjan af skinnklæðunum, sér- staklega í sólskini. Nei, við lentum aldrei í neinum áföllum. Þetta voru oft brimlend- ingar, en þá var að leggja til lags. Pabbi var helvítis brimhundur, en slapp alltaf í gegn þótt oft væri svalt útlitið í Selvogi. í Herdísarvík var allt annað og rólyndara sjólag. Það gat brimað þar upp á einni mínútu en þá var að bíða eftir flóðinu. Það var allt annað og betra í Herdísarvík ef það var skiplægur sjór á annað borð. 19 skip fórust á Stokksvík, en engin við Nesós. Nesós var svo stuttur að þar urðu ekki fleiri en þrjú brot, en í Stokksvíkinni var leiðin svo löng að öldurnar áttu til að brotna og falla og þá var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.